24 stundir - 07.06.2008, Page 43
24stundir/Kristinn
24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 43
ir. Fjölskyldan dvaldi meira og
minna þar ytra á árunum 1980-
1988.
„Ég var tíu ára þegar við fórum
fyrst út,“ rifjar Anna Mjöll upp.
„Þau luku samt bæði stúdents-
prófi hér á landi og Andri lærði
læknisfræði hér,“ útskýrir Ólafur
Gaukur.
Voru þetta fyrirmyndarbörn?
„Ég verð að segja það,“ svarar
hann.
„Ég borgaði honum fyrir að
segja þetta,“ segir Anna Mjöll,
snögg upp á lagið.
Hvernig barn var Anna Mjöll?
„Hún var glatt barn. Alltaf bros-
andi og glöð, alla sína tíð.“
Hver er þín fyrst æskuminning,
Anna Mjöll?
„Mér er sagt að þegar ég var
tveggja ára á fjölskylduferðalagi
uppi í sveit hafi ég setið í aftursæt-
inu og sungið af innlifun: „Ég skal
bíða þín og ég bið þú komir
heim … ég skal brosa í gegnum
tárin.“ Svona var ég strax orðin
óþolandi þegar ég var tveggja ára!
Það var gott að alast upp í Fossvog-
inum, þar var alltaf hópur af
krökkum úti að leika. Svo tæmdist
hverfið þegar Tommi og Jenni voru
í sjónvarpinu.“
Manstu eftir einhverjum
bernskubrekum?
„Okkur krökkunum fannst
gaman að henda kartöflum ofan í
skorsteininn hjá nágrannanum,“
svarar Anna Mjöll en Ólafur Gauk-
ur maldar í móinn. „Þetta er bara
vitleysa. Hún er bara að grafa eitt-
hvað upp. Hún var ekki svoleiðis
barn.“
„Hann fékk aldrei að vita neitt,“
segir hún og glottir. „En ég var
reyndar frekar seinþroska og þegar
hinar stelpurnar fóru á rúntinn og
svona var ég bara heima í fótbolta.
Ég var ekkert „in“ í skólanum. Eig-
inlega frekar hinum megin. En mér
leið ágætlega þar.“
Í hennar huga kom aldrei neitt
annað til greina en tónlist. Ólafur
Gaukur reyndi fyrir sér í læknis-
fræði en svo tók gítarinn öll völd.
Hann kenndi á gítar á milli þess
sem hann stundaði námið í Banda-
ríkjunum. Anna Mjöll flutti út árið
1992. „Þá hófst mitt ævintýri,“ seg-
ir hún.
Hún hafði þá m.a. afrekað það
að ljúka stúdentsprófi frá MR, fara
til Frakklands í frönskunám og
leika í söngleiknum Gæjar og
glanspíur sem sýndur var í Broad-
way og í Hollywood.
Þá hefurðu nú væntanlega þótt
hipp og kúl í skólanum?
„Það var öllum slétt sama. Nema
þýskukennaranum mínum. Fyrstu
tímarnir á mánudögum voru þýska
en þá tíma notaði ég alltaf til að
taka af mér rauðu neglurnar sem
ég hafði verið með um helgina.
Kennaranum fannst ég ekki ein-
beita mér alveg nógu mikið að
náminu. Einu sinni þegar ég tók
eina rauðu nöglina af flaug hún
upp í loftið og lenti á bókinni sem
hann var að lesa. Það varð dauða-
þögn í bekknum. Kennarinn horfði
á nöglina og sagði svo: „Anna
Mjöll! Eruð þér að detta í sundur?“
Rússneski ruddinn
Anna Mjöll flutti til Los Angeles
og hóf nám við sama skóla og faðir
hennar forðum. Hann fór hins veg-
ar fljótlega á hausinn og færði hún
sig þá yfir í annan, Musicians Insti-
tute, þar sem hún lærði hljóm-
borðsleik. Skömmu seinna, árið
1996, hafði Sjónvarpið samband
við hana og bað hana að semja lag
fyrir Eurovision-söngvakeppnina.
„Ég hringdi í pabba og sagði
HJÁLP! Við gerðum þetta saman,
fórum út til Noregs með lagið Sjú-
bídú og það var ein skemmtilegasta
vika sem ég hef upplifað,“ rifjar
hún upp.
„Þá var stór hljómsveit á staðn-
a
Á móti okkur sat ut-
anríkisráðherrann
sem skalf eins og hrísla af
hræðslu við forsetann.
Alexander vildi að allir
skáluðu í vodka. Ég tók
smásopa en þá sagði
hann: Nei, nei, þú móðg-
ar þjóð okkar ef þú
drekkur þetta ekki allt!
Samrýmd feðgin Anna
Mjöll og Ólafur Gaukur.