24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 40
24stundir
? Stórkostlegt handboltalið krækti í ól-ympíusilfur fyrir þjóðina og verður þaðafrek rækilega skrásett í íþróttasögunni.Til hamingju strákar með ykkar einstakaárangur! Og takk fyrir að láta okkur aðgleyma krepputalinu um stund. Einhverntíma heyrði ég að kínverska táknið fyrirkrísu eða kreppu gæti jafnframt þýtt tæki-
færi. Mannréttindi eru í kreppu í Kína.
Það framferði kínverskra stjórnvalda að
meina sumu fólki að heimsækja landið
vegna Ólympíuleikanna, s.s. fólki með
HIV-smit eða þeim sem glíma við geð-
raskanir, er hneisa. Þessi dapurlega af-
staða þeirra kom enn betur í ljós, þökk sé
nýafstöðnum Ólympíuleikum. Málshátt-
urinn Fátt er svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott á annars vel við um
þessar mundir. Margir eru farnir að finna
fyrir áhrifum gengislækkana, krónískrar
verðbólgu og lánaokurs. Nú blasa aldeilis
tækifærin við okkur venjulega fólkinu. Í
fullri alvöru, nú þegar útgjöld heimila fara
á hvolf eftir að gengisfellingar hafa hækk-
að gríðarlega húsnæðis- og matarkostnað
er ekki um annað að ræða en að hugsa
sinn gang. En hvernig? Jú, það má leggja
gamla bílskrjóðnum, þessari endalausu,
keðjuverkandi peningahít sem þarfnast
bensíns, viðhalds, trygginga – nefndu það
bara. Svo má tryggja heimilismönnum
nægan fituforða fyrir veturinn með því að
taka slátur, gefa krökkunum frí frá tölvu-
leikjum og bjóða þess í stað upp á huggu-
lega kvöldstund hrærandi í innyflum. Fa-
milían brosandi og blóðug upp að
handarkrika. Smella af einni mynd og
senda ættingjum sem jólagjöf í ár.
Grípum tækifærin!
Jóna Ingibjörg
trúir að það megi
finna gott í öllu.
YFIR STRIKIÐ
Kyndir
kreppan undir
útsjónarsemi?
24 LÍFIÐ
Sigtryggur og Steingrímur ætla að
bræða saman tóna sína við norsku
tilraunasveitina BMX á
jazzhátíðinni í kvöld.
Steintryggur gerir
norskar tilraunir
»32
Guðfaðir 90’s tískubylgjunnar á Ís-
landi segir nýja safnplötu Senu
ekki vera of seina, fólk
hafi enn áhuga.
Curver er sáttur við
nýja 90’s safnplötu
»33
Ragnhildur Steinunn gefur góð ráð
um hvernig sé best að græða auka-
pening á því að selja
fötin sín í kreppunni.
Allir að selja fötin
sín á mörkuðum
»33
● Koma Sebas-
tien Tellier und-
irbúin „Miðasalan
gengur dúndurvel
og það stefnir í
fullt hús,“ segir
Margeir Ingólfs-
son, einn að-
standenda tón-
leika franska tónlistarmannsins
Sebastien Tellier á Rúbín á morg-
un. „Við erum að hlaupa um allan
bæ til að redda hinum og þessum
græjum sem hann vantar fyrir tón-
leikana. Þetta eru þung og mikil
hljóðfæri sem hann getur ekki tek-
ið í flugvélina. Staðurinn er glæsi-
legur en við þurfum að setja upp
allt hljóðkerfi frá grunni.“
● Margir gætu
átt kárínur skilið
„Ég hef engar
áhyggjur af skrif-
um Matthíasar.
Þetta er bara
skemmtilegt og
upplýsandi. Menn
fá eins og gengur
kárínur af þessu en það kann að
vera að margir þeirra eigi það nú
skilið,“ segir Sverrir Her-
mannsson um birtingu Matthíasar
Johannessen á dagbókum sínum.
Þar er m.a. rætt um fund Helga S.
Guðmundssonar með Matthíasi
þar sem hann hafi leitað ráða um
hvernig hrista mætti af sér fullyrð-
ingar Sverris um að hann væri
hálfviti.
● Gítarveisla
„Einn gítarleik-
arinn sem verður
með var kosinn
djassleikari Evr-
ópu árið 2007 og
annar sem kemur
frá Japan hefur 27
sinnum verið kos-
inn það sama þar í landi,“ segir
Björn Thoroddsen um gítarleik-
arana sem verða gestir á gítarveislu
jazzhátíðar sem stendur yfir í
Reykjavík. Gítarleikararnir, sem
verða héðan og þaðan, koma sam-
an í Háskólabíói næstkomandi
fimmtudag þar sem verður sann-
kölluð gítarveisla.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við