24 stundir


24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 21

24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 21
24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 21 Bryndís Ósk Jónsdóttir Meistaranemi í lagadeild Það byrjar á Bifröst. Nám til BS gráðu í viðskiptalögfræði á Bifröst er hið eina sinnar tegundar við íslenskan háskóla. Viðskiptalögfræði er hagnýtt nám sem sameinar greinar á sviði lögfræði, reksturs og fjármála og opnar fjölbreytta möguleika strax að námi loknu. Framhaldsnám í lög- eða viðskiptafræði er einnig spennandi kostur. Í lögfræðihluta BS-námsins eru kenndar grunngreinar lögfræðinnar, auk réttarsviða sem lúta að rekstri fyrirtækja og rekstrarumhverfi í víðu samhengi. Í viðskipta- fræðihluta námsins er farið gaumgæfilega í grunnþætti rekstrarhag- fræði og fjármála. Á lokaönn eiga nemendur kost á skiptinámi erlendis. Af þeim sem sækja um fyrir 1. maí eiga 5 bestu umsækjendur í hverri námsleið kost á veglegum námsstyrkjum í formi 50% afsláttar af skólagjöldum fyrstu annar. Allar nánari upplýsingar á bifrost.is. BS nám í viðskiptalögfræði www.bifröst.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 3 12 0 VIÐSKIPTADEILD • BS í viðskiptafræði • BS in Business Administration • MS í alþjóðlegri banka- og fjármálastarfsemi • MS í alþjóðaviðskiptum • MS í stjórnun heilbrigðisþjónustu • BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) • MA í menningarstjórnun • MA í Evrópufræðum FÉLAGSVÍSINDADEILD • BS í viðskiptalögfræði • ML í lögfræði • MA í skattarétti LAGADEILD • Staðnám • Fjarnám FRUMGREINADEILD háskólinn á bifröst 10. JÚNÍ rennur umsóknar- fresturinn út! Eftir álagstíma sem fylgir próf- um ríkir nú á mörgum heimilum 10. bekkinga ákveðinn léttir þegar þeim hafa borist niðurstöður sam- ræmdra prófa og þau fengið skóla- einkunnir í hendur. Ákveðnum áfanga í lífi þeirra er lokið og marg- ir líta á námsmatið sem uppskeru eftir 10 ára grunnskólagöngu barnsins. Það er þó ljóst að nemendur skunda fullir sjálfstrausts og eftir- væntingar út í sumarið og framtíð- ina en aðrir sitja niðurlútir og von- sviknir yfir niðurstöðunum. Á slíkum stundum er vert að hafa í huga að manngildi nemenda verð- ur ekki mælt með tölulegum mæli- kvarða. Það hvernig foreldrar og nærumhverfi bregðast við þeim tölulegu viðmiðum sem fram koma á einkunnaspjaldinu getur haft mikil áhrif. Uppbyggjandi samræða, hvatning og stuðningur foreldra getur skipt sköpum á þess- um tímamótum. Próflausnin heim Finnist fólki niðurstaðan alger- lega óskiljanleg er hægt að kynna sér matið betur með því að fá að sjá próflausnina. Hægt er að sækja um að fá próflausnina senda heim í pósti en til þess þarf að fylla út ákveðið eyðublað sem forráðamað- ur fyllir út. Hægt er að senda í faxi, pósti eða skanna inn útfyllt eyðu- blað sem sótt er á www.namsmat.is og senda á tölvupóstfangið nams- mat@namsmat.is. Próflausnin verður þá send heim. Einnig er hægt að sækja skjölin í Borgartún 7a í Reykjavík. Fólk er hvatt til að hafa samband við Námsmatsstofn- un ef það hefur einhverjar spurn- ingar. Einnig er bent á að þegar próflausnirnar eru skoðaðar skal hafa til hliðsjónar matsreglur sem hægt er að finna á namsmat.is (sjá samræmdpróf – próf og svör og slá inn ártalið). Námsráðgjafi í grunnskólum Ákveðin inntökuskilyrði eru fyr- ir námsbrautir í framhaldsskólum og er nauðsynlegt að foreldrar fari vel yfir umsóknirnar með börnum sínum. Ef nemendur eru mjög óvissir um námsvalið eða vilja fá nánari upplýsingar um námsfram- boð eða umsóknarferlið er gott fyr- ir þá að snúa sér til námsráðgjafans í grunnskólanum eða hafa sam- band við námsráðgjafa viðkom- andi framhaldsskóla. Þá er gott fyr- ir foreldra að setjast niður með barninu sínu og ræða áhugasvið og framtíðaráform þess, skoða náms- framboð framhaldsskólanna og inntökuskilyrðin. Samræmd próf Við útfyllingu umsóknar um framhaldsskóla er skólinn valinn ásamt skólum til vara, sem og námsbraut og önnur þjónusta sem er í boði í einstökum skólum. Nemendur 10. bekkjar geta breytt eða afturkallað umsóknir allt þar til lokað verður fyrir skráningu 11. júní. Geti skóli ekki orðið við um- sókn verður hún send í skóla sem nemandi valdi til vara. Þegar allar umsóknir hafa verið afgreiddar fá nemendur bréf með upplýsingum um afgreiðsluna. Nemendur þurfa svo að staðfesta veitta skólavist með greiðslu innritunargjalds. Fyrir foreldra barna sem voru að ljúka 8. eða 9. bekk og standa frammi fyrir því að ákveða sig fyrir næsta skólaár um hvaða samræmd próf þeir ætla að taka eða um val- fög er vert að benda foreldrum á að kynna sér hvað er í boði og hafa samráð við námsráðgjafa sem starfa í grunnskólunum. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá skóla- stjórnendum og svo eru ýmsar upplýsingar um samræmd próf á www.namsmat.is. Gott er að gera þetta með góðum fyrirvara og gott að koma umsóknum á framfæri í tíma. Þannig geta foreldrar lagt sig fram um að styðja börn sín þegar þau huga að framtíð sinni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra Hvernig gekk í samræmdu prófunum og hvað svo? UMRÆÐAN aHelga Margrét Guðmundsdóttir Finnist fólki niðurstaðan algerlega óskiljanleg er hægt að kynna sér matið betur með því að fá að sjá próf- lausnina Samræmd próf „Ákveðnum áfanga í lífi þeirra er lokið og margir líta á námsmatið sem uppskeru eftir 10 ára grunn- skólagöngu barnsins.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.