Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 19

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 19
VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 Viðhorf 19 Stríoshættan og verkehii frlðarbarattunn Ekki þarf að fjölyrða um það böl sem styrjaldir eru fyrir al- þýðu manna. Þess vegna þarf vart heldur að rökstyðja nauðsyn al- mennrar baráttu fyrir því að afstýra styrjöldum, þyí almenn þátttaka í þeirri baráttu getur ráðið úrslitum um stríð eða frið. Hér mun ég fjalla um stríðshætt- una og verkefhi friðarbaráttunnar um þessar mundir, ekki síst með til- liti til þeirrar breyttu heimsmyndar sem tíðrætt hefur verið um undan- farin ár. Styrjaldir eru framhald þeirra hagsmunaárekstra sem stéttakúg- unuin elur af' sér og nú á tímum heimsvaldastefnunnar hafa þær vax- andi tilhneigingu til að breiðast um heim allan.'Engin þjóð getur því'ver- ið óhult fyrir stríðshættunni en með pólitískri samstöðu í baráttu gegn hernaðaruppbyggingunni, hvers konar stríðsundirbúningi og hverri þeirri stefnu sem eykur stríðshætt- una, getur alþýða manna stuðlað að friðvænlegra ástandi. Auk fjölda annarra styrjalda hafa á þessari öld verið háðar tvær heims- styrjaldir með fókuspunkt í Evrópu. Svo brigðult er minni mannsskepn- unnar að níi virðist stefha í enn eina endurtekningu hins mikla harmleiks. Kynt undir stríði Margt er til marks um vaxandi hættu á nýju heimsstríði, eða í öllu falli stórstríði. Alhliða kreppa þjakar nú flest ríki heims. Þessi kreppa, sem vaxið hefur á mörgum árum, veldur ekki aðeins efnahagslegu lömunarástandi, held- ur einkennist allt þjóðlífið í vaxandi mæli af pólitískum og siðferðislegum glundroða. Heilu heimshlutarnir standa jafnvel frammi fyrir algerri upplausn. A sama tíma eru stórveldin farin að kynda undir stríði, jafnvel hér í Evrópu, í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Við þessar aðstæður eykst spenna milli ríkja og ríkjabandalaga, sem geta stokkast upp og breyst eftir því sem vindurinn blæs. Fasisminn er eitrað aldin stríðsins, sem nú fær vax- andi aðhlynningu í frjósömum jarð- vegi kreppunnar. Fasisiminn hefiir mörg andlit, ekki síst þegar hann byrjar að gægjast upp úr rottuholun- um. Hann einkennist ekki fyrst og Þorvaldur Þorvaldsson fremst af hefðbundnum slagorðum og táknum. Hér á íslandi höfum við undanfarin ár upplifað stórlega skerðingu á kjörum alþýðunnar og vaxandi ójöfnuð. A sama tíma hefur markvisst verið unnið að því að brjóta niður félagslegt öryggisnet samfélagsins og þrengja að mögu- leikum verkalýðshreyfingarinnar til að bæta stöðu stéttarinnar. Allt er þetta upptaktur að fasisma sem getur breytt um svip á augabragði. Einn af hornsteinum friðarbaráttunnar í hverju landi er að leitast við að stöðva þessa hættulegu þróun áður en hún verður óviðráðanleg. Stöðugleiki kalda stríðsins Undanfarin ár hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum um breytta heims- mynd og lok kalda stríðsins. Yfirleitt er látið að því liggja að með þessari breytingu hafi stríðshættan minnkað og jafnvel að heimsfriðurinn væri tryggður. Til að skoða þessar breyt- ingar nánar þurfum við að athuga það ástand sem var lengstaf frá stríðslokum. Eftir stríð einkenndist ástandið í heiminum annars vegar af djúpstæðu hatri alls almennings á fasisma og stríðsrekstri. Hins vegar af skiptingu heimsins í áhrifasvæði milli risaveld- anna, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna og þeirra bandalaga sem þau mynduðu í kringum sig. Þetta ástand tryggði engan veginn að friður héld- ist enda voru háðar margar og blóð- ugar styrjaldir á þessu tímabili. Samt sem áður stuðlaði þetta ástand fram- an af að meiri stöðugleika en síðar varð. Ekki síst var almenningur í Evrópu bágrækur til stríðs enda heimsstríðið mikla í fersku minni. Einnig hafði neitunarvald Sovétríkj- anna í Oryggisráði Sameinuðu þjóð- anna þau áhrif að NATO-ríkin gátu ekki beitt því fyrir sinn vagn og urðu að varast of miklar ögranir við and- Lík múslimskra barna í Tuzla, Bosníu. stæðinginn nema athuga fyrst hvert andsvarið yrði. Ríki sem höfðu uppi ein- hverja tilburði til sjálf- stæðis gátu notfært sér þetta ástand þannig að bæði hernaðarbandalögin gátu séð sér þann kost vænstan að láta þau í friði meðan þau gengu ekki í lið með andstæðingnum eða til að losna við uppgjör sem þau voru ekki tilbúin til. Ekki er þar með sagt að skipting heimsins í áhrifasvæði þessara tveggja voldugustu bandalaga væri æskileg skipan heimsmála. Enda varð þróunin fljótt sú að eftir því sem hugsjónaandstæðurnar milli þeirra máðust út opnuðust stríðsleiðirnar. Bandaríkin og Sovétríkin gerðu kaup kaups eftir diplómatískum leiðum um það hvar hvor aðjli um sig gæti ruðst fram án afskipta hins. Þetta einkenndi flest þau stríð sem háð voru á árunum 1960-1990. Natostríð í nafni Sam- einuðu þjóðanna Með uplausn Sovétríkjanna og valdatöku svartasta afturhalds í Rúss- landi breyttist ástandið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kína varð eina ríkið með neitunarvald sem ekki er fullkomlega undirgefið bandarísku heimsvaldastefnunni, en lætur þó oft undan þrýstingi þegar á hólminn kemur. NATO-ríkin voru fljót að tileinka sér þetta aukna svigrúm til að deila og drottna án samkeppni sem nokk- uð kveður að. Fyrsta tækifæri var notað til þess að beita öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til stríðsrekstr- ar. Stríðið gegn Irak var heimsvalda- stefnunni kærkomið tækifæri til að reyna hið nýja stríðstæki, en það var í fyrsta sinn síðan í Kóreustríðinu sem stríð var háð undir fána Sameinuðu þjóðanna. 1 fjölmiðlaumræðu undanfarinna ára hefur jafhan verið gengið út frá því sem vísu að hrun Sovétríkjanna hafi bætt friðarhorfur í heiminum. Sú hugmynd gengur út frá því að Sovétríkin hafi verið eina stríðshætt- an í heiminum, eða þá spennan milli risaveldanna. En hafa friðarhorfur batnað í heiminum undanfarin þrjú til fjögur ár frá upplausn Sovétríkjanna? Mitt svar við því er afdráttarlaust nei. Þrjú stríð í nafni Sameinuðu þjóðanna á jafnmörgum árum er nægileg sönn- un þess og uggvænleg vísbending um framhaldið. Stríðið gegn Irak, sem enn stend- ur, er glæpsamlegt gereyðingarstríð gegn írösku þjóðinni og í engu sam- ræmi við hið yfirlýsta tilefni. Stríðið í Sómalíu var fáránleg aðgerð undir yfirskini hjálparstarfs. Stríðið í fyrrum Júgóslavíu er svo alveg sérstakur kapítuli. Ekki aðeins er þetta fyrsta styrjöld í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar ef frá eru talin átök milli fyrrum Sovétlýð- velda. I þessu stríði hefur hlutverki NATO verið breytt í grundvallarat- riðum þannig að olnbogarými þess til árása er aukið. Fyrir fáum vikum var NATO í fyrsta sinn formlega beitt í stríði og þá utan NATO-ríkjanna. Þessu hafa ýmsir fagnað og talað um að NATO sé að þróast að því að vera liður í alþjóðlegu öryggiskerfi undir stjórn S.þ. Þar er m.a. gengið út frá því að Öryggisráð S.þ. sé rétt- látur dómari í málum sem þessum, NATO sé treystandi til að framfylgja réttlætinu og að málstaður Bosn- íumúslima sé óvefengjanlegur. Otímabærar sjálf- stœðisyfirlýsingar ífyrr- um Jugósíavtu En hver er þá þessi málstaður? Sjálfstæði lýðveldanna í fyrrum Júgóslavíu var Iýst yfir án þess að nokkur forsenda væri til staðar. Ekki lá fyrir hver vilji íbúanna var, ekki lá fyrir samningur um landamæri milli hinna nýju „ríkja". Ekki lá fyrir trygging fyrir viðurkenningu á rétti þjóðernisminnihluta o.s.frv. Undir þessum kringumstæðum gat ekkert friðelskandi ríki viðurkennt hin nýju lýðveldi sem sjálfstæð ríki. Alþjóðleg viðurkenning á sjálf- stæði Slóveníu, Króatíu og Bosníu Herzegovinu við þessar aðstæður hrinti af stað stríðinu á Balkanskag- anum. Þessi viðurkenning var því stríðsglæpur gegn þjóðum Júgó- slavíu. Þýskaland hafði mest áhrif á það að Evrópubandalagið viður- kenndi þessi nýju ríki enda hafði Þýskaland lengi kynt undir þessari atburðarás til þess að auka áhrif sín á svæðinu. NATO-ríkin áttu þannig stærstan þátt í því að koma af stað stríðinu á Balkanskaga og því er kaldhæðnislegt ef þau fá heiðurinn af því að stöðva það. Það er í rauninni aðeins í samræmi við þá fáránlegu umfjöllun um þetta stríð sem fyllt hefiir flesta vestræna fjölmiðla þessi ár. Hvaða þjóð verðu næst undir fall- öxi NATO eftir stimpil Öryggis- ráðsins? Kannski Norður-Kórea, eða segir Kína kannski stopp? Þessi lög- leiðing stríðsaðgerða nokkurra ríkja er í dag alvarleg ógnun við siðmenn- inguna. Hún helst í hendur við þró- un í átt til fasisma í ýmsum hinna voldugri ríkja, ekki síst innan NATO. Aðstyðja NATOjafn- gildir að styðja fasisma Þetta sýnir að verkefhin á sviði friðarbaráttunnar eru ærin og ekki síður brýn en oftast áður. Til þess að ná árangri og stöðva þessa þróun er nauðsynlegt að fræða almenning um þessa hættu, leitast við að tengja saman baráttuna fyrir brýnum hags- munamálum alþýðunnar gegn fas- isma og stríðsstefnunni. Baráttan gegn hersetunni og NATO er að sjálfsögðu jafhgild og hingað til. Á- róður um breytt eðli NATO til hins betra er ekki annað en vísvitandi stuðningur við stríðsstefnuna og al- þjóðlegan fasisma. En hvað getum við gert til að efla og hleypa nýju lífi í ffiðarbaráttuna? Þarf hún nýtt eða fjölbreyttara skipulagsform? Ég vona að fleiri leggi orð í þann belg en mest um vert er að þjóðin vakni áður en það er orðið uin seinan. Höfundur er formaður Um- ræðufélags sósíalista Fyrirsögi? og millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.