24 stundir - 07.06.2008, Side 4
NEYTENDAVAKTIN
Gjaldeyriskaup, úttekt í seðlum
Fjármálastofnun
Seðlagengi Verð fyrir
500 evrur
Forex, Bankastræti * 121,59 60.795
Landsbankinn 121,64 62.820
Byr 121,78 60.890
Kaupþing 121,80 60.900
Glitnir 121,84 60.920
Landsbankinn, Leifsstöð 122,86 61.430
* Gengi 6. júní kl. 13-13:30
4 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir
Börn sem búa jafnt hjá báðum
foreldrum til skiptis eftir skilnað
eru í betri tengslum við foreldra
sína en börn sem búa við aðrar að-
stæður.
Þetta er meðal niðurstaðna
rannsóknar Þórodds Bjarnasonar
félagsfræðings og Ársæls Más Arn-
arssonar sálfræðings er þeir kynntu
á málþingi um rannsóknir í jafn-
réttismálum sem Jafnréttisstofa og
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri stóðu fyrir í gær.
Gott samkomulag nauðsyn
„Þetta kom okkur mjög ánægju-
lega á óvart. Margir hafa haldið því
fram að það sé vont fyrir börn að
búa á tveimur stöðum út af rótinu
sem því fylgir og talið það koma
niður á félagstengslum við foreldra
og vini. Þessi könnun sýnir hins
vegar að þessir krakkar eru jafn vel
settir, ef ekki betur en aðrir,“ segir
Þóroddur.
Þá segir hann börnin bæta upp
fyrir rótið sem þau upplifa með því
að reiða sig meira á vinahópinn,
sem sé alltaf til staðar.
Ólíkar aðstæður innan hópsins
Hann bendir þó á að þetta form
henti ekki í öllum aðstæðum. For-
eldrar sem velji að vera jafnt með
börnin hafi líklega oft með sér gott
samkomulag fyrir sem sé nauðsyn-
legt til þess að barninu líði vel.
Þá minnir hann á að innan þess
hóps sem býr jafnt hjá báðum for-
eldrum sé töluverð fjölbreytni.
„Það geta verið mjög ólíkar að-
stæður á milli þeirra sem búa hjá
tveimur einstæðum foreldrum til
skiptis eða þegar báðir aðilar hafa
stofnað nýjar fjölskyldur sem barn-
ið svo að segja heimsækir aðra
hverja viku,“ segir hann.
Börnin undir minna eftirliti
Það neikvæða sem kom hins
vegar fram í könnuninni er að börn
sem búa við þessar aðstæður eru
undir minna eftirliti foreldra en
önnur.
„Það er auðvitað skiljanlegt því
erfiðara er að hafa yfirlit yfir vina-
hópinn þegar barnið er bara hjá
viðkomandi foreldri í viku í senn
og jafnvel á öðrum stað í bænum
hina vikuna,“ segir Þóroddur.
thorakristin@24stundir.is
Ný rannsókn um félagstengsl grunnskólabarna kynnt á málþingi um rannsóknir í jafnréttismálum á Akureyri
Betri tengsl ef börnin búa jafnt á báðum stöðum
➤ Lögð var fyrir spurn-ingakönnunin Heilsa og lífs-
kjör skólanema í öllum 6., 8.,
og 10. bekkjum landsins vor-
ið 2006. Um 11800 nemendur
svöruðu, eða um 86% hóps-
ins.
RANNSÓKNIN
Eftirlit Þóroddur Bjarna-
son segir börn sem búa
jafnt hjá báðum for-
eldrum hafa meiri sam-
skipti við foreldrana.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
„Lögin eru ótvíræð, menn sem
hafa hlotið dóma fyrir refsiverða
háttsemi mega ekki sitja í stjórn-
um,“ segir Skúli Jónsson, forstöðu-
maður Hlutafélagaskrár, um dóm
Hæstaréttar í Baugsmálinu sem féll
á fimmtudag.
Í 66. grein hlutafélagalaga segir
að stjórnarmenn eða fram-
kvæmdastjórar megi ekki hafa
hlotið dóm fyrir refsiverðan verkn-
að í tengslum við atvinnurekstur.
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem hlaut
þriggja mánaða skilorðsbundinn
dóm fyrir bókhaldsbrot, er meðal
annars starfandi stjórnarformaður
Baugs, stjórnarformaður FL Group
og stjórnarformaður fjölmiðlafyr-
irtækisins 365. Skúli segir að það
virðist því ljóst að sakborningarnir
í málinu séu ekki lengur hæfir til að
sitja í stjórnum.
Skylda á stjórnarmönnum
Hann telur það hins vegar vera á
ábyrgð stjórnanna sjálfra að sjá til
þess að félögin séu rekin löglega. „Í
64. grein hlutafélagalaga segir að ef
starfi stjórnarmanns lýkur áður en
kjörtímabili hans er lokið, eða
hann uppfyllir ekki lengur skilyrði
til að geta verið í stjórn, sem er
meðal annars að hafa ekki hlotið
dóm fyrir refsivert athæfi, þá hvílir
sú skylda á hinum stjórnarmönn-
unum að efna til kjörs nýs stjórn-
armanns.“
Aðspurður hvað myndi gerast ef
hinir dæmdu eða stjórnir fyrir-
tækjanna gripu ekki til aðgerða
segir Skúli of snemmt að segja til
um hvað Hlutafélagaskrá gæti gert.
„Ef dæmdur maður væri tilkynnt-
ur inn í stjórn þá bæri okkur lög-
um samkvæmt að hafna slíkri til-
kynningu.“ Fordæmi séu fyrir því
að mönnum hafi verið neitað um
slíka skráningu en að hann muni
ekki til þess að þeim sem þegar sitja
í stjórnum hafi verið gert að segja
af sér.
Í refsingarkafla hlutafélagalaga
kemur þó skýrt fram að ef stofn-
endur, stjórnendur, framkvæmda-
stjóri eða aðrir tengdir aðilar van-
rækja skyldur sínar samkvæmt
lögunum getur „Hlutafélagaskrá
boðið þeim, að viðlagðri ákveðinni
dagsekt eða vikusekt, að inna
skylduverk að hendi“.
Gæti komið inn á borð FME
Niðurstaða Hæstaréttar gæti
einnig komið inn á borð Fjármála-
eftirlitsins (FME) þar sem FL Gro-
up er stærsti eigandi fjármálafyr-
irtækis, Glitnis banka, með tæplega
fjórðungs eignarhlut.
Íris Björk Hreinsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi FME, segir of snemmt
að segja til um hvort svo verði þar
sem stutt sé síðan niðurstaðan lá
fyrir. „Í ljósi þess verður skoðað
hvort og hvaða áhrif hún hefur í
tengslum við þau lög sem Fjár-
málaeftirlitið hefur eftirlit með.“
Bannað að veita lánin
Í dómi Hæstaréttar kemur fram
að refsiheimildir í hlutafélagalög-
um séu nógu skýrar til að hægt hafi
verið að dæma Jón Ásgeir fyrir að
hafa látið Baug lána Gaumi, félagi í
eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu
hans, yfir 200 milljónir króna á
meðan hann var forstjóri fyrirtæk-
isins. Þorri lánanna var til að fjár-
magna kaup á hlutabréfum í Baugi
og hluti þeirra var ógreiddur þegar
húsleit var gerð hjá Baugi í ágúst
2002. Um er að ræða þrjá ákæruliði
af þeim átján sem Hæstiréttur
dæmdi í. Jóni Ásgeiri var hins veg-
ar ekki gerð sérstök refsing þar sem
brotin voru talin fyrnd.
Boltinn hjá öðrum
stjórnarmönnum
Ótvírætt í hlutafélagalögum að dæmdir menn mega ekki sitja í stjórnum Á ábyrgð
stjórnanna að sjá til þess að félög séu rekin löglega Refsiheimild fyrir hendi í lögum
Víðtæk áhrif Niðurstaða
Hæstaréttar hefur þau áhrif að
sakborningar verða að segja
sig úr stjórnum.
➤ 64. grein setur þær skyldur áherðar annarra stjórn-
armanna að kjósa nýjan
stjórnarmann fyrir þann sem
hefur hlotið dóm fyrir refsi-
vert athæfi.
➤ 66. grein segir að hver semhefur hlotið slíkan dóm megi
ekki sitja í stjórnum.
LÖG UM HLUTAFÉLÖG
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær Listaháskóla Íslands
til að greiða fyrrverandi nemanda
sínum 450.000 krónur í bætur
vegna heilsutjóns sem hún varð
fyrir eftir að hafa andað að sér eit-
urgufum á námskeiði í skólanum.
Konan varð fyrir tjóninu í janúar
árið 2001.
Konan fór fram á að fá rúmar
fimmtán milljónir í bætur.
Dómurinn taldi að af hálfu skól-
ans hefði óvarlega verið staðið að
verki við meðhöndlun efna þeirra
sem framkölluðu eiturgufurnar.
Dómurinn taldi ekki sannað að at-
vikið hefði valdið stefnanda varan-
legri örorku. Taldi dómurinn eðli-
legt að greiða henni miskabætur
sem áður segir. ejg
Listaháskólinn skaðabótaskyldur
Bætur vegna tjóns
Sýknudómur Hæstaréttar í
gær yfir mönnunum tveimur
sem í héraði voru fundnir sek-
ir um umboðssvik í svonefndu
netbankamáli nær ekki til
þeirra tveggja sem ekki
áfrýjuðu. Fjórir voru upp-
haflega ákærðir og fengu allir
skilorðsbundinn fangels-
isdóm.
Í ljósi dóms Hæstaréttar mun
endurupptaka málsins fyrir
héraðsdómi vera heimil og
munu tvímenningarnir óska
eftir áfrýjunarleyfi til að taka
málið upp aftur. mbl.is
Netbankamálið
Áfrýjunarleyfis
verður óskað
Stangveiðitímabilið hófst í
Norðurá og Blöndu sl.
fimmtudag en árnar hafa ver-
ið opnaðar sama dag und-
anfarin ár. Því hefur myndast
hefð fyrir góðlátlegum met-
ingi á milli Stangveiðifélags
Reykjavíkur og Lax-ár um í
hvorri ánni sé meira veitt í
fyrsta holli. Því lýkur á hádegi
í dag. Á hádegi í gær var Lax-á
með yfirburði því 12 laxar
höfðu veiðst í Blöndu en sex í
Norðurá. þkþ
Fyrsta laxveiðihollið
Lax-á með
mikla yfirburði
Lýstar kröfur í þrotabú verktaka-
fyrirtækisins Arnarfells á Ak-
ureyri nema rúmum 3,7 millj-
örðum króna. Þar af nema
veðkröfur tæpum
360 milljónum
og forgangs-
kröfur um 59
milljónum, sam-
kvæmt Vikudegi.
Stærstu kröfu-
hafar eru Lýsing,
með kröfur upp á
1,6 milljarða og
Norðurverk sem krefst 555 millj-
óna. Þá hefur Landsvirkjun lýst
kröfum upp á 397 milljónir og
Landsbankinn upp á 355. Haft er
eftir Árna Pálssyni skiptastjóra
að ekki sé að fullu ljóst hve mikl-
ar eignir tilheyri búinu en það
ætti skýrast eftir skiptafundinn,
13. júní næstkomandi. þkþ
Kröfur í þrotabú Arnarfells
Nær 4 milljarðar
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Þegar keyptur er gjaldeyrir í seðlum hjá bönkum er
ekki stuðst við svokallað almennt gengi sem birtist í
töflu á heimasíðu bankanna eða á sölustað, heldur er
skráð sérstakt seðlagengi sem er 1,5-2% hærra en al-
menna gengið. Forex er ódýrast í þessu tilfelli en
Landsbankinn Leifsstöð dýrastur, þó að munurinn sé
aðeins 1%.
Gjaldeyrir misdýr
Þuríður
Hjartardóttir