24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 18
Amsterdam 23
Alicante 20
Barcelona 21
Berlín 22
Las Palmas 23
Dublin 14
Frankfurt 24
Glasgow 14
Brussel 24
Hamborg 22
Helsinki 25
Kaupmannahöfn 20
London 19
Madrid 23
Mílanó 19
Montreal 12
Lúxemborg 24
New York 13
Nuuk -1
Orlando 20
Osló 27
Genf 22
París 15
Mallorca 20
Stokkhólmur 18
Þórshöfn 11
Gengur í austan 10-18 m/s með rigningu,
fyrst SV-lands, en mun hægari vindur fyrir
norðan og austan og þykknar smám saman
upp. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á N- og A-landi.
VEÐRIÐ Í DAG
9
10
11
9 11
Þykknar upp
Breytileg átt, víða fimm til átta metrar á sek-
úndu. Skúrir sunnantil, en dálítil rigning fyrir
norðan. Hiti 8 til 13 stig á landinu.
VEÐRIÐ Á MORGUN
9
10
8
7 10
Skúrir eða rigning
Varað er við barnaperra í tölvu-
pósti sem gengið hefur manna á
milli síðustu daga.
Í póstinum segir að maðurinn
bæti stelpum á msn-spjallsvæði sitt
og beri sig svo fyrir þeim í vef-
myndavél. Auk þess hafi hann í
frammi kynferðislega tilburði.
Netfang mannsins á msn er
xjr1300@hotmail.com og kallar
hann sig mit_labrador.
Þær upplýsingar fengust hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu að
lögreglan hefði málið til rannsókn-
ar.
Í 209. grein almennra hegning-
arlaga segir að hver sem með los-
tugu athæfi særir blygðunarsemi
manna skuli sæta fangelsi allt að 4
árum eða sektum ef brot er smá-
vægilegt. fifa@24stundir.is
Lögreglan rannsakar msn-perra
Berar sig á msn
MSN Maðurinn bætir stelpum á
spjallsvæðið og berar sig.
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Matvælafrumvarp sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra sem
heimilar innflutning á hráu kjöti
verður unnið áfram í landbúnaðar-
nefnd Alþingis í sumar. Veruleg
andstaða kom fram við frumvarpið
á síðustu vikum þingsins í vor.
Efasemdir víða
Allir flokkar stjórnarandstöð-
unnar og hagsmunaaðilar tengdir
landbúnaði höfðu miklar efasemd-
ir um frumvarpið og áhyggjur af
afleiðingunum hefði það orðið að
lögum. Sömu áhyggjur mátti líka
greina meðal sumra sjálfstæðis-
manna líka.
Einar K. Guðfinnsson landbún-
aðarráðherra segist ekki draga dul á
að staða bænda í sumum greinum
sé mjög erfið.
Verðhækkanir á aðföngum, olíu
og fleiri þættir reynast landsbyggð-
inni þungir þessa daga. Atvinnu-
greinar sem heyra undir ráðuneyti
Einars K. Guðfinnssonar, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
verða fyrir búsifjum af þessum og
raunar fleiri ástæðum. Ráðherra
segir að vandi mjólkurframleið-
enda hafi að hluta til verið leystur
með breytingum á verði fyrir fram-
leiðsluna. Vandi annarra greina sé
óleystur. Til dæmis eigi sauðfjár-
bændur mjög í vök að verjast.
„Ég útiloka ekki breytingar á
frumvarpinu um innflutning á
hráu kjöti. Þær eiga þá að verða til
hagsbóta fyrir bændur og auka
matvælaöryggi þjóðarinnar,“ segir
Einar. „Ég er sáttur við umræðuna
eins og hún þróaðist í vor. Þrátt
fyrir andstöðu sáu menn að frum-
varpið var ekki lagt fram að tilefn-
islausu og að það verður að breyta
lögunum til að tryggja útflutnings-
hagsmuni þjóðarinnar og uppfylla
Evrópuskilmála sem við höfum
undirgengist.“
Fagnar tækifæri til að breyta
Ráðherrann telur það ekki hafa
verið neitt lífsspursmál að sam-
þykkja frumvarpið fyrir vorið, eins
og mál þróuðust.
„Þegar leið á umræðuna var það
að mínu frumkvæði sem málinu
var frestað og ég fagna því að nú er
tækifæri til að fara nánar yfir það í
sumar,“ segir ráðherrann.
Breytingar í
þágu bænda
Ráðherra útilokar ekki breytingar á ætluðum kjötinnflutningi
Sauðburður Ekki hefur
verið mikið upp úr sauð-
fjárbúskap að hafa. Hann
ber því illa erfiða tíma.
➤ Bændur höfðu áhyggjur afstöðu innlendrar framleiðslu
og aukinni hættu á búfjár-
sjúkdómum.
➤ Aðrir telja ekki eftir neinu aðbíða, hætta á sjúkdómum sé
stórýkt og brýnt að auka
samkeppni með innflutningi.
NÝ LÖG ÓUMFLÝJANLEG
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Karlmaður á sextugsaldri sem
grunaður er um gróf kynferð-
isbrot gegn börnum hefur
gengist við hluta brotanna.
Maðurinn hefur verið kærður
fyrir brot gegn níu börnum og
hefur hann setið í einagrun til
þessa. Að sögn lögfræðings
mannsins iðrast maðurinn
gjörða sinna mjög og vonast
hann til að geta fengið tæki-
færi til að biðja konu sína og
börn afsökunar. Vísir.is
greindi frá.
Játar og biðst
afsökunar
Grunaður barnaníðingur
Ríkisstjórnin
setti í gær að til-
lögu við-
skiptaráðherra
bráðabirgðalög
um breytingu á
lögum um Við-
lagatryggingu Ís-
lands, sem tryggir
húseignir og lausafé fyrir tjóni af
völdum náttúruhamfara. Sam-
kvæmt breytingunni verður lág-
mark eigin áhættu lækkað niður í
20 þúsund krónur. Í gildandi lög-
unum er kveðið á um að eigin
áhætta skuli vera 5%, en aldrei
lægri en 40 þúsund. Gert er ráð
fyrir heildarendurskoðun lag-
anna í sumar og að nýtt frumvarp
verði lagt fram í haust. hos
Eigin áhætta
lækkuð
„Það er þörf á nýrri grasrót.
Menninrnir inni á Alþingi eru
ekki að starfa fyrir okkur af heil-
indum,“ segir Sturla Jónsson
„trukkari“ sem er formaður nýs
stjórnmálaflokks sem hlaut nafn-
ið Lýðræðisflokkurinn. Hann
segir að stefnuyfirlýsing flokksins
verði kynnt eftir helgina og stefnt
sé á framboð í næstu alþing-
iskosningum. ejg
Lýðræðisflokkur
Sturlu stofnaður
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra vefengir ekki þau orð
Arnars Sigurmundssonar að 150-
300 manns missi störf, verði farið
að tillögum Hafrannsóknastofnun-
ar. „Úthlutun aflaheimilda í öðrum
tegundum en þorski verður ákveð-
in fyrir mánaðamót,“ segir Einar,
sem ræddi stöðu fiskstofna á rík-
isstjórnarfundi. Ráðherrann segir
þorskkvóta til tveggja ára hafa verið
ákveðinn í fyrra samhliða mótun
nýrrar aflareglu til framtíðar. Nú
verði farið yfir tillögur Hafró um
aðrar tegundir. Þótt ekki sé hægt að
svara því enn hvað gert verður, seg-
ir Einar að tekið verði tillit til
Hafró. „Annars þyrftum við engar
tillögur,“ Ráðherrann segir engar
nýjar mótvægisaðgerðir á dagskrá
nú. „Áhrifa þeirra sem þegar eru í
gangi fer að gæta meira en verið
hefur og þær voru ákveðnar miðað
við meira en eins árs samdrátt.“
beva@24stundir.is
Ekki meira mótvægi vegna aflasamdráttar
Sömu aðgerðir gilda
Serbneskur karlmaður þurfti
að gangast undir bráðaaðgerð
eftir að hann átti samneyti við
broddgölt.
Töfralæknir taldi manninum
trú um að samneytið við
broddgöltinn myndi koma í
veg fyrir of brátt sáðlát. Mað-
urinn uppskar ekki annað en
sárar kvalir og áverka.
Vandamálin í kynlífinu eru
enn til staðar.
Serbía
Laskaður limur
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra og formaður Sam-
fylkingarinnar sendi í gær frá sér
yfirlýsingu vegna niðurstöðu
Hæstaréttar í Baugsmálinu. Þar
segir meðal annars: „Bersýnilegt er
að dómstólar kveða upp úr um að
umfang rannsóknarinnar og ákær-
anna sem gefnar voru út upphaf-
lega voru alls ekki í samræmi við
tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta ís-
lensk stjórnvöld að draga lærdóma
af þessari útkomu“. Kristrún
Heimisdóttir aðstoðarkona hennar
segir að Ingibjörg muni ekki tjá sig
frekar um málið.
Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra segir yfirlýsinguna
vera í nafni allra ráðherra Samfylk-
ingarinnar. „Við sáum yfirlýs-
inguna og hún er send í nafni okk-
ar allra og við tökum öll undir
hana,“ segir hann.
elias@24stundir.is
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um Baugsdóminn
Ákærur alls ekki í
samræmi við tilefnið