24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir urgera þarf gamalt tréverk eða þar sem hús hafa verið augnstungin. Slíkar breytingar eða endurbætur á húsi kosta yfirleitt mikið því það er til dæmis ekki hægt að kaupa til- búna glugga heldur þarf að smíða þá sérstaklega.“ Líka nýrri hús Margrét segir styrkina einkum hugsaða til viðgerða utandyra en þó hafi verið veittir styrkir til að mæla upp hús sem ekki hafi verið til teikningar að. „Það hafa til dæmis verið veittir styrkir til að laga hús sem hafa ver- ið bárujárnsklædd upphaflega en svo forsköluð. En það eru líka veittir styrkir til nýrri húsa, til að laga steypta kanta eins og á funk- ishúsum,“ segir Margrét. Fer eftir vægi í umhverfinu Styrkir úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur eru auglýstir í upphafi árs en áður en framkvæmdir hefj- ast þarf styrkþegi að leggja verk- áætlun fyrir Minjasafn Reykjavíkur og teikningar að því sem fyr- irhugað er að endurgera. Áður en styrkurinn fæst greiddur út þarf styrkþegi að sýna fram á að fram- kvæmdir séu hafnar. Að sögn Margrétar fengu 54 út- hlutað úr sjóðnum við síðustu út- hlutun en 62 sóttu um. „Þar af voru að vísu fjórar sem var frestað frá því í fyrra en það er hægt að fresta því um ár að taka við styrkn- um séu framkvæmdir ekki hafnar,“ segir hún og bætir við: „Umsóknir eru flokkaðar eftir því hvort húsin eru friðuð eða fyrir liggur tillaga um friðun. Þá er líka athugað hvort þau eru vernduð eða hvort götumynd er vernduð. Við úthlutun er reynt að dreifa styrkjum nokkuð jafnt á umsóknir en þeir fara líka eftir því hversu mikið vægi húsið hefur í umhverf- inu.“ Styrkir til varðveislu eldri húsa eru veittir í flestum sveitarfélögum Styrkir til að græða augnstungin hús ➤ Í fjölmörgum sveitarfélögumeru starfræktir húsvernd- arsjóðir. ➤ Úr þeim eru veittir styrkir tilviðgerða og viðhalds mann- virkja sem þykja hafa varð- veislugildi. ➤ Húsafriðunarnefnd ræður yfirHúsafriðunarsjóði. ➤ Hann styrkir viðhald og end-urbætur á friðuðum húsum og mannvirkjum. HÚSVERNDARSJÓÐIR Viðgerð Hægt er að sækja um styrk til endurgerðar eða við- gerða á húsnæði í Reykjavík. Margir eiga í hjarta sér rómantískan draum um að eignast gamalt og illa farið hús og gera það upp. Oft er þó orðið djúpt á rómantíkinni þegar framkvæmdirnar reynast bæði tímafrekari og dýrari en ætlað var. Í mörgum sveitarfélögum eru þó húsverndarsjóðir sem veita styrki til slíkra framkvæmda. Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Styrkjum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur er úthlutað einu sinni á ári til endurgerðar eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Reykjavík sem þykja hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum. Margrét Þormar er arkitekt á skipulags- og byggingarsviði borg- arinnar sem hefur umsjón með sjóðnum. Hún segir sjóðinn hugs- aðan til endurbóta á eldri húsum þar sem þær séu oft kostn- aðarsamar. „Til dæmis þegar end- 24 stundir/Valdís Thor Húsbyggjandinn Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Einn fylgifiskur góða veðursins er hiti og loftleysi á heimilum og vinnustöðum. Gerir það mörgum vistina erfiða en Tómas Hafliða- son, framkvæmdastjóri Íshússins, segir töluverða aukningu hafa orðið í sölu á loftkælingum síð- ustu ár. „Það þykir orðið eðlilegra á Ís- landi að hafa loftkælingu. Fyrir tíu árum þá voru þetta kannski bara bankastjórarnir en í dag er það bara venjulegt fólk sem fær sér loftkælingu. En það sem hefur kannski valdið því að Íslendingar þurfa loftræstingu meira er sú aukning í tækjabúnaði og sam- þjöppun á fólki sem hefur átt sér stað á skrifstofum. Við erum með tölvur og mikla lýsingu allt í kringum okkur og jafnvel stóra glugga og þetta gerir það að verk- um að við þurfum á loftkælingu að halda.“ Segir Tómas jafnframt að ein mesta breytingin síðustu ár sé sú að fólk fái sér í æ meira mæli loftkælingu inn á heimili sín en ekki bara á skrifstofuna. „Margir fá sér loftkælingu í svefnherbergi þar sem þeir geta ekki sofið út af hita. Annars er fólk líka bara að leita eftir þægind- unum því þessi tæki bæði hita og kæla og þú getur stillt nákvæmlega hvaða hitastig þú vilt hafa og það helst þá jafnt. Þá er óþarfi að vera alltaf með opna glugga og hleypa inn raka eða annarri loftmengun sem er kannski orðin algengari hjá okkur, eins og t.d. svifryk. Svo nota margir þau til hitunar á vet- urna.“ haukurj@24stundir.is Loftkælingar verða sífellt algengari á heimilum og vinnustöðum Fólk er að sækjast eftir þægindunum Sveittur Milton í kvik- myndinni Office Space hefði ekki veitt af betri loftkælingu. Vinnulyftur ehf. Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440 www.vinnulyftur.is Vinnulyftur og jarðvegstæki til leigu og sölu Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina. Hafið samband og fáið verðtilboð! SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · WWW.RAFVER.IS gel-arnar ...enginn reykháfur Einnig til fyrir rafmagn! Viður eða gler Ýmsir litir í boði Auðveld uppsetning Hægt að staðsetja nánast hvar sem er Lyktarlaus bruni

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.