24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 51
24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 51
Lyf skipta sköpum!
„Koma í veg fyrir
veikindi og bjarga
milljónum mannslífa!“
„Heimur án lyfja væri mikið ólíkur þeim veruleika sem við búum við í
dag. Lyf á borð við sýklalyf og bóluefni koma t.d. í veg fyrir veikindi og
bjarga milljónum mannslífa á ári hverju. Lyf eru vandmeðfarin vara og
má skilgreina þau sem virkt efni sem komið hefur verið fyrir í sérhæfðu
lyfjaformi t.d.töflu.
Frá því að virkt lyfjaefni er uppgötvað og þar til lyf kemst á markað fara
fram þrotlausar rannsóknir, þróunarvinna og prófanir til að tryggja öryggi
neytandans. Lyfjafræðingar gegna lykilhlutverki í þessu ferli því þeir búa
yfir víðtækri þekkingu á sviði lyfjavísinda.“
Margrét Bessadóttir, lyfjafræðingur og doktorsnemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Elísabet Alba Valdimars-
dóttir vínþjónn mælir ekki
með víni með eftirréttinum
þar sem hún telur að vín
henti ekki sem drykkur með
ís og Nóa-kroppi.
Hráefni:
1 ferskur ananas
3 ferskjur
4 plómur
nokkur jarðarber
vanillusykur (eða venjulegur
sykur)
ís
Nóa-kropp
Aðferð:
Ananas, ferskjur, plómur og
jarðarber eru skorin í bita og
sett í eldfast mót. Vanillusykri
(eða venjulegum sykri) er sáldr-
að yfir og ávextirnir eru bakaðir
við 180 gráður í 15 mínútur þar
til þeir fara að fá karamelluhúð.
Þá er þeim dreift í skálar, ísnum
dreift yfir og svo muldu Nóa-
kroppi.
Notið með góðu kaffi og smá-
vegis af Wolf Blass, Chardonnay
Pinot Noir-freyðivíni sem hefðer
fyrir að fá sér fyrir forréttinn en
við svindluðum og fengum okk-
ur með eftirréttinum. Vorum
ekki svikin af því. Talsverð
kampavínsstemning en samt
langt frá því að vera á kampa-
vínsverði.
EFTIRRÉTTUR
Bakaðir ávextir
með ís og muldu
Nóa-kroppi
Hráefni:
2,5 kg af þverskorinni lúðusteik
salt
pipar
Aðferð:
Lúðusteikin er pensluð með
góðri jómfrúarolíu og söltuð og
pipruð. Fyrst er hún grilluð í stutta
stund á heitu grilli en svo bökuð í
ofni í um 20 mínútur við 180°C
gráðu hita.
Blómkálspúre (hráefni):
2 blómkálshausar
2 msk. rjómaostur
2 msk. smjör
100 ml rjómi
salt
pipar
Aðferð:
Hausarnir eru soðnir eins og lög
gera ráð fyrir. Vatninu er hellt frá
og blómkálið sett í matvinnsluvél.
Þá er rjómaostur, smjör, rjómi, salt
og pipar sett saman við og blandað
saman þar til það er orðið að
flauelsmjúkri blöndu.
Salsa (hráefni):
5 þroskaðir tómatar
1 stór rauðlaukur
4 smátt skorin hvítlauksrif
1 kjarnhreinsaður chili-pipar
½ smátt skorin paprika
½ búnt af steinselju
½ búnt af kóríander
5 msk. af jómfrúarolíu
salt
pipar
safi úr einni sítrónu.
Aðferð:
Blandið hráefnunum vel saman
og látið standa í ísskáp í um
klukkustund.
Steikt fennel (hráefni):
4 fennelhausar
smjör
olía
ágætt hvítvín (t.d. Montalto frá
Sikiley)
Aðferð:
Hausarnir eru hreinsaðir og
skornir í sneiðar. Þeir eru svo
steiktir upp úr smjöri og olíu í um
10 mínútur og svo er 2 glösum af
ágætu hvítvíni hellt yfir og soðið
niður í um 20 mínútur.
Maturinn var borinn fram með
léttu salati og Masi Masianco-
hvítvíni frá Ítalíu árgerð 2007.
AÐALRÉTTUR
Ofnbökuð lúðusteik með blómkálsp-
úre, salsa og hvítvínssteiktum fennel
Elísabet Alba Valdimars-
dóttir vínþjónn mælir með
JM Brocard Chablis Do-
maine Sainte Claire 2005.
Opinn ilmur af bökuðum
eplum, brauðdeigi og sítr-
usbergamíu. Ferskur og
rúnnaður í munni með per-
um, þroskuðum eplum, hun-
angi ásamt sítrus og stein-
efnatónum. Milliþungt með
hressandi og snarpa sýru í
lokin. Þrúga: Chardonnay.
Land: Frakkland. Hérað: Bo-
urgogne.
Hráefni:
1,5 l af kjúklinga- eða fiskisoði
300 g af ósoðnum rækjum
300 g af smárri hörpuskel
500 g af kræklingi í skelinni
250 g af Vermicelli-núðlum
1 rauður chili-pipar
1 grænn chili-pipar
5 cm af engifer
3 hvítlauksrif
1/3 búnt af basil
1/3 búnt af steinselju
1/3 búnt af kóríander
Aðferð:
Sjávarfangið er steikt í smjöri
með smávegis hvítlauk ásamt
skvettu af hvítvíni þar til eldað.
Lagt til hliðar. Núðlurnar eru eld-
aðar samkvæmt leiðbeiningum og
skammtaðar í skál. Þá er steiktu
sjávarfanginu dreift yfir, svo er
kryddinu; engifer, chili og hvít-
lauk, sáldrað yfir svo og krydd-
jurtunum. Í lokin er kjúklinga-
eða fiskisoðinu hellt yfir. Saltað
og piprað.
Borið fram með góðu hvítvíni
og sítrónum og límónum til að
kreista yfir súpuna til að kalla
fram bragðið.
Með þessu var drukkið Castillo
di Molina Chardonnay frá 2006.
Þetta er prýðisgott létt hvítvín
með talsverðum ávexti. Ekki svo
mikið eftirbragð en dvaldi í dálitla
stund á tungu. Þetta vín ber vel
bragðsterkan mat án þess að fölna
í samanburði eða hverfa í bak-
grunninum. Wine Spectator hefur
gefið víni í þessum flokki um
86% í einkunn.
FORRÉTTUR
Taílenskt sjávarréttaseyði
með núðlum og chili
24stundir/Kristinn
Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Colomé To-
rontes 2006. Opinn og ferskur blómailmur af appelsínublómum,
rósum, jasmín og lynghunangi. Suðrænir ávextir fylgja í munni
ásamt apríkósum, mangó, sítrus og guava. Létt, þurrt og rúnað vín
sem opnast meir og meir því lengur sem það er í glasinu.
Þrúga: Torrontés. Land: Argentína. Hérað: Calchaqui Valley. 1.290
kr.