Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 1
jóla, og komu greinilega við á álfabrennunni á Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem fjölmenni ÁLFAR og tröll gerðu víðreist á landinu í gærkvöldi, eins og jafnan á þrettánda degi brenndi út jólin. Gott veður var til brennu- halds í Hafnarfirði, en nokkuð kalt. Morgunblaðið/Golli Jólin kvödd STOFNAÐ 1913 5. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Vínartónlist á villigötum? Umsögn Jónasar Sen um Vínartónleika Sinfóníunnar | 45 Úr öskrinu í ómþýðuna Heiðar Örn Kristjánsson í Botnleðju vendir kvæði sínu ´í kross | 47 Íþróttir í dag Svíagrýlan lifir L50776 Garcia fær gálga- frest L50776 Tímamótasamningur við Þóreyju Eddu L50776 Tólf tapleikir í röð MAHMUD Abbas, formaður Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), kvaðst í gær vilja hefja friðarviðræður við stjórn Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, eftir forseta- kosningar Palestínumanna á sunnudaginn kemur. Talið er nánast öruggt að Abbas sigri í kosningunum. Abbas gagnrýndi stjórn Sharons hart á fjögurra daga kosningaferðalagi um Gaza- svæðið og kallaði hana meðal annars ?síon- íska óvininn? eftir að sjö Palestínumenn féllu í árás ísraelskra hermanna á þriðjudaginn var. Það kvað hins vegar við annan tón á blaða- mannafundi Abbas í Nablus á Vesturbakk- anum í gær. Hann sagði að færi hann með sig- ur af hólmi gæfist kjörið tækifæri til að tryggja frið og stofna Palestínuríki eins og kveðið er á um í svokölluðum Vegvísi til frið- ar. ?Við hefjum samningaviðræður eftir kosn- ingarnar. Ariel Sharon er kjörinn leiðtogi og við semjum við hann. Við leggjum Vegvísinn til friðar á borðið og segjum að við séum tilbú- in að koma öllum ákvæðum hans í fram- kvæmd.? Boðar við- ræður við Sharon Reuters Mahmud Abbas, formaður PLO, veifar til stuðningsmanna sinna á kosningafundinum í Nablus á Vesturbakkanum í gær. Nablus. AP. VEXTIR á íbúðabréfum gætu lækk- að í 4% við næsta útboð Íbúðalána- sjóðs á íbúðabréfum. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kom fram að haldi þróun ávöxtunarkröfu íbúða- bréfa áfram líkt og gerst hefur það sem af er ári muni vextir á íbúða- lánum til almennings fara niður fyr- ir 4% fyrir mitt þetta ár. Krafan ákvörðuð á markaði Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jóhann G. Jóhannsson, sviðs- stjóri áhættustýringarsviðs Íbúða- lánasjóðs, að ávöxtunarkrafa bréfa sjóðsins ráðist af markaðskjörum hverju sinni og að sjóðurinn geti ekki haft áhrif á hana. ?Útlánavextir Íbúðalánasjóðs ákvarðast af fjár- mögnunarkostnaði á markaði með 0,6% álagi. Þannig verður vaxtastig- ið 4% ef ávöxtunarkrafa í útboði er 3,4%,? sagði Jóhann. Hann sagði að ekki hefði verið endanlega ákveðið hvenær næsta útboð yrði haldið. Samkvæmt hálffimmfréttum KB banka í fyrradag var meðalávöxt- unarkrafa á markaði þá 3,45% og samkvæmt upplýsingum frá grein- ingardeild bankans var hún óbreytt við lokun Kauphallar Íslands í gær. Að sögn Snorra Jakobssonar, hag- fræðings hjá greiningardeild KB banka, er það vel mögulegt að ávöxtunarkrafan eigi eftir að lækka enn meira á næstu dögum og gæti hún þá farið niður í 3,40%. Fari svo verði vextir á íbúðabréfum til al- mennings að loknu næsta útboði, sem að hans sögn fer væntanlega fram um miðjan janúar, 4%. Hann telur sennilegt að vextir muni fara niður fyrir 4% einhvern tímann í mars eða apríl. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans segir ávöxtunarkröfu hafa farið lækkandi í byrjun þessa árs vegna væntinga um neikvæða útgáfu íbúðabréfa á árinu hjá Íbúðalána- sjóði. Kaupir meira en hann gefur út Neikvæð útgáfa þýðir að sjóður- inn kaupir meira af eigin skulda- bréfum en hann gefur út. Guð- munda telur líklegt að vaxtakjör á íbúðalánum muni nálgast 4% og jafnvel fara niður fyrir 4% í næsta útboði Íbúðalánasjóðs. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur lækkað verulega Vextir íbúðalána munu væntanlega fara niður fyrir 4% á næstu mánuðum SAUTJÁN manns var bjargað á Andaman- og Nicobar-eyjum í Ind- landshafi í gær af svæði sem enn er að mestu undir vatni eftir flóðbylgj- una miklu annan dag jóla. Meðal þeirra var fjórtán ára piltur sem hafðist við á tré í tíu daga án þess að fá vott né þurrt. ?Fyrstu dagana grét ég en svo hættu tárin að koma. Ég hafði ekkert til að borða, ekkert vatn til að drekka og var alveg hjálpar- laus,? sagði pilturinn, sem heitir Murlitharan. Hann kvaðst ekki kunna að synda. Að minnsta kosti 10.000 manns fórust í náttúruhamförunum á Ind- landi, þar af um 1.200 á Andaman- og Nicobar-eyjum. Um 5.500 er enn saknað á eyjaklasanum. Beið á tré í tíu daga Port Blair. AFP. BRESKA stjórnin hyggst beita sér fyrir ?nýrri Marshall-aðstoð? í baráttunni gegn fá- tækt í heiminum. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, skýrði frá þessu í ræðu í gær og sagði að aðstoðin ætti að felast í því að allar skuldir fátækustu þjóða heims yrðu afskrif- aðar og fjárhagsaðstoðin við þróunarlönd yrði aukin um helming. Brown sagði að Bretar myndu beita sér fyr- ir aðstoðinni á vettvangi G-8-hópsins, átta helstu iðnríkja heims, þar sem þeir eru nú í forsæti. Fjármálaráðherrann áréttaði að breska stjórnin væri hlynnt því að lánardrottnar veittu greiðslufrest eða gæfu eftir eitthvað af skuldum þeirra ríkja sem urðu verst úti í nátt- úruhamförunum við Indlandshaf annan í jól- um. Hann lagði hins vegar áherslu á að auðugu ríkin þyrftu einnig að takast á við orsakir fá- tæktar í öllum þróunarlöndunum. Brown lagði til áætlun, sem hann líkti við Marshall-aðstoðina, fjárhagsaðstoð Banda- ríkjanna við ríki Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræddi einnig áætlunina á blaðamannafundi í gær og sagði að náttúruhamfarirnar við Ind- landshaf væru álíka mannskæðar og ?hörm- ungarnar sem ganga yfir Afríku í hverri viku?. Auðugu ríkin gætu afstýrt hörmungum sem ættu rætur að rekja til fátæktar en ekki nátt- úruhamförum. Brown tók í sama streng og sagði að á hverj- um degi dæju 30.000 börn úr hungri í Afríku. Leggja til ?Marshall- áætlun? gegn fátækt Bretar beita sér fyrir stóraukinni aðstoð við fátæk þróunarlönd London. AFP, AP. L52159 Vill að aðstoðin/14