24 stundir - 03.05.2008, Page 66
66 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir
Tölvuleikir viggo@24stundir.is
Loksins, loksins er Grand Theft
Auto IV kominn á markaðinn og
glæpaþyrstir leikjaaðdáendur geta
enn á ný brugðið sér inn í sið-
blindan og sjúkan heim Rockstar
Games.
Söguþráður GTA IV snýst um
hinn serbneska Niko Bellic sem
kemur til fyrirheitna landsins, nán-
ar tiltekið Liberty City í Ameríku,
að bón frænda síns í þeirri trú að
þar bíði hans ríkidæmi, virðing og
stór amerísk brjóst. En um leið og
Niko stígur fæti á ameríska grund
kemur í ljós að lífið í Ameríku er
enginn dans á rósum.
Höllin sem átti að bíða hans
reynist kakkalakkabæli og blómstr-
andi bisness frændans er ómerkileg
leigubílastöð. Eftir þetta tekur við
hinn klassíska GTA-spilun, Niko
sinnir verkefnum fyrir hina ýmsu
glæpamenn borgarinnar í þeim til-
gangi að vinna sig upp met-
orðastiga undirheimanna og færast
skrefi nær hefnd og amerískum
brjóstum.
Lifandi stórborg
Í GTA-leikjunum hefur grafíkin
alltaf verið í aukahlutverki en um-
fangsmikill sýndarheimur, áhuga-
verður söguþráður og grípandi
tónlist hefur verið aðalatriðið. Í
þessari nýjustu útgáfu GTA hefur
grafíkin tekið skref fram á við og
kemst nokkuð nálægt því að jafn-
ast á við það besta sem Playstation
3 og Xbox 360 hafa upp á að bjóða.
Liberty City lítur hreint ótrúlega
vel út og er hrein unun að aka um
götur borgarinnar að næturlagi,
sérstaklega þegar rignir. Sögu-
persónur sem og gangandi vegfar-
endur líta mjög vel út og það er
gaman að sjá hve borgin og öll
hennar úthverfi iða af lífi.
Margt smátt gerir eitt stórt
GTA-leikirnir hafa alltaf verið
þekktir fyrir að skarta mörgum
skemmtilegum smáatriðum. Í GTA
IV hafa Rockstar Games hreinlega
misst sig í smáatriðunum. Bull-
heimasíður sem hægt er að skoða á
netinu, fólk sem pissar úti í horni,
slagsmál á götum úti og samheng-
islaust blaður vegfarenda. Þetta er
einungis brot af þeim tilgangslausu
smáatriðum sem Rockstar hafa sett
inn í leikinn en öll þessi smáatriði
leggjast þó á eitt við að gera þenn-
an mikla sýndarveruleika aðeins
trúverðugari, aðeins meira lifandi
og aðeins skemmtilegri.
Endalausar úrbætur
Nánast allt sem pirraði mann í
fyrri GTA-leikjum hefur verið lag-
að í GTA IV. Bardagakerfið hefur
verið bætt til muna og þar að auki
geta leikmenn nú leitað skjóls þeg-
ar skothríð óvinanna er orðin að-
eins of mikil. Hinn gífurlega leið-
inlegi matar/offitufídus úr GTA
San Andreas er horfinn á braut og
því þarf fólk ekki lengur að hugsa
um línurnar á meðan það skipu-
leggur næsta stórglæp sinn.
Grand Theft Auto IV er hreint
út sagt meistaraverk í sögu tölvu-
leikjanna. Leikurinn er ótrúlega yf-
irgripsmikill og mun endast leik-
mönnum mjög vel enda er maður
sífellt að uppgötva nýja hluti til að
skoða eða gera í Liberty City. Leik-
urinn er ofbeldisfullur, kjánalegur
og siðlaus en það er einmitt það
sem lýðurinn vill.
Kunnuglega staða
Leikmenn munu oftar en
einu sinni lenda í þeirri
aðstöðu að hafa lag-
anna verði á eftir sér.
Siðlaus en stórkostlegur
Grand Theft Auto IV er án
nokkurs vafa einn stærsti
tölvuleikur ársins. Leik-
urinn skapar ótrúlega lif-
andi heim þar sem sið-
blindir glæpamenn,
spilltar löggur og Serbi í
leit að betra lífi eru í aðal-
hlutverkum.
Hetja eða skúrkur Serbinn Niko Bellic
leitar að betra lífi í Liberty City.
Grafík: 96% Ending: 100%
Spilun: 100% Hljóð: 100%
GTA IV (PS3 og Xbox 360)
NIÐURSTAÐA: 99%
HITT OG ÞETTA UM GTA IV
● Minna er meira Leiksvæðið í
GTA IV er nokkru minna en í
síðasta leik. Liberty City-borgin
er hins vegar stærsta borgin í
sögu GTA-leikjanna og aldrei
hefur verið lögð jafn mikil
vinna í smáatriðin.
● GTA-félagsmiðstöðin Líkt
og í fyrri GTA-leikjum heldur
leikurinn utan um alla ólíkleg-
ustu tölfræði. Til þess að leik-
menn eigi enn auðveldara með
að bera saman tölfræði sína og
hitta svipað þenkjandi leik-
menn hefur vefsíðan Rockstar
Games Social Club verið sett á
laggirnar.
● Tónlistarniðurhal GTA-
leikirnir hafa verið þekktir fyrir
frábært úrval tónlistar og GTA
IV er engin undantekning þar
á. Þegar leikmenn heyra lag í
leiknum sem þeim líst vel á, þá
geta þeir notað farsímann í
leiknum til að merkja við lagið.
Svo er hægt að nota fyrrnefnda
Rockstar Games Social Club
síðu til að kaupa lögin og hlaða
þeim niður í heimilistölvuna.
● Umferðarmynstur Alls
unnu um 150 manns að gerð
GTA IV. Framleiðendur leiksins
höfðu á sínum snærum sérstakt
rannsóknarteymi í New York
borg, sem Liberty City er byggð
á, en það teymi hafði meðal
annars það verkefni að kort-
leggja þjóðerni íbúa í hverfum
borgarinnar og að fylgjast með
umferðarmynstri.
● Bönnum GTA Grand Theft
Auto-leikirnir hafa alltaf verið
umdeildir. Einn harðasti and-
stæðingur leikjanna er lögfræð-
ingurinn Jack Thompson. Nú
hefur hann krafist þess að út-
gefendur leiksins og fleiri, verði
sóttar til saka fyrir að bjóða
upp á leik sem er „… það skað-
legasta fyrir börn síðan löm-
unarveikin var og hét“.
„Þetta er einhver besti tölvuleikur sem ég hef spilað á
ævi minni og ég er forfallinn Zelda aðdáandi og hef
verið í öllu. Upplifunin við þennan leik, sem ég held
að sé þessu gríðarlega örfína neti smáatriða að þakka,
er engu lík. Þetta er svo umfangsmikið og pakkinn
sem þessi leikur er, þetta er ótrúlegt. Þessi leikur er
bara „juggernaut of a game.“
Dóri DNA, leikjarýnir
Ótrúlega umfangsmikill leikur
Þessi leikur er alveg stórkostlegur og í rauninni má
segja að þetta sé bara gagnvirk bíómynd. Aðalpersón-
an er mjög skemmtileg, þetta er harður nagli sem samt
er með viðkvæma sál, glæpamaðurinn sem vill samt
gera vel. Síminn er algjör snilld því hann gerir vinnsl-
una á öllum verkefnum skilvirkari og skemmtilegri. Í
heildina er bara búið að taka það besta úr Grand Theft
Auto leikjunum og gera það enn betra og henda út
öllu óþarfa böggi og fítusum.
Franz Gunnarsson, tónlistarmaður
Það besta var gert enn betra
Þetta er framúrskarandi og byltingarkenndur leikur
sem að mun eflaust kveikja í alveg nýrri kynslóð af þrí-
víddar actionleikjum. Öll physic í leiknum er alveg til
fyrirmyndar, til dæmis ef maður dúndrar á vegg þá
fljúga menn út um framrúðuna. Það sést nú ekki oft.
Þarna rætast allir draumar manns sem glæpamanns í
New York, maður getur gjörsamlega sleppt fram af sér
beislinu. Ekki kaupa þér miða til New York, keyptu þér
frekar GTA og gerðu allt sem þig lystir.
Sverrir Bergmann söngvari
Byltingarkenndur leikur
HVAÐ FINNST ÞÉR UM GRAND THEFT AUTO IV?
24GTA
24@24stundir.is a
Grand Theft Auto IV er hreint út sagt meist-
araverk í sögu tölvuleikjanna. Leikurinn er of-
beldisfullur, kjánalegur og siðlaus en það er einmitt
það sem lýðurinn vill.