24 stundir - 18.07.2008, Page 38

24 stundir - 18.07.2008, Page 38
Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Þetta er ótrúlegt land og hér er æðislegt að vera. Það er ekkert sem mér mislíkar við Ísland,“ seg- ir Andrew Parkinson, yfirkokkur á veitingastaðnum Fifteen í London. Fifteen er veitingahúsakeðja sem var stofnuð af sjónvarpskokknum heimsþekkta, Jamie Oliver, og eru útibú hennar í hópi fínustu veit- ingastaða heims. Staðurinn er frægur fyrir að starfa náið með ungmennum sem hafa orðið ut- anvelta í samfélaginu og koma þeim á legg sem kokkar. „Við fáum til okkar ungt fólk sem hefur erfiðan bakgrunn; hefur kannski verið í eiturlyfjaneyslu, í fangelsi eða kemur af munaðar- leysingjahæli. Við tökum þeim ná- kvæmlega eins og þau eru, án nokkurra fordóma, og gefum þeim tækifæri til þess að snúa við blaðinu og hljóta menntun til að starfa sem kokkar. Við höfum gert þetta í nokkur ár og margir sem hafa tekið þátt starfa nú á ein- hverjum fínustu veitingahúsum heims,“ segir Parkinson. Þekking Olivers einstök Parkinson er góður vinur Jamie Olivers og starfa þeir náið saman við Fifteen. Hann segir sjónvarps- kokkinn hafa mikinn metnað fyrir verkefninu með unga fólkinu og ber honum söguna ákaflega vel. „Jamie er einhver einlægasti maður sem ég hef kynnst. Fólk áttar sig kannski ekki á því hvað hann er hæfileikaríkur, þar sem hann talar mikið í sjónvarpsþátt- unum, en er ekki allan tímann fyrir framan eldavélina. En hann er ótrúlegur kokkur og þekking hans á matseld er ákaflega yf- irgripsmikil.“ Líkar ótrúlega vel við Ísland Parkinson kom til Íslands á þriðjudag ásamt David Kapay, fé- laga hans frá Fifteen, og fara þeir heim í dag. Þeir hafa verið í góðu yfirlæti hjá Leifi Kolbeinssyni, kokki á La Primavera, og dásamar Parkinson Ísland í hvívetna. „Ég kom fyrst til Íslands fyrir tveimur árum þegar ég var fulltrúi La Primavera á Food and Fun- hátíðinni. Nú hef ég haft meiri tíma til þess að skoða land og þjóð og líkar ótrúlega vel. Við erum til dæmis búnir að skoða Gullfoss og Geysi, fórum upp í Laxá í Kjós og höfum borðað mikið af góðum mat,“ sagði Parkinson áður en hann kvaddi blaðamann og hélt í siglingu að skoða hvali og lunda. Andrew Parkinson af veitingastaðnum Fifteen er staddur hér á landi Götukrakkar verða færustu kokkar Fifteen er glæsilegur veit- ingastaður, sem var stofnaður af sjónvarps- kokkinum Jamie Oliver. Staðurinn hjálpar ungu fólki í vanda og gerir það að færustu kokkum. Jamie Oliver Kokkurinn kominn í klæði. 24stundir/Frikki Heitt í kolunum Andrew og David sýna listir sínar í eldhúsinu á La Primavera. 38 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Til hamingju Benedikt, það er glæsilegt afrek það sem þú hefur nú lokið með sæmd og sóma … Að synda yfir 60 kílómetra á 16 tímum það er hreint ótrúlegt, bein lína yfir er nú rúmir 30 kíló- metrar svo einhverjir hafa straumarnir verið sem kappinn hefur þurft að berjast við. Geir Jón Þorsteinsson geissi.blog.is Horfðum í gær á síðasta Lost- þáttinn í fjórðu þáttaröðinni … Nær allir sem við þekkjum hafa gefist upp – en úr þessu kemur ekki til greina annað en að horfa fram á vor 2010 … Það er nægur tími til að drepa allflestar aðal- persónurnar og lífga þær aftur við 2-3 sinnum … Stefán Pálsson kaninka.net/stefan Þessi maður er svo fáranlegur að það hálfa væri miklu meira en nóg. Æi, var veslings Gillzeneg- ger búaður af sviðinu? Jú, vitið þið hvers vegna? Því þau mæm- uðu. Þau voru ekkert að syngja eða neitt heldur voru þau bara að hreyfa varirnar og dansa í takt. Jónas Davíð Jónasson blogg.visir.is/landi BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Einn dýrasti handboltamaður á Íslandi, Sigfús Páll Sigfússon, leikstjórnandi Vals í N1-deildinni, sem fór með nokkrum hávaða frá Fram-liðinu á síðustu leiktíð, er genginn til liðs við Sólstrandargæjana fyr- ir komandi átök í Strandhandboltamótinu í Naut- hólsvík. Telst þetta nokkur fengur fyrir Sólstrand- argæjana, sem hafa aðeins unnið til búningaverðlauna á undangengnum mótum. tsk Það hefur sjaldan þótt töff að vera „square.“ Strákarnir í Skver-kvartettnum eru þó mjög töff, en þeir munu halda tónleika í Ráðhúsinu á laug- ardaginn klukkan 14.00. Á efnisskránni verður frumsamin tónlist meðlima kvartettsins, sem allir eru nemendur í FÍH, en leikið er á saxófón, kontra- bassa, gítar og slagverk og ættu Skver-menn því að geta spilað tónstigann án vandkvæða. tsk Ofurbloggarinn Andrés Jónsson er afar glaður yfir að hafa heyrt í útvarpsmanninum Frey Eyjólfssyni í fréttatíma útvarps um daginn. Andrés segir það reynast vel að fá unga húmorista og sprellara í hóp fréttamanna og vísar til Sigmars Guðmundssonar máli sínu til stuðnings. Að gefnu tilefni má geta þess, að Freyr Eyjólfsson hefur verið starfandi á fréttastofu útvarps síðastliðin þrjú ár...tsk „Ég býst nú ekkert endilega við rauða dreglinum, lúðrasveit og Ólafi Ragnari þegar við lendum á Keflavíkurvelli, en tilfinningin er góð samt sem áður,“ sagði Yngvi Björnsson, sigurreifur í gær, en Yngvi er dósent við tölvunar- fræðideild Háskóland í Reykjavík. Hann leiddi íslenska liðið til sigurs, annað árið í röð, á stærstu gervi- greindarráðstefnu heims, sem fram fór í rokborginni Chicago í vik- unni. Ísland framarlega á merinni Með Yngva í för eru þeir Hilmar Finnsson og Gylfi Þór Guðmunds- son. Þeir unnu undankeppnina, en þá tók við útsláttarkeppni, þar sem Ísland lék til úrslita við Kaliforn- íuháskóla, annað árið í röð. „Þeir ætluðu sér stóra hluti frá byrjun og voru með mjög öflugt forrit, sem gat valið á milli tveggja gervi- greindarkerfa, það sem best átti við hverja þraut. Okkar kerfi er í raun önnur nálgun á lausn vandamál- anna en flestir nota og vorum við þeir einu sem notuðum það kerfi í fyrra. Nú voru hins vegar margir háskólar búnir að tileinka sér þá tækni, en við náðum að sigra, á síðustu þrautinni þó,“ segir Yngvi, sem vill meina að Ísland hljóti að vera í fremstu röð á þessu sviði. Hann vill þó ekki viðurkenna að um einhvers konar nörda- samkomu sé að ræða. „Ég myndi nú ekki nota þau orð nei, en vissu- lega er þetta hið akademíska há- skólasamfélag sem þarna kemur saman og við erum ekkert að missa okkur í fagnaðarlátunum.“ traustis@24stundir.is Íslendingar eignast heimsmeistara á ný Ísland varði heims- meistaratitilinn Heimsmeistarar Þeir Yngvi, Hilmar og Gylfi geta verið stoltir. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 9 6 2 4 7 1 5 8 3 7 8 3 9 2 5 1 4 6 4 5 1 3 8 6 7 9 2 5 7 4 2 9 8 6 3 1 6 1 9 5 3 7 8 2 4 2 3 8 1 6 4 9 5 7 1 9 5 6 4 3 2 7 8 3 2 7 8 1 9 4 6 5 8 4 6 7 5 2 3 1 9 Barnfóstran sofnaði og einhverjir þjófar komu og átu súkkulaðikökuna. Haukur, gleymdur en hvergi geymdur? Knattspyrnukappinn úr Fylki, Haukur Ingi Guðnason, er í níunda sæti lista spænska vefritsins Setanta Sports yfir gleymda leikmenn Liverpool-liðsins, en Haukur lék með liðinu um tíma. FÓLK 24@24stundir.is a Þeir mundu að minnsta kosti eftir mér til að setja mig á listann … fréttir

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.