Eintak

Issue

Eintak - 07.07.1994, Page 9

Eintak - 07.07.1994, Page 9
Atökin á Stöð tvö - Fréttastofuþátturinn Eggert Skúlason segist vera í stríði við Elínu Hirst fréttastjóra og sakar hana um að hafa sagt sér upp störfum vegna þrýstings frá Sigurði G. Guðjónssyni, stjórnarformanni nýkjörinnar stjórnar Islenska út- varpsfélagsins. Elín segir þessar ásakanir staðlausa stafi og ástæður uppsagnar Eggerts hafi eingöngu byggst á faglegu mati hennar. „Það er algjörlega rangt hjá Egg- erti að ég hafi sagt honum upp vegna þess að Sigurður G. Guðjóns- son hafi beitt mig einhverjum þrýstingi. Þegar ég frétti á laugar- daginn að Eggert hefði tekið sæti í stjórninni hringdi ég í hann um leið og tækifæri gafst og sagði honum að ég teldi það stefna hlutleysi og trúverðugleika fréttastofunnar í hættu að hann sæti í stjórninni. Eft- ir að ég talaði við Eggert hringdi ég í nýkjörinn stjórnarformann, Sigurð G. Guðjónsson, og tjáði honum þessa skoðun mína en það var í fýrsta skipti sem við töluðum sam- an. Þannig að halda að Sigurður hafi beitt mig einhverjum þrýstingi er hrein firra.“ Eggert bar það sem sagt ekki undir þig að hann væri á leiðinni í stjórn- ina? „Nei, hann gerði það ekki. Hann átti að vera að vinna hérna á laugar- daginn en bað mig persónulega um frí vegna þess að það væri svo mik- ilvægt mál sem hann þyrfti að sinna. Ég frétti ekki að hann væri kominn þarna inn fyrr en eftir á.“ Voru engin önnur ráð til en að segja honum upp? „Mér datt ekki annað í hug en að hann myndi taka tiilit til þess að mér fannst ekki hæfa að hann væri í stjórninni. Þegar við förum síðan að ræða þetta mál á sunnudeginum kemur í ljós að honum er ekki haggað. Við ræddum þetta fram og tii baka og það endaði með því að hann sagði að ég yrði að reka hann ef ég vildi hann úr stjórninni. Ég svaraði þá að kannski yrði ég að gera það. Hann vildi fá það skriflegt en ég neitaði því og sagði að málið væri ekki komið á það stig. Við það skildum við og það er ekki fyrr en ég kem í vinnuna daginn eftir að ég frétti að Eggert er búinn að segja hverjum sem heyra vill að ég sé bú- in að reka sig. Þannig að samnings- viljinn af hans hendi var nú ekki meiri en það. Það kom aldrei til greina af minni hálfu að hann sæti í stjórn á sama tíma og hann sinnti störfum sínum á fréttastofunni. Ég vonaði að það væri hægt að leysa málið í rólegheitunum, hvort sem hann færi í launalaust leyfi á meðan hann sæti í stjórninni eða á ein- hvern annan hátt. En það varð engu tauti við hann komið svo þetta var eini möguleikinn." Var stuðningsyfirlýsing starfs- manna á fréttastofunni við þig ein- dregin? „Þeir sem mættu á fundinn voru allir útsendingarstjórar frétta, að- stoðarútsendingarstjórar, rekstrar- stjóri fréttastofunnar og allir frétta- menn, utan fjóra sem ekki náðist í eða komust. Þeir fféttamenn sem voru á fundinum voru: Ómar Elín Hirst „Allir sem sátu fundinn samþykktu yfirlýsinguna einróma. Það var enginn vafi á þeirri skoðun fólks að því fannst stjórnarseta Eggerts ekki vera holl fyrir trúverðugleika fréttastofunnar. “ Ragnarsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Haukur Hólm, Her- dís Birna, Steingrímur Ólafsson, Katrín Baldursdóttir, Sigur- steinn Másson, Jón Ársæll Þórðarson, Þór Jónsson, Heimir Már Pétursson, Hulda Gunnars- dóttir, Óli Tynes, Þórir Guð- mundsson og Rósa Guðbjarts- dóttir. Þeir sem komu ekki voru Hallur Hallsson, hann var boðaður en kom ekki, Kristján Már Unnars- son var við vinnu úti á landi og ekki náðist í hann. Karl Garðarson var í útlöndum og Kristín Helga Gunnarsdóttir komst ekki. Allir sem sátu fundinn sam- þykktu yfirlýsinguna einróma. Það var enginn vafi á þeirri skoðun fólks að því fannst stjórnarseta Eggerts ekki vera holl fyrir trúverðugleika fréttastofunnar. Hafa stjórnarmenn einhverju sitini reynt að hafa áhrif á frétta- flutning fréttastofunnar? „Það voru settar þær vinnureglur að enginn stjórnarmanna mætti tala við fréttamenn eða útsending- arstjóra ffétta án þess að það væri gert í samráði við sjónvarpsstjóra og þau skipti sem það hefur gerst í seinni tíð eru teljandi á fingrum annarrar handar. Menn eru kannski að lýsa yfir skoðun sinni á hinum og þessum málum eins og gengur og gerist. Ef um eitthvað fféttnæmt er að ræða tökum við því sem hverjum öðrum ábendingum og fjöllum um það á okkar eigin forsendum. Það er algjört prinsip- atriði að fréttastofan sé rekin á trú- verðugum grundvelli, annars miss- um við bara áhorfendur. Áhorfend- ur sæju í gegnum annað eins og skot.“ © Mistök að þiggja boð Jóhanns Olafs segir Sigmundur Emir Rúnarsson um ákvörðun stjómar starfsmannafélagsins. Sigmundur Ernir Rúnars- son, varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, sagði sig úr starfs- mannafélagi Islenska útvarpsfé- lagsins í fyrradag eftir að það sam- þykkti með leynilegri kosningu að fulltrúi þess ætti sæti í stjórn fýrir- tækisins. Sigmundur segir ástæðuna fyrir úrsögn sinni vera þá að hann hafi verið mjög óánægður með það hvernig stjórn starfsmannafélags- ins hélt á málunum þegar boð Jó- hanns Óia Guðmundssonar um að fulltrúi starfsmanna tæki hans sæti í stjórninni kom. „Ég var mjög ósáttur við að- draganda þessa máls og sagði mig úr starfsmannafélaginu til að mótmæla þeim vinnubrögðum sem voru þar viðhöfð. Ég tel að stjórn starfsmannafélagsins hafi gert mistök með því að þiggja boð Jóhanns Óla og blanda sér þannig inn í baráttu flokkanna tveggja sem eru í stjórn félagsins. Einnig vildi ég mótmæla þeirri niður- stöðu meirihluta starfsmanna að þeir vildu taka þátt í stjórn félags- ins með þessum hætti,“ segir Sig- mundur. SlGMUNDUR ERNIR Rúnarsson „Ég tel að stjórn starfsmanna- félagsins hafi gert mistök með þvíað þiggja þoð Jóhanns Óla og blanda sér þannig inn í baráttu flokkanna tveggja sem eru fstjórn félagsins.“ Eggert Skúlason segir að Sig- mundur hafi lýst því yfir að starfs- mannafélagið væri gleðiklúbbur en Sigmundur segir að þau orð hafi aldrei fallið úr hans munni. © í stríði við fréttastjórann segirEggert Skúlason um uppsogn sína á Stöð 2. Eggert Skúlason „Ég tel að ég geti verið frétta- maður og setið í stjórn fyrir- r tækisins sem fulltrúi starfs- anna á sama tíma. Og ef Elín dur öðru fram er hún að mína persónu og segja aö’WÉí&áJjheiðarleaur: Hún ætti að IfiaT&fetjn barm." 0 „Ég tel að þetta sé fyrst og fremst stríð við fréttastjórann," segir Egg- ert Skúlason sem Elín Hirst fréttastjóri sagði upp störfum á fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn mánudag. Eggert lítur ekki svo á að hann hafi, með því að taka sæti í stjórn fslenska útvarpsfélagsins, dregist inn í átök fýlkinganna tveggja sem takast þar á. En telur Eggert sig geta setið í stjórninni áfram og haldið starfi sínu eftir að félagar hans á fréttastofunni hafa lýstyfir stuðningi við Elínu? „Ég dreg þennan stuðning mjög í efa. Eg hef séð þessa yfirlýsingu og það skrifar enginn undir hana. Kristján Már Unnarsson frétti ekki af fundinum, Hallur Halls- son, okkar trúnaðarmaður, var ekki boðaður og ekki heldur Krist- ín Helga Gunnarsdóttir. Þetta eru þeir þrír sem ég hef talað við. Ann- ars ætla ég ekki að fara að stilla fé- lögum mínum á fréttastofunni upp við vegg til að taka afstöðu milli mín og Elínar.“ Nú sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson varafréttastjóri sig úr starfsmannafélaginu þar sem hann var ósatnmála þeirri niðurstöðu fé- lagsins að það ætti að eiga fulltrúa í stjórninni. Sýnir þessi úrsögn hans að menn hafa mjög skiptar skoðanir á þessu tnáli án þess að einhver þrýstingur þurfi að koma til? „Sigmundur lýsti því yfir að starfsmannafélagið væri gleði- klúbbur. Ég hef aldrei litið þannig á. Ég lít ekki svo á að starfsmanna- félagið eigi að útvega afslátt af grenitrjám og ódýra bjórkúta á skemmtikvöldum. Ég lít svo á að þetta sé félagið okkar og taki á þeim málum sem að okkur snúa. Sig- mundur lítur á þetta sem gleði- klúbb og ég er ekkert hissa á því að hann segi sig úr einhverri bjórklíku ef hann lítur svoleiðis á það.“ Þú vilt ekki trúa því að það séu faglegar ástæður að baki uppsögn- inni, eins ogElín heldur fram? „Ég sé það ekki.“ Hvaða ástæðu hefur þú til að halda anttað? „Áður en hún rak mig vitnaði hún til þess að nýr stjórnarformað- ur hefði lýst því yfir í hennar eyru að það myndi rýra hlutleysi frétta- stofunnar ef ég sæti í stjórninni. Ég sagði að það væri auðvitað mál sem stjórnarfundur ætti að ræða ef hann væri að hringja í hana út af þessu. Daginn eftir lýsti hann því yfir á starfsmannafundi að hann vildi ekki hafa fólk með háan prófíl í stjórninni en hann gæti hugsað sér tæknimann. Ég legg saman tvo og tvo og fæ það út að hún gerði þetta undir þrýstingi.“ Hefði ekki veríð mjög einfalt fyrir Elínu að hundsa það ef nýkjörinn stjórnarmaður hefði beitt hana þess- um þrýstitigi? A ekki fréttastofa Stöðvar 2 að vera sjálfstœtt batterí? „Elínu Hirst er treyst til að vera fréttastjóri á þessum fjölmiðli þó að eiginmaður hennar eigi og reki fjöl- miðil. Mér finnst sjálfsagt að líta fram hjá þeim hugsanlega hags- munaárekstri í hennar tilviki því Elín er fagmanneskja. Það er að segja, ég tel hana ekki vanhæfa til að vera fréttastjóri, þó sumir segi það, vegna þess að maður hennar eigi og reki Pressuna. Ég tel að það sama gildi um mig, að ég geti verið fréttamaður og setið í stjórn fyrir- tækisins sem fulltrúi starfsmanna á sama tíma. Og ef Elín heldur öðru fram er hún að kasta rýrð á mína persónu og segja að ég sé óheiðar- legur. Hún ætti að líta í eigin barm.“ En er ekki óeðlilegt að Jóhann Óli Guðmundsson leggi einhverjar línur fyrir starfsmannafélagið utn það hverjir eigi að taka sœti í stjórninni, í stað þess að afhenda starfsmannafé- laginu umboðið skilyrðislaust? Er ekki strax ákveðinn hagsmutia- árekstur til staðar ef þú tekur sæti undir skilyrðum hans? „Ég hef ekki heyrt að hann hafi sett einltverjar kröfur. Og þótt Jó- hann Óli héfði lýst því yfir að hann ætlaði sér að nota starfsmannafé- lagið, að hann ætlaði að plotta með þetta sæti, þá segi ég: Jóhann Óli hefur enga strengjabrúðu frá starfs- mannafélaginu inn í stjórninni. Við gerum það sem við teíjum á hverj- um tíma starfsmönnum fýrir bestu. Það hefur komið fram gagnrýni á aðdraganda að því að við þáðum þetta boð hans Jóhanns Óla. Það má vissulega telja það gagnrýnivert að stjórn starfsmannafélagsins skyldi ekki kalla saman starfs- mannafund til að fjalla um boðið, Firra að uppsögnin sé byggð á öðru en faglegu mati segir Elín Hirst en það breytir því ekki að á meðan við erum þarna inni erum við þar á okkar forsendum, ekki Jóhanns Óla.“ Hvað sérðu fyrir þér að verði framhald þessa máls? „Ég sé ekki neitt. Ég mun sitja áfram í stjórn félagsins og vinna þar að málefnum starfsmanna. Hins vegar trúi ég ekki að þessi uppsögn teljist lögleg.“ Hefttr Elín ekki frjálsar hendur? „Heldur þú að að það verði álitið að þessar forsendur, sem hún hefur ítrekað gefið fýrir því að segja mér upp, séu löglegar? Hún hefur vissu- lega heimild samkvæmt starfslýs- ingu fréttastjóra til að reka fólk en þegar hún gefur upp forsendurnar breytist málið.“ Ég sá haft eftir Elínu í Tímanum í gœr að þú munir ekki kotna aftur til vinnu á fréttastofunni þegar vakta- fríi þínu lýkur. Þú munt sem sagt ekki vintia uppsagnarfrestinn? „Ég hef fengið uppsagnarbréf í hendurnar og í því er ekki óskað eftir því að ég vinni uppsagnarfrest- inn. Ég er að láta góða menn skoða þetta.“ © FIMMTUDAGUR 7. JÚLl 1994 9

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.