24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir
Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa
næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að
rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið
fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað
er beint á www.veidikortid.is
Tryggðu þér Veiðikortið í tíma!
Áaðveiða
í sumar?
Landsins
mesta úrval
af laxa- og
silungaflugum
www.frances.is
Frítt flugubox fylgir
Eftir Kjartan Þorbjörnsson
veidi@24stundir.is
Sex manna hópur var við veiðar í
Stóru-laxá í Hreppum um helgina.
Þeir voru með fjórar stangir á
fjórða og efsta svæði. Einn úr
hópnum, Kjartan Þór Þorbjörns-
son, sagði þá hafa stundað veiðar í
ánni í sex til átta ár, yfirleitt á þess-
um tíma árs. „Þetta hefur gengið
upp og ofan í gegnum tíðina. Mest
náðum við sjö, átta löxum í júlí
2006. Þá var áin mikil og skoluð.
Öll hin árin hefur þetta verið frekar
dauft. Kannski náð einum eða
tveimur. Núna var áin í fallegu
vatni og við sáum mjög mikið af
laxi. Við náðum tólf, en settum í
miklu fleiri, örugglega tuttugu. Það
lágu fiskar á flestum stöðum sem
hægt var að skoða. Mest var á Pall-
inum en við sáum laxa á fleiri stöð-
um á Hólmabreiðusvæðinu og upp
á Hrunakrókssvæði sáum við fiska
á minnst fjórum stöðum.“ Kjartan
Þór sagði þá félaga ekki hafa séð
neina risafiska á svæðinu. „Við
tókum tvo 10 pundara en restin var
smálax. Helmingurinn kom á flugu
og hitt á maðkinn.“
Hrútafjörður heillandi
Hrútafjarðará er síðsumarsá sem
getur orðið illveiðandi í þurrkum.
Rigning helgarinnar teygði sig
norður yfir Holtavörðuheiðina og
hjálpaði örlítið til. Fyrir helgi var
búið að landa ellefu löxum í Hrút-
unni frá opnun og vatnsstaða fór
hríðversnandi. Þó var ástandið ör-
lítið betra en var í fyrra. Fiskur sást
á nokkrum stöðum upp um alla á
og einnig í einum eða tveimur
veiðistöðum í þveránni Síká. En
hann var ljónstyggur og erfiður
viðureignar. Þrenn hjón sem voru
þar við veiðar um helgina upplifðu
hvað smárennslisaukning getur
gert fyrir veiðina. Fyrsta einn og
hálfan veiðidaginn gekk ekkert. Þó
að varlega væri farið náðist ekki að
setja í einn einasta lax. Á laugar-
deginum fór að rigna og aukið líf
færðist í ána. Á seinni hlutanum,
einum og hálfum degi, náði hóp-
urinn sjö löxum, öllum á smáar
flugur og litla túbur. Þrír komu úr
ómerktum veiðistað á ósasvæði ár-
innar, tveir úr Ármótum og tveir úr
Bálki við Brúarskála. Allir voru í
góðum holdum, þykkir fimm til
átta punda laxar.
Stuð í Straumum
Nokkrir félagar sem kláruðu
tveggja daga holl í Staumunum, á
miðvikudaginn, lentu í veislu.
Straumarnir er á vatnamótum
Hvítár í Borgarfirði og Norðurár.
Þegar lítið vatn er í Norðurá á lax-
inn það til að liggja í þessum vatna-
mótum og bíða færis með að ganga
upp í bergvatnsárnar. Þrátt fyrir að
hækkað hafi verulega í Norðurá var
enn mikið af laxi í Straumum. „Það
hefur verið rífandi gangur. Það
liggja 45 laxar á tvær stangir. Þetta
eru allt svakalega fallegir og grálús-
ugir smálaxar,“ sagði Örn Þórisson
sem var á heimleið þegar blaða-
maður hringdi í hann. „Við tókum
þá langflesta á flugu. Rauð Frances
hefur svínvirkað hjá okkur, ekki
bara í túbuformi heldur bara
venjulegar smáflugur.“ Örn sagði
að þrátt fyrir bongóblíðu og sól
hefði verið jöfn veiði allan tímann.
„Við höfum ekki staðið stíft við,
haft það frekar rólegt,“ sagði Örn
og tók fram að einn úr hópnum
hefði stundað Staumana í mörg ár;
„Hann hefur aldrei séð annað eins.
Við hefðum getað náð mun fleiri
löxum hefðum við notað maðk, en
vit vorum langmest með fluguna.“
Blautir draumar laxveiðimanna rættust
Laxveiðisumarið er
komið á fullt skrið
Í fyrra áttu veiðimenn í
mestu vandræðum vegna
mikilla þurrka. Laxveiðiár
á S- og Vesturlandi hurfu
nánast alveg og laxinn
neitaði að ganga þar til
rigningar hófust í ágúst. Í
byrjun þessa mánaðar
fóru menn að ókyrrast og
héldu að sagan myndi
endurtaka sig en svo
hellirigndi um helgina og
allt fór á fullt.
Mokveiði Jón Ólafur Sig-
urjónsson sleppir 80
sentimetra hrygnu sem
hann tók á Speglinum.
Hver langferð byrjar á einu skrefi
og hér er það: Þú ert á leið til dokt-
orsgráðu í silungapúpum og ætlar
að kjafta þig í gegnum inntökupróf-
ið. Þetta er það sem þú þarft að vita
ef þú ert á leið í litla sæta silungsá
eða ætlar í veiðivatn með urriða og
bleikju í þokkalegu úrvali. Fyrst
þarftu að koma við í veiðibúð – því
þú ert ekki byrjuð að hnýta og mað-
urinn þinn ekki heldur. Það kemur
næsta vetur. En nú þurfið þið sil-
ungsveiðahjónin að versla því ann-
ars fæst ekkert á grillið. Þið kaupið
púpur, því þær eru almennt séð
veiðnari en almennar sígildar vot-
flugur, sem þó er alltaf gaman að
eiga.
Peacock. Hún er mest notaða sil-
ungapúpa á Íslandi og til að vera viss
kaupir þú hana bæði með og án
kúluhauss. Stærðir 10-12 eru ágæt-
ar.
Teal and Black púpan. Sígild og
er hér komin vegna þess að hún líkir
svo vel eftir lirfum mýflugna. Stórir
silungar taka hana og litlir líka. Hún
er fulltrúi svörtu púpunnar í safn-
inu. Ég myndi vilja sjá boxið ykkar
með stærðum 10-16.
Peter Ross púpan. Snillingar gera
hana sjálfir í ýmsum afbrigðum.
Sagt er að ekki sé til sá silungur sem
einhvern tíma dagsins taki ekki Pet-
er Ross. Kúnstin er bara að hitta á þá
stund. Ráðið er að standa bara stöð-
ugt við. Peter Ross er frábær fluga
og púpa og gaman að eiga hana.
Killer. Nafnið segir allt sem segja
þarf. Á Þingvöllum er hún í heið-
urssæti. Með kúlu og rauðum kraga,
eða án kúlu og bara svört með vafn-
ingum.
Tailor. Nafnið segir ekki neitt. En
reynsla ólyginna er sú að hún gefi
alls staðar fisk þar sem fiskar éta lirf-
ur flugna. Þú skalt eiga hana brúna
og svarta, að minnsta kosti.
Hvað stærðir þarftu?
Þegar komið er fram í júlí og
ágúst smækka silungaflugurnar, sem
þýðir að menn nota flugur með
hærri númerum. Þetta er ein af lífs-
gátum fluguveiðinnar og þér nægir
að vita þetta í bili. Þess vegna þarftu
að eiga Teal and Black, Peter Ross og
Tailor í stærðum 12, 14 og jafnvel
16. Það eru smáar flugur sem kalla á
granna tauma. Fimm punda taum-
ur nægir. Reyndar eru fimm punda
taumar afskaplega misjafnlega sver-
ir, og ég hef á tilfinningunni að nú sé
komið að því að fara inn á flugur.is
og skoða myndir af þessum púpum
og mörgum fleiri, og lesa greinar
um línur og tauma. Því að eiga flug-
urnar er bara byrjunin. Á flugur.is er
grein sem lýsir vali á flugum fyrir
200 ár og vötn á Íslandi ef þú vilt fá
fleiri hugmyndir!
Það sem margir flaska á er að
reyna ekki nógu smáar flugur. Stærð
16 er frekar smá en stundum of stór.
Þegar komið er fram á mitt sumar er
svo margt að gerast í lífríkinu að úr-
valið í boxinu þarf að vera sæmilegt.
Skoði maður í maga silungs kemur
oft í ljós hve agnarsmá skordýrin
eru. Ekki hika við að smækka og
grenna tauminn. Og hafðu tauminn
þá langan. Rúmlega stangarlengd en
ekki styttri. Og já. Ég geymdi bestu
fluguna þar til síðast. Pheasant tail.
Með kúluhaus og án, í öllum stærð-
um og gerðum. Og ef þú vilt vera al-
veg örugg og slá manninum þínum
við skaltu laumast til að ná þér í
,,flugu 20. aldarinnar“ Héraeyra.
Veiddu betur í samstarfi við flugur.is
Skyndihjálparnámskeið: Silungapúpur
Stefán Jón Hafstein
skrifar um veiði
VEIDDU BETUR
Óvenjumikið hefur veiðst af löx-
um í sumar sem eru um og yfir
tíu kíló. Á síðunni www.streng-
ir.is eru frásagnir af baráttu og
löndun margra stórlaxa. Á
www.votnogveidi.is segir að Halla
Stefánsdóttir hafi sett í og landað
110 sentímetra laxi í Hofsá. Lax
að þeirri lengd er eflaust langt yf-
ir 25 pund nýgenginn. Veiðimað-
ur missti risalax í Hnausastreng í
Vatnsdalsá á miðvikudaginn eftir
mikla baráttu. Sá stóri endaði
með að strauja alla línu og und-
irlínu út af einhenduhjóli veiði-
mannsins, slíta tauminn eins og
tvinna.
Stórlaxasumar
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Það hefur verið rífandi gangur. Það liggja 45
laxar á tvær stangir. Þetta eru allt svakalega
fallegir og grálúsugir smálaxar.
veiði