24 stundir - 07.06.2008, Side 66

24 stundir - 07.06.2008, Side 66
Minnum á langa helgi opið laugardag 11-18 og sunnudag 13-17 Bjóðum 15% afslátt af GERARD DAREL um helgina Laugavegi 89 66 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Athafna- og tónlistarmennirnir Gísli Kristjánsson og Sigurður Sigtryggsson, sem spila báðir í hljómsveitinni Half Tiger, hafa saman sett á laggirnar nýtísku hljóðver og tónlistarhús í Lund- únum, sem ber nafnið Goodbeat- ing, eða Góðtaktur. Ætlunin er að koma ungum og efnilegum íslenskum hljóm- sveitum á framfæri á erlendri grund, að því er segir í tilkynn- ingu. Meðal sveita sem hafa nýt sér aðstöðuna eru Siggi Sadjei, Sy Davis og Petty Thief. Hafa piltarnir auk þess gert samning við umboðsskrifstofuna Destiny Powers, sem mun sjá um kynningar og markaðsstörf fyrir hljóðverið og hljómsveitina, sem mun spila vítt og breitt um Bret- land í sumar og vetur, til að kynna væntanlega EP plötu sína. Frekari upplýsingar má nálgast á www.goodbeating.com tsk Íslenskt hljóðver í London Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Það er náttúrlega ekki hægt að finna heppilegri dagsetningu held- ur en sjötugsafmælið,“ segir Einar Scheving sem á sunnudaginn mun standa fyrir minningartónleikum um föður sinn, Árna Scheving, sem lést 22. desember í fyrra, þá 69 ára að aldri. Árna er minnst sem eins fjöl- hæfasta djasstónlistarmanns Ís- lands og Einar tekur heilshugar undir þá fullyrðingu. „Hann var bara alhliða tónlistarmaður, hann spilaði mikið djass en svo spilaði hann inn á aragrúa af dæg- urlagaplötum. Hann kom víða við.“ Djassrjóminn Tónleikarnir, sem fara fram í Súlnasal Hótels Sögu og hefjast stundvíslega klukkan 20, munu án efa falla vel í kramið hjá djassunn- endum enda lofar Einar að ein- valalið tónlistarmanna komi fram á tónleikunum. „Þetta er rjóminn af íslenskum djasstónlist- armönnum.“ Á meðal þeirra sem koma fram eru Stórsveit Reykjavíkur ásamt Ragnari Bjarnasyni, Andrea Gylfa- dóttir, Tómas R. Einarsson, Sig- urður Flosason og Björn Thorodd- sen. Flestir ef ekki allir þeir tónlistarmenn sem koma fram á tónleikunum hafa unnið með Árna Scheving í gegnum tíðina. „Ég hugsa nú að pabbi hafi spil- að með þeim öllum á einhverjum tíma. Bara sem dæmi þá voru hann og Raggi Bjarna að spila saman frá því í KK-sextettinum frá 1956.“ Stutt við unga tónlistarmenn Það kostar 1500 krónur inn á tónleikana en Einar segir að ágóð- inn renni til góðs málefnis. „Ágóðinn rennur óskiptur í minningarsjóð sem mun styrkja efnilega tónlistarmenn til fram- haldsnáms.“ Hann segist vonast til þess að árlega verði úthlutað úr sjóðnum. „Þetta er í sjálfu sér lítill peningur fyrir gott málefni.“ Heillaðist ungur af djass Einar fékk tónlistarbakteríuna á unga aldri frá föður sínum. Minningartónleikar um Árna Scheving Einar minnist pabba í Súlnasal Á sunnudaginn fara fram minningartónleikar um djasstónlistarmanninn Árna Scheving. Rjóminn af íslenskum djasstónlist- armönnum mun votta Árna virðingu sína. ➤ Árni fæddist árið 1938 og vartalinn einn fremsti víbrafón- leikari þjóðarinnar. ➤ Hann spilaði inn á plötur meðlistamönnum á borð við Ragnar Bjarnason, Björgvin Halldórsson og Ellý og Vil- hjálm Vilhjálmsbörn. ÁRNI SCHEVING tilteknum löndum, voru opinberar síður stjórnvalda og stofnanna, þær sem bera endinguna .gov, með 0,05 prósent. Íslenskar vefsíður koma frekar vel út úr könnun McAfee en 0,29 prósent íslenskra heimasíðna reyndust vera skaðlegar. vij Samkvæmt nýrri rannsókn McAfee hugbúnaðarfyrirtækisins, sem sérhæfir sig í hugbún- aðarlausnum gegn vírusum og þess háttar stafrænum óværum, eru finnskar heimasíður þær örugg- ustu í heiminum en heimasíður sem hýstar eru í Hong Kong þær hættulegustu. Starfsmenn McAfee notuðu Si- teAdvisor tækni fyrirtækisins til að kanna næstum 10 milljónir vefsíða í 265 mismunandi löndum og komust að þeirri niðurstöðu að heimasíður sem hýstar eru í Hong Kong eru þær síður sem fólk ætti helst að varast. Rúmlega 19 pró- sent af heimasíðum sem báru end- inguna .hk reyndust vera skaðlegar tölvueigendum á meðan 0,05 pró- sent allra finnskra heimasíðna, og báru endinguna .fi, reyndust skað- legar tölvueigendum. Af þeim lénum sem ekki eru tengd við tiltekin lönd reyndust síður sem enduðu á .info vera þær hættulegustu en 11,9 prósent þeirra heimasíðna reyndust skað- legar heimilistölvum. Það kemur líklega fáum á óvart að öruggustu heimasíðurnar, sem voru ótengdar Öryggið á Internetinu kannað Finnsku tröllin í Lordi Þurfa varla að hafa áhyggjur að örygginu á meðan vafrað er um finnskar heimasíður. Best að vafra í Finnlandi EIVÖR OGRAGGA ÁSAMT KJARTANI VALDEMARSSYNI OG PÉTRI GRÉTARSSYNI REYKHOLTSKIRKJU MIÐVIKUDAGINN 11. JÚNÍ KL 20 SALNUM KÓPAVOGI FIMMTUDAGINN 12. JÚNÍ KL 20 Þjóðleg tónlist-frumsamin-gömul og ný Miðasala á miði.is og í salnum a Hann var bara alhliða tónlistarmaður, hann spilaði mikið djass.FÓLK folk@24stundir.is poppmenning

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.