24 stundir


24 stundir - 18.07.2008, Qupperneq 35

24 stundir - 18.07.2008, Qupperneq 35
24stundir FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 35 F í t o n / S Í A Skítt með kerfið! Lifðu núna Með Vodafone Frelsi velur þú 5 vini og skráir þá á vodafone.is. Hvaða vini sem er, alveg sama hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru. Misstu ekki af þessu frábæra sumartilboði. Skiptu strax og gefðu skít í kerfið. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi Roger Daltrey, söngvari The Who, reyndi fyrir sér í tölvu- leiknum Rock Band á dög- unum og þótti hann afskaplega leiðinlegur. Þetta kom fram í viðtali við CNN á dögunum en hann gagnrýndi einnig hvernig tæknin hefur breytt því hvern- ig fólk tengist tónlist í dag. „Hér áður fyrr höfðum við ekkert annað en kvikmynda- hús, tónlist og kynlíf. Lífið var miklu betra,“ sagði Daltrey. Í Rock Band syngja spilarar hina ýmsu rokkslagara og er þar meðal annars að finna Who- slagarann Won’t Get Fooled Again. Daltrey hefur vænt- anlega skemmt sér betur við að syngja það fyrir framan tug- þúsundir áhorfenda, fremur en sjónvarpsskjáinn. bba Það hryggir eflaust marga aðdáendur sjónvarpsþáttanna Scrubs að heyra að aðalleikari þáttanna, Zach Braff, hyggist hætta í þáttunum. Skapari þáttanna, Bill Lawrence, hefur staðfest að komandi þáttaröð verði sú síðasta sem Braff tek- ur þátt í. Hann gefur einnig í skyn að með brotthvarfi leik- arans muni þættirnir líða undir lok. „Lokaþátturinn mun snúast um það að J.D. yf- irgefur spítalann,“ segir Law- rence en það er persónan sem Braff leikur. Afar líklegt þykir að hann muni snúa sér alfarið að kvikmyndaleik. hh Zach Braff hættir í Scrubs Það hefur nú verið staðfest að Hómer Simpson og hans fræga fjölskylda muni birtast aftur á hvíta tjaldinu eftir að fyrsta kvikmyndin sem sýnd var á síðasta ári sló rækilega í gegn. Þó svo að hægt sé að deila um gæði fyrstu mynd- arinnar sveik hún ekki pen- ingakassann og halaði inn 500 milljónir dollara. „Það verður önnur mynd gerð á ein- hverjum tímapunkti, en ég hef enga hugmynd um hvenær ná- kvæmlega. Fyrsta myndin tók okkur fjögur ár, aðallega út af því að okkur líkar ekki að leggja harðar að okkur en venjulega,“ segir Matt Groen- ing, skapari fjölskyldunnar. hh Simpson aftur á hvíta tjaldið Roger Daltrey Rock Band leiðinlegur Tívolí verður opnað á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. „Þetta er 16. ár- ið mitt, en hin nýja staðsetning er til- komin vegna 100 ára afmælis Hafnar- fjarðar. Þarna eru næg bílastæði og ég minni fólk á að koma með reiðufé,“ segir Jörundur Guðmundsson tívolístjóri. Tívolíið fer til Akureyrar um verslunar- mannahelgina og verður þar í viku, áður en haldið verður aftur suður. Endað verður á Ljósanótt í Keflavík í byrjun september. Tívolí opnað um helgina

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.