24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 21 Í gömlum húsum er algengt að ekki hefur verið settur þakgluggi við byggingu hússins. Háaloftin eru þá oft gluggalaus og dimm og þá getur verið sniðugt að láta bæta þakglugga við eftir á. Óskar Jósef Óskarsson, verk- efnastjóri hjá Handlaginn, segir það vera lítið mál að setja þak- glugga í eldri þök. Auðveld vinna fyrir vana „Fyrir vanan smið getur þetta verk tekið einn dag. Það er ekki mikið rask sem þarf að eiga sér stað,“ segir Óskar. „Það er mjög lítið mál að setja glugga í eldri þök, til dæmis vel- úrglugga sem eru vinsælastir í dag. Fólk á að vera öruggt með þessa glugga.“ Óskar segir að verkið feli í sér að losa nokkrar plötur af þakinu og saga gat í klæðninguna. „Það er líka smáfrágangur að innan en þetta veltur líka á hvernig aðkom- an er á þakinu eins því hvernig þakið hallar og þess háttar.“ Ekki dýrt verkefni „Þessir gluggar eru ekki mjög dýrir og ekki erfitt að nálgast þá. Flestar byggingavöruverslanir selja þá og eru þeir til í mismun- andi stærðum.“ Góðir gluggar „Velúrgluggarnir eru mjög góðir á háaloftið. Þeir eru með sérstöku loftræstikerfi sem heldur vel vatni og vindi. Það er rist á þeim sem hægt er að opna þannig að ekki er nauðsynlegt að opna gluggann sjálfan til að lofta út. Það hentar mjög vel ef rignir,“ segir Óskar. „Oft þegar skipta á um járn á þökum er gott að nota tækifærið til þess að láta setja þakglugga í.“ kristing@24stundir.is Í gömlum húsum eru ekki alltaf þakgluggar Dagsverk fyrir vanan smið 24stundir/Ómar Þakgluggar Ekki er mikið mál að láta setja þakglugga í gömul þök. Lýsing skiptir máli á heim- ilinu. Gott er að huga vel að því hvernig lýsing hentar best og hvernig ljós á að hafa þegar íbúðin er gerð upp. Ljósa- króna eða flottir kastarar geta sett skemmtilegan svip á stof- una eða herbergið. Stórar ljósakrónur geta alltaf verið skemmtilegar yfir borðstofu- borðinu. Sé vegglampi óskin þarf að gera ráð fyrir tengingu fyrir þeim. Ljós eru mik- ilvægur partur af fallegu heimili. Falleg ljós setja góðan svip Mikilvægur þáttur í því þegar verið er að end- urhanna stofuna sína er fallegt veggskraut. Þegar bora á upp hillur og þess háttar er nauðsyn- legt að vera búinn að gera sér í hugarlund hvernig veggskraut á að hafa. Skemmtileg hug- mynd að einni slíkri veggskreyt- ingu er að taka gömul hljóm- plötuumslög, setja þau í fallegan ramma og hengja upp á vegg. Nýtum gömlu plötuumslögin FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR. KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR. KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA TEPPI PARKET DÚKAR FLÍSAR... ... ... . KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR. KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR ÚTSALÞúsundir fermetra af flísum með 20-70% afslætti Gólfdúkar 25% afsláttur Eik natur, 3ja stafa14mm kr 3.490 kr/m2 Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.