Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 14

Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VERKAMENN tengja nýjar raf- magnslínur í bænum Nagapatt- inam, um 350 km suður af Madras á Indlandi í gær. Meira en 15.000 Ind- verjar biðu bana þegar flóðbylgjan öfluga reið þar á land á öðrum degi jóla. Um 140.000 fiskimenn hafast nú við í neyðarskýlum en hörmung- arnar jöfnuðu hús þeirra við jörðu. Reuters Leggja nýjar rafmagnslínur KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær ríki heims til að láta strax af hendi í reiðufé einn milljarð dollara, rúm- lega 62 milljarða ísl. kr., svo unnt væri að bregðast af krafti við afleið- ingum hamfaranna í Asíu. Sagði hann, að um fimm milljónir manna ættu um sárt að binda. Kom þetta fram á dagsráðstefnu, sem efnt var til í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, en hana sóttu leiðtogar eða aðrir frammámenn 26 ríkja og alþjóðastofnana. Ríki heims hafa raunar þegar heitið að leggja fram meira en 250 milljarða kr. en Annan lagði áherslu á, að það væri ekki að- eins mikilvægt, að við fyrirheitin yrði staðið, heldur ekki síður, að þau yrðu í reiðufé. Það væri forsenda þess, að unnt væri að halda uppi margvíslegu hjálparstarfi á ham- farasvæðunum. Að minnsta kosti 146.000 manns fórust í 11 löndum við Indlandshaf í hamförunum á öðrum degi jóla og óttast er, að sú tala geti jafnvel tvö- faldast af völdum sjúkdóma og hungurs verði ekki brugðist strax við. Sagði Annan, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu aldrei í 60 ára sögu sinni staðið frammi fyrir umfangs- meira hjálparstarfi. Hjálparstarf Bandaríkjanna undir forystu SÞ Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á ráðstefn- unni, að hópur nokkurra ríkja, sem hefðu sérstaklega ætlað að standa saman að hjálparstarfi, Bandaríkj- anna, Japans, Ástralíu og Indlands, hefði verið leystur upp. Myndu þessi ríki framvegis vinna að hjálparstarf- inu undir forystu SÞ. Áður hafði stofnun fjögurra ríkja hópsins verið harðlega gagnrýnd og þótti sumum sem hún sýndi enn einu sinni óvild Bandaríkjanna í garð Sameinuðu þjóðanna. Framlög ríkja, stofnana og ein- staklinga vegna hamfaranna hafa verið mikil og er það að sumu leyti rakið til þess, að þær voru óvenju al- þjóðlegar ef svo má segja. Í þeim fórst fólk eða er saknað frá 52 lönd- um. Evrópusambandið ákvað í gær að leggja næstum 30 milljarða kr. af mörkum og eru þá heildarframlög þess og einstakra ríka innan þess komin í 167 milljarða kr. Þróunar- banki Asíu lagði einnig fram um 30 milljarða kr. í gær og stöðugt berast fréttir um ný eða aukin framlög ann- ars staðar frá. Loforðin hafa ekki alltaf verið efnd Áhyggjuefni er hins vegar það, eins og sýndi sig eftir jarðskjálftann í Bam í Íran og hefur sýnt sig í Afg- anistan, að oft er ekki staðið við nema hluta loforðanna. Hefur Ann- an vafalaust haft það í huga er hann bað um reiðufé og það án tafar. Á ráðstefnunni í Jakarta var einn- ig samþykkt að koma upp kerfi til að vara við flóðbylgjum á Indlandshafi en slíkur búnaður hefur verið á Kyrrahafi í áratugi. Hafa Banda- ríkjamenn, Japanir og Rússar meðal annars lofað aðgangi að sínum kerf- um. Ráðstefnan fagnaði sérstaklega því frumkvæði sumra vestrænna ríkja að frysta og hugsanlega að gefa eftir eitthvað af skuldum þeirra ríkja, sem verst urðu úti í hamför- unum. Vill að aðstoðin verði í reiðufé og berist strax Samþykkt á leiðtogafundi í Jakarta í Indónesíu að koma upp kerfi til að vara við flóðbylgjum á Indlandshafi Jakarta. AFP. Reuters Grafsteinar úr kirkjugarði í þorpinu Pandiruppu á Sri Lanka hafa færst úr stað og liggja nú í sjávarmálinu. Vitað er að um 30.500 fórust á Sri Lanka í náttúruhamförunum 26. desember sl. FÓLK sem tilheyrir Jarawa-ættbálknum á Suð- ur-Andaman-eyjum á Indlandshafi kom út úr skógarþykkninu í gær til að skýra umheiminum frá því að allir sem ættbálknum tilheyra hefðu sloppið ómeiddir úr náttúruhamförunum á Ind- landshafi. Á Andaman og Nicobar-eyjum búa fimm ætt- bálkar sem sagðir eru á steinaldarstigi og hafa búið þar í minnst 60.000 ár. Ekki er nákvæm- lega vitað um hversu marga ræðir en talið er að fjöldinn sé á bilinu 400 til 1.000 manns. Mann- fræðingar hafa áhyggjur af framtíð þessara ætt- bálka þar sem tilverugrundvöllur þeirra hafi all- ur raskast stórlega við hamfarirnar. „Við erum öll örugg. Við erum í skóginum í Balughat,“ sagði Ashu, einn úr ættbálknum er hann kom út úr skóginum ásamt sex fylgdar- mönnum sínum og flutti umheiminum þessi tíð- indi með aðstoð túlks. Allir báru mennirnir boga og örvar. Ashu bannaði fréttamönnum sem með voru í för að taka myndir. „Við veikjumst ef teknar eru af okkur myndir,“ sagði hann. Engar fregnir höfðu borist af Jarawa-fólkinu frá 26. desember. Í ættbálknum eru um 250 manns. Eftir því sem næst verður komist urðu ættbálkarnir fimm ekki fyrir manntjóni í ham- förunum. Fólkið mun hafa tekið eftir breyt- ingum á hegðun dýra og því afráðið að hraða sér frá ströndinni áður en flóðbylgjan reið yfir. Ashu vildi ekki ræða þetta í gær. „Heimur minn er frumskógurinn. Ykkar heimur er fyrir utan. Okkur líkar ekki við fólk sem kemur að utan,“ bætti hann við. Þá sögðu sérfræðingar í gær að allir meðlimir Onge-ættbálksins, sem sagt var frá á forsíðu Morgunblaðsins í gær, hefðu sloppið óskadd- aðir. Allir 98 meðlimir ættbálksins hefðu verið skoðaðir og þeir væru allir við hestaheilsu. „Við veikjumst ef teknar eru af okkur myndir“ Steinaldarfólkið á Ind- landshafi við góða heilsu YFIRMAÐUR Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF, fagn- aði í gær þeirri ákvörðun stjórn- valda í Indónesíu að banna ættleiðingu barna sem misstu for- eldra sína í náttúruhamförunum við Indlandshaf. Stjórnvöld á Sri Lanka gerðu hið sama í gær og gildir bannið um óákveðinn tíma. Carol Bellamy, framkvæmda- stjóri UNICEF, lýsti yfir því á fundi með blaðamönnum í Jakarta að ákvörðun stjórnvalda frá því fyrr í vikunni væri til fyrirmyndar. Ákvörðun þessi var tekin til að vernda börnin en margir óttast mjög að munaðarlaus börn á ham- farasvæðunum verði seld, ættleidd með óleyfilegum hætti eða misnot- uð á einn veg eða annan. Bellamy sagði UNICEF hafa fengið af því fregnir að glæpa- gengi sem seldu börn til ættleið- ingar hefðu starfað í Aceh-héraði í Indónesíu áður en hamfarirnar riðu yfir. Fregnir hermdu og að þessir hópar reyndu nú að nýta sér ástandið og ræna munaðar- lausum börnum. „Þetta líkist þjófunum sem fara á stjá þegar rafmagnið fer,“ sagði Bellamy. Bann stjórnvalda í Indónesíu kveður m.a. á um að börn yngri en 16 ára megi ekki fara úr Aceh- héraði nema í fylgd foreldra sinna. Fólki verður einungis leyft að styrkja börn fjárhagslega en ætt- leiðingar verða bannaðar. Börnin verða á heimilum sem ríkið rekur. Bellamy sagði liggja fyrir að fólk í öðrum löndum vildi gjarnan ættleiða börn sem misst hefðu for- eldra sína. Hún kvaðst þeirrar hyggju að fyrst ætti að láta reyna á hvort ættmenni munaðarlausu barnanna gætu ekki tekið þau að sér. Hefð væri fyrir slíku í þessum heimshluta og þess bæri að freista að nýta hana. Tryggja þarf stöðugt umhverfi og kunnuglegt Bellamy var í Aceh á miðviku- dag og sagði áríðandi nú að tryggja börnunum stöðugt um- hverfi og kunnuglegt. Í því efni væri sérlega mikilvægt að hefja skólastarf sem fyrst fyrir mun- aðarlaus börn. „Börnin nefndu að þau langaði aftur í skólann. Ein leið til þess að bregðast við áfallinu sem börnin hafa orðið fyrir er að hjálpa þeim að komast sem fyrst í skólann jafnvel þótt skólinn hafi eyðilagst. Það má nota tjöld. Við erum að tala um uppfræðslu ekki nauðsyn- lega skólabyggingar,“ sagði hún. Áhugasamtök á Indlandi hafa hvatt stjórnvöld þar til að banna ættleiðingar í eitt ár til að tryggja að munaðarlaus börn komist ekki í hendur illvirkja og glæpamanna. Vilja þau að bann þetta taki til strandhéraða. Þess hefur verið krafist að stjórnvöld setji slíkt bann án tafar til að vernda börn sem misstu foreldra sína í hamför- unum á Indlandi. „Börnin langar aftur í skólann“ UNICEF fagnar banni við ættleið- ingu munaðarlausra barna í Indónes- íu til að vernda þau fyrir illþýði Jakarta. AFP. Jirkatang. AP, AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.