24 stundir - 07.06.2008, Page 67
24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 67
Leikkonan Kate Beckinsale hefur
góða afsökun fyrir því að elda
aldrei nokkurn tímann. Hún er
einfaldlega of góð í rúminu og
vill heldur nota tíma sinn þar.
„Ég hef oft sagt að það sé ekki
hægt að vera bæði góður að elda
og í rúminu. Það er fínt að panta
matinn heim, en ég vil síður að
maðurinn minn panti kynlífið
annars staðar,“ sagði Beckinsale.
Beckinsale of
góð í rúminu
Hnefaleikakappinn Evander
Holyfield heyr nú sinn erfiðasta
bardaga hingað til, nánar tiltekið
bardagann við skuldirnar.
Hinn 46 ára gamli Holyfield,
sem hefur á sínum langa hnefa-
leikaferli þénað dágóða summu,
stendur nú frammi fyrir þeim
möguleika að missa heimili sitt í
Georgíuríki sökum skulda. Heimili
Holyfields, sem er metið á um 10
milljónir dollara, verður boðið upp
1. júlí og selt hæstbjóðanda.
Ekki nóg með það að Holyfield
sjái fram á það að missa heimili
sitt, heldur hefur barnsmóðir hans
einnig lýst því yfir að boxarinn
skuldi henni 6000 dollara, næstum
hálfa milljón króna, í meðlög. Til
að bæta gráu ofan á svart hefur
garðyrkjufyrirtæki lýst því yfir að
hnefaleikakappinn skuldi því
550.000 dollara vegna vinnu.
Mike Tyson árið 1997 en þeim bar-
daga lauk með sigri Holyfields eftir
að Tyson nartaði nokkuð harkalega
í eyra Holyfields.
Fleiri sitja í súpunni
Evander Holyfield er ekki fyrsta
stórstjarnan sem lendir í fjárhags-
erfiðleikum eftir að hafa fallið af
toppnum. Skammt er síðan popp-
arinn Michael Jackson náði að
forða Neverland-búgarði sínum frá
því að verða boðinn upp vegna
skulda og hinn smávaxni leikari
Gary Coleman er svo blankur að
hann hefur gripið til þess ráðs að
selja fötin sín á uppboðsvefnum
eBay.com til að eiga fyrir læknis-
kostnaði sínum. Þá er ónefnd sorg-
arsaga annars hnefaleikakappa,
Mike Tysons, sem hefur verið á
kúpunni síðastliðin ár.
vij
Holyfield hefur enn sem komið
er neitað að tjá sig um fjárhagserf-
iðleika sína, uppboðið á húsinu eða
hinar vangoldnu skuldir.
Langur ferill
Holyfield hóf hnefaleikaiðkun
ungur að árum og vakti snemma
athygli boxaðdáenda. Hann hefur
fjórum sinnum verið krýndur
heimsmeistari í þungavigt og er
enn þann dag í dag að berjast, í
þeirri von að verða heimsmeistari í
fimmta sinn.
„Ég ætla að berjast og verða
heimsmeistari í þungavigt einu
sinni enn. Svo ætla ég að skrifa aðra
bók og segja öllum hvenig ég fór að
þessu,“ sagði Holyfield eftir að hafa
tapað bardaga sínum á móti Sultan
Ibragimov á síðasta ári.
Einn frægasti bardagi Holyfields
er án nokkurs vafa bardagi hans við
Evander Holyfield í fjárhagsvanda
Berst núna við skuldirnar
Bitinn af skuldapúkanum Holyfield situr í skuldasúpunni ásamt vandræðagems-
anum Mike Tyson.
Mynd/Getty Images
Dísa
Dísa
„Skvísurnar eru mættar á hvíta tjaldið,
meira sexí, meira seiðandi og
sterkari en fyrr.”” mó
Sex and the City
DÓMAR VIKUNNAR
KVIKMYNDIR
„Gallharðir aðdáendur Jet Li og Jackie
Chan verða eflaust ánægðir með
myndina, en hætt við að öðrum leiðist
þófið, enda myndin jafn spennandi og
hrísgrjón án soja-sósu.” tsk
The Forbidden Kingdom
TÓNLIST
„Þó það sé orðin gömul
klisja þá fellur eplið
sjaldnast langt frá eikinni.
Hæfileikar Dísu eru óumdeildir, en hvort
það sé foreldrum hennar að þakka eða
tilviljun einni þá er þessi fyrsta sólóplata
hennar virkilega vel heppnuð.” tsk
Bergmann
Bergmann
„Bergmann er fín frumraun
en vonandi verður næsta
plata hans aðeins djarfari
og ósvífnari.” bba
„Aukin fjölbreytileiki í hæfileikum
persónanna gerir það að verkum að
maður fær það á tilfinninguna að allar
persónur séu gagnlegar, hvort sem það
er Indy sjálfur, pabbi hans eða óþolandi
ljóskan úr Temple of Doom.” vij
NIÐURSTAÐA: 85%
Lego Indiana Jones PS3
TÖLVULEIKUR