24 stundir - 03.05.2008, Page 47

24 stundir - 03.05.2008, Page 47
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 47 Alba mælir með Bava Bass Tuba Moscato D́Asti 2006. Þroskaðar apríkósur, perur, ananas og ferskjur með van- illu og hunangi eru ríkjandi í nefi. Munnurinn er ávaxta- ríkur með melónum, ferskju- sultu, mangó og lychee. Létt freyðandi vín með sætan ferskleika. Þrúga: Moscato. Land: Ítalía. Hérað: Pied- mont. Súkkulaðikaka (hráefni): 300 g súkkulaði dökkt 25 g smjör 1 msk. hunang 5 eggjarauður 1 msk. kakóduft 200 ml ólífuolía 1 stk. matarlím 20 ml volgt vatn 5 eggjahvítur Aðferð: Hitið súkkulaði í skál í vatnsbaði, bætið smjöri og hunangi og blandið vel saman. Leggið mat- arlímið í volgt vatnið og leysið upp. Pískið eggjarauður og hellið olíu hægt saman við þar til þykkn- ar vel. Bætið kakódufti við og vatni. Blandið súkkulaðiblöndu saman við og að lokum eggjahvítum. Setjið í form og kælið. Pistasíur: 100 g pistasíur 40 g sykur Aðferð: Ristið hneturnar á pönnu og bæt- ið sykri á og brúnið. Passið að brenna ekki sykurinn. Bláberjaís og bláberjasósa: 1 dós vanilluís 100 g bláberjasulta 100 g fersk bláber Aðferð: Blandið vanilluís við ¾ af sultunni og ¾ af fersku bláberjunum. Hitið upp afgang af sultunni og bætið afgangi af fersku bláberjunum að lokum út í og notið sem sósu. EFTIRRÉTTUR Súkkulaðikaka með pistasíum og bláberjaís Önd og andalifur (hráefni): 4 andabringur 4 stk. andalifur í sneiðum 50 g smjör salt og pipar Aðferð: Steikið andabringuna á pönnu upp úr smjöri. Setjið á bakka og klárið í ofni við 100°C. Steikið lifrina á pönnu stuttu áður en matur er borinn fram. Passið að ofelda ekki. Smjörsteikt kartafla (hráefni): 300 g bökunarkartöflur 10 ml ólífuolía 30 g smjör salt og pipar Aðferð: Skerið kartöflu í teninga og steikið á heitri pönnu, bætið smjöri út í og klárið í ofni. Gulrótakrem (hráefni): 200 g gulrætur 2 skallottlaukar 1 hvítlauksgeiri 100 g rjómi 20 g smjör salt og pipar Aðferð: Skerið gulrætur og lauk í smáa bita og setjið í pott með afgangi af hráefni. Þegar gulræturnar eru orðnar mjúkar setjið í blandara og maukið vel. Kryddið með salti og pipar. Kirsuberjatómatar, aspas og brasserað fennel 1 box kirsuberjatómatar 1 box aspas 20 ml ólífuolía 2 stk. fennel 20 g smjör salt og pipar Aðferð: Steikið aspas á pönnu og bæt- ið tómötum á pönnuna í lokin og kryddið með salti og pipar. Steikið fennelið á pönnu upp úr smjöri og kryddið. AÐALRÉTTUR Önd og frönsk andalifur með kartöflu, gulrótakremi og meðlæti Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með De Bortoli Yarra Valley Pinot Noir 2004. Svört kirsuber, plómur, þurrkuð krydd og jarð- kennd einkenni í nefi. Rauð ber og kirsuber fylla munninn með bökunarkryddum, vanillu og votti af trjákvoðu í bakgrunninum. Milliþungt vín í góðu jafnvægi með þroskuð, mjúk tannín og löngu eftirbragði. Þrúga: Pinot Noir. Land: Ástralía. Hérað: Vic- toria. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Laugardagur 3. maí 2008 Páll Óskar fer fyrir hópi mikilla spekinga í nýjum þáttum þar sem lögin í Evróvisjónkeppninni eru gagnrýnd vægðarlaust. » Meira í Morgunblaðinu Evróvisjónpælingar Helgi Snær Sig- urðsson veltir því fyrir sér í lista- pistli hvers vegna myndlist- inni er ekki gert hærra undir höfði í umfjöllun sjónvarpsstöðvanna um listir. Er myndlistin geimvera sem enginn veit hvað á að gera við? »Meira í Morgunblaðinu Myndlistin út undan Útvarpsmaðurinn Brynjar Már Valdi- marsson talar um Hlustendaverðlaun FM 957 og segir FM- hnakkann, frægan, sólbrúnan og með strípur, heyra sög- unni til enda er stöð- in orðin 19 ára og því löngu búin á gelgjunni. » Meira í Morgunblaðinu Lög unga fólksins reykjavíkreykjavík

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.