24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 33

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 33
stuði þegar fatamarkaðurinn byrjar,“ segir Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir sem var ein sölu- kvennanna í Kolaportinu. Forvitið um söguna Ragnhildur segir fólk hafa keypt allt á milli himins og jarð- ar og hún hafi ekki komið heim aftur með eina flík en hún tók með sér 10 fulla ruslapoka af fötum. „Þegar fólk er að selja á fatamarkaði á ekki að selja fötin of dýrt og svo finnst mér líka gaman að láta fylgja með smá- upplýsingar um flíkina eins og hvar maður fékk hana og hvort hún hafi verið notuð við eitt- hvert sérstakt tilefni. Ég hef nú ekki lent í því að standa úti í búð við hliðina á einhverjum í gamalli kápu af mér en ég hef oft hugsað með sjálfri mér þegar ég kaupi notaðan fatnað að maður gæti lent í afmæli með ein- hverjum og verið í gamla kjóln- um þeirra en það væri nú bara skemmtilegt,“ segir hún. Gott kreppuráð Hún segir slíka markaði vafa- laust vera mjög gott kreppuráð, t.d. fyrir fólk í háskólanámi, og svo sé líka frábært að fatnaður- inn geti nýst betur þar sem hann sé oft lítið slitinn og sér finnist góð hugmynd að halda skipti- fatamarkað. „Maður á það til að safna endalausu drasli í skápana hjá sér svo þetta er frábært tæki- færi til að rýmka til og nú er ég bara að safna í næstu syrpu,“ segir Ragnhildur Steinunn. Fatamarkaðir spretta upp út um allan bæ Ódýr leið til að tolla í tískunni ➤ Látið allt flakka en passið aðfötin séu hrein og vel með farin. ➤ Stillið verðinu í hóf og veriðhress í viðmóti við við- skiptavinina. ➤ Sniðugt er að láta upplýs-ingar um flíkina fylgja með. FATAMARKAÐURFatamarkaðir hafa sprott- ið upp eins og gorkúlur víða um bæ í sumar. Það er ekki slæmt að geta keypt sér ódýran fatnað og margir sem finna sér gersemar sem aðrir eru orðnir leiðir á. Flott Nú er rýmra í fataskáp Ragnhildar. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Fata- og flóamarkaðir hafa verið haldnir víða um borgina í sumar. Í porti skemmtistaðarins Organ hefur verið haldinn markaður um helgar, í kjallara í heimahúsi í Vesturbænum má finna verslun með notaðan fatnað og nýlega var haldinn veglegur flóamark- aður við KR-heimilið svo eitt- hvað sé nefnt. Í vor tóku nokkr- ar fjölmiðlakonur sig einnig saman og seldu föt í Kolaport- inu. Láta allt flakka „Mér finnst mjög gaman að kaupa föt á fatamörkuðum þar sem maður fær svolítið fljótt leið á því sem maður á en finnst gaman að skipta út og þá er gott að þurfa ekki að borga fúlgur fjár fyrir nýja flík. Mestu máli skiptir finnst mér að velja ekki bara það sem manni sjálfum finnst flottast til að selja heldur frekar að láta allt flakka og svo að hafa fötin hrein og vel með farin. Síðan er bara að vera í 24stundir MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 33 www.signature.is Fiskislóð 45 • 101 Reykjavík • Sími 565 3399 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI! ALLT AÐ 50% AFSL. tækni SÍÐUMÚLA 37 SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Acer Extensa 5620Z Intel tveggja kjarna örgjörvi, 1.5Ghz, 1.5GB vinnsluminni, 80 GB geymslupláss, 3 ára ábyrgð. 79.900- Skólatilboð HP Pavilion G6061 AMD tveggja kjarna örgjörvi, 1.9Ghz, 2GB vinnsluminni, 120GB geymslupláss, innbyggð vefmyndavél, nVidia GeForce 7000M skjákort 99.900- Skólatilboð HP Pavilion dv6820 AMD tveggja kjarna örgjörvi, 2.0Ghz, 2GB, 250GB geymslu- pláss, öflugt GeForce 8400M 256MB skjákort, innbyggð vefmyndavél og HDMI tengi 119.900- Skólatilboð Svo virðist sem Patrick Swayze sé orðinn vinnualki en fyrrverandi Dirty Dancing-stjarnan er nú í 12 tíma á dag við tökur á nýjustu sjónvarpsseríu sinni, The Beast. Þrátt fyrir að hafa fyrr á árinu greinst með krabbamein í brisi virðist Swayze hafa náð sér ótrú- lega vel og sökkt sér í vinnu upp á síðkastið. Hann hefur látið hafa eftir sér að honum líði mjög vel og sé í raun gangandi kraftaverk. mó Gangandi kraftaverk Leikkonan Keira Knightley neitar því að persóna hennar í kvik- myndinni The Duchess sé byggð á Díönu prinsessu. Í myndinni sem gerist á 18. öld fer Knightley með hlutverk Georgíönu Spencer, hertogaynjunnar af Devonskíri. Spencer var fjarskyldur ættingi Díönu en Keira segir að þótt sumt í lífi kvennanna sé svipað hvað varðar stétt og stöðu sé að öðru leyti ekki hægt að bera þær saman. mó Keira er alls engin Díana Unnendur danstónlistar geta nú hoppað hæð sína af gleði en á morgun kemur út safnplatan Ég fíla 90́s sem inniheldur 38 lög sem voru gríðarlega vinsæl á árunum 1990 til 1999. Það er Sena sem gef- ur plötuna út og þar má finna helstu danssmelli þessa tíma eins og No Limit, What is Love, Mr. Va- in svo aðeins fáeinir séu nefndir. Mikil 90́s vakning „Ég hefði kannski haldið að svona diskur yrði gefinn út í fyrra en þetta er samt alls ekki of seint því það hefur verið ótrúlega mikil 90́s-vakning síðastliðin tvö ár og sú bóla er langt frá því að vera sprung- in. Lagalistinn á plötunni er alveg frábær og ekki eitt einasta lélegt lag. Þarna eru öll stuðlögin svo þetta er mjög góður startpakki í partíið,“ segir Curver Thoroddsen, guðfaðir 90́s-tónlistarinnar á Íslandi. Hann byrjaði fyrir tveimur árum að halda 90́s-kvöld á Nasa á gamlárskvöld ásamt Kiki-Ow og verður leikurinn endurtekinn um næstu áramót. Meiri áhugi á danstónlist „Fólk hefur núna almennt meiri áhuga á danstónlist og hún er mik- ið spiluð á öllum útvarpsstöðvum. Það er mikil 90́s-stemning í loftinu núna bæði í tónlist og tísku,“ segir Curver. mó Sena gefur út safnplötuna Ég fíla 90́s Frábær startpakki fyrir partíið Guðfaðirinn Curver tryllir lýðinn á gamlárskvöld

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.