24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 29
Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Við finnum alltaf fyrir mikilli aukningu á þessum árstíma, sér- staklega þegar það er búið að vera gott sumar. Og hún er nú þegar farin að koma fram,“ segir Sunna Eva Sigurðardóttir, markaðsstjóri World Class. „Af þeim sem eiga kort nýta mjög margir þau vel vegna þess að þetta er orðinn lífsstíll hjá fólki. Og við viljum ekki hafa fólk sem er ekki að mæta. Við viljum að fólk mæti,“ segir hún en um 20.000 manns eiga kort í líkams- ræktarstöðvum World Class og um fimm þúsund gestir heim- sækja stöðvarnar dag hvern. Verðið hækkar með verðbólgu Að sögn Sunnu hefur verðskrá líkamsræktarstöðva World Class verið hækkuð um 10 prósent síð- an á sama tíma í fyrra, en verð- bólga á landinu hefur verið 13,6 prósent á sama tíma. Svipað er uppi á teningnum hjá Baðhúsinu en að sögn Jóhönnu Ásmunds- dóttur, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, hefur ekki verið föst prósentuhækkun yfir alla verð- skrána vegna þess að þjónustunni hafi einnig verið breytt. En til dæmis hafi verð á grunnáskrift hækkað um tæp 12,8 prósent. Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, segist ekki hafa hækkað verðið síðan í vor en hann væntir þess að verð muni hækka í samræmi við verðlags- vísitölu. Fólk ræktar sjálft sig í kreppu Þröstur Jón segist hafa tekið eftir því að aðsókn hafi aukist síð- ustu mánuði þrátt fyrir erfiðara efnahagsástand. „Þegar harðnar á dalnum og efnahagsástand verður verra þá virðist fólk frekar fara í ræktina heldur en þegar mikið er að gera. Líkt og virðist eiga við um nám.“ Má því segja að einhverjir fylgi- fiskar niðursveiflu séu jákvæðir. Verðskrárhækkanir minni en verðbólga Líkamsræktar- stöðvarnar fara að fyllast Þegar sumarfríum lýkur og skólar byrja fyllast lík- amsræktarstöðvar jafn- an. Margir kaupa sér kort og nota það í einn mánuð á meðan aðrir hefja nýjan lífsstíl. En hvernig áhrif hefur breytt efnahags- ástand á verð og eftir- spurn eftir þessari þjón- ustu? Tekist á við breytta tíma Haustinu fylgja ný verkefni og nýr lífsstíll hjá mörgum. ➤ Þeim sem eiga líkamsrækt-arkort án þess að nota þau virðist hafa farið fækkandi. ➤ Verðskrár líkamsrækt-arstöðva hafa hækkað minna en sem nemur verðbólgu síð- astliðið ár. LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVAR 24stundir MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 29 „Það koma hingað allt upp í 70– 80 eldri borgarar á hverjum morgni til þess að ganga,“ segir Brynjar Örn Gunnarsson, umsjón- armaður knattspyrnuhallarinnar Fífunnar í Kópavogi. Þar er svo- kölluð tartanbraut sem mjúkt og gott er að ganga á og hefur eldra fólk sem ekki kærir sig um að ganga úti í hálku og snjó því nýtt sér þessa þjónustu vel. „Þetta er alveg frítt og fólk er hérna alveg frá því um átta og upp undir hádegi. Svo gefum við fólki líka vatn og hressingu.“ Útihlaupabraut sem ekki frýs Fyrir þá sem stunda hlaup og skokk er tilvalið að fara á hlaupa- brautina í kringum Kópavogsvöll við hliðina á Fífunni. Hringurinn er 400 metra langur og er brautin upphituð. Því er hún tilvalin fyrir þá sem vilja hlaupa eða skokka þegar göngustígar eru hálir. „Fólk hefur haft frjálsan aðgang að þessari braut og það eru margir sem nýta sér hana. Fólk þarf bara að athuga að hlaupa ekki inn á völlinn sjálfan.“ hj Ókeypis aðgangur að tartanbrautum Alltaf hlýtt í Fífunni Góð aðstaða Það þarf ekki að fara á líkamsrækt- arstöðvar til að fá hreyfingu. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þegar harðnar á dalnum og efnahagsástand verður verra þá virðist fólk frekar fara í rækt- ina heldur en þegar mikið er að gera. neytendur „Fyrir þá sem ætla sér að hjóla í vinnuna á hverjum degi mælum við með nagladekkjum en annars fer það auðvitað eftir veðri hvort þeirra er þörf,“ segir Ágúst Ágústsson hjá GÁP en þessa dag- ana fer fram útsala hjá þeim, líkt og hjá mörgum öðrum reið- hjólaverslunum. „Það eru mjög margir sem nýta sér þessar haustútsölur en afslátt- urinn er allt frá 30 upp í 50%. Ég held að fólk sé þá oftar að því til þess að gera sem best kaup frekar en að það sé að kaupa sér hjól til að nota fyrir veturinn. En það er allur gangur á því.“ Það eru ljósin sem eru mikilvæg- asti búnaðurinn á veturna. „Það verða að vera ljós en svo er gott að vera með bretti líka.“ Ekki smyrja með WD-40 Það er algengur misskilningur að best sé að smyrja reiðhjól með WD-40. „Ef hjólin eru mjög skít- ug þá er gott að þrífa þau með WD-40 en svo verður maður að smyrja þau með olíu á úðabrúsa. Og ekki of feitri. WD-40 getur hreinlega eyðilagt hjólin og það er mikill misskilningur að það henti vel til smurningar.“ Ágúst segir að ef hjól eru notuð daglega þá sé best að smyrja þau nær vikulega eða allavega tvisvar í mánuði og til séu margar hent- ugar olíur til þess. Ágúst mælir t.d. með Thin Super sem fæst hjá GÁP og í Húsasmiðjunni. hj Vel hægt að hjóla á veturna

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.