24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 11 EIN UN GIS TVEIRBÍLAR EIN U NGIS TVEIR B ÍLA R 2 EI NU NGIS FJÓRIRBÍLAR EIN U NGIS FJÓRIR B ÍLA R 4 EI NU NGIS FJÓRIRBÍLAR EIN U NGIS FJÓRIR B ÍLA R 4 Ó ! · 1 1 8 7 2 Sænskur dómstóll hefur sak- fellt þýsku konuna Christine Schuerrer, 32 ára, fyrir morð- in á tveimur börnum, eins og þriggja ára, og tilraun til að drepa 23 ára móður þeirra í sænska bænum Arboga í mars síðastliðnum. Verjandi Schuerrer segir að málinu verði áfrýjað, en dóm- stóllinn ákvað að konan skyldi gangast undir geðrannsókn áður en þyngd refsingar verði ákvörðuð. Faðir barnanna var upphaflega grunaður um árás- irnar, en var fljótlega sleppt. Beindist grunur þá að kon- unni sem hafði áður átt í sam- bandi við nýjan sambýlis- mann móður barnanna. aí Lögregla í Denver rannsakar nú hvort maður, sem handtek- inn var nærri fundarstað flokksþings demókrata með riffla, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum, hafi haft í hyggju að ráða Barack Obama af dögum. Tharin Gartrell var handtek- inn eftir að hafa ekið bíl sín- um í annarlegu ástandi á sunnudaginn. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í kjölfarið, eftir að Gartrell lét orð falla sem bentu til þess að líf Obama kynni að vera í hættu. Lögregla hefur þó ekki útilokað að þrímenningarnir séu tómir vitleysingar. aí Lögregla í Toronto hefur haft hendur í hári manns sem tal- inn er afkastamesti reið- hjólaþjófur heims. 2.865 reið- hjól fundust á heimili og hjólaverslun hins 49 ára Igors Kenks og í tíu geymslurýmum sem hann hafði tekið á leigu. Yfirvöld tóku eftir mikilli aukningu hjólaþjófnaða í júlí og gripu því til þess ráðs að fylgjast með reiðhjólum sem hafði verið komið fyrir á víð og dreif um borgina og biðu þess að þeim yrði stolið. Að sögn beið Kenk eftir að málm- verð myndi snarhækka svo hann gæti brætt hjólin og selt málminn. aí Barnamorðin í Arboga Þýska konan fundin sek Handtökur í Denver Ætluðu að myrða Obama Hjólaþjófur loks gripinn Stal um 2.800 reiðhjólum „Stemningin er gríðarlega góð hérna í Den- ver,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi sem staddur er á flokksþingi bandarískra demó- krata í Denver í Colorado. Hann segir að í gær hafi aðaleftirvæntingin verið eftir ræðu Hillary Clinton. „Það má segja, og það endurspeglast í fjölmiðlunum, að meginverkefnið á þessu þingi sé að ná sameinuðum Demókrataflokki fyrir lokasprettinn í slagnum um forsetaembættið. Það er ótrúlegt hvað menn eru að ráða í alls konar augnagotur og aukasetningar frá henni, hvort hún er eitthvað pirruð eða hvort hún stendur heilshugar á bak við Obama.“ Michelle sló í gegn Eiginkona Obama, Michelle, flutti aðalræð- una á flokksþinginu á mánudagskvöldinu, þar sem hún sagði að eiginmaður hennar yrði fram- úrskarandi forseti. Lagði hún sérstaka áherslu á að Obama-fjölskyldan væri venjuleg bandarísk fjölskylda sem hefði í heiðri hefðbundin banda- rísk gildi. Dagur segir menn á einu máli um að Michelle hafi slegið í gegn. „Hingað til hefur einungis verið talað um hana sem konu hans, en eftir ræðuna voru menn farnir að tala um fram- tíð hennar sem stjórnmálamanns.“ Vantar bara Obama-mobile Dagur segir óhætt að segja að í Denver sé nú ógrynni varnings sem tengist Obama og Demó- krataflokknum til sölu. „Hérna eru stærstu stuttermabolir sem ég hef nokkurn tíma séð, með Obama og varaforsetaefninu Joe Biden framan á. Svo er hægt að fá missmekklegar bindisnælur með mynd af Obama og öllu sem nafni tjáir að nefna. Það eina sem vantar er að maður sjái „Obama-mobile“ til sölu og önnur stærri tæki.“ atlii@24stundir.is Dagur B. Eggertsson er á flokksþingi bandarískra demókrata í Denver Vantar bara „Obama-mobile“ á svæðið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.