24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Fólk kaupir frekar dýrari flatskjái nú en áður og leggur meiri áherslu á gæði. SALA JPY 0,8348 4,93% EUR 126,27 2,03% GVT 165,89 2,45% SALA USD 88,72 3,18% GBP 156,12 2,47% DKK 16,939 2,06% Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@24stundir.is Niðursveifla og samdráttur í efna- hagslífinu virðist ekki hafa meiri áhrif á almenning en svo að flatskjáir seljast nú sem aldrei fyrr í raftækjaverslunum landsins. Þeir verslunarstjórar sem 24 stundir ræddu við segja að fólk kaupi nú í auknum mæli dýrari flatskjái en áður og að fólk sé jafnt að endurnýja eldri flatskjái og skipta út gömlum svokölluðum túpu-sjónvörpum. „Fólk kaupir ekki endilega stærri skjái en áður,“ segir Sævar Haukdal hjá Sense. „Hægt er að kaupa mjög stóra flatskjái, sextíu tommur eða stærri, en flestir virð- ast enn halda sig við fjörutíu tommu skjáina.“ Reyndar segir Sævar að sala á 46 tommu skjám hafi aukist, en verðmunur á þeim og 40 tommu skjánum sé ekki eins mikill og hann hafi verið. „Á haustin koma frá framleið- endum nýjar vörur og nýjar línur og því eykst sala venjulega um þetta leyti. Við höfðum hins vegar búist við einhverjum sölusam- drætti vegna aðstæðna í efnahags- málum, en raunin hefur orðið önnur.“ Segir Sævar að áberandi sé að fólk kaupi frekar dýrari og betri sjónvörp nú en raunin var kannski áður fyrr. „Fólk leggur meira upp úr myndgæðum og skerpu sjón- varpanna en áður, en gæði vör- unnar hafa líka verið að aukast til muna undanfarið. Myndgæði eldri flatskjánna voru ekki miklu meiri en í gömlu túpusjónvörpunum og í ákveðnum tilfellum voru þau minni. Nú skipta gæðin fólk meira máli, þótt sjónvörpin sem keypt eru séu dýrari en ella.“ Vörugæði og vöruverð Svipaða sögu er að segja af sölu flatskjáa í BT. Rúnar Örn Rafns- son, rekstrarstjóri hjá BT, segir söluna nú ívið minni en á sama tímabili í fyrra. „Þetta hefur samt sem áður verið í samræmi við væntingar hjá okkur,“ segir Rúnar. „Fólk kaupir betri tæki núna en í fyrra, en ekki endilega dýrari. Við leggjum okkur fram um að halda vöruverði lágu.“ Segir Rúnar mik- inn gæðamun á þeim tækjum sem eru á markaðnum nú og þeim sem hægt var að kaupa fyrir ári. „Hás- kerputæknin er orðin mun betri en hún var og er svo komið að háskerpuskjáir eru með mun betri upplausn en útsendingar sjón- varpsstöðvanna bjóða upp á.“ Þrátt fyrir þetta segir Rúnar að ekki hafi mikið breyst í smekk Ís- lendinga á stærð flatskjáa. Enn sé mest selt af skjám á bilinu 32-42 tommur. Hvað varðar áhrif efnahagsþró- unar á sölu á flatskjám segist Rún- ar ekki velta slíku mikið fyrir sér. „Við leggjum áherslu á vörugæði, vöruverð og góða þjónustu. Það er stefna sem skilað hefur okkur ár- angri og mun gera það áfram.“ Enginn sjón- varpssamdráttur  Sala á flatskjám hefur lítið sem ekkert dregist saman undanfarið þrátt fyrir umræðu um versnandi efnahagsástand Erfitt val Kaupendur flatskjáa nú virðast horfa meira í myndgæði en verðmiðann á tækinu. ➤ Þau tæki sem mest seldust ífyrra og hittifyrra voru svo- kölluð HD Ready-tæki, þ.e. tæki sem gátu sýnt háskerpu- mynd. ➤ Tækin sem nú eru komin ámarkað kallast hins vegar Full HD og þykja myndgæði þeirra mun meiri en hinna eldri tækja. HÁSKERPUTÆKNIN MARKAÐURINN Í GÆR                !!"                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0        12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 7  ,      8 2    8     ,/  !  "                                              7,   6 , 9   " & ;;< =>; ?<@ A= A@< <>? @B C@= @A= @?? B;C ;<@ @=; <@B AA? ;> <A= >BB C @D? @ A>> B?= A@@ =<? <;< ==> ?A BAA @D@ ;B ==D ?<B @AA B=B C<@ > CA? =DD B @ CC@ A?B ; @?; AA? D BBB BCD + + + ;;> <<> BBB + + AE>? CE=> @>E@B AE=@ ;CE?A ;@E@> @BE?B A<AEBB @@E<B D?E>B ?E@; DEAB <CE@B + ;>A>EBB @;@EBB ;>DE>B + + + ?C?>EBB + + AE>< CEDB @>ECB AE=> ;CEC> ;@EC? @BE>B A<=EBB @?EBB DCE>B ?E>> DE=B <CECB + ;A>>EBB @?CEBB ;ABEBB @;EDB + DE>B ?CD>EBB ;BE>B >EBB ./  ,  ;D @; < >A @= ;@ ; ;C= >D = ? >? ? + > C ;C + + + ;@ + + F  , , > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD @ < @BBD > < @BBD > < @BBD > < @BBD ;A = @BBD @> D @BBD ? A @BBD > < @BBD ;C D @BBD = ? @BBD ● Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 1,52% í gær og var lokagildi vísitölunnar 4.057,94 stig. ● Aðeins hækkaði eitt félag á Að- allista í gær, en gengi bréfa Eikar Banka hækkaði um 3,77%. Þá var engin hreyfing á gengi Atlantic Petroleum eða Føroya Banka. ● Mest var lækkunin hins vegar á bréfum Icelandair, sem lækkaði um 7,19% og Exista, sem lækkaði um 6,01%. Þá lækkaði gengi bréfa SPRON um 4,41%. ● Velta í Kauphöll var meiri en undanfarna daga og nam 26,9 milljörðum króna. Þar af var hlutabréfavelta 4,5 milljarðar. ● Mest munaði þar um 2,7 millj- arða króna veltu með bréf Kaup- þings og 790 milljóna króna veltu með bréf Landsbankans. Fjárfestingasjóður í eigu stjórn- valda í Líbýu og Kaupþing voru helstu kaupendur í hlutafjár- útboði alþjóðlega olíufyrirtæk- isins Circle Oil nýverið. Sam- kvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar safnaði félagið um 33 milljónum punda í hlutafjárútboði en alls seldust 174 milljónir hluta á 19 pens á hlut. Kaupþing á 15,6% hlut í Circle Oil eftir útboðið en bankinn keypti fyr- ir 10 milljónir punda í útboðinu. Aðalkaupandinn í hlutafjárútboðinu er hins vegar Libya Oil Holdings, sem er í eigu fjárfestingasjóðs í eigu stjórnvalda í Líbýu, en félagið keypti fyrir 19 milljónir punda og á eftir útboðið 29,7% hlut. Í tilkynningu frá Circle Oil kemur fram að féð sem fékkst í útboðinu verði notað til þess að fjármagna olíu- og gasleit í Marokkó, Túnis og Egyptalandi. gh Kaupþing í olíuleit Gengikrónunnar veiktist um 2,0% í viðskiptum gærdagsins og var lokagildi gengisvísitölunnar 164,8 stig. Velta með gjaldeyri á milli- bankamarkaði í ágúst nam 606 milljörðum króna. Er það tölu- vert minna en var í mánuðinum á undan og 19% minni velta en á sama tíma í fyrra. Raungengi hækkaði um 1,2% milli júlí og ágúst í ár. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að velta með gjaldeyri hafi hins vegar verið mjög mikil það sem af sé ári. Nemi hún 6.170 milljörðum króna, sem sé tæplega tvöföld sú velta sem var á sama tímabili í fyrra. Gengi dollarans er nú 88,2 krón- ur, evru 125,6 krónur og breska pundsins 155,2 krónur. bó Mikil veiking krónunnar Í gær gaf hollenski bankinn Rabobank út skuldabréf í íslensk- um krónum að nafnvirði 13 milljarða króna. Rabobank er, samkvæmt Vegvísi Landsbank- ans, stærsti útgefandi jöklabréfa frá upphafi. Bréfið er til eins árs og ber 10,25% fasta vexti. bó Gefa enn út jöklabréf Atvinnuleysi mælist nú 6,1% í Bandaríkjunum og er þetta mesta at- vinnuleysi þar í landi í fimm ár. Störfum fækkaði um 84 þúsund í ágúst og þykir þetta merki um að efnahagslíf landsins sé í miklum vanda. Eru miklar lækkanir á hlutabréfavísitölum í Evrópu og Bandaríkj- unum í gær m.a. raktar til þessara frétta. Dow Jones vísitalan banda- ríska lækkaði um tæp 3% í gær og Nasdaq um 3,2%. Eins og áður sagði mældist atvinnuleysi 6,1% í ágúst í Bandaríkjunum samanborið við 5,7% í júlí. Þá er þetta áttundi mánuðurinn í röð þar sem störfum fækkar þar í landi. Í júní fækkaði störfum um 100 þúsund og í júlí um 60 þúsund. bó Mesta atvinnuleysi í fimm ár Erlendar hlutabréfavísitölur héldu áfram að lækka í gær, en miklar lækkanir urðu um allan heim á fimmtudag. Í gær lækkaði breska FTSE vísitalan um 2,26%, þýska DAX um 2,42% og franska CAC um 2,49%, en allar lækkuðu þær um álíka mikið daginn áður. Norræna OMX vísitalan lækkaði um 4,15% í gær. bó Miklar lækkanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.