24 stundir - 07.06.2008, Side 8

24 stundir - 07.06.2008, Side 8
8 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir BETRA VERÐ! *Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 9,21% til 9,36% miðað við hvaða gerð af bíl er valin. 3.490.000 kr. VERÐ ÁÐUR 3.860.000 kr. AFBORGUN 35.500 kr. Á MÁn.* L200 Intense Dcab Sjálfsk. 370.000 kr. lækkun! 4.090.000 kr. VERÐ ÁÐUR 4.340.000 kr. AFBORGUN 45.900 kr. Á MÁn.* OUTLANder Intense 5 manna Sjálfsk. 250.000 kr. lækkun! 5.350.000 kr. VERÐ ÁÐUR 5.970.000 kr. AFBORGUN 59.900 kr. Á MÁn.* PAJERO 3.2 InVITE Sjálfsk. 620.000 kr. lækkun! F í t o n / S Í A Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Um 300 húseigendur við Laugaveg hafa fengið send bréf frá borginni að undanförnu þar sem athuga- semdir eru gerðar við það sem bet- ur megi fara í útliti eigna þeirra. Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir athugasemdirnar vera mis- munandi miklar. „Í sumum tilvikum er verið að benda á atriði sem betur mega fara og við komum þá skilaboðum til þeirra húseiganda um að þeir lagi húsin. Nú erum við að útvíkka þetta og taka Hverfisgötu, Grett- isgötu, Njálsgötu og Þingholtin inn í þetta líka.“ Vilja fegrun fyrir 17. júní Mikil áhersla er lögð á það inn- an borgarkerfisins að ná góðum heildarbrag á miðborgina fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní sam- kvæmt upplýsingum frá fram- kvæmda- og eignasviði. Til að ná þeim árangri er verið að reyna að fá eigendur yfirgefinna húsa til að lagfæra þau sem mest má. Áhersla hefur verið lögð á að bæta útlit þriggja eigna sem eru mjög sýni- legar frá Laugaveginum; Frakkastíg 16, Þingholtsstræti 2 til 4 og Hverf- isgata 32 til 34, en bakhlið þess hús er afar sýnileg frá Laugaveginum. Magnús segir að mál þessara þriggja eigna séu öll í ákveðnu ferli. „Húsið við Þingholtsstræti lítur rosalega illa út, en þar erum við búnir að veita eiganda þess leyfi til að hefja viðgerðir á því að utan. Þeir eru með gríðarlega metnaðarfull áform um fataversl- un. Húsin við Hverfisgötuna bíða niðurrifs og það er reynt að halda þeim í horfinu þangað til, a.m.k. þeim hluta sem snýr að götunni. En áður en að leyft verður að fjar- lægja þau vill skipulagsráð fá að vita hvað eigi að koma í staðinn. Það mál er því í biðstöðu vegna þess að eigandi lóðarinnar er að vinna að því að fá deiliskipulaginu breytt. Frakkastígur 16 er síðan í eigu Frjálsa fjárfestingabankans og er búið að gefa honum þrjá kosti: að lagfæra húsið, rífa það og ganga frá lóðinni eða byggja upp nýtt hús í samþykkt við deiliskipulag. Bankinn er að skoða þessa kosti.“ 300 húseigendur við Laugaveg hafa fengið send bréf frá borginni um það sem betur má fara í útliti húsa þeirra Vilja fegra borgina fyrir þjóðhátíðardaginn ➤ Húsin þrjú sem áhersla erlögð á að fegra fyrir þjóðhá- tíðardaginn standa við Þingholtsstræti 2 til 4, Hverfisgötu 32 og 34 og Frakkastíg 16. FEGRUN MIÐBORGAR Ekki fallegt Þingholts- stræti 2 til 4 verður lag- fært að utan á næstunni. Áttatíu konur tóku þátt í leið- toganámskeiði Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vest- mannaeyja, sem lauk með hátíð- arkvöldverði í gær. „Þetta er ótrúlega góð mæting, sérstaklega af því að margt annað var í gangi,“ segir Valgerður Guð- jónsdóttir, forstöðumaður Visku. „Þetta hefur verið rosalega gam- an og maður er strax farinn að sjá áhrif. Eitt kvöldið var ræðunám- skeið og fyrst treystu fáar sér til að halda ræðu en á endanum gerðu þær það allar,“ segir hún. Þátttak- endur þurftu ekkert að greiða fyrir námskeiðið vegna styrkja frá Vest- mannaeyjabæ og fyrirtækjum í bænum. thorakristin@24stundir.is Leiðtoganámskeið í Vestmannaeyjum „Allar héldu ræðu“ Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðast í gerð lagafrumvarps til að styrkja réttarstöðu lifandi líffæra- gjafa, einkum til að bæta tekjumissi og mæta þeim kostnaði sem getur fylgt líffæragjöf. Er það gert að til- lögu heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra. Í skýrslu vinnuhóps um stöðu lifandi líffæragjafa, sem skipaður var af félags- og tryggingamálaráð- herra, kemur fram að einstaklingar sem lýst hafa sig fúsa til að gefa líf- færi hafi sumir hverjir ekki treyst sér til þess af fjárhagslegum ástæð- um. Nánast undantekningarlaust er skýringin fjarvistir frá vinnu í kjölfar aðgerðarinnar. Vinnuhópurinn leggur til að líf- færagjafa sé tryggð tímabundin fjárhagsaðstoð verði hann fyrir tekjumissi vegna líffæragjafarinnar, og tekjutengdar greiðslur til líf- færagjafa nemi 80% af meðaltali heildarlauna. „Lagt er til að hámarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna í hverjum mánuði nemi aldrei hærri fjárhæð en 518.600 kr. Gert ráð er fyrir að upphæðin breytist í samræmi við breytingu hámarksfjárhæðar sem fram kemur í lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna,“ segir í skýrslunni. hlynur@24stundir.is Ríkisstjórnin ræðst í gerð nýs lagafrumvarps Staða líffæragjafa styrkt Heilbrigðisráðherra Lagði ásamt fé- lagsmálaráðherra til breytinguna.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.