Eintak

Issue

Eintak - 07.07.1994, Page 27

Eintak - 07.07.1994, Page 27
Marxbræðristi Gísli Magnússon er trúbador sem treður upp með gítarinn hve- nær sem einhver vill borga honum fyrir. „Ég sem lögin mín iðulega sjálfur en tek líka jöfnum höndum lög með New Kids on the Block og Chris Isaak, segir Gísli. Hann tekur fyrir að hann syngi lög eftir Megas föður sinn. „Hann er nú fljótafgreiddur því hann kann ekkert á gítar. En bran- sinn er svo harður fyrir trúbadora að það er engin ástæða til þess að þeir séu að taka bita úr munni hvers annars," segir Gísli. Hann hefur ekki sótt gítartíma en þegið fróðleiksmola frá eldri bróður sínum sem numið hefur jassgítarleik. „Síðasta vetur langaði mig óskaplega mikið að læra á þver- flautu. Löngunin stóð yfir í tvær vikur en datt svo upp fyrir,“ segir Gísli. Hann vinnur hjá Rafveitu Borg- arness á sumrin en stundar nám í Fjölbrautaskóla Ármúla á veturna. Hann er ekki alveg viss hvað tekur við eftir stúdentsprófið. „Ég sagði námsráðgjafanum ein- hverju sinni að ég ædaði að verða stjarneðlisfræðingur en miðað við árangur minn í stærðfræði er það varla heppilegt," segir Gísli. „Ætli það passi mér ekki best að vera kvikmyndagagnrýnandi á lágkúru- legu dagblaði. Ég hef gaman af kvikmyndum. Ég er með tvær söfn- unaraðgerðir í gangi, annars vegar Marx-bræður og hins vegar Mic- key Rourke." Hvað ersvona heillandi við Marx- brœður? „Samanburðurinn við Karl Marx.“ Ertu Marxisti? „Nei, öllu heldur Marxbræð- risti.“ En hvað er skemmtilegt við Mic- key Rourke? „Hvernig hann hefur getað reykt 80 sígarettur á dag í 20 ár og verið ennþá lifandi." Gísli skrifar heilmikið og segist vera með hvorki meira né minna en þrjú smásagnasöfn, eina skáldsögu og eina ljóðabók í smíðum. „Þetta á allt að senda í sam- keppnir. Það eru nefnilega pening- ar í spilinu. Ég geri allt fyrir pen- inga,“ segir Gísli. © Gísli Magnússon „Ég sagði námsráðgjafanum einhverju sinni að ég ætlaði að verða stjarneðlisfræðingur en miðað við árangur minn í stærðfræði er það varla heppi- legt.“ 1 ■—* T/Jl 1 -1l ÚTLAGAR KpkktelU J* ALLA HELGIIUA EUROSPORT Á TJALDIRIU FÖSTUDAGSKVÖIJD: PÁTL ÓSKAR OG MIUJÓNAMÆRINGARNIR MEÐ MAMBÓDANSLEIK HM-VERÐ Á ÖLIIUU LAlJGARDAttSKVÖLD: MIÐNÆTURSKEMMTUN I \ l|| J ELDHÚSIÐ ^ rr, OPIÐFRÁ_, (MwvmaSLú 19.00 " 23.30 Borðapantanir: 689686 < Hív= — ~ - - ■HSI sSrsjTS œLWKfS mmWh J{öj ð ab a kfca i S ími 68 20 22 1 I)\\SI)\\SI)\\SI)A\SI)\\SI)\\S FOSTUDAGSKVOLD: KRISTIAN SIÓÐHEITUR í DISKÓINU LAUGARDAGSKVOLD: ÞOSSI OG MAGGI LEGÓ SPILA BESTU DANSTÓNLISTINA í BÆNUM FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 27

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.