Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐID 29. APRIL 1994 Verkalýðisiireyfliigiit 11 fyrir miðstýrð verkalýðsfélög er byggja á regluveldi • Því einsleitari sem hagsmunir fé- lagmanna eru (í tilliti til launa, virðingar o.fl), því meiri líkur eru á lýðræði • Því minni munur sem er á virðing- arstöðu almennra starfa og stöðu „verkalýðsforustunnar", því meiri líkur eru á lýðræði • Því hærri virðingar sem starfsstétt- ir njóta, því meiri líkur eru á að fé- lagsmenn krefjist þátttöku í á- kvarðanatöku; því fleiri félags- menn sem aðhyllast þessa skoðun, því meiri líkur eru á lýðræði innan félagsins • Því meiri áhuga sem félagsmenn sýna félagi sínu með t.d. sjálfboða- vinnu, því meiri líkur eru á lýðræði • Því meiri tíma sem verkamenn í sama verkalýðsfélags verja saman utan vinnutíma, með óformlegum eða skipulögðum hætti, því meiri líkur eru á vaxandi áhuga þeirra á málefnum verkalýðsfélagsins og þátttöku í starfi þess • Því betur sem verkafólki líkar það starf sem það gegnir, því meiri lík- ur eru á að það hafi áhuga fyrir starfi verkalýðsfélagins og gerist þátttakendur • Þvi fleiri tækifæri sem félagsmenn hafa til að nema pólitíska færni (ritfærni, mæskulist, skipulags- færni o.fl.), því meiri líkur eru á lýðræði í félaginu • Því fleiri boðskiptamöguleikar sem andstöðuhópum stendur til boða innan verkalýðsfélaga, því meiri líkur eru á lýðræði • Því meiri tíma og fjármuni sem al- mennur félagsmaður hefur aflögu til þátttöku í pólitísku starfi innan félagsins, því meiri líkur eru á lýð- ræði innan félagsins 9 Pólitískur ágreiningur sem á rætur að rekja til hugmyndafræði er lík- legri til að viðhalda langvarandi lýðræðislegri andstöðu, en átök byggð á hagsmunaágreiningi 9 Því einsleitari sem verkalýðsfélög eru hvað varðar laun, virðingar- stöðu og starfsþekkingu félags- manna, því meiri líkur eru á að pólitísk átök endurspegli skoðana- ágreining fremur en efnahagslegan hagsmunaágreining. Þess ber að geta að Lipset og félag- ar telja að ekkert þessara atriða séu mikilvægari en önnur. Það er hins vegar samspil þessara þátta sem stuðl- ar að lýðræði innan verkalýðsfélaga. Þegar þessir þættir eru skoðaðir kemur tvennt í ljós: Annars vegar eru utanaðkomandi áhrifavaldar sem erfitt er að breyta á skömmum tíma, eins og einkenni starfsgreina með til- liti til launa- og virðingarstöðu, fjölda smá- og stórfyrirtækja o.fl. Glöggt dæmi um það er fiskvinnslan, en illa hefur gengið að hækka laun fisk- vinnslufólks umfram aðrar stéttir eða auka virðingu slíkra starfa. Hins vegar eru þættir er varða innra skipulag fé- laga sem mögulegt er að hafa áhrif á. Þar er t.d. unnt að auka valddreifingu með því að auka sjálfstæði deilda, koma á beinum kosningum og eink- anlega stuðla að eftirliti, gagnrýni og þátttöku félagsmanna. Leiðir að því marki eru að hvetja til greinaskrifa í tímarit hagsmunafélaga og almennrar þátttöku á félagsfundum. Til þess að svo megi verða þarf að efla pólitíska færni innan verkalýðsfélaga. Hér hef- ur Félagsmálaskóli alþýðu miklu hlut- verki að gegna, en jafnframt þurfa verkalýðsfélög að efha til námskeiða í ræðumennsku og fundarsköpum, greinaskrifum, um skipulag íslenskrar verkalýðshreyfingar o.fl. Það er augljóst að hér ræðir ekki um einfaldar lausnir, en með mark- vissu starfi má koma ýmsu til leiðar. Breytum skipulaginu Að endingu vil ég geta um áhuga- verða rannsókn Sævars Tjörvasonar á þekkingar- og skipulagslegum for- sendum lýðræðis. I doktorsritgerð hans, Demokratiskt deltagande och kognitiv socialisation (Lýðræðisleg þátt- taka og vitsmunaleg félagsmótun) er sá skilningur lagður í lýðræðishugtakið að það sé ákveðið skipulagsform til að útkljá ágreining, hvort heldur er hags- munaátök eða hugmyndaágreining. I menningu Vesturlanda eru tvær hug- sjónir tengdar lýðræðishugtakinu ó- rjúfanlegum böndum. Annars vegar er krafan um jafnrétti, þ.e. að öllum ein- staklingum standi til boða að eiga hlutdeild í ákvarðanatöku, láta skoð- anir sínar í ljós og hafa áhrif. Að baki þeirri kröfu stendur hugmyndin um ólíka hagsmuni þjóðfélagsþegnanna sem beri að endurspeglast með rétt- mætum hætti í ákvarðanatökunni. Hér ræðir því um þá mikilvægu spurningu hverjir eigi að koma að lausn vandamála: almenningur (beint lýðræði), eða fulltrúar fólksins (full- trúalýðræði). Hins vegar eru hugmyndin um gagnsemi þess að sem flestir einstak- lingar komi til tals. Hér ræðir um eig- inlegt inntak lýðræðisins: því fleiri til- lögur er koma fram varðandi lausn á- taka og vandamála, því meiri líkur eru á hagkvæmri niðurstöðu. Einnig felur nytsemiskrafan í sér að almenningur hafi eftirlit með og gagnrýni stjórn- völd og stuðli þannig að hagkvæmari ákvarðanatöku. Með hliðsjón af þessu beinir Sævar sjónum að efrirfarandi spurningu: Hvaða kröfur gera lýðræðishug- sjónirnar til vitsmunalegra forsendna einstaklinga svo að þeir geti tekið þátt í lausn ágreinings á lýðræðislegum grundvelli? Svar Sævars er annars vegar að einstaklingurinn verði að geta beitt rökhyggju við lausn vanda- mála. Hins vegar verður hann að vera vitsmunalega sjálfstæður við úrlausn ágreinings, þ.e hann verður að vera fær um gagnrýna hugsun og geta haft eftirlit með gjörðum annarra óháð ut- anaðkomandi stjórnun. Baráttan um aukna þátttöku tiltekinna hópa (verkafólks, kvenna, minnihlutahópa) hefur snúist mjög um þetta atriði, þ.e. að hve miklu leyti einstaklingar innan slíkra hópa eða stétta uppfylla þessar þekkingarforsendur. Annað dæmi er krafan um að skilyrða kosningaþátt- töku við lágmarksaldur, t.d. 18 ár. Það er því ljóst að vitsmunalegar forsendur lýðræðis eru háðar þroska og þróun einstaklinga, einkanlega á það við um sjálfstæði þeirra. Sjálf- stæðishugtakinu má skipta í þrjá þætti: í fyrsta lagi er unnt að tala um vits- munalegt sjálfstæði, er varðar færni einstaklingsins til að leysa úr vanda- málúm með því að túlka aðstæður og upplýsingar. I öðru lagi er normatísk sjálfstæði er lýtur að því að fría ein- staklinginn frá utanaðkomandi þving- unum, t.d. skyldurækni eða hollustu við einstaklinga og hópa. Að lokum er samskiptalegt sjálfstæði, þ.e. að vera fær um ræða lausnir vandamáls á jafn- réttisgrundvelli á forsendum samræð- unnar - án þess að beita valdi til að ná niðurstöðu um bestu lausnina. Við val á kenningu er geti skýrt þekkingar- og hæfnisþróun sýnir Sæv- ar fram á að lýðræðishugmyndin geri ráð fyrir ákveðinni einstaklingsímynd, þ.e. að einstaklingurinn sé virkur og að hann sé félagslega mótaður. Með hliðsjón af því styðst hann við kenn- ingu svissneska vísindamannsins Jean Piaget um vitsmunalegan þroska ein- staklinga. Piaget leggur ríka áherslu á að einstaklingurinn er virkur aðili að þróun sinni - vitsmunalífið er sprottið upp af athöfnum. Ein meginforsend- an fyrir vitsmunalegum þroska ein- staklinga er að þeir séu virkir og hafi áhrif á umhverfi sitt - bæði efnislegt, fclagslegt og menningarlegt. Ef fé- lagsmótun fólks og skipulag umhverf- isins kemur í veg fyrir að börn og full- orðnir beri ábyrgð elur það af sér valdleysisfomigerð sem einkennist af sinnuleysi og óvirkni. Þetta hefur áhrif á vitsmuni einstaklinga þannig að þeir eiga erfitt með að ná fullum þroska í röklegum skilningi og varð- andi vitsmunalegt sjálfstæði. Af því leiðir að slíkir einstaklingar búa ekki yfir þeim forsendum sem lýðræðisleg þátttaka byggir á. Hvaða kröfur gera þessar þekking- arforsendur um skipulagningu þátt- tökunnar svo að hugsjónir lýðræðisins verði að veruleika? Sævar telur að einn meginvandi lýðræðisins sé að samfélagsþróunin feli í sér sífellt aukna verkaskiptingu þannig að erfiðara verður að hafa yfir- sýn yfir þjóðarlíkamann í heild. Til að mæta þeirri þróun hefur verið gripið til fulltrúalýðræðis. Verkaskiptingin er jafnframt þýðingarmikil forsenda lýðræðis því hún skapar stofhanir, vel- ferð og frítíma sem eru undanfari þess að unnt sé að þróa þekkingarforsend- ur lýðræðis meðal einstaklinga, þ.e. vistmunalegt-, normatískt- og sam- skiptalegt sjálfstæði. Helsti Þrándur í götu almennrar þátttöku við slík þjóðfélagsskilyrði er að samfélagsþróunin hefur alið af sér misskiptingu tekna, áhrifa og þekk- ingar, þannig að fjölmennir hópar eiga í erfiðleikum með að þróa með sér vitsmunalegt sjálfstæði. Hér er komin ein skýring á óvirkni hins al- menna fjölda við slíka samfélagsskip- an. Athyglisvert er að slíkt hefur átt sér stað þrátt fyrir að ýmsar formlegar forsendur lýðræðis séu til staðar, svo sem kosningaréttur, þing, stjórnmála- flokkar, rit- og skoðanafrelsi o.fl. Formlegar forsendur eru því ekki nægjanlegar fyrir jafnréttí, heldur verður að gefa öllum einstaklingum kost á að þroska sig vitsmunalega svo markmið lýðræðis verði uppfyllt. Hvernig er unnt að auka lýðræði í hinu flókna þjóðfélagi samtJmans? Lausn Sævars er ekki einföld og felur nánast í sér gagngera umbyltingu samfélagsins. Hvað stjórnmálin á- hrærir telur hann að nokkur lausn fa- ist með því að efla grenndarlýðræðið. Með því móti eykst yfirsýn, þar sem samhengi hlutanna er einfaldara og auðskiljanlegra auk þess sem auðveld- ara er að virkja fleiri einstaklinga. Hér er komin forsenda fyrir vitsmunaleg- um þroska einstaklinga í gegnum þátttöku í lausn ágreiningsmála á vinnustað, í skóla eða bæjarfélagi. Hins vegar verður að styðjast við full- trúalýðræði á öðrum stjórnstigum. Þar geta hugmyndir Marx um París- arkommúnuna verið fyrirmynd: Bein kosning fulltrúa með óframsegjanlegt umboð (ekki háð samvisku fulltrúanna eins og nú tíðkast) sem unnt er að aft- urkalla með skjótum hætti og að þátt- taka á öðrum samfélagsstigum taki ætíð mið af grenndarstiginu (sjálf- stæðum bæjarhlutum). Til að koma í veg fyrir regluveldi og sérþekkingu verður að dreifa valdinu með hlut- kesti, reglulegri endumýjun og tryggja að kjörtímabil séu tiltölulega stutt (borgríkislýðræði). Sævar telur ennfremur að endur- skipuleggja þurfi vinnustaði í lýðræð- islegum anda, því efhahagslífið er ein meginforsenda misskiptingar auðs, á- kvarðana og þar með þekkingar (sam- anber J.S.Mill). I því ljósi verði að þróa lýðræðislegt launa- og kostnað- arhugtak er komi í stað núverandi hagkvæmnishugmynda (sem oft á tíð- um horfa fram hjá kostnaði er hlýst af lélegu vinnuumhverfi, vinnusjúkdóm- um og þeirri þekkingu sem starfs- menn fara á mis við). Slít hugtak verð- ur að vera fært um að tryggja einstak- lingum möguleika til þátttöku og á- hrifa. I því sambandi er annars vegar þörf fyrir lýðræðislegt eignarform, þar sem valdið í fyrirtækjum er í dag bundið við séreignarréttinn. Hins vegar verður að móta lýðræð- islegt skipulagsform sem tryggir jafh- rétti starfsmanna hvað ákvarðanir varðar. Einn liður í því er að ákvarð- anataka, skipulagning og framkvæmd verði órjúfanlegur hluti daglegra starfa meginþorra starfsmanna. Slíkt myndi leysa vanda varðandi þekking- ar- og hæfnisforsendur þátttökunnar og kemur í veg fyrir stöðnun, óvirkni og sinnuleysi. Sævar lýkur rannsókn sinni á þessum orðum: „Þessi lausn þýðir einnig að stjórnmálin eru ekki einangruð frá fólkinu í tíma og rúmi (kjósa á X ára fresti) heldur verða eðli- legur hluti af bæði hversdags- og at- vinnulífi. Segja má að lýðræðislegir lífshættir verði nauðsynleg undirstaða lýðræðis sem stjórnskipunar." Þátttaka til framfara Lýðræðishugsjónin er einn af horn- steinum vestrænnar menningar. Hér að ofan hef ég rakið nokkrar kenning- ar um þróun lýðræðis. Niðurstaðan er sú að samfélagsþróun undangenginna alda hefur að nokkru hamlað lýðræð- islegri þátttöku fjöldans. Einkum er það þróun til aukinnar verkaskipting- ar og sérhæfingar sem er Þrándur í götu. Það er því ekki létt verk að auka virkni almennings. Hins vegar hef ég bent á ýmsar leiðir er stuðlað geta að auknu lýðræði. Má þar nefna endur- skipulagningu verkalýðsfélaga og skyldra samtaka með aukna þátttöku í huga, að efla grenndarlýðræðið (koma á fót sjálfstæðum bæjarhvefum o.fl.) og endurskipulagningu vinnustaða. Hið síðastnefnda er e.t.v. einna þýð- ingarmest þar sem misskipting auðs og þekkingar á einkum upptök sín þar, og einnig byggja samtök eins og verkalýðsfélög tilvist sína á slíkri skipulagningu. Við núverandi aðstæð- ur hafa því atvinnurekendur framtíð verkalýðsfélaga í hendi sér. Ef ekki tekst að auka bein áhrif starfsmanna á vinnustað, eru líkur til að almennir starfsmenn fari varhluta af mikilvægri þekkingu sem er grundvöllur fyrir þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi. Ef hins vegar tækist að auka lýðræðið væri unnt að stuðla að einingu fjöld- ans, fá fram fjölbreyttari skoðanir og koma á eftírliti með valdhöfum og stuðla þannig að skynsamlegri skipan mannlífsins. Það þarf því að hefjast handa á því breyta skipulaginu... Stuðningsrit: Robert Michels: 1968, Political parties, The Free Press, 1968. Þorsteinn Magnússon, hýðrœði og vald, Félagsvísindadeild Háskóla Islands og Örn og Orlygur 1979. Sævar Tjörvason, Demokratiskt deltagande och kognitiv socialisation, Lund university press, 1993. S. M. Lipset, M. Trow, J. Colem- an, Union Democracy - The Intemal Politics ofthe International Typograp- hical Union, Anchor Books 1956. Höfundur er félagsfræðingur og hefur fengist við ritstörf og kennslu. Auglýsing um framboðsfrest til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði 28. maí 1994 Frestur til að skila framboðslistum rennur út kl. 12 á hádegi þann 30. apríl 1994. Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar veitir framboðslist- um móttöku þann dag í fundarsal bæjarráðs að Strandgötu 6, kl. 11 til 12 fyrir hádegi. Þar sem íbúafjöldi Hafnarfjarðar er kominn yfir 16.000 þurfa framboðslistum nú að fylgja minnst 100 og mest 200 meðmælendur. Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar 18. apríl 1994. Jón Ólafur Bjarnason, Ingimundur Einarsson, Gísli Jónsson oddviti.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.