Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 10
10 Verkalýðshreytiiigiii VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 Lýðræði og hreyfing Vbrkalýðsstéttin er skilgetið af- kvæmi iðnbyltíngarinnar. Hvarvetna þar sem þjóðfélög hafa varpað af sér oki bændaþjóðfé- lagsins, hefur borgarastétt risið upp, þjóðernisstefnu hefur vaxið fiskur um hrygg og því fólki fjölgað mjög sem flestar bjargir eru bannaðar til lífsvið- urværis aðrar en þær að selja vinnuafl sitt atvinnurekenda gegn greiðslu. I árdaga iðnbyltíngar var verkalýðurinn sundurþykkur og máttí sín Iítils gagn- vart valdi atvinnurekenda. Á önd- verðri 19. öld bundust verkamenn samtökum og stofnuðu verkalýðsfélög til að knýja á um hærri laun og betri vinnuskilyrði. Enskir verkamenn voru ' eðlilega fyrstir til að koma á fót sam- tökum, þar eð England var fyrst allra landa til að ala af sér nýja framleiðslu- hætti er leystu úr læðingi stórkostlegri efnhagslegar framfarir en áður höfðu þekkst í gervallri veraldarsögunni. I Frakklandi og Þýskalandi er upp- haf verkalýðshreyfingar að finna á síð- ari helmingi 19. aldar. Á Norðurlönd- um og þar á meðal á Islandi var það hlutskipti verkamanna er erfiðuðu í lok síðustu aldar að koma á fót fyrstu verkalýðsfélögunum. Verkalýðshreyfingin hefur slitið barnsskónum og víða komist til vits og ára. Fyrir tilstilli hennar býr verka- fólk nú við mun rýmri efnahagsleg kjör og betri vinnuskilyrði en í árdaga verkalýðsfélaga, þótt enn sé langt í frá að fullur sigur sé unninn. Hins vegar er þess að geta að sumir telja að innan verklýðshreyfingarinnar gætí hrörn- unareinkenna um þessar mundir. Þá er litið tíl þess að verkalýðsforystan hefur einangrað sig frá almennu verkafólki og að lýðræði sé hverfandi lítíð innan verkalýðsfélaga. 1 þessu greinarkorni mun ég gaumgæfa nokkrar rannsóknir á lýðræði innan verkalýðsfélaga og athuga hvaða á- lyktanir megi draga af niðurstöðum þeirra til að efla íslenska verkalýðs- hreyfingu. Járnlögmál fámennis- stjórnarinnar Verkalýðshreyfingin er hluti valda- kerfis nútímaþjóðfélaga. Fulltrúar launafólks semja um kaup og kjör, og hreyfingin er þess megnug að lama þjóðarlíkamann um stundarsakir með verkföllum til þess að knýja á um kjarabætur. Hér ræðir því um mikið vald. En hvernig er valdinu skipt inn- an verkalýðsfélaga? Hafa almennir fé- lagsmenn áhrif á stefnumörkun eða eru þeir skeytingarlitlir um málefni félaganna? Eru mikilvægar ákvarðanir teknar af fámennum valdahópi sem situr að völdum um langa hríð? Ríkir lýðræði í verkalýðshreyfingunni? Spurningar af þessum to'ga hafa brunnið á vörum leikra sem lærðra, er leitast hafa við að gaumgæfa gangvirki lýðræðis í iðnríkjum okkar daga. Margir gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að hafa einangrast frá almennu verkafólki og telja að lýðræði sé hverfandi innan verkalýðsfélaga. íþessari grein fjallar dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson um forsendur þess að hægt verði að efla lýðræði innan hreyfingarinnar, henni til eflingar og til eflingar skynsamlegri skipan mannlífsins. Ingi Rúnar Eðvarðsson Ein þekktasta rannsókn á lýðræði eða öllu heldur famennissriórn innan verkalýðsfélaga og annarra stofnana er rit þýska félagsfræðingsins Roberts Michels, Politkal Parties (Stjórnmála- flokkar). Fyrir liðlega 80 árum kynnti hann kenningu sína um „járnlögmál fámennisstjórnarinnar" byggða á at- hugunum á sósíalískum flokkum og verkalýðsfélögum í Vestur-Evrópu, einkum Þýskalandi. Kjarninn í boð- skap hans er: „Það er skipulagið sem leiðir af sér yfirráð hinna kjörnu yfir kjósendum, yfirráð stjórnenda yfir þeim sem settu þá til þess að stjórna, yfirráð umboðsmanna yfir umbjóð- endum. Þeir sem tala um skipulag, tala jafhframt um fámennisvald." Skrifstofuhúsnæði tll leigu Að Laugavegi 3 er til leigu skrifstofuhæð. Hæðin er um 230 fermetrar og skiptist í 7 rúm- góð herbergi. Kjörið húsnæði fyrir lögfræðistofu vegna nálægðar við dómhús. Upplýsingar gefur Ólafur Þórðarson í síma 17500 í rannsókn sinni leitaði Michels m.a. svara við þeirri áleitnu þversögn að innra skipulag þýsku verkalýðs- hreyfingarinnar og þýska Jafhaðar- mannaflokksins byggðist á famennis- stjórn, en markmið þessara samtaka laut að því að auka lýðræði í þýsku þjóðfélagi með aukinni þátttöku al- mennings (auka málfrelsi, efla kosn- ingaréttinn o.fl). Hvað veldur því að markmið hreyfingarinnar ná ekki til innra starfs hennar? Michels taldi að það stafaði af „duldum afieiðingum" skipulags fjölmennra hreyfinga. 1 slík- um samtökum spretta fram eftírtalin einkenni, sem hamla mjög lýðræðis- legri þátttöku almennra félagsmanna: 1. Fjölmenn samtök veita starfs- mönnum verkalýðsfélaga nánast algera valdaeinokun. (a) I verka- lýðsfélögum, eins og öðrum fiöl- mennum samtökum, gætír til- hneigingar til regluveldisþróunar, en helstu einkenni hennar er formlegt skipulag, skýr valdaröð og að stöður eru vandlega skil- greindar og með afmörkuðum verksviðum. Slíkt skipulag felur í sér samþjöppun valdsins í hönd- um forystunnar og minnkandi á- hrif almennra félagsmanna. Ein afleiðing þess er að skipulögð andstaða og eftirlit félagsmanna verður erfiðari en ella. (b) Utgáfu- mál og önnur boðskipti samtak- anna eru undantekningalítið í höndum starfsmanna þannig að gagnrýni og óánægja félagsmanna fær takmarkaða útbreiðslu. Starfs- menn hafa auk þess betri aðstöðu til að ferðast á milli staða og kynna sjónarmið forystunnar. (c) Starfsmenn verkalýðsfélaga ein- oka nánast alla pólitískra færni, svo sem þekkingu á málefnum og skipulagi félagsins, mælskulist, ritfærni og skipulagningu hóp- starfs. 2. Leiðtogarnir vilja sitja að völdum. I flestum tilvikum auka starfs- menn verkalýðsfélaga virðingu sína í samfélaginu þegar þeir eru ráðnir til starfa. Auk þess eru launakjör og starfsöryggi starfs- manna stærri samtaka hliðstæð því sem efri miðstéttarfólk nýtur. Svo skjótt sem slíkri stöðu er náð, er í flestum tilvikum knýjandi þörf á að viðhalda henni og verja. Það á einkanlega við í þeim tílvikum þegar mikill kjara- og virðingar- munur er á milli starfsmanns verkalýðsfélags og almennra fé- lagsmanna. Þá er til mikils fyrir leiðtogana að virða að vettugi hina lýðræðislega kröfu um vald- dreifingu og reglulega endurnýj- un í æðstu embættum. 3. Óvirkni almennra félagsmanna. Ærnar ástæður valda því að fé- lagsmenn eru skeytingarlitlir um málefhi verkalýðsfélaga: Flestir verða að verja mestum hluta dags- ins á vinnustað og með fjölskyldu sinni. Frítímanum verja þeir með- al kunningja eða í skemmtanir af ólíku tagi. Flest verkalýðsfélög fást auk þess aðallega við sérhæfð mál er lúta að rekstri félagsins og höfða þar af leiðandi lítið til al- mennra félagsmanna. Af þessu leiðir að einungis fámennur hóp- ur félagsmanna telur það viðhafh- arinnar virði að taka þátt í starf- semi verkalýðsfélaga og fylgjast með málefhum þeirra. Hér við bætist að almennir félagsmenn virðast hafa þörf fyrir stiórnun og leiðsögn, og að „mátrur vanans" fær þá til að kjósa sama fólkið aft- ur og aftur í trúnaðarstöður. Með hliðsjón af þessum niðurstöð- um virðist lýðræði eigi erfitt upp- dráttar í fjölmennum verkalýðsfélög- um og skyldum samtökum. Fjölmarg- ar rannsóknir á verkalýðsfélögum benda til að svo sé einmitt raunin. Michels lætur ekki staðar numið við þær niðurstöður. I lokakafla bókar- innar segir hann m.a.: „Ekkert nema yfirveguð og heiðarleg rannsókn á þeim háska sem lýðræðinu stafar af fá- mennisstjórn mun gera okkur kleift að draga úr slíkum hættum, þó að við getum aldrei útílokað þær algjörlega." Lýðræði í félagasam- tökum Önnur víðkunn rannsókn á lýðræði verkalýðsfélaga er athugun banda- rísku félagsfræðinganna Seymour M. Lipsets, Martins Trow og James Coleman á samtökum bandarískra seriara, International Typographical Union (ITU), sem þeir birtu í hinu sí- gilda riti, Union democracy. Niður- staða þeirra er. að samtök bandarískra setjara séu ein- stök í sögu hagsmunasam- taka þar í landi og þó víðar væri leitað, því þau hafa viðhaldið lýðræðislegu skipulagi innan samtak- anna og eru því ekki und- irorpin „járnlögmáli fá- mennisstjórnarinnar." Helstu einkenni þess er barátta tveggja fylkinga - Demókrata og Repúblik- ana - um stjórn samtak- anna og tíð stjórnar- skipti. Grundvöll lýðræðis innan ITU álíta þeir að rekja megi til fjölda sérstæðra aðstæðna, sem sumar hverjar eru háðar sögulegum tilviljunum. Þeir telja raunar að lýðræðið innan setjara- samtakanna sé undantekningin frá kenningu Michels um járnlögmál fa- mennisstjórnar. Hesltu skýringar á lýðræði innan ITU eru þessar: I fyrsta lagi voru félagsmenn mun áhugasam- ari um málefni félagsins en ætla mætti. Það tengist að nokkru sérstöðu prentiðnaðar, þ.e. mikill áhugi setjara fyrir starfi sínu ásamt virðingarstöðu þeirra (verkalýðsaðall) og óregluleg- um vinnutíma hafa alið af sér mikla samkennd setjara; það eykur síðan á- huga og þátttöku í starfi félagsins. I öðru lagi eru setjarar í Iaunalegu - og virðingarlegu tilliti staddir á milli verkalýðs- og millistéttar. Það er ein helsta ástæðan að baki pólitískum skoðanaágreiningi róttækra og íhalds- samari afla, sem keppa um áhrif innan félagsins. I þriðja lagi höfðu mörg að- ildarfélög þróast og mótað starfsað- ferðir sínar áður en landssamtökin voru stofhuð. Þau höfðu þar af leið- andi nokkurt sjálfstæði og gátu staðið gegn tilhneigingu til miðstýringar innan landssamtakanna. I fjórða lagi komu einstök félög snemma á fót leið- um til að auka áhrif einstakra félags- manna á ákvarðanatökuna, svo sem beinni kosningu starfsmanna og skil- yrði um allsherjaratkvæðagreiðslu í ýmsum málum. Að lokum var það þýðingarmikið, að mati Lipset og fé- laga, að hlítt var niðurstöðum kosn- inga, en ekki gripið til „ólögmætra" aðgerða er ósigur lá fyrir. Hvaða þýðingu hafa þessar niður- stöður fyrir lýðræði innan verkalýðs- félaga? Lipset og félagar telja að draga megi nokkrar víðtækar ályktanir: • Sjálfstæði deilda innan verkalýðsfé- laga auka líkur á virku lýðræði • Því takmarkaðri sem regluveldið er innan félaga, því meiri eru líkur á lýðræði •1 þeim starfsgreinum, sem einkenn- ast af valddreifingu og fjölda smá- fyrirtækja, er tiltölulega lítil þörf

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.