24 stundir - 07.06.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir
„Þetta er mjög stór dagur í at-
vinnusögu Suðurnesja,“ segir
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra sem ásamt öðrum tók
skóflustungu að fyrsta kerskála ál-
vers Norðuráls í Helguvík í gær.
„Hér er atvinnuleysi helmingi
meira en annars staðar á landinu
þannig að það er mikil ánægja með
þetta á Suðurnesjum og auðvitað
fögnum við því,“ segir Björgvin.
Hann segir að aldrei hafi verið sér-
stök ósamstaða um framkvæmdina
innan Samfylkingarinnar. „Helgu-
víkin var búin að vera í undirbún-
ingi í fjögur ár þannig að það mál
var bara komið svo langt af stað
þannig að þó menn hefðu viljað
var ekki hægt stoppa það af.“
Fyrsta jarðvarmaálverið
Ragnar Guðmundsson forstóri
Norðuráls segir það vera ánægju-
efni að álverið í Helguvík verður
fyrsta álverið heiminum sem ein-
göngu er knúið raforku frá jarð-
varma. „Niðurstaðan verður álver í
allra fremstu röð sem við getum
verið mjög stolt af,“ segir hann.
Mikil eftirvænting
Oddný Harðardóttir bæjarstjóri
í Garði segist verða vör við sívax-
andi eftirvæntingu í bæjarfélaginu.
„Þar er horft til þeirrar kjölfestu í
atvinnu og þeirra tekjumöguleika
sem álverið mun skapa þegar sjáv-
arútvegurinn er að gefa eftir.
Árni Sigfússon bæjarstjóri
Reykjanesbæjar tekur undir með
Oddnýju og segir mikinn einhug
ríkja. elias@24stundir.is
Skóflustunga tekin að álveri Norðuráls í Helguvík
„Þetta er mjög stór dagur“
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
09.00 Eftir nætursvefn ífjölskylduhúsinu
mínu, Stöng á Laugarvatni, ók ég
að Selfossi og hóf þar störf um
klukkan 09.00. Ég hef ekki enn
útvegað mér starfsstöð á Selfossi
og fékk því innskot hjá bæjar-
stjóranum í ráðhúsi Árborgar.
Morguninn leið sem örskot við
tölvuvinnu og fjölda símtala.
12.00 Ég sat fund ásjúkrahúsi Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands með
áfallateymi en þar voru saman
komnir sérfræðingar og reynslu-
boltar frá heilbrigðisstofnuninni,
Rauða krossinum, Landsspítalan-
um, Landlækni, sveitarfélögun-
um og fleirum. Rætt var um
verkaskiptingu, húsnæðismál
áfallahjálparinnar og helstu við-
fangsefni í sálfræðilegum stuðn-
ingi sem fólk þyrfti á að halda.
13.30 Ég heimsótti þjón-ustumiðstöðina í
Tryggvaskála og fundaði með ein-
um af sérfræðingunum í áfalla-
hjálpinni. Ég skrifaði jafnframt
fyrstu drög að fréttatilkynningu
en daginn eftir, föstudag, var
áætlaður blaðamannafundur með
bæjarstjórum á svæðinu og öllum
fjölmiðlum um stöðu mála viku
eftir jarðskjálftana.
16.00 Ég sat samráðsfundbæjar- og sveitar-
stjóra á jarðskjálftasvæðinu og
nærsveitum ásamt sýslumanni,
lögreglu og fulltrúa Sambands
sveitarfélaga. Ég þurfti að taka
stutt fundarhlé til þess að svara í
viðtali hjá Kristjáni Má á Stöð 2.
18.00 Fundaði með Við-lagatryggingu um
mat á tjóni og þá vinnu sem að
hefur farið fram. Eftir fundinn
fór ég svo í heimsókn í þjónustu-
miðstöðina í Tryggvaskála.
20.00 Borgarafundur íHótel Örk í Hvera-
gerði. Eftir hann ók ég til Reykja-
víkur og hélt tölvuvinnu áfram á
heimili mínu.
01.00 Ég lagði lokahönd áfréttaefni til af-
hendingar á blaðamannafundi
sem átti að halda daginn eftir.
04.00 Ég sofnaði værumsvefni í eigin rúmi.
Þar með lauk löngum og ströng-
um vinnudegi. Það eru mikil for-
réttindi að geta orðið fólki að liði
með því sem ég hef getað gert hér
og svefninn varð því vær.
Á vaktinni Ólafur hef-
ur haft í nægu að snú-
ast síðan hann tók við
sem verkefnisstjóri.
Í samræmingu
á Suðurlandi
24stundir með Ólafi Erni Haraldssyni, verkefnisstjóra á
jarðskjálftasvæðunum á Suðurlandi
➤ Ólafur Örn Haraldsson er fyrr-verandi þingmaður Fram-
sóknarflokksins.
➤ Hann var forstjóri Ratsjár-stofnunar fram á síðasta
haust.
➤ Síðan þá hefur hann einbeittsér að formennsku í Ferða-
félagi Íslands og fjalla-
mennsku.
ÓLAFUR ÖRNÓlafur Örn Haraldsson
hóf störf sem verkefn-
isstjóri á jarðskjálfta-
svæðunum í Árnessýslu
4. júní síðastliðinn. Hann
hefur haft í nægu að snú-
ast síðan þá.
Eignastu lögin
af nýjustu plötu
Bubba á undan
öllum
Lifðu núna
Nú getur þú keypt lögin af
væntanlegri plötu Bubba Morthens
hjá Vodafone og spilað þau aftur og
aftur úr símanum þínum.
Prófaðu hvað þetta er þægilegt,
náðu í titillagið Fjórir naglar með því
að senda SMS skilaboðin lag Bubbi í
1900 eða farðu á vodafone.is.