24 stundir - 07.06.2008, Page 37
LAUGARDAGUR 7. júní2008 37ATVINNAstundir
Garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
í Fjallabyggð
Fjallabyggð leitar að áhugasömum og
framsæknum einstaklingi til að sinna starfi
Garðyrkju- og umhverfisfulltrúa.
Garðyrkju- og umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á
því að útlit sveitarfélagsins sé snyrtilegt og
okkur til sóma. Hann þarf að hafa forustu
um bætta umgengni og halda uppi fræðslu
og áróðri í því skyni.
Garðyrkju- og umhverfisfulltrúi gerir tillögur
um hönnun opinna svæða og skipuleggur
viðhald þeirra og annarra landssvæða í eigu
sveitarfélagsins. Hann stýrir allri vinnu við
garðyrkju og viðhaldi á opnum svæðum.
Garðyrkju- og umhverfisfulltrúi skipuleggur
starfa vinnuskólans og starfar með
skipulags-og umhverfisnefnd að öllum
verkefnum sem tengjast umhverfismálum s.s.
staðardagskrá 21.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun og starfsreynsla á sviði garðyrkju
og umhverfismála.
• Víðtæk tölvuþekking.
• Færni í að vinna með skipulagsgögn og
teikningar.
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Skipulagshæfileikar og frumkvæði við
lausn verkefna.
• Stjórnunarreynsla er æskileg.
Umsóknarfrestur um starf Garðyrkju- og
umhverfisfulltrúa í Fjallabyggð er til og með
18. júní n.k.
Tengiliður: Stefán Ragnar Hjálmarsson
Skipulags- og byggingafulltrúi Fjallabyggðar
stefan@fjallabyggd.is s.464 9100
www.kistufell.com
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
VARAHLUTAVERSLUN
kistufell@centrum.is
Tangarhöfða 13 Sími 577 1313
Óskar eftir bifvélavirkja
til starfa
Leitum að öflugum og stundvísum manni
Uppl. Guðm. Ingi S. 577 1313
Höfðaskóli
auglýsir
Lausar stöður grunnskólakennara
Við leitum að íslenskukennara á unglingastig til af-
leysinga vegna fæðingarorlofs.
Umsóknarfrestur er til 16. júní.
Höfðaskóli á Skagaströnd er grunnskóli með rúm-
lega 100 nemendum. Skólinn er vel búinn til
kennslu og vinnuaðstaða kennara er góð. Endur-
menntun og þróunarstarf er skipulagt í samvinnu
við fræðslustjóra og grunnskólana í Húnavatns-
sýslum.
Nánari upplýsingar veita Hildur Ingólfsdóttir skóla-
stjóri, vs. 452 2800, gsm 849 0370 og Elva Þóris-
dóttir aðstoðarskólastjóri, gsm. 845 2991.
Hægt er að senda umsóknir á netfangið
hofdaskoli@skagastrond.is
Við bjóðum barnvænt umhverfi, gott samstarfsfólk,
ódýra húsaleigu og flutningsstyrk.
Skagaströnd er kauptún með um 530 íbúum. Þar
er leikskóli, íþróttahús, heilsugæsla og öll al-
menn þjónusta. Aðeins eru 30 km á skíðasvæðið
á Tindastóli, 160 km til Akureyrar og 260 km til
Reykjavíkur.
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við