24 stundir - 03.05.2008, Side 62
62 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Þeir stóðu sig afar glæsilega gegn FH
hér fyrir nokkru og réðu alveg gangi
þess leiks. Þeim tókst svo síður upp gegn Val í
úrslitunum en ég á von á þeim sterkum.
Detroit Red Wings tóku Colo-
rado Avalanche í kennslu-
stund í átta liða úrslitakeppni
NHL-deildarinnar í íshokkí og
sópuðu þrautreyndu liði Aval-
anche undir teppið í fjórum
tilraunum. Er Detroit því
komið í undanúrslit fyrst liða
en önnur líkleg eru Dallas
Stars, sem lék í nótt, Phila-
delphia Flyers og Pittsburg
Penguins.
Slétt og fellt
Tilkynningar eru nú að berast
frá flestum golfklúbbum um
formlega opnun. GKG í
Garðabæ hyggst opna Vífils-
staðavöll þann tíunda maí en
nýi hluti vallarins í Leirdal
verður opnaður viku síðar.
Fyrsta mót GR hefst á morgun
á Garðavelli á Akranesi og
Keilir í Hafnarfirði hefur opn-
að sinn völl þótt enn sé spilað
þar á vetrargrínum
Góðir hlutir
gerast hægt
Vélhjólaíþróttaklúbburinn
Vík hyggst brydda upp á
þeirri nýbreytni 21. júní næst-
komandi að halda miðnæt-
urþolaksturskeppni á mót-
orkrosshjólum. Er þeirri
keppni ætlað að koma í stað
hinnar árlegu Klaust-
urskeppni sem helsta mót vél-
hjólamanna ár hvert en ekið
verður samfleytt í sex klukku-
stundir á brautum í Bolöldu.
Lengsti
dagurinn
Nú er komin fram líkleg
ástæða þess að tennisstjarnan
Roger Federer hefur átt mun
daprara tímabil í vetur en ver-
ið hefur lengi. Hafa læknar
tjáð honum að vandfundinn
sjúkdómur hafi háð kapp-
anum síðan um jól.
Ljóst fyrir
Valencia og Real Madridræða nú af alvöru til-boð
þess síð-
arnefnda í
sóknarmann-
inn David
Villa. Hljómar
tilboð Real upp
á 3,5 milljarða í
beinhörðum peningum auk
ungstirnanna De la Red og
Granero sem báðir eru meðal
mestu efna varaliðs Real. Full-
yrt er að áhugi Valenciu og Villa
sjálfs á að fara til Tottenham sé
afar takmarkaður og ólíklegt að
Juande Ramos nái að lokka
strákinn til Englands.
Vorið er komið í Münc-hen en það dugar ekkitil að
færa bros á var-
ir stjórnar og
áhangenda
Bayern. 4-0 tap
fyrir rússneska
liðinu Zenit frá
Sankti Péturs-
borg í undanúrslitum Evr-
ópukeppni félagsliða er meira
en menn geta kyngt með góðu
móti. Ekki síst þegar haft er í
huga að þrjá lykilmenn Zenit
vantaði í hóp þeirra. Ekki alveg
sá endir sem Ottmar Hitzfeld,
stjóri liðsins, vonaðist eftir.
Ottmar getur þó huggaðsig við að þýski titill-inn er
innan seilingar
og sigur um
helgina tryggir
hann. Sem seg-
ir reyndar sína
sögu um styrk
Bundeslig-
unnar. Helgin er einnig merki-
leg fyrir þær sakir að þrjú önn-
ur félagslið geta tryggt sér titla.
United mun með sigri á West
Ham taka dolluna enda með
miklu hagstæðara markahlut-
fall en Chelsea sem mætir New-
castle. Sigri Inter Milan AC
Milan er titillinn þeirra bláu og
Lyon, enn einu sinni, tekur
þann franska í sjöunda sinn í
röð með sigri að því gefnu að
Bordeaux tapi.
Þjálfari Chelsea, AvramGrant, telur að hafi starfsitt ein-
hvern tíma ver-
ið í hættu þá sé
sú stund liðin
eftir að Chelsea
komst upp að
hlið United í
ensku deildinni
og í úrslit Meistaradeildarinnar
gegn sama liði. Það sýni og
sanni að hann hafi það sem til
þurfi.
Og Peter Crouch er ífréttum í Englandi.Fyrst
kvartaði Harry
Redknapp yfir
tómlæti Cro-
uch sem ekki
hefur samband
til að ræða að
klæðast peysu
Portsmouth á næsta tímabili en
karlinn sér Crouch sem eð-
almann í framlínu liðsins. Í
kjölfarið kom í ljós að Rafa
Benítez vill skipta á honum og
Gareth Barry hjá Aston Villa. Í
öllu falli er ljóst að Crouch er
ekki í framtíðaráætlunum
Spánverjans og hann fer eftir
leiktíðina.
SKEYTIN INN
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Ég hef fylgst með tveimur leikjum
Fram að undanförnu gegn Val og
FH og þó leikurinn gegn Val hafi
verið heldur lakur þá stóðu þeir sig
mjög vel gegn FH,“ segir Leifur
Garðarsson, þjálfari Fylkis í Lands-
bankadeild karla, en fyrsti leikur
Fylkis í sumar er gegn Fram á Fylk-
isvelli eftir rétta viku.
Leifur hefur þjálfað Fylkismenn
síðan 2004 og gjörþekkir getu leik-
manna liðsins. Hann metur stöð-
una sem svo að hún sé góð fyrir
sumarið.
Hópurinn?
„Við erum til í allan slaginn og
höfum æft vel í vetur eins og
reyndar alltaf. Breytingar eru í
sjálfu sér ekki miklar en ef eitthvað
er þá er ég með breiðari hóp núna
en fyrir ári.“
Framarar?
„Eru góðir og með nýjan þjálfara
sem kemur með nýja sýn og nýja
hluti. Stóðu sig afar glæsilega gegn
FH hér fyrir skömmu og réðu
gangi þess leiks. Þeim tókst svo síð-
ur upp gegn Val í úrslitum Lengju-
bikarsins en ég á von á þeim sterk-
um.“
Deildin?
„Verður sterk og skemmtileg og
ég er forvitinn að sjá hvaða áhrif
fleiri leikir og aukið álag mun hafa
ef einhver. Persónulega finnst mér
breytingin þó aðeins til batnaðar
og færir deildinni vonandi enn
meiri spennu.“
Spáin?
„Vill engu spá.“
Förum í þennan
til sigurs
Þjálfari Fylkis metur stöðuna góða fyrir fyrsta leik liðsins
➤ Fylkir náðiaðeins 1-1
jafntefli
gegn Fram í
fyrra.
➤ Fram hinsvegar sigraði
Fylki í Laugardalnum 3-1.
➤ Fylkir endaði í fjórða sætimeð 29 stig.
FYRIR ÁRI
Væntingarnar miklar Þrátt
fyrir ágætan árangur á síðasta
ári vildu margir meina að Fylkir
hefði spilað undir getu.
24stundir/Sverrir
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Mótið verður með skemmtilegra
móti að mínu viti og þá fyrst og
fremst vegna fjölgunar liða og fleiri
leikja sem aftur þýðir að mun
meira getur komið upp á en áður,“
segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari
Fram. Hann hræðist ekkert ferða-
lagið upp í Árbæinn en Þorvaldur
er á sínu fyrsta ári sem þjálfari
Fram eftir að hafa leyst Ólaf Þórð-
arson af hólmi í fyrra.
Hópurinn?
„Vel stemmdur og klár í fyrsta
leik. Dálítið breytt lið og ég nýr hér
og það er eitthvað sem vinna þarf
með áfram en það kemur. Okkur
hefur gengið nokkuð bærilega í æf-
ingaleikjum í vetur. Margt verið
mjög gott og annað miður. Það er
eðlilegt hjá hópi sem enn er að pús-
last saman.“
Fylkismenn?
„Spiluðu fínan bolta í fyrra og á
alveg von á þeim í efsta hluta deild-
arinnar enda með góðan og þéttan
mannskap. Ekkert ókeypis þar.“
Deildin?
„Hún verður forvitnileg. Fleiri
leikir og álagið harðara. Það getur
þýtt fleiri meiðsli sem getur skipt
miklu máli þegar fram í sækir og
eins spila þeir í svörtu búningun-
um stærri rullu kannski en venju-
lega vegna þessa.“
Spáin?
„Mér kæmi á óvart ef Valur og
FH yrðu ekki í og við toppsætið
fljótlega. Þau eru hvað best mönn-
uð og þar vita menn hvað þarf til.
En eins viss er ég um að Breiðablik
og jafnvel Fylkir narti í hælana á
þessum stóru og jafnvel eitthvert
þriðja liðið sem kæmi á óvart.
Hvaða lið veit ég hins vegar ekki.“
Stig eða fleiri er
takmarkið
Þjálfari Fram telur ekki útilokað að ná stigum af Fylkismönnum
➤ Fram tók fjög-ur stig af sex
mögulegum
af Fylki.
➤ Heimasigurinngegn Fylki var
einn af aðeins
þremur leikjum sem Fram
vann.
➤ Fram endaði í 7. sæti meðsextán stig.
FYRIR ÁRI
Bros á vör Leikmenn
Fram unnu þó aðeins þrjá
leiki allt síðasta tímabil.
24stundir/ÞÖK
LANDSBANKADEILDIN 2008 Fylkir - Fram laugardagur 10. maí