24 stundir - 07.06.2008, Page 60
60 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir
Það var Þórir Sæmundsson, Noregsmeistari í leiklist og aðalpönkarinn í Ástin er diskó,
sem kynnti mig fyrir Fésbókinni. Konan ýtti mér svo inn og fann handa mér fullt af vin-
um sem ég vissi ekki að ég ætti, en hún er mikill fésbóndi. Þetta er sæmilega spennandi
miðill, allavega nýtt brot af veruleikanum og því gott ráð gegn snemmkörlun að tékka sig
þarna inn.
Ég misnota reyndar formið sem virðist sérhannað fyrir athyglisgraðar og kynsveltar sálir í
stórum stefnumótaborgum. Þetta er í raun bara háþróaður og virðulegur einka-
máladálkur.
Landinn virðist þó taka þetta öðrum tökum. Hér minnir þetta helst á gamla sveitalífið
þar sem hver er bóndi á sínum bæ og stærir sig af sínu. „Ég er með þetta fjögur hundruð
fés á fóðrum.“ Og svo rambar fólk á milli bæja í leit að félagsskap og slúðurbita.
Sjálfur fór ég óvart að blogga á Fésinu, sem er alls ekki hannað fyrir slíkt. Ég hef aldrei
viljað blogga en hér er maður að gera það í góðum hópi, svona eins og að spjalla við fólk í
hundrað manna sal, og þetta verður því öðruvísi fyrir vikið.
Annars er þessi vefur of flókinn. Maður er stöðugt að fá sent veggjakrot sem fólk ætlaði
alls ekki að senda en ýtti á vitlausan takka, og sjálfur er maður kannski að taka til á síð-
unni hjá sér, ætlar með ruslið út í tunnu en hellir því í staðinn yfir alla vinina. Það þyrfti
einhver Apple- eða Nokia-manneskja að komast í þetta, því hugmyndin er góð þótt út-
færslan sé síðri.
Hallgrímur Helga-
son rithöfundur
Gott ráð gegn snemmkörlun
Ég hélt nú ekki að ég færi að fara á Face-
book … en svo prófaði ég í október á síð-
astliðnu ári og hafði gaman af. Á Facebook
þarf ég ekki að muna netföng, heldur sendi
fólki skilaboð inn á síður þess og ræði við
það eins og á msn. Ég get verið í sambandi
við vini mína hér og þar, sett inn fréttir af
mér, skoðað myndirnar þeirra og fylgst
með því sem þeir eru að gera. Sonur minn
og tengdadóttir eru líka á
Facebook.
Ég er með mína síðu lokaða svo að þeir
sem vilja skoða hana verða að vera í mín-
um vinahóp. Margir kunningjar mínir hafa
„fundið mig“ þarna og bætt mér í vina-
hópinn. Svo er hægt að fara í skemmtilega
leiki ef maður hefur ekkert annað við tím-
ann að gera – þótt ég hafi reyndar nóg á
minni könnu. Ég tek tölvuna mína með
mér hvert sem ég fer og þegar ég þarf að
stoppa erlendis kíki ég stundum þarna inn.
Þetta er skemmtileg afþreying en um leið
mikill tímaþjófur. Mörgum á mínum aldri
finnst þetta eitthvað kjánalegt en þarna er
nú samt margt merkisfólk í þjóðfélaginu.
Fyrst og fremst er þetta skemmtun sem má
ekki að taka of hátíðlega.
Brynja Nordquist
flugfreyja
Mikill
tímaþjófur
Ég var píndur á Facebook af breskum
kollega mínum. Hann hafði sett myndir
þangað inn, vegna kynningarverkefnis fyr-
ir Garðar Thór Cortes, og eina leiðin til
að sjá þær var að skrá sig. Ég setti inn al-
mennar upplýsingar um mig en ekkert
persónulegt. Svo reyni ég að uppfæra þær
annað slagið. Það sem er sniðugast við
þetta er að það er auðvelt að ná til
margra og koma upplýsingum áfram. Um
daginn kom t.d. út nýtt myndband með
Garðari og þá skutluðum við því inn. Ég
á einhverja 700 vini en þekki ekki helm-
inginn af þeim. Ég fer ekki í manngrein-
arálit, heldur hleypi öllum inn. Um dag-
inn hafði gamall vinur minn uppi á mér,
sem bjó einu sinni í næstu götu við mig.
Þetta hefur ekki stórvægileg áhrif á líf
mitt og þeir tímar sem ég eyði í þetta á
mánuði eru teljandi á fingrum annarrar
handar. Ég reyni að hafa þetta í sæmilegu
hófi. Ef mér er illt í maganum eða er ný-
kominn úr klippingu þá set ég það ekkert
þarna inn. Hins vegar sýnist mér sumir
ganga ansi langt í þeim efnum.
Einar Bárðarson
umboðsmaður
Fer ekki í
manngreinarálit
Ég var með síðu á MySpace og fannst það
alveg nóg. En svo skráði ég mig á Facebook
til að geta kíkt á myndir hjá vinkonu
minni. Núna eru margir vinir mínir er-
lendis og hér heima komnir á Facebook
þannig að ég er farin að nota þetta meira.
Þetta varð að annars konar tölvupósti og
svo er gaman að skoða myndir hjá vinum
sínum og fylgjast með þeim. Ég nenni samt
ekki að senda bjórflöskur og geitur á milli,
heldur eyði alltaf listanum yfir slíkar send-
ingar. Ég bjó úti í Los Angeles sem krakki
og þaðan fundu þrír gamlir skólafélagar
mig í gegnum MySpace. Ég hef reynt að
leita að gömlum skólafélögum á Facebook
en ekki fundið neina enn. Facebook og
MySpace hafa örugglega breytt miklu í
samskiptum fólks og deitmenningu, þótt ég
noti þær ekki þannig. Þetta er eins konar
millistig á milli þess að hringja og tala við
fólk og örugglega auðveldara. Ég kíki á
þetta á hverjum degi. Þegar ég var að byrja
á MySpace hleypti ég öllum inn en þegar
ég stofnaði Facebook-síðuna ákvað ég að
velja bara þá úr hópnum sem ég þekki. Það
er kannski munurinn á þessum tveimur
síðum hjá mér.
Ísgerður Elfa
Gunnarsdóttir
leikkona
Kíki á þetta á
hverjum degi
Ég kynntist Facebook fyrst þegar fyrrverandi
yfirmaður minn hjá Gucci í London sendi
mér beiðni í tölvupósti um að skrá mig. Ég
nota þetta aðallega til að halda sambandi við
fyrrverandi samstarfsfélaga mína hjá Gucci,
fólk sem ég tengdist sterkum böndum þegar
ég bjó í Bretlandi og býr núna úti um allan
heim. Ein vinkona mín er t.d. í Singapúr,
annar vinur minn í Bandaríkjunum og sá
þriðji er kominn til Skotlands. Portúgölsk
vinkona mín er líka að ferðast um heiminn
og það er gaman að fylgjast með ferðasög-
unni hennar á Facebook. Svo vindur þetta
upp á sig. Hérlendis hef ég komist í kynni
við gamla skólafélaga og aðra sem ég hef
ekki séð í fjölmörg ár. Þetta er líka skila-
boðaskjóða. Ef ég er á leið til London þá læt
ég boð út ganga til vina minna á Facebook
þar sem ég mæli mér mót við þá á
ákveðnum pöbb á ákveðnum tíma. Margir
nota Facebook og MySpace til að koma sér
eða fyrirtæki sínu á framfæri. Ég hefði t.d.
viljað þekkja þessar síður þegar ég bjó í
London. Þá hefði ég hiklaust selt fatnað,
skartgripi og töskur beint af mörkuðum
Lundúnaborgar heim til Íslands á netinu.
Díana Bjarnadóttir
Skilaboðaskjóða
og söluvettvangur
Furðuheimar
Fésbókar
Má bjóða þér drykk, geit eða lýsingarorð? Hamingju, bros eða
netkoss? Nýjasta æðið í netheimum er Facebook.com sem er
önnur vinsælasta tengslanetsíða heims á eftir MySpace. Tugir
milljóna manna á öllum aldri fara reglulega inn á Facebook til að
skiptast á skilaboðum, bjórflöskum og barbapöbbum, bjóða í
partí, rækta blóm og pota í mann og annan. Við spurðum fimm
Fésbókarmeðlimi hvað þeir fengju út úr þessu.
a
Hér minnir þetta helst á gamla sveitalífið þar
sem hver er bóndi á sínum bæ og stærir sig af
sínu. „Ég er með þetta fjögur hundruð fés á fóðrum.“ LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is spjallið