24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Hvers vegna tekur íslenska ríkið stóran hluta af hverjum seldum bensínlítra og hvernig er sú gjald- taka réttlætt? SALA JPY 0,7627 0,91% EUR 122,31 0,12% GVT 159,77 0,44% SALA USD 83,60 1,30% GBP 153,55 0,15% DKK 16,398 0,12% Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@24stundir.is Það sem réttlætir inngrip hins op- inbera og álögur á vörur og starf- semi er eðli margra þeirra nei- kvæðu áhrifa sem starfsemi manna hefur á umhverfi og að þessi nei- kvæðu áhrif endurspeglast ekki í kostnaði hjá þeim sjálfum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps fjármála- ráðherra um heildarstefnumótun um skattlagningu ökutækja og eldsneytis, en tillögur starfshópsins fá efnislega meðferð í fjármála- ráðuneytinu með haustinu, skv. upplýsingum frá ráðuneytinu. Til- lögurnar hafa áður verið kynntar fyrir ríkisstjórninni. Hvers vegna tekur íslenska ríkið stóran hluta af hverjum seldum bensínlítra og hvernig er sú gjald- taka réttlætt? Má vænta þess að þessi gjöld verði lækkuð, nú þegar bensín er einn stærsti reglulegi út- gjaldaliður neytenda? Vörugjöld af bensíni eru tvenns konar, annars vegar almennt vöru- gjald sem er réttlætt með skírskot- un til almennrar tekjuöflunar rík- issjóðs og hins vegar sérstakt vörugjald sem rennur til vegamála. Ríkið tekur tæpan fjórðung af hverjum seldum lítra Almenna vörugjaldið á bensín er 9,28 krónur á hvern lítra en sér- staka bensíngjaldið 32,95 krónur, hvort tveggja föst fjárhæð. Ef ríkið myndi ekki innheimta þessi opin- beru gjöld af bensíni væri það 42,23 kr. ódýrara eða 123,47 kr. í stað 165,70 kr. núna. Olíugjald, sem er innheimt af hverjum seld- um lítra af dísilolíu, er 41 kr. á lítra. Núverandi gjaldtaka byggir ekki á umhverfislegum sjónarmiðum. Hinn opinberi tilgangur skattlagn- ingarinnar hefur fyrst og fremst verið tekjuöflun fyrir vegagerð og almenn tekjuöflun ríkissjóðs. Meginreglan er sú að sá sem mengar eða veldur öðrum skaða á umhverfinu borgar, að mati starfs- hóps fjármálaráðherra. Því beri að tengja skattlagningu eldsneytis við losun á koltvísýringi. Er það best gert með sjálfu kolefnisinnihaldinu í eldsneyti. Leggur starfshópurinn því til að við núverandi gjöld á bensín bætist við sérstakur kolefn- isskattur, 5,57 kr. á bensínlítra sem þýðir að opinber gjaldheimta af hverjum seldum lítra yrði 47,80 kr. og 6,45 kr. á hvern seldan lítra af dísilolíu. „Ráðherra hefur ekki tek- ið afstöðu til tillagna starfshóps- ins,“ segir Böðvar Jónsson, aðstoð- armaður fjármálaráðherra. Að sögn Böðvars liggur ekki fyrir póli- tísk stefnumótun um hugsanlega lækkun vörugjalda á bensín og dís- ilolíu, en hann bendir á að margt hafi breyst síðan starfshópurinn tók til starfa og því þurfi að skoða tillögur hans með hliðsjón af því. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir mjög hátt verð á eldsneyti megi færa rök fyrir því að nýr kolefn- isskattur komi til viðbótar við nú- verandi eldsneytisskatta. Sá borgar sem mengar  Ný réttlæting stjórnvalda fyrir opinberum gjöldum á eldsneyti er handan við hornið  Ólíklegt að neytendur sjái fram á lægri skatta Bensínverð Ekki eru fyr- irséðar lækkanir á opinberum gjöldum af eldsneyti. ➤ Starfshópur á vegum fjár-málaráðherra leggur til að við núverandi gjaldtöku af bens- íni og dísilolíu bætist sér- stakur kolefnisskattur. ➤ Ólíkegt þykir að neytendursjái fram á skattalækkanir á eldsneyti. Ný réttlæting rík- isvaldsins fyrir gjaldtöku birt- ist í skírskotun til umhverf- isverndar. BENSÍNVERÐ MARKAÐURINN Í GÆR              ! ""#                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0        12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 62, , 7  ,      8 2    8     ,/  !  "                                                 7,   6 , 9   " & ;< =>? @AA ;A; B>C @=B CC ?D> >?A ;@= A=A @=B >>> >>? @<D ;> C@> C>? ;A D<D A<> ; ?B@ <C; @?C CB< ?>D =?C ? ;@; ?<@ ;< C;@ @C< =C DD= A<A D >;> B@= A C=A @A> < CBA @<B C ADD >=B + + + + >B ;@A AAA + + BEBD ?E;A CBE=A @E@> ;?EC? ;>E;@ ;DE@A @A?EAA C<E=A =?E?A <E?? DE<@ DAEBA CA;EAA ;@CAEAA CCDEAA ;?>EAA + + + + <=;?EAA ;AEAA + BE@C ?E;? CBED? @E@= ;?E<? ;>E<A ;DE=? @ABEAA C<EDA =BECA <EBA DE>A D;E<A CA>EAA ;@C=EAA C<CEAA ;??EAA C;EAA CEAA + =E?A <=@AEAA ;AE?A >E?A ./  ,  < C> @ >; >= < @ BA ;D > @ ;@ < + C ? @ + + + + > + + F  , , CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CA = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= ;B @ CAA= C? = CAA= B ;C CAA@ < B CAA= CB = CAA= ;> = CAA= @ < CAA= ● Mesta veltan í Kauphöllinni í gær var með hlutabréf í Kaupþingi eða fyrir 1,6 milljarða króna. ● Mest hækkuðu bréf í Century Aluminum, 2,8%, Össuri, 0,55%, og Icelandair, 0,51%. ● Mest lækkuðu bréf í Eik Bank, 9%, Atorku, 5%, og Exista, 3,7%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,69%. Heildarvelta með hluta- bréf nam 2,8 milljörðum króna. ● Krónan hækkaði lítið eða um 0,07%. Gengisvísitalan stóð í 158,6 við lokun markaða. ● Samnorræna OMX-vísitalan hækkaði um 0,86%. Úrvalsvís- istalan í Danmörku lækkaði um 0,3% og 0,98 í Osló. 1% hækkun var í Svíþjóð og 0,04% í Finn- landi. Siðanefnd norska blaðamanna- félagsins gagnrýndi í gær norska dagblaðið Dagens Næringsliv fyrir vinnubrögð blaðsins við und- irbúning fréttar um Kaupþing, sem birtist 10. maí síðastliðinn. Í fyrirsögn á forsíðu stóð „Kúnn- arnir flýja“. Kaupþing taldi umfjöllun blaðsins skaðlega bankanum, auk þess sem hún hefði verið byggð á ósönnum blaðafréttum og tölum sem DN hafi verið ljóst að væru úreltar. Tók nefndin undir sjónarmið Kaupþings og gagnrýndi Dagens Næringsliv fyrir vinnubrögð. „Við erum að sjálf- sögðu ánægð með niðurstöðu nefndarinnar. Hún sýnir að siðanefndin sé tilbúin að veita áminningu þeim fjölmiðlum sem beinlínis fara með rangt mál og vonandi mun Dagens Næringsliv vanda sig betur í frétta- skrifum um okkur í framtíðinni,“ segir Jónas Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. bjorgvin@24stundir.is Villandi frétt um Kaupþing Plastframleiðsla Atorku Group, sem fer fram undir merkjum Pro- mens, var eina deild samstæð- unnar sem skilaði hagnaði á fyrri helmingi ársins og nam hann 292 milljónum króna. Ríflega 11,1 milljarðs króna tap varð á fjár- málastarfsemi fyrirtækisins og 59,2 milljóna króna tap varð á byggingarstarfsemi þess. Tap Atorku á fyrri helmingi árs- ins nam 8,7 milljörðum króna, samanborið við 226 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra, og má aukninguna að miklu leyti rekja til veikingar krónunnar á tímabilinu. Þá hafa skráðar eignir félagsins lækkað í verði. Tap móðurfélagsins nam á sama tíma 3,9 milljörðum króna, en á fyrri helmingi síðasta árs var ríf- lega 6 milljarða króna hagnaður á rekstri móðurfélags Atorku. bó Promens skilaði Atorku hagnaði Meiri bjartsýni virðist einkenna bandaríska neytendur í ágúst en í mánuðinum á undan en vænt- ingavísitalan hækkaði í Banda- ríkjunum milli mánaðanna. Mældist hún 56,9 stig í ágúst en var 51,9 stig í júlí. Ef vísitalan mælist undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir. bg Aukin bjartsýni í Bandaríkjunum Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, það er ávöxtun umfram verð- bólgu, minnkaði töluvert á milli áranna 2006 og 2007. Í fyrra nam raunávöxtunin 0,5% samanborið við um 10% árið 2006. Um 13% aukning var hins vegar á eigum lífeyrissjóðanna á milli ára og námu heildareignir þeirra tæplega 1700 milljörðum króna samanborið við um 1500 í árslok 2006. Séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila á árinu 2007 jókst um 20% og nam 238 milljörðum króna samanborið við 198 milljarða í árslok 2006. Þetta kemur fram í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyr- issjóða fyrir árið 2007. bg Eignir lífeyrissjóða 1700 milljarðar Kostnaður banka og fjármálafyr- irtækja við fjármögnun með út- gáfu skuldabréfa hefur ekki verið meiri síðan á tíunda áratug síð- ustu aldar, að því er segir í Fin- ancial Times. Segir í greininni að margt bendi til þess nú að yfirstandandi hremmingar á fjármálamörk- uðum fari versnandi. bó Áfram erfitt JAZZINN Í BORGINNI! 26.-30. ÁGÚST stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.