24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Nú, níu dögum eftir Suðurlandsskjálftann, gefst tími til að velta fyrir sér
hvort allt hafi farið eins og best verður ákosið.
Fréttir af óánægju íbúa Þorlákshafnar með fyrstu viðbrögð sveitar-
stjórnarinnar í Ölfusi eru þær einu sem hafa leitt í ljós einhverja hnökra
við hjálparstarfið. Íbúar annarra sveitarfélaga hafa ekki kvartað yfir skipu-
lagsleysi eða ónógri aðstoð. Enda hafa yfirvöld svo gott sem snurðulaust
leyst þau brýnu verkefni sem upp hafa komið. Íbúarnir hafa getað leitað
sér áfallahjálpar frá fyrstu stund. Tryggingafélögin brugðust skjótt við.
Viðlagatryggingasjóður hófst strax handa og ríkisstjórnin lagði fram fé svo
að lögregla og heilsugæsla gætu athafnað sig án þess að þurfa að hafa
áhyggjur af því að eyða um efni fram.
Fyrst í gær var hins vegar haldinn íbúafundur sérstaklega fyrir útlend-
inga á Suðurlandi. Fundurinn er haldinn einni og hálfri viku eftir skjálft-
ann stóra. Þar voru túlkar sem töluðu ensku, pólsku og litháísku. Í fund-
arboðum voru atvinnurekendur hvattir til að láta þá sem ekki tala ensku
vita af fundinum.
Þegar rýnt er í tölur Hagstofu Íslands má sjá að erlendir ríkisborgarar á
landinu voru 7.271 árið 2000 þegar Suðurlandsskjálfti reið yfir. Hlutfall
erlendra ríkisborgara var 2,6 prósent á landinu öllu. Síðan þá hefur er-
lendum ríkisborgurum fjölgað á landinu og nú átta árum seinna er hlut-
fallið 6,8 prósent. Skráðir erlendir ríkisborgarar eru 21.434.
Þó að reikna megi með því að einhverjir þeirra sem búa á Suðurlandi
hafi þegar leitað sér hjálpar hjá Rauða krossinum og þeim starfsstöðvum
sem settar hafa verið upp eftir skjálftann eru örugglega margir sem hafa
ekki vitað hvert þeir ættu að snúa sér. Hætt er við að
þeir hafi upplifað sig utangarðs þessa níu daga frá
skjálftanum.
Það er góðra gjalda vert að hugað sé að erlendum
borgurum þessa lands og fundurinn nú haldinn.
Betra seint en aldrei.
En þótt búast megi við að langan tíma taki að leysa
allan vandann er ljóst að yfirvöld hafa nýtt sér reynsl-
una af skjálftanum árið 2000.
Þó má spyrja; gleymdist að skoða hvort samfélagið
hefur breyst og hvort það hefur áhrif á viðbrögð við
hamförum? Þetta eru mikilvægar spurningar á tímum
alþjóðavæðingar.
Nýjar áætlanir en
breytt samfélag
Kaþólski sértrúarsöfnuðurinn er
kominn upp á háa C út af auglýs-
ingu Símans á G3-símum. Þar er
gert grín að of-
sóknum kaþólsku
kirkjunnar gegn
Galileó Galilei og
öðrum andans
mönnum. Þetta
er ekki einhliða
áróður, heldur
sannleikurinn
eins og hann var.
Af hverju má ekki gera grín að
svartri sögu kaþólsku kirkj-
unnar? Sjálfsagt er að gera grín
að kaþólikkum. Þeir gera sig
breiða í nútímanum án þess að
biðjast afsökunar í bak og fyrir á
fortíðinni. Auðvitað mega þeir
hafna viðskiptum við Símann.
Jónas Kristjánsson
jonas.is
BLOGGARINN
Andans menn
Þá er því loks lokið þessu maka-
lausa Baugsmáli.[…] Og til hvers
var svo unnið öll þessi ár fyrir allt
þetta fé? Jú til
þess að sanna
„sekt“ hins
meinta höf-
uðpaurs, Jóns Ás-
geirs, sem sam-
kvæmt dómi
Hæstaréttar
reyndist jafnast á
við umferð-
arlagabrot að viðurlögum – eins
og dæmt hafði verið í héraði.
Eftir því sem þetta mál hefur
staðið lengur, og því meira sem
hefur verið um það fjallað, þeim
mun frekar hef ég hallast á að
fjármunum og tímanum sem
fóru í rekstur þess hefði verið
betur varið í annað.
Ólína Þorvarðardóttir
olinathorv.blog.is
Þá er því lokið
Ég skellti mér að yfirlögðu ráði í
bíó til að sjá skvísurnar úr þátt-
unum ,,Sex and the City“ sigra
götur New York
borgar á Manolo
Blank skónum
sínum. Datt aldr-
ei í hug að þær
myndu skilja eftir
sig nokkurs kon-
ar speki til að
fara með heim en
ég var handviss
um að þær yrðu skemmtilegar.
Og myndin stóðst væntingar
hvað skemmtunina varðaði og í
henni má varla finna miklar og
djúpstæðar pælingar um hvernig
lækna megi heimsins böl. Og
jafnvel þó maður gæti blindast í
allri neysluhyggjunni sem hvílir
eins og mara yfir þeim stöllum …
Bryndís Hlöðversdóttir
bryndisisfold.blog.is
Beðmálin
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
„Já, maður var nú oft hræddur í
stríðinu,“ sagði gamall maður
sem sat í stofunni heima hjá sér og horfði á sjónvarpið.
Þar var verið að senda út fréttaviðtal við fjögurra ára
dreng og móður hans á Selfossi. Skelfing drengsins var
augljós öllum sem á horfðu. Hinn duldi ótti almenn-
ings eftir jarðskjálftana, vegna nýrra en ekki síður gam-
alla áfalla er hins vegar fæstum ljós. Snjóflóðin á Vest-
fjörðum, Suðurlandsskjálftinn 2000, stríð úti í heimi
eða bílslys vakna í minningunni og fólk endurlifir
hættuástand sem það hélt sig vera löngu búið að jafna
sig á.
„Þetta er velþekkt í áfallafræði,“ segir Berglind Guð-
mundsdóttir, doktor í klínískri sálfræði, sem hefur sér-
hæft sig í stuðningi við fólk eftir áföll og meðferð við
afleiðingum áfalla.
Tilfinningagos eftir jarðskjálfa
Aðgát í nærveru sálar fær sérstaka þýðingu þegar
fólk er lamað af áföllum. Áhuga- eða skilningsleysi í
umhverfinu, skortur á upplýsingum, slæmt síma-
samband og léttúð eða þekkingarskortur í fjölmiðlum
hefur valdið fólki þungum raunum. Í viðtölum áfalla-
hjálparinnar síðustu daga hefur komið fram að versta
upplifunin var hjá þeim sem ekki náðu í sína nánustu
strax til að vita hvort þeir væru óhultir. Fólk sem upp-
lifði Vestmannaeyjagosið árið 1973 tekur atburðina nú
inn á sig. Margir sem fluttu upp á land settust að í
þessum bæjum. Kona úr Vestmannaeyjum, sem upp-
lifði gosið en ekki skjálftann, talaði við blaðið. Hún
hafði áhyggjur af því að fólk fengi ekki næga hjálp. „Ég
veit um fólk sem ráfaði stefnulaust um göturnar á Sel-
fossi og hafði ekki rænu á því að leita sér hjálpar. Eng-
inn sem ekki hefur reynt veit hvernig stóráföll fara með
mann og ég held að það sé ekki tekið nógu alvarlega.“
Áföll kalla líka fram það besta
Berglind Guðmundsdóttir segir eðlileg viðbrögð
ýmiskonar. „Líkamleg, strax á eftir, hækkandi blóð-
þrýstingur, brjóstverkur, svimi, þreyta, ógleði, svefn-
truflanir, verkir. Matarlyst fer úr skorðum. Fólki
bregður auðveldlega, sterkar tilfinningar, reiði, ótti,
depurð, óróleiki, kvíði, sorg eða sektarkennd, stundum
líka doði. Ringlun og minnisleysi og erfiðleikar sem
Fortíðardraugar kveðnir niður
SKÝRING