Eintak

Eksemplar

Eintak - 07.07.1994, Side 22

Eintak - 07.07.1994, Side 22
Af hverju heitir Hallærisplanið nú Ingólfstorg, en ekki Steindórsplan? í gegnum hvaða hverfi ligg- ur Hverfisgata? Og hver var þessi Tryggvi sem Tryggvagata er nefnd eftir? Hver ræður þessum nöfnum og á hvaða forsendum eru þau fundin upp? Björn Malmquist kynnti sér hvernig götu- nöfnin í borginni verða til. Frá Löngustétt til Fjorgynjar „Það má segja að nafngiftir gatna í Reykjavík hafi tekið stakkaskipt- um á fjórða áratug aldarinnar," seg- ir Þórhallur Vilmundarson pró- fessor og forstöðumaður örnefna- stofnunar. Þórhallur hefur undan- farin ár verið ráðunautur bygginga- fulltrúa borgarinnar og telja má hann höfund flest allra götunafna sem orðið hafa til í nýrri hverfum borgarinnar á síðustu árum. „Framan af öldinni var venjan að seinni liður götunafna væri orð eins og -gata eða -stræti, en á fjórða ára- tugnum var fallið frá þessari venju og teknir upp nafnliðir eins og - melur, -hlíð og -hagi.“ Götunöfn eru ákveðin af bygg- ingafúlltrúa og ráðgjafa hans, sem á síðari árum hefur verið Þórhallur. Þau eru síðan lögð fyrir bygginga- nefnd til umsagnar og fá endanlega staðfestingu í borgarstjórn. Stund- um koma nöfhin þó úr öðrum átt- um, eins og þegar borgarráð nefndi Lýðveldisgarðinn á Hverfisgötu, rétt fyrir neðan sendiráð Dana, fyrrum nýlenduherra okkar. Gullinbrú Nafngiftir gatna í nýjum hverf- um geta verið á ýmsum forsendum og þegar kom að því að nefna götur í Grafarvogi segist Þórhallur hafa haft til hliðsjónar ljóð Bjarna Thorarensen skálds, sem bjó á sín- um tíma í Gufunesi. Úr kvæðum Bjarna eru komin nöfn eins og Gullinbrú og nafnliðurinn -fold, úr ljóði Bjarna, Eldgamla Isafold. En skáldskapur er ekki eina kveikja Þórhalls að götunöfnum, því hann segist einnig taka nokkurt mið af aðstæðum og nánasta umhverfi gatnanna. „Ég fer venjulega á stað- inn með þeim sem skipulagt hefur hverfið, lít á aðstæður og skoða einnig þau örnefni sem til eru á staðnum,“ segir Þórhallur. „Stund- um verður skipulag hverfisins til- efni nafngifta, eins og Völundarhús í Húsahverfmu í Grafarvogi. Skipu- lag hverfisins minnir á völundar- hús, þannig að mér þótti nafnið eiga vel við. I sumum nafngiftum er tekið mið af umhverfinu, eins og í Kvísla- hverfinu í Árbæ. Flestar göturnar þar bera nöfn sem enda á -kvísl, það er árkvísl, og tvær tengigötur í hverfinu heita Straumur og Streng- ur. Einnig eru þarna götunöfn sem enda á -hylur. Þessar nafngiftir eru sprottnar af nálægð hverfisins við Elliðaárnar, og í fyrri liðunum er minnt á gömul fiskanöfn, samanber nöfnin Birtingakvísl, Bröndukvísl og Urriðakvísl,“ segir Þórhallur. Kerfisbinding götunafna hófst snemma á öldinni, með nafnasam- stæðum í fyrri lið götunafna, eins og Óðinsgata og Þórsgata, Njálsgata og Bergþórugata. Nafnasamstæður í seinni lið voru teknar upp á fjórða áratugnum með nöfnum eins og Birkimelur og Reynimelur. Kveikj- an að þessum seinni götunöfnum voru nöfnin Sólvallagata, Ásvalla- gata og aðrar -vallagötur í Vestur- bænum. Þórhallur segir að þetta síðara nafnakerfi tíðkist óvíða erlendis. Þar er algengt að fyrri liðir götu- nafna í hverfum séu samstæðir, til dæmis nöfn tónskálda, svo sem Be- ethovenstrasse sem finna má víða í þýskum borgum og bæjum. Langastétt? Árið 1848 gáfu bæjaryfirvöld flestum götum í höfuðstaðnum formleg nöfn, en fram til þess tíma höfðu götunöfnin verið nokkuð á reiki. Sem dæmi má nefha að Aust- urstræti, sem það ár fékk nafn sitt, hafði áður verið kallað Langastétt. Áður fyrr var Austurstræti aðeins slóði sem lá frá Aðalstræti út að Læk, en um 1820 var grafið skolp- ræsi sömu leið. Meðfram ræsinu var lögð steinstétt til að fólk gæti gengið þar þurrum fótum og upp úr því festist nafnið Langastétt við götuna. Hverfisgata dregur nafn sitt af Skuggahverfinu, sem var óskipulegt hverfi lítilla býla sem byggðust upp með ströndinni. Skuggahverfið var kennt við fyrsta býlið á þessum slóðum, Skugga, sem reist var á ár- unum 1802 til 1803. Þjóðrækin götunöfn Snemma á 20. öld var mikið um að götur væru nefndar eftir forn- mönnum og köppum úr íslend- ingasögum. Þjóðerniskenndin kemur fram í nöfnum eins og Gunnarsbraut, Njálsgata, Grettis- gata og Snorrabraut. Rómantísku taugina hefur greinilega heldur ekki vantað í skipulagsyfirvöld þess tíma, því þau Kjartan, Guðrún og Bolli, aðalpersónur einnar harm- rænustu ástarsögu íslenskra bók- mennta, eiga þar sínar götur í einni röð. Kona Njáls, Berþóra á einnig sína götu í Austurbænum og jafnvel forframaðir þrælar á borð við Vífil og Karla, þræla Ingólfs Arnarsonar, hafa þótt nægilega merkilegir til að verðskulda götur nefndar eftir sér, enda eiga Reykvíkingar þeim skuld að gjalda fyrir að hafa senst eftir öndvegissúlunum um árið. Minna er um að seinni tíma per- sónur hafi fengið götur nefndar eft- ir sér. Þó eru nokkrar götur í eldri hlutum borgarinnar sem heita eftir stórmennum sögunnar. Þar á með- al er Tryggvagata, sem nefnd er eftir Tryggva Gunnarssynl, banka- stjóra Islandsbanka, og Skúlagata, en það nafn vísar til Skúla Magn- ússonar, landfógeta og upphafs- manns Innréttinganna í Reykjavík. Fleiri götunöfn minna á gamla tíma og sem dæmi má nefna götur í Skildinganesi, norðan við flugvöll- inn í Vatnsmýrinni. Þar eru nokkr- ar götur skírðar eftir gömlum mán- aðanöfnum, eins og Hörpugata, Þorragata, Góugata og Skerplugata. Óðinn og Þór Norræna goðafræðin fékk einnig sinn skerf á fyrri hluta þessarar ald- ar. 1 Austurbænum má fmna götur á borð við Freyjugötu, Týsgötu, Urðarstíg, Þórsgötu og Óðinsgötu, og í gamla vesturbænum verður þetta ákaflega smekklegt, þar sem götur eru kenndar við þau Ægi og Rán, en allt um kring eru alls kyns götuheiti, sem tengjast sjónum, á borð við Öldugötu, Marargötu og Unnarstíg. Stýrimannastígur er öllu jarðbundnara nafn, sem finnst í gamla Vesturbænum, en nafnið kemur upphaflega af því að gamli Stýrimannaskólinn stendur við enda stígsins. Það þótti á sínum 22 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.