24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Dmitri Medvedev Rússlandsforseti tilkynnti í gær að rússnesk stjórn- völd hefðu viðurkennt sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu með formlegum hætti. Eykur á spennu Með tilkynningunni bauð Medvedev stjórnvöldum á Vestur- löndum byrginn, en George Bush Bandaríkjaforseti hafði sérstaklega beðið hann um að fara ekki að ósk rússneska þingsins, sem samþykkti á mánudaginn einróma ályktun um að Rússar skyldu viðurkenna sjálfstæði georgísku héraðanna. Fréttaskýrendur eru sammála um að ákvörðun Rússlandsstjórnar komi til með að auka enn frekar á spennu milli Rússa og Vesturlanda á komandi misserum. Er almennt talið að samskiptin hafi ekki verið verri frá lokum kalda stríðsins. Vill að fleiri ríki fylgi á eftir Medvedev hvatti önnur ríki til að fara að fordæmi Rússa og við- urkenna sjálfstæði Abkasíu og Suð- ur-Ossetíu. Rússar og Georgíu- menn áttu í stuttu stríði fyrr í mánuðinum eftir að Georgíumenn sendu hersveitir inn í Suður-Osse- tíu til að endurheimta stjórnina í héraðinu. Héruðin tvö hafa í raun verið sjálfstæð frá tímum borgara- stríðsins í upphafi tíunda áratug- arins, þó að lagalega tilheyri þau Georgíu. Medvedev kenndi Georgíustjórn um að ekki hefði náðst friðsæl lausn á deilunni. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, en þetta er eina mögulega lausnin til að bjarga megi mannslífum.“ Minnir á stöðuna 1914 Erindreki Rússlandsstjórnar hjá NATO, Dmitri Rogozin, sagði stöðuna nú minna um margt á þá sem var uppi dagana fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar. „Staðan í dag minnir mig á Evrópu 1914, þegar stórveldum lenti saman fyrir tilstilli eins hryðjuverkamanns.“ Rogozin sagðist vona að Mikhail Saakashvili yrði ekki skráður í sögubækurnar sem hinn nýi Gavr- ilo Princip, og bar þar Georgíufor- seta saman við manninn sem myrti Frans Ferdinand, erkihertoga Aust- urrísk-ungverska keisaradæmisins, í Sarajevo sumarið 1914 sem hratt af stað atburðarás sem leiddi til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hæðast að vesturveldunum Rússlandsstjórn hafði áður í raun hæðst að vanþóknun Evrópu- sambandsins og Bandaríkjanna á stríðinu í Georgíu fyrr í mánuðin- um. Sagði talsmaður stjórnarinnar að Rússum væri alveg sama þó að þeim yrði hent út úr alþjóðastofn- unum og þeir einangruðust á al- þjóðavettvangi. „Að sjálfsögðu er- um við ekki ánægð með að vera umkringd herstöðvum og að okkur sé sagt: Ekki hafa áhyggjur, allt er í fínasta lagi,“ sagði Medvedev á mánudaginn. Rússar storka vesturveldunum  Medvedev viðurkennir sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu  Rússar hæðast að vanþóknun vesturvelda á stríðinu í Georgíu ➤ Um 70 þúsund manns búa íSuður-Ossetíu og eru fleiri en helmingur þeirra með rúss- neskt ríkisfang. ➤ Stærstur hluti Suður-Ossetíuliggur hærra en 1.000 metra yfir sjávarmáli. ➤ Um 200 þúsund manns búa íAbkasíu, sem liggur að strönd Svartahafs. ➤ Aðskilnaðarsinnar í Abkasíulýstu yfir sjálfstæði árið 1999. HÉRUÐIN NordicPhotos/AFP Fögnuður Mikill fögnuður braust út í Tskhinvali, höf- uðborg Suður-Ossetíu, í gær. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir sannfærandi gögn benda til að 60 börn og 30 fullorðnir hafi látið lífið í loftárás Bandaríkjahers í vest- urhluta Afganistans síðastliðinn föstudag. Bandaríkjaher fullyrti upphaflega að 30 uppreisnarmenn talibana hefðu verið drepnir í árásinni sem átti sér stað í Herat-héraði. Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur rekið tvo háttsetta afganska hershöfðingja vegna atviksins, en Bandaríkjamenn segja að afganskar öryggissveitir hafi stjórnað aðgerðinni. Umrædd loftárás hefur leitt til versnandi sambands milli Karzai og er- lendra hersveita og hefur afganska ríkisstjórnin nú farið fram á að samið verði að nýju um veru erlendra hersveita í landinu. aí 60 börn fórust í loftárás STUTT ● Hrun Sjóðurinn sem stendur á bak við hina árlegu Hróars- kelduhátíð hefur tapað millj- ónum króna á hruni Hróars- keldubanka, en sjóðurinn á hlutabréf í bankanum, sem nú eru orðin næsta verðlaus. ● Dánartíðni Búist er við að dánartíðni í ríkjum ESB verði orðin hærri en fæðingartíðnin árið 2015 og að fólksfjölgun eftir það mundi byggjast á innflytjendum. Í nýrri skýrslu sem ESB birti í gær er því spáð að Bretland verði orðið fjölmennasta ríki Evrópu 2060. ● Framíköll Reiðir þingmenn stjórnarandstöðuflokksins, MDC, í Simbabve hæddu og gripu fram í ræðu Roberts Mugabes forseta þegar þing var formlega sett í landinu í gær. Hlutar af risastyttu af rómverska keisaranum Markúsi Árelíusi fund- ust nýverið við fornleifauppgröft í bænum Sagalassos í suðurhluta Tyrklands. Talið er að styttan hafi verið um 4,5 metrar á hæð. Enn sem komið er hefur einung- is höfuð, hægri handleggur og fæt- ur styttunnar verið grafið upp, en hún fannst í stærsta herberginu í fornu baðhúsi á staðnum. Fornleifafræðingar hafa unnið að uppgreftrinum síðastliðin tólf ár, en á síðasta ári fundu belgískir fornleifafræðingar hluta af styttu af keisaranum Hadríanusi á sama stað. Markús Árelíus ríkti frá árinu 161 til 180, og er einna helst minnst fyrir ritverk sín og heim- spekikenningar. atlii@24stundir.is Merkur fornleifafundur í Tyrklandi Fundu risastyttu af Markúsi Árelíusi MIÐVIKUDAGUR 27.ÁGÚST Eymundsson kynnir dagskrána í dag • KL 12.15 Ingólfsnaust – Hádegisjazz í Ingólfsnausti Frítt Tilvalið að koma við í Ingólfsnausti og heyra góðan jazz í hádeginu. • KL 15 Iðnó -Svingtónleikarestrasjón – Sextett Hauks Gröndal með Ragga Bjarna Kr2200 Haukur Gröndal endurvekur restrasjónina og hljóm KK Sextett. Haukur leiðir hljómsveit sína í prógrammi frá gullöld jazzins. Ef þú manst eftir því þegar jazzinn var dægurtónlistin, þá er þetta fyrir þig. Gestir á tónleikunum eru víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson og söngvarinn góðkunni Ragnar Bjarnason, sem starfaði í KK sextettinum um árabil. • KL 20 - Iðnó – Steintryggur - BMX frá Noregi ásamt Hilmari Jenssyni Kr2200 Trommarar og slagverksmenn sameinast í rafmögnuðum galdri. Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmundsson skipa Steintrygg. Kippi Kanínus leggur til rafvædda sveiflujöfnun. Norska tríóið BMX er hér statt til að hljóðrita með Hilmari Jenssyni gítarleikara. Einstakt tækifæri til að heyra splunku- nýja og spennandi spunatónlist af bestu gerð. Hér er hvert lag þróað í rauntíma á tónleikum. Alltaf ferskt, alltaf nýtt. Njål Ölnes á saxófón, ThomasT. Dahl á gítar og Öyvind Skarbo á trommur. • Kl 22 Iðnó /uppi – Ameríska söngbókin-Stofuhljóðritun. Siggi Flosa, Lennart Ginman, Jón Páll Bjarnason Kr2000 Altósaxófónleikarinn Sigurður Flosason hefur komið víðar við en flestir kollegar hans á íslenska jazzsviðinu. Undanfarið hefur blúsinn skotið sér í svínginu í tónlist hans, en nú ætlar hann að taka til handargagns amerísku söngbókina. Danski bassaleikarinn Lennart Ginman hefur áður komið við sögu á plötum Sigurðar og ætlar að ganga botninn í þessari stofuhljóðritun, sem verður gefin út á plötu. Jón Páll Bjarnason leikur á gítarinn, enda fáir sem kunna fleiri lög úr amerísku söngbókinni. • Kl 22 Organ – Tepokinn, M blues Project, Skver Kr1500 Þrjár spennandi hljómsveitir saman á einum tónleikum. Tepokinn og Skver hafa þrætt öll húsasund og almennings- garða Reykjavíkur á vegum Hins Hússins, en Matti Sax og blúsprójektið hans hefur aðallega verið innandyra. • Kl 23 Bítbox á Glaumbar Autoreverse – jazz/funk Frítt Steinar Sigurðarson: Saxófónn, Sigurður Rögnvaldsson: Gítar, Pétur Sigurðsson: Bassi, Kristinn Snær Agnarsson: Trommur, Ívar Guðmundsson:Trompet. Hljómsveitin Autoreverse hóf starfsemi árið 2004 þegar hún var valin sem fulltrúi lands elds og ísa í ungliðadjasskeppninni Nordic Jazz Comets í Stokkhólmi það ár. Hljómsveitin sækir prógram sitt til þeirra allra hrynþéttustu úr djass- geiranum auk þess sem meðlimir þykja skrifa undursam- lega lagstúfa. N O R R Æ N A H Ú S I Ð V O N A R S A L U R F R ÍK IR K J A N H Á S K Ó L A B ÍÓ N A S A F R ÍK IR K J A N N O R R Æ N A H Ú S IÐ H Á S K Ó L A B ÍÓ F R ÍK IR K J A N G L A U M B A R V O N A R S A L U R IN G Ó L F S N A U S T H Á S K Ó L A B ÍÓ IÐ N Ó REYKJAVÍK w w w .m id i.i s G L A U M B A R PO RT hö nn un

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.