24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
Í gluggalausum kjallara í bænum
Amstetten í Austurríki hélt Josef
Fritzl dóttur sinni fanginni í 24 ár,
eða frá árinu 1984. Elísabet Fritzl,
sem nú er 42 ára, hefur sagt lög-
reglu frá því að faðir hennar hafi
beitt hana kynferðislegu ofbeldi frá
11 ára aldri.
Elísabet eignaðist sjö börn
Josef segist hafa læst dóttur sína
inni vegna óstýrilætis hennar á
unglingsárum og til að vernda
hana fyrir umheiminum. Elísabet
eignaðist sjö börn með föður sín-
um, en eitt þeirra lést eftir fæðingu.
Lífsýni úr Josef hafa staðfest að
hann er faðir allra barnanna. Ekki
liggur fyrir hvort hann beitti fleiri
börn sín kynferðislegu ofbeldi, en
þrjú barna Elísabetar ólust upp hjá
honum og konu hans Rosemarie,
en hin þrjú hírðust í kjallaradýfliss-
unni með móður sinni.
Fyrst var bara eitt herbergi í
kjallaranum en Josef jók við rýmið
þegar barnahópurinn stækkaði.
Hann einn var með aðgang að dýfl-
issunni og lagði blátt bann við að
nokkur kæmi þar nálægt. Hann
keypti mat og föt fyrir börn sín í
byrginu.
Kerstin veiktist
Kerstin Fritzl er elst af þeim sjö
börnum sem Elísabet eignaðist
með Josef föður sínum. Hún fædd-
ist í byrginu en kom ekki út undir
bert loft fyrr en hún veiktist, þá 19
ára gömul. Þegar Kerstin veiktist
alvarlega fóru hjólin að snúast og
starfsmenn sjúkrahússins sem hún
var lögð inn á fór að gruna að eitt-
hvað einkennilegt væri að seyði. El-
ísabet losnaði úr prísundinni þegar
hún slapp til að athuga með dóttur
sína. Kerstin er nú vöknuð úr dái,
en á erfitt með að tjá sig en bregst
við snertingu. Ekki er enn ljóst af
hvaða sjúkdómi hún þjáist en hún
hefur gengist undir fjölda rann-
sókna.
Umfangsmikil rannsókn
Fjölskyldan hittist öll í fyrsta
sinn seint í apríl eftir að Elísabet og
börn hennar þrjú losnuðu úr prís-
undinni. Fjölmiðlar hafa greint frá
því að sonur Elísabetar, sem er
fimm ára, hafi verið furðu lostinn
þegar hann sat í bíl í fyrsta sinn og
horfði út um gluggann á umhverf-
ið.
Rannsókn málsins mun taka
lengri tíma en ráð var gert fyrir í
fyrstu. Elísabet Fritzl og börn
hennar geta ekki verið yfirheyrð í
langan tíma í einu því læknar vilja
ekki leggja of mikið á fjölskylduna
en sálfræðingar eru alltaf viðstadd-
ir. Rannsóknaraðilar vilja fyrst og
fremst reyna að komast að sem
flestu um líf Josefs Fritzl og verða
systur Elísabetar spurðar út í hugs-
anlegt sifjaspell af hálfu föður síns.
Elísabet fer daglega í gönguferðir
með tveimur barna sinna sem
dvöldu í dýflissunni en vel er gætt
að því að halda þeim frá ljósmynd-
urum og fjölmiðlum. Kerstin hefur
neitað að koma fram í viðtölum.
24 ára ofbeldi
og innilokun
Josef Fritzl bjó til dýflissu og átti sjö börn með dóttur sinni
Þrjú þeirra sáu aldrei dagsins ljós fyrr en málið komst upp
➤ Josef og Rosemary kona hanseiga sjö börn saman. Dóttir
þeirra Elísabet og Josef eiga
sex börn saman en þrjú
þeirra dvöldu í dýflissunni.
➤ Áætlaður rannsóknartímimálsins er óákveðinn en
ákærði mun ekki fá að vera
viðstaddur réttarhöldin.
➤ Málið hefur vakið heims-athygli en Kerstin hafa verið
boðnar tugmilljónir fyrir
einkaviðtöl.
FJÖLSKYLDA FRITZL
Josef Fritzl Fangelsaði
dóttur sína og eignaðist
með henni sjö börn.
„Þessi hryllingur heldur áfram ef
fjölmiðlasirkus stoppar ekki,“ segir
Ágústína Ingvarsdóttir sálfræð-
ingur. Hún telur að heilunarferlið
hjá Elísabetu og börnum hennar
byrji ekki, nema þau fái frið.
Andleg stjórnun
„Ég held bara hreinlega að fólkið
þurfi að vera laust frá honum yf-
irleitt,“ segir hún og bætir við að
hann hafi greinilega kúgað þau
andlega og líkamlega allan þennan
tíma. „Í rauninni, ef fólkið á nokk-
urn tíma að komast út úr þessu, þá
er grundvallaratriði að Josef sé
haldið frá,“ segir Ágústína.
„Það eru allt aðrar forsendur sem
börnin í dýflissunni búa við, því
þarf að meta hvar þau eru í fé-
lagslegum þroska.“
Loftleysi og lokað rými
„Það hefur greinilega verið skort-
ur á súrefni þarna niðri í kjallara Jo-
sefs Fritzl, sem gæti jafnvel hafa leitt
til heilaskemmda,“ segir Ágústína.
Það er því lykilatriði að meta and-
legt ástand fólksins og einnig að
skoða hversu veikt það er líkamlega.
„Það er nauðsynlegt að hlúa að
þeim. Samfélagið þarf að athuga af
hverju þetta gerist ítrekað í Aust-
urríki.“ Hún bætir því við að það sé
óskiljanlegt með öllu af hverju
maðurinn hafi komist upp með
þetta í öll þessi ár. „Við þurfum að
heimfæra þetta hingað heim, svona
mál eiga ekki að líðast. Við eigum
að hafa ákveðna menningu hjá okk-
ur og hafa augun opin,“ segir hún
og bætir við að samfélagið beri
ábyrgð. „Ef fólk hefur á tilfinning-
unni að eitthvað sé að á heimilum
eða sér t.d. breytingar á börnum á
það hiklaust að láta yfirvöld vita.“
asab@24stundir.is
Elísabet og fjölskylda ganga í gegnum mjög erfiða aðlögun
„Mikilvægt að fólkið fái frið“
Ágústína Telur að fólkið þurfi frið.
„Nú ólst ég sjálf upp við gríð-
arlegt harðræði og mikið ofbeldi
þó svo að ég sé ekki að líkja þessu
tvennu saman,“ segir Thelma Ás-
dísardóttir. „Ég held að þetta sé í
grunninn það sama, þarna er
einn einvaldur sem hefur algjör-
lega líf annarra í hendi sér,“ segir
hún. Hún segir að fjölskyldan í
Austurríki hafi greinilega verið
undir hælnum á Josef Fritzl.
Persónuleikinn hverfur
„Í svona aðstæðum tapast per-
sónuleikinn, öll orkan fer í að lifa
af og höndla aðstæðurnar,“ segir
hún og bætir við. „Maður reynir
fyrst og fremst að lifa af. Ég get
ímyndað mér að það hafi allt
snúist um að halda Josef góð-
um,“ segir hún.
„Fyrir utan skömmina, sektar-
kenndina og þetta andlega nið-
urbrot, þá held ég að maður tapi
sjálfum sér og sinni persónu í
slíku harðræðisumhverfi.“
Sjá umheiminn í fyrsta sinn
Thelma telur að börnin í byrg-
inu hafi ekki fengið tækifæri til
að þróa með sér félagslegan
þroska eða málþroska á við önn-
ur börn.
Erfitt sé að setja sig í spor fjöl-
skyldunnar en sé það reynt komi
upp í hugann að þau hljóti að
hafa mjög brenglaða rýmisgreind.
„Það hlýtur að vera gríðarlegt
áfall að sjá allt í einu að heim-
urinn er stærri en dýflissan.“
Samfélagið þarf að vakna
„Þetta er gríðarlega flókið mál
og það er ómögulegt að ímynda
sér andlegt ástand fólksins,“ segir
Thelma. Hún telur að fólk eigi
erfitt með að ímynda sér að
svona hræðilegir atburðir séu í
gangi.
„Nú voru þrjú börn inni á
heimili Fritzl og þau hljóta að
hafa sótt skóla og mér þykir afar
einkennilegt að enginn hafi leit-
að uppi móðurina.“ Thelma tel-
ur að fólk eigi að láta vita ef
grunsemdir vakna. „Ef fólkið fær
góða aðstoð er ég bjartsýn á að
þau lifi góðu lífi þó svo að þetta
hverfi aldrei. Maðurinn á ekki að
ganga laus. Það er grundvallarat-
riði.“ asab@24stundir.is
Thelma Ásdísardóttir hjá Stígamótum
„Þetta hefur verið
andlegt fangelsi“
Hræðileg meðferð Thelma telur at-
burðina í Austurríki skelfilega.
RÝNIR
frettir@24stundir.is a
Maður reynir fyrst og fremst að lifa af.
Ég get ímyndað mér að það hafi allt
snúist um að halda Josef góðum.