Eintak

Eksemplar

Eintak - 07.07.1994, Side 29

Eintak - 07.07.1994, Side 29
Hvert? Jóhannes er jafngamall lýðveldinu og heldur upp á 50 ára afmælið sitt seinna í sumar. Svo virðist sem fer- ill hans á hvíta tjaldinu sé rétt að byrja því margir vilja fá hann til H liðs við sig. „Fólk vill fá mig til að leika meira, meðal annars sjálfur Egill Eðvarðsson,“ segir hann. © T I V 0 l I Tívolí verður opnað á Hafnarbakkanum í dag og er það hið sama og var hér tvö síðastliðin sumur. Fimm ný tæki eru með í förinni eins og til dæmis drekahringekjan sem er fyrir alla fjölskylduna. Jafnframt býður Tívolíið upp á tæki sem eitt sinn voru í Tívolíinu í Hveragerði. Tívolíið verður í þrjár vikur í höfuðborginni en heldur þá norður til Akureyrar. Sniglabandið o g Borgardætur t a k a u p p n á i ð samstarf. Sniglabandið og Borgardætur eru komin í eina sæng og verða með tónleika vítt og breitt um landið í sumar. Báðar hljómsveit- irnar hafa getið sér gott orð sitt í hvoru lagi en þegar Sniglarnir fengu Borgardætur til að flytja með sér lagið Apríkósusalsa sem kom út á saíhplötu Japis, Já takk, var elcki aftur snúið. „Það samstarf heppn- aðist mjög vel,“ segir Jónas Franz, umboðsmaður Sniglanna. „Og út- frá því var ákveðið að fara út í nán- ara samstarf." Sniglarnir Pálmi Sigurhjartar og Björgvin Ploder hafa spilað undir hjá Borgardætrum frá upp- hafi og þekktust þau því vel. Það var allavega ekki verið að ana út í óvissuna þegar samstarfið var tekið upp. Að vísu var dálítil óvissa um hvernig áheyrendum mundi líka að fara á tónleika með tveimur eins ólíkum hljómsveitum og Snigla- bandið og Borgardætur eru. Hljómsveitunum hefur þó verið tekið vel bæði á höfuðborgarsvæð- inu og úti á landsbyggðinni. Um helmingurinn af dagskrá hljóm- sveitanna er sóttur til Sniglanna og hin til Borgardætra. Þegar Snigla- lögin eru spiluð syngja Borgardæt- ur bakraddir og Sniglarnir spila undir í Borgardætralögunum. „Þetta var upphaflega hugsað sem létt gleði á virkum dögum, með leikrænum tilburðum, bún- ingaskiptum og þess háttar. Þegar viðtökurnar urðu eins góðar og raun ber vitni var ákveðið að færa út starfsemina og herja á sveita- ballamarkaðinn,“ segir Jónas Franz, umboðsmaður Sniglanna. Jónas segir enn fremur að Sniglarn- ir séu með plötu í vinnslu sem sé væntanleg fyrir jól. Um plötuút- gáfu með Borgardætrunum og Sniglunum saman segir Jónas að til þess geti vel komið þegar fram líða stundir, en sé það þó alls óákveðið. Andrea Gylfadóttir segir aftur á móti að plötuútgáfa standi ekki til og hér sé bara um sumarsamstarf að ræða. Auk Andreu eru Borgardæturnar þær Berlind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Það er Björgvin Ploder sem spilar á trommur í Sniglunum, Skúli Gautason er á bassa, Þorgils spil- ar á gítar, Einar Rúnarsson leikur á Hammond og harmonikku og Pálmi Sigurhjartar spilar á píanó. Sniglabandið og Borgardætur verða á Vopnafirði á föstudag og spila fyrst fyrir matargesti á Hótel Tanga og síðar um kvöldið á dans- leik á Hofsballi. Á laugardaginn spila þau fyrst fyrir matargesti á Hótel Valaskjálf og verða síðan með dansleik á sama stað. © FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.