24 stundir - 07.06.2008, Síða 27

24 stundir - 07.06.2008, Síða 27
hafinn Daniel Day-Lewis lék Con- lon í kvikmyndinni Í nafni föð- urins (In the Name of the Father). Faðir Gerrys, Patrick Conlon, lést í fangelsi 1981 en hann var fundinn sekur um að hafa átt þátt í spreng- ingunum. „Ég hélt nú alltaf að kvikmyndir sem byggðar væru á sannri sögu væru að stærstum hluta sannar en það var alls ekki með þessa. Þó að kjarnaatriði í henni væru sönn þá var öll sagan meira og minna brenglun á raun- veruleikanum,“ segir Gísli og hlær. Sjálfur var Gísli þátttakandi í sprennuþrunginni atburðarás við Hæstarétt Bretlands þegar dómur- inn yfir fjórmenningunum var ógiltur og þeim sleppt. „Ég hef oft komið að málum þar sem gríðar- lega mikið hefur verið í húfi en aldrei hef ég fundið aðra eins spennu eins og þá sem skapaðist þegar ljóst var að fjórmenningarn- ir væru saklausir. Það var einnig gríðarlegt spennufall fyrir okkur sem unnum að málinu að skynja þessa niðurstöðu. Andrúmsloftið var rafmagnað.“ Fjölmiðlar sýndu málinu gríð- arlegan áhuga af skiljanlegum ástæðum og þurfti Gísli að koma Carole til bjargar þegar hún ætlaði að fara frá vinnustað hans. „Einn nemandi minn, sem hafði aðstoð- að okkur við málið, setti hárkollu á sig og þóttist vera Carole þegar hún settist upp í bíl. Fjölmiðlar mynduðu hana í bak og fyrir og kolféllu fyrir bragðinu okkar. Á meðan fórum við út og ég keyrði heim, með Carole í skottinu. Kon- an mín (Julia Gudjonsson) færði henni fyrstu máltíðina utan fang- elsisins. Þetta mál allt var ógleym- anlegt og opnaði jafnframt fyrir mér margar dyr.“ Djúpstæð réttlætiskennd Réttlætiskenndin knýr Gísla áfram að hans sögn. Hún sé sú frumskylda sem hann verði alltaf að bera virðingu fyrir enda þurfi sálfræðingar fyrst og síðast að forðast manngreinarálit og for- dóma þegar þeir hefja störf sín. „Til þess að ná fram umbótum í réttarsálfræði þarf þor og stundum ögrun,“ segir Gísli. Í allmörgum tilfellum hefur þrautseigja Gísla fyrir hönd fólks sem hann telur hafa játað á sig glæpi sem það framdi ekki skipt sköpum að lokum. Gísli segist hafa verið látinn vita af því að eftir rétt- arhald í máli, sem hann vill ekki nefna nánar, hafi staðið til að taka hann af lífi að því er lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir. Þetta hefur ekki stöðvað Gísla við störf sín. „Maður verður að vera tilbúinn að taka áhættu til þess að hjálpa til við framgang réttlætisins, hvort sem það er leyniþjónusta sem á í hlut eða einhver annar. Í flestum til- fellum er maður undir þrýstingi en það skiptir sköpum að leiða hann hjá sér og einbeita sér að verkefn- inu hverju sinni […] Ef maður vill hafa einhver áhrif í því fagi sem ég hef unnið við stærstan hluta míns starfsferils, þá þarf maður að taka áhættu.“ Árið 1993 fór Gísli til Ísraels og bar vitni gegn ísraelsku leyniþjón- ustunni sem hann taldi hafa þving- að fram játningu hjá meintum hryðjuverkamanni frá Palestínu. Maðurinn var grunaður um að hafa komið með sprengju inn í landið sem síðan var sprengd með skelfilegum afleiðingum. „Þetta mál hafði töluverð áhrif í Ísrael og breytti í raun réttarkerfinu sem tekur nú meira tillit þeirra sjón- armiða sem liggja að baki rann- sóknum réttarsálfræðinga. Það sama hefur gerst í Noregi í máli þar sem dómarar komust að því játning var fölsk, í máli sem ég kom að. Þetta eru vitaskuld ánægjuleg áhrif.“ Verkefni tengd Guantanamo Mannréttindasamtök, stjórn- málamenn og ríkisstjórnir hafa fordæmt Guantanamo-fangabúðir bandarískra yfirvalda á Kúbu og telja tilverugrundvöll þeirra vera brot á mannréttindum. Einkum og sér í lagi vegna þess að þar hefur á fimmta hundrað fanga verið hald- ið, sumum árum saman, án þess að dómar hafi gengið í málum þeirra. Mál fanganna eru til skoðunar hjá ýmsum sérfræðingum á sviði lög- fræði og mannréttinda. Leitað hef- ur verið til Gísla og hann beðinn um aðstoða við mál fanganna. „Það hafa komið inn á mitt borð beiðnir um taka þessi mál að mér. Í ljósi þess hversu gríðarleg vinna það er að vinna svona mál frá grunni, þá hef ég ekki tekið þau að mér. Ég hef meira en nóg að gera og auk þess er ég kominn á þann aldur að ég vil helst fara að róa mig aðeins niður, þótt það gangi nú hálf-erfiðlega,“ segir Gísli og hlær. „Hvert mál getur tekið mörg ár í vinnslu og ég get verið dauður áð- ur en málin klárast hjá dómstól- unum. Maður getur ekki bjargað heiminum, þó maður glaður vilji. Þegar maður er ungur þá tekur maður áhættu en þegar maður er eldri þá vill maður fá einhver ró- legheit og öryggi. Ég er að reyna að halla mér í þá áttina.“ Nemendur Gísla við Háskólann í Reykjavík hafa margir hverjir ver- ið „agndofa“ eftir ýmsar hliðarsög- ur sem Gísli segir við kennslu, eins og einn nemandi sem blaðamaður ræddi við komst að orði. Sannar sögur af ísraelsku leyniþjónust- unni, írska lýðveldishernum og heimsþekktum morðmálum sem Gísli hefur tengst halda þeim við efnið og gæða námsefnið lífi. Gísli segist reyna að leggja sig fram við að gera námsefnið skemmtilegt. „Ef fólk hefur gaman af námskeiðinu þá finnur kennar- inn alltaf vel fyrir því og það er góð tilfinning. Ég vona að það sé raun- in hjá okkur Jóni Friðriki. Annars er það verst að ég get ekki sagt frá þeim málum sem í raun eru at- hyglisverðust en það segir kannski eitthvað líka,“ segir Gísli og hlær við. Gísli sneri sér svo aftur að fræðistörfunum þegar blaðamaður kvaddi hann en hann sat við greinaskrif ásamt Jóni Friðriki í íbúð sinni í Hafnarfirði þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. 24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 27 Guðmundur Guðjónsson, tví- burabróðir Gísla, hefur um ára- bil verið í framvarðasveit lög- reglunnar hér á landi. Þeir hafa alla tíð verið samrýmdir og haldið sambandi. "Við lærðum báðir hús- gagnasmíði og lukum sveins- prófi á svipuðum tíma," segir Guðmundur en þeir voru þá um tvítugt. Þeir bræð- ur eru fæddir í Reykjavík 26. október 1947. Guðmundur segir Gísla fljótt hafa sýnt að hann hefði áhuga á því að kynnast betur hinum stóra heimi. "Gísli hóf ungur útrás með að ferðast um heiminn. Ég hafði einnig áhuga á að kynna mér lífið og tilveruna en var ekki eins stórtækur, heldur hafði meiri áhuga á lestri góðra bóka og að stunda íþróttir. Þar kom líka til að á þessum tíma höfðu foreldrar okkar flutt verslun sem þau voru með í Reykjavík í Kópavog og jukust þá umsvifin mikið," segir Guð- mundur en hann aðstoðaði for- eldra sýna við verslunarrekst- urinn í nokkur ár eftir flutninginn. Hann fór síðan til vinnu í skipasmíðastöð í Sví- þjóð og kom heim með fé sem dugði til kaupa á íbúð. "Ég hafði frétt að í lögreglunni væri mikla vinnu fá og sá jafnvel fram á að með henni gæti ég unnið við smíðar samhliða því starfi, því vaktfríin sköpuðu ákveðið svigrúm. Hér kann líka að spila inn í að við Gísli erum líkir að því leyti að við höfum báðir mikla réttlætiskennd og áhugi okkar hefur því beinst mikið að því efni, það er hjálpartengdum störfum og löggæslu." Guðmundur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Gísli hafi náð langt í sínu fagi. Það sé fyrst og fremst að þakka elju, dugnaði og áhuga á faginu sem hann lagði fyrir sig. "Þó svo að ég hafi ekki stundað háskólanám með sama hætti og Gísli tel ég mig einnig hafa sömu akademísku hugs- unina sem ég held að hafi nýst mér vel í lögreglustarfinu," seg- ir Guðmundur. "Það kemur ekki síst til nám mitt í lög- regluháskóla bandarísku alrík- islögreglunni, FBI, árið 1993. Þá hef ég í starfi mínu sem yf- irlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra haft tök á að ráða háskólamenntað fólk til sér- fræðistarfa. Það hefur skapað góðan grundvöll að bættri fag- legri uppbyggingu innan lög- reglunnar." Guðmundur Guðjónsson Tvíburar sem hafa sömu hugsun Þórður S. Pálsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík frá stofnun hennar árið 2002, segir það vera ómet- anlegt fyrir nem- endur og starfs- fólk Háskólans í Reykjavík að hafa fengið Gísla og Jón Friðrik Sig- urðsson til þess að kenna við laga- deildina. "Námskeið Gísla og Jóns Friðriks á sviði réttarsálfræði hef- ur verið mjög eftirsótt og er nem- endum minnisstætt. Gísli er af- burðamaður á heimsvísu í sínu fagi og það eru forréttindi fyrir lagadeildina, og háskólann í heild, að hafa slíkan mann við kennslu í skólanum. Það er sjaldgæft að finna fræðimann sem hefur beitt sínum rannsóknum með jafn ötul- um hætti og Gísli hefur gert. Kennarar og nemendur við deild- ina njóta góðs af hans kröftum." Hvalreki fyrir unga lagadeild 24stundir/Kristinn Miðlar Gísli er ánægður að starfa við Háskólann í Reykjavík 24stundir/Kristinn Akademískur ferill Gísla 1971 til 1975 BS nám við Brunel University. Verðlaunaður fyrir afburðanámsárangur við út- skrift. 1975 til 1977 MS nám í klínískri sálfræði við University of Surrey. 1978 til 1981 Doktorsnám í klínískri sálfræði. Prófessor við Institute of Psyc- hitry, King’s College, University of London frá árinu 2000 til dagsins í dag. Meðfram akadem- ískum störfum hefur Gísli sinnt klínískum sálfræðistörfum sjálf- stætt allan sinn feril.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.