24 stundir - 06.09.2008, Side 32

24 stundir - 06.09.2008, Side 32
HELGARVIÐTAL„Ríkisstjórnin er ekki þess um- komin leysa hvers manns vanda. Hver er sjálfum sér næstur. Hafi menn klúðrað málum, verða þeir sjálfir að takast á við slíkt. Ráða- menn geta hins vegar verið góð fyrirmynd. Í núverandi umhverfi er, að mínu mati, mikilvægt að þeir tali einum rómi og séu sjálf- um sér samkvæmir. Sendi út já- kvæð skilaboð. Þannig er hægt að gera stóra hluti. Sjálfum finnst mér til dæmis stórkostlegt að sjá hvernig silfursigur íslenska hand- boltalandsliðsins á Ólympíuleik- unum breytti hugarfari þjóðarinn- ar,“ segir Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. Um langt skeið hefur hann verið ein helsta stoðin í bak- varðarsveit íslenska landsliðsins í handbolta. Hann var formaður landsliðsnefndar frá 2002 fram á líðandi sumar og kom að þjálfun íslensku ólympíufaranna með sál- fræðiráðgjöf. Að eiga hlutdeild í sigrinum „Mín nálgun til liðsheildar, hvort sem um er að ræða vinnu- stað eða íþróttalið, er sú að ein af grundvallarþörfum mannsins er að fá að finna til sín. Ef maður er í hóp en situr alltaf á varamanna- bekknum þá finnst manni sem maður eigi enga hlutdeild í sigr- inum þegar hann næst. Sú tilfinn- ing er skelfilega vond. Allir, meira að segja litlir krakkar, taka út fyrir að þurfa að verma tréverkið allan tímann. Og þetta veit Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari sem ég segi að sé kominn í hóp bestu þjálfara. Hann er vinnusam- ur og afrekssinnaður. Fullþroska þjálfari. Áttar sig á heildarmynd- inni og því að maður skapar ekki sterkt handboltalið með því einu að velja saman menn, hóa þeim saman á æfingar og reyna leik- aðferðir. Það skiptir ekki síður máli að undirbúningur sé mark- viss og að þjálfarinn velji í liðið eftir því hvaða og hvernig leik- menn ná saman. Stundum borgar sig að halda ákveðnum leikmönn- um utan við hópinn ef þeir passa ekki inn í liðið, þótt þeir séu markaskorarar. Hér verður að hafa marga þætti í huga og þar nefni ég til dæmis val Guðmundar á mark- mönnum landsliðsins, þeim Björgvini Gústafssyni og Hreiðari Leví Guðmundssyni sem ná frá- bærlega vel saman.“ Hugarfarið smitandi Jóhann Ingi segir mikilvægt að menn komi til leiks með jákvæðu Jóhann Ingi Gunnarsson um handboltann, sálfræðina, fatlaða soninn og hin mörgu hlutverk nútímamannsins Allir þurfa að finna til sín Eftir Sigurð Boga Sævarsson a Ég hef engan áhuga á því að vita hvort fólk hefur hitt eða þetta af- brigðið af kvíðaröskun. Slíkt breytir litlu þegar við höfum sjúkdómavætt allt samfélagið. 32 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir www.tskoli.is Undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf Smáskipanámskeið Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf). Réttindin miðast því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd. Á námskeiðinu verða kennd siglingafræði og samlíkir, siglingareglur og vélfræði, siglinga- og fiskileitartæki, sjóhæfni, veðurfræði og öryggismál. Þeir sem ljúka smáskipaprófi geta tekið verklegt próf og öðlast þar með einnig skemmtibáta- réttindi á 24 metra skemmtibáta (ICC). Tími: 22. sept. - 7. nóv. (105 kennslustundir). Verð: 105.000 kr. Skráning á skrifstofu Tækniskólans í síma 514 9041. Kjartan Örn, kennari hjá Skipstjórnarskólanum, veitir nánari upplýsingar um námskeiðið í síma 895 1414. Laugardaginn 4. október frá kl. 08:30 til kl. 18:00 Sunnudaginn 5. október frá kl. 08:30 til kl. 18:00 Miðvikudaginn 8. október frá kl. 18:00 til kl. 21:00 Fimmtudaginn 9. október frá kl. 18:00 til kl. 21:00 Verð: Námskeið með bóklegu prófi kostar 28.500 kr. Skráning á skrifstofu Tækniskólans í síma 514 9041. Kjartan Örn, kennari hjá Skipstjórnarskólanum, veitir nánari upplýsingar um námskeiðið í síma 895 1414. Handboltinn er hálft líf Jóhanns Inga Gunnarssonar en hann er líka heildsali, sálfræðingur, eiginmaður og faðir fatlaðs drengs. Hann segir mikilvægt að stjórn- völd sendi þjóðinni jákvæð skilaboð.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.