24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir „Það er mjög mikilvægt að skoða samninga vel og gefa sér góðan tíma til að fara yfir þá ef fara á út í viðgerðir,“ segir Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur hjá húseigendafélaginu. „Númer eitt, tvö og þrjú er að gera skriflegan samning. Ef það er ekki gert getur fólk lent í miklum vandræðum þegar reikningar ber- ast. Það getur orðið misskilningur hvaða viðgerð átti að eiga sér stað og hvað verkið átti að kosta. Það kemur fyrir að fólk fái reikninga sem það bjóst alls ekki við,“ segir hún. Verum upplýst Guðbjörg segir að oft verði kaupandinn undir þegar ekki eru gerðir skriflegir samningar. „Það að skrifa kannski niður ekki nema þrjú orð á verkbeiðni býður hætt- unni heim. Það er svo mikilvægt að vera vel upplýstur um hvað þarf að gera þegar hefja á framkvæmdir, ekki bara treysta á verktakann.“ Guðbjörg segir að viðkomandi verði að vita hvað hann er að panta, „en auðvitað er ákveðin leiðbeiningarskylda sem fagmenn hafa gagnvart þeim sem kaupa þjónustu þeirra,“ segir hún. Skýrar hugmyndir mikilvægar „Þegar fara á í viðgerðir á húsi er mikilvægast að hafa skýra hug- mynd um hvers konar viðgerð á að fara í. Ef um stóra eign er að ræða er hægt að fá fagaðila til að útbúa fyrir sig ákveðna verkpöntun, hvort sem það er verkfræðingur eða húsasmíðameistari, auðvitað er auka kostnaður í því en líka ör- yggi,“ segir Guðbjörg. „Verkkaup- inn þarf að vera vel upplýstur um hvaða þjónustu hann er að kaupa og alltaf að fá einhverja kostnaðar- áætlun. Því skýrari sem hlutirnir eru því betri verða þeir.“ kyg Þegar fara á í framkvæmdir verður allt að vera á hreinu Skriflegir samningar nauðsynlegir 24stundir/Kristinn Húsaviðgerðir Það er mjög mik- ilvægt að skoða samninga vel og gefa sér góðan tíma til að fara yfir þá ef fara á út í viðgerðir. Langi mann að breyta heimilinu sínu og einbeita sér að því að vera aðeins öðruvísi er gaman að vafra á netinu og sjá allt mögulegt sem hægt er að gera. Heimasíðan www.cribcandy.com gefur alls kyns hugmyndir um öðruvísi heimili. Þar er meðal ann- ars hægt að finna upplýsingar um síður sem selja litrík baðtæki og alls kyns gólfefni svo eitthvað sé nefnt. Oft er gaman að vera öðruvísi Sé autt pláss á baðherberginu sem ekki er vitað hvað á að gera við er tilvalið að kalla fjölskylduna saman og sniðugt er að nota flísaafganga og gamalt, jafnvel brotið leirtau, sem efnivið og líma á veginn. Gott er að skipuleggja verkið vel og gefa hverjum og einum sitt hlut- verk. Allir einstaklingar geta þá tekið þátt í endurnýjun á baðinu og haft gaman af. Mósaík úr brotnu leirtaui Þegar endurskipuleggja á barna- herbergin er góð hugmynd að hafa ekki of mikið af dóti þar inni. Börn eru dugleg að fara í ímynd- unarleiki og þurfa gott pláss fyrir þá. Ein góð hugmynd er að búa til lítinn sögukrók þar sem sett er teppi og fylla hann af púðum og þægilegum hlutum. Einnig er snið- ugt að mála lítinn veggpart svartan sem hægt er að nota sem krít- artöflu. Barnakrókur í herbergið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.