Vikublaðið


Vikublaðið - 29.04.1994, Side 15

Vikublaðið - 29.04.1994, Side 15
VIKUBLAÐIÐ 29. APRIL 1994 15 1. maí ávarp Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga Idag, á 1. maí, sameinast launafólk og samtök þess uin heim allan í að verja rétt sinn til að lifa og starfa með reisn, til að stunda vinnu og búa við mannsæmandi starfs- og lífskjör. Launafólk vill njóta friðar, ffelsis og lýðræðis, og berjast gegn atvinnuleysi og fátækt um allan heim. I meira en áratug hafa þjóðir heims þurft að þola blekkingarleik helstu boðbera ný-frjálshyggjunnar og óheftrar auðhyggju, þeirra sem hafa þakkað sér sigurinn yfir kommúnism- anum og hafa haft áhrif á ríkisstjórnir og alþjóðlegar fjármálastofnanir til að reka rangláta efnahagsstefnu. Efna- hagsstefnu sem stríðir gegn þeim ávinningum sem náðst hafa með meira en aldarlangri baráttu verka- lýðshreyfingárinnar. I meira en 10 ár hafa þessir aðilar reynt að koma sökinni af kreppunni í efnahagslífi heimsins á samtök launafólks, í iðn- ríkjunum og þróunarlöndunum. Þeir hafa jafnframt beitt öllum brögðum til að sundra okkur og veikja samstöðu alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar. Afleiðingar nýfrjálshyggjunnar og taumlausrar auðhyggju verða stöðugt augljósari og átakanlegri. Þriðjungur vinnufærs fólks í heiminum hefur enga möguleika til að sjá sér farborða nteð atvinnu. I iðnríkjunum eru 35 milijónir launamanna atvinnulausar og þessi tala mun hækka enn frekar fram til ársins 2000. I þróunarlönd- unum eru 750 milljónir manna án at- vinnu. Þriðjungur íbúa heimsins hefur einn dollara á dag sér til framfæris. Meðal helstu fórnarlamba þessara niannlegu hörmunga eru konur. Það er ekki síst vegna viðvarandi misréttis sem þær verða fyrir á vinnumark- aðinum og í samfélaginu öllu. Þessi stefna hefur haft sínar póli- tísku afleiðingar. Þrátt fyrir að kalda stríðinu sé lokið eru viðsjár víða um heim. í Afríku er verið að tefja þróun- ina í átt til lýðræðis. Þar hefur alþýða manna orðið að taka afleiðingum að- gerða í anda nýfrjálshyggjunnar, frá hendi Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. I Suður-Ameriku hefur miklum vexti í efnahagskerfinu verið hampað. Þær tölur dylja hörinu- legar staðreyndir; bilið milli ríkra og fátækra hefur vaxið og fjöldi þeirra sem búa við algera neyð hefúr aukist með ógnvekjandi hraða. I Asíu hafa alræðisstjórnir tekið nýfrjálshyggj- unni tveim höndum. Þær hafa beitt henni fyrir sig til að sporna gegn breytingum í lýðræðisátt. Þannig hafa þær barist gegn grundvallarinannrétt- indum og rétti verkafólks til að bind- ast samtökum. I þeim löndum þar sem verkafólk bjó við áþján kommúnismans hefur bylgja óheftrar auðhyggju ruglað fólk í ríminu. Hingað til hafa þeir hagnast mest á pólitísku umskiptunum, sem áður töldust til helstu gæðinga flokks- ræðisins. Þeir hafa nú gerst ákafir tals- menn taumlausrar auðhyggju. I iðn- ríkjunum lengjast raðir atvnnnulausra stöðugt og þeim öflum vex fylgi sem boða kynþáttafordóma og fasisma, sem helst minna á tíma sem inann- kynið þarf vonandi aidrei aftur að upplifa. Frjáls og lýðræðisleg verkalýðs- hreyfing hefur verið, er og verður ómissandi afl í baráttunni gegn mis- réttinu. A síðasta ári voru hundruðir talsmanna verkalýðshreyfingarinnar af báðum kynjum drepnir fyrir að rísa upp gegn arðráni og kúgun og krefjast réttlætis. Þúsundir karla og kvenna hafa verið fangelsaðar og fjölmargir pvntaðir en aðrir hafá verið neyddir í útlegð. Við sýnum þessum píslarvottum best þakklæti okkar með því að halda áfram baráttu þeirra af endurnýjuðum [irótti: • Við megum aldrei láta blekkjast af þeiin öflum sem reyna að sundra samstöðu launafólks í hverju landi fyr- ir sig. • Við megum ekki láta blekkjast af þeim öflum sem reyna að sá sundr- ungu meðal verkafólks í þróunarlönd- unum og iðnríkjunum. Okkar svar verður að byggjast á alþjóðlegri sam- stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Or- lög þeirra milljóna sem búa á fátæk- ustu svæðum jarðarkringlunnar ættu að vera okkur öllum efst í huga. Lausn á vanda þess fólks og baráttan fyrir rétti þess er mikilvægur liður í al- þjóðlegri baráttu samtaka launafólks. • Við megum ekki láta blekkjast af þeim sem undir yfirvarpi bættrar samkeppnishæfni eru í reynd að stuðla að því að auka samkeppni meðal launafólks innbyrðis á milli landa. Þar sem markmiðið er að skapa víxlverkun launalækkana, lakari kjara og samdrát- tar í félagslegri þjónustu. Þannig er markmiðið að draga úr eftirspurn. En aukin eftirspurn er einmitt forsenda þess að sigur vinnist á fátækt og at- vinnuleysi. • Við verðum að hefja sókn. Verkalýðshreyfingin verður að rnóta stefnu sem hrindir alþjóðlegum ár- ásum á launafólk og vísar veginn út úr kreppunni. Við sigrumst ekki á vand- anum með aðgerðum einstakra þjóða. Nú ffekar en nokkru sinni fyrr verður barátta okkar að byggja á alþjóðahyg- gju. Við störfum staðbundið en verð- um að hugsa með hagsmuni launa- fólks um allan heim að leiðarljósi. • Við megum aldrei gefast upp. Við verðum að reyna allt sem við get- Útboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í við- gerðir á gangstéttum. Verkið nefnist: Gangstéttir - viðgerðir 1994. Helstu magntölur eru: Steyptar stéttir u.þ.b. 7.000 m2 Hellulagðar stéttir u.þ.b. 2.000 m2 Síðasti skiladagur er 1. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. maí 1994, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 um til að ná til þeirra milljóna sem standa utan verkalýðshreyfingarinnar, þeirra sem ekki njóta réttarins til að ganga í verkalýðsfélög og þeirra sem hungrar eftir samstilltri baráttu gegn kúguninni. • Við verðum að tryggja að sjálf- sögðum kröfum okkar verði fylgt eftir ef fjendur okkar halda áfram að hundsa þær. Þá munu milljónir launa- manna mynda órofa heild óháð landa- mærunt, á grundvelli sömu viðhorfa og lífsgilda um ffjálsa, lýðræðissinn- aða og öfluga verkalýðshreyfingu. Ávarp okkar að þessu sinni er til- einkað þeim sem búa við ómanneskju- legar og hrottalegar aðstæður vegna styrjalda, hungursneyðar og ör- birgðar. Ávarp okkar í dag á 1. maí er ákall til launafólks og samtaka þess um heim allan unt að sameinast undir merkjum alþjóðlegrar, ffjálsrar og lýðræðislegrar verkalýðshreyfingar, í baráttunni fyrir betri heimi. Auglýsing ffrá ffélagsmálaráóuneytinu Félagsmálaráðuneytið hefur að ósk hlutaðeigandi sveitarstjórna heimilað að almennar sveit- arstjórnarkosningar fari fram 11. júní 1994 í þeim sveitarfélögum sem hér eru greind: Saurbæjarhreppur, Eyjarhreppur, Miklaholtshreppur, Broddaneshreppur, Bæjarhreppur í Strandasýslu, Staðarhreppur í Vestur-Húnavatnssýslu, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri- Torfustaðahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þorkelshólshfeppur, Skagahreppur, Skarðs- hreppur í Skagafjarðarsýslu, Hálshreppur og Ljósavatnshreppur. í öðrum sveitarfélögum en ofantöldum skulu kosningar til sveitarstjórna fara fram 28. maí 1994. Dagsetningar vegna sveitarstjórnarkosninga 11. júní 1994 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst fyrsta virkan dag eftir 16. apríl, þ.e........18. apríl Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi með 300 íbúa eða færri berist oddvita yfirkjörstjórnar bréflega eigi síðar en...........................30. apríl. Sveitarstjórnarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal tilkynna yfirkjörstjórn þá ákvörðun sína eigi síðar en.....................................................7. maí. Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi.........................................14. maí. Framlengdur framboðsfrestur, ef aðeins kemur fram einn listi, rennur út...........16. maí. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en..............................................18. maí og skal framlagning hennar auglýst fyrir þann trma. Kjörskrá skal liggja frammi til kjördags. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út kl. 12 á hádegi.........28. maí. Yfirkjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir. Afrít kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörská eigi síðar en.................31. maí. Sveitarstjórn úrskurðar kærur eigi síðar en........................................4. júní. Oddviti sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóri hennar undirritar kjörskrá. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðar, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir. Sveitarstjórn skal senda oaavita yfirkjörstjórnar eintak af kjörskrá þegar kjör- skráin hefur verið endanlega undirrituð. Kjörstjórn tilkynni oddvita yfirkjörstjórnar, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðað, um breytingar á kjörská strax og dómur er genginn. Yfirkjörstjórn auglýsir hvenær kjörfundur hefst. Kjörfundi skal slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag. Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrir- vara á undan kosningum. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. Yfirkjörstjórn setur notaða atkvæðaseðla undir innsigli að talningu lokinni, þegar kosning er óbundin. Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. Yfirkjörstjórn eyðir innsigluðum atkvæðaseðlum að kærufresti loknum eða að fullnaðarúrskurði uppkveðnum hafi kosning verið kærð þegar kosning er óbundin, sbr. nr. 19. Kjörstjórn skal gefa út kjörbréf til aðalfulltrúa í sveitarstjórn og varamanna þeirra og senda, nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninganna. Félagsmálaráðuneytið, 22. apríl 1994.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.