Morgunblaðið - 07.01.2005, Page 23

Morgunblaðið - 07.01.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 23 DAGLEGT LÍF Ekki einasta breiðir MargrétBjörnsdóttir út hlýjan faðm-inn með bros á vör þar sem hún stendur í gættinni heima hjá sér og tekur á móti bláókunnu innrás- arliði, heldur reiðir hún líka fram ný- bakaðar pönnukökur. Og hún hefur lagt á borð ævafornt gullslegið spari- stell sem er listaverki líkast. En mest um verð er hlýjan allt um vefjandi. Engu líkara en að við höfum alltaf þekkst þó við séum að hittast fyrsta sinni. Margrét er sérstök kona og óhrædd við að fara sínar eigin leiðir. Hana hafði dreymt um það alla ævi að læra á píanó og lét loks verða af því fyrir einu og hálfu ári síðan, þegar hún stóð á áttræðu. „Allt hefur sinn tíma og það er aldrei of seint að gera það sem mann langar til. Ég var allt í einu tilbúin í þetta, bæði í huganum og öllum aðstæðum. Nú hef ég efni á þessu, ég er ekki að eyða pening- unum í bíóferðir, böll eða áfengi og mér finnst sjálfsagt að ég veiti mér þá ánægju sem tónlistarnámið gefur mér. Nú hef ég líka nægan tíma og vilja til að meðtaka námið og þetta er svo góð hugarleikfimi. Ég keypti mér reyndar hljómborð fyrir nokkrum áratugum en hef ekki snert á því fyrr en núna. Það hefur beðið hérna hjá mér eftir því að ég væri tilbúin,“ segir Margrét með sínu geislandi brosi og bætir við að hún hafi ekki séð nokkra ástæðu til að láta það aftra sér að hefja píanónám þó hún væri orðin átt- ræð. „Maður á að fylgja sinni innri rödd og þegar ég sá auglýsinguna frá honum Ástvaldi Traustasyni píanó- kennara, þar sem það kom fram að hann kenndi fólki meðal annars að spila eftir eyranu, þá var því hvíslað að mér að ég ætti að slá til. Og ég hef ekki séð eftir því, þetta gefur mér svo mikið og hann Ástvaldur er frábær kennari sem hefur hjálpað mér að finna sjálfa mig.“ Ástvaldur er ekki síður ánægður með Margréti sem er aldursforseti í skólanum hjá honum og hann segir hana frábæran nemanda. „Hún er svo jákvæð og skemmtileg og auk þess ótrúlega dugleg og sam- viskusöm. Hún æfir sig alltaf vel heima og mér finnst forréttindi að fá að leiðbeina henni í tónlistarnáminu. Hún kennir mér ekki síður en ég henni.“ Skólinn hans Ástvalds heitir Tónheimar og þar er námið ekki háal- varlegt agað akademískt nám, heldur er það hugsað fyrir fólk sem langar fyrst og fremst að læra að spila fyrir sjálft sig og ánægjuna. „Ég vil færa tónlist og tónlistarnám af stalli og nær hinum almenna borgara sem hefur einmitt eins og Margréti alltaf langað til að spila. Af því að tónlist er ekki neitt sem stendur utan við okk- ur, hún býr í okkur öllum. Hún er við sjálf.“ Söng undir stýri í Bjöllunni Margrét fer einu sinni í viku í tón- listartíma til Ástvalds og þá hefur hún alltaf með sér lítinn engil í gler- kúlu sem hún stillir upp á píanóið á meðan á kennslustundinni stendur. „Þetta er verndarengillinn minn. Ég á þrjár ömmustelpur í Færeyjum og ein þeirra, hún Guðrún, sendi mér þennan engil og sagði mér að ég ætti alltaf að hafa hann hjá mér og hann ætti að passa mig. Okkur mannfólk- inu veitir heldur ekkert af því að hafa hjá okkur engla. Margir missa svo mikið samband við sjálfa sig í hraða nútímans og þeir taka ekki eftir þeg- ar innri röddin hvíslar einhverju að þeim, en ég hef lært að það skiptir miklu máli í lífinu að leggja eyrun vel við þegar sú rödd bærir á sér.“ Aðspurð segist Margrét alla tíð hafa haft mikið yndi af tónlist. „Ég hlusta mikið á tónlist og hún hreyfir gjarnan við mér. En ég held ég sé laglaus og ég syng aldrei svo nokkur heyri, en þegar ég átti Volkswagen bjölluna á sínum tíma, þá söng ég oft fullum hálsi undir stýri ef eitthvað í útvarpinu höfðaði til mín.“ Íslands amma til alls vís Margrét var komin á sextugsaldur þegar hún tók upp á því að taka bíl- próf og kaupa sér bíl. „Fólk hélt að ég væri orðin eitthvað biluð að gera þetta á þeim aldri, það tæki því ekki fyrir mig og ég væri allt of tauga- veikluð til þess. En þegar ég ákveð eitthvað þá fylgi ég því eftir og ég lét engar úrtölur stjórna því hvort ég tæki bílpróf eða ekki, enda fór það allt vel.“ Og það er aldrei að vita hverju ólíkindatólið Margrét á eftir að taka upp á, enda segist hún hafa nægan tíma. „Miðill nokkur sagði mér að ég ætti eftir að verða hundrað ára og mér dettur örugglega eitthvað í hug á þeim árum sem ég á eftir. Kannski ég haldi einhverntíma tón- leika?“ segir hún og skellihlær, konan sem Færeyingar kölluðu Íslands ömmu þegar hún dvaldi þar í sex mánuði hjá dóttur sinni fyrir tveimur árum. Og hún veit fátt fegurra en horfa á fólk dansa tangó. Og henni þykir vænt um lífið þó það hafi ekki alltaf farið um hana blíðum höndum. Margrét hefur aldrei látið neikvæðni ná tökum á sér og segir það hafa bjargað sér í lífinu. „Ég væri út við sundin blá, ef ég hefði ekki haft já- kvætt hugarfar til að létta mér lífið.“  FRAMTAKSSEMI | Skellti sér í píanónám þegar hún stóð á áttræðu Allt of fáir fylgja sinni innri rödd en það gerði Margrét Björnsdóttir þegar hún hóf píanónám á níræðisaldri. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti þessa huguðu konu. Morgunblaðið/Jim Smart Ástvaldur leiðbeinir Margréti við að spila Heims um ból. khk@mbl.is Lét gamlan draum rætast Verndarengillinn góði frá Færeyjum. „VIÐ komum til með að fljúga nú í fyrsta skipti til Feneyja og mun- um samnýta leiguflugið með Úr- vali-Útsýn alla miðvikudaga í sumar,“ segir Laufey Jóhanns- dóttir, framkvæmdastjóri Plús- ferða. Í Feneyjum verða Plúsferðir með eitt hótel, tvö í ítölsku borg- inni Mestre og þrjú í strandbæn- um Lido di Jesolo. Hagstæðasta verðið hjá Plúsferðum á Fen- eysku rívíeruna fyrir hjón með tvö börn nemur tæpum 55 þúsund krónum í viku en tveir fullorðnir í íbúð þyrftu að greiða tæplega 70 þúsund krónur fyrir jafnlanga ferð. Að sögn Laufeyjar virðist mik- ill áhugi fyrir Ítalíu-ferðunum ef marka má fyrstu viðbrögð og því ekki ástæða til annars en bjart- sýni á komandi ferðasumar. Plúsferðir bjóða upp á vorferð- ir til Kúbu, Antalya í Tyrklandi, Marrakech í Marokkó, Aþenu í Grikklandi, Lissabon í Portúgal og Madrídar á Spáni. Billund á Jótlandi Að sögn Laufeyjar munu Plús- ferðir svo, líkt og í fyrrasumar, bjóða upp á vikulegt flug á laug- ardögum til Billund á Jótlandi í sumar. „Við erum eina íslenska ferðaskrifstofan sem það gerir, en þangað sækja Íslendingar gjarnan í sumarhús auk þess sem við erum að stíla inn á Dani og Íslendinga búsetta á Jótlandi sem vilja ferðast til Íslands.“ Flugsæti til Billund báðar leiðir kemur til með að kosta 22.430 kr. með sköttum, en 800 krónum minna fyrir börn. Að sögn Laufeyjar er hér ekki um tæmandi ferðaframboð ferða- skrifstofunnar að ræða fyrir komandi sumar því von sé á frek- ari nýjungum frá Plúsferðum í febrúarbyrjun. Morgunblaðið/Ómar Flogið verður til Feneyja á mið- vikudögum í sumar. Mikill áhugi á Ítalíu  FERÐALÖG | Plúsferðir  ! " #   $%  !#$  & % &   '  ( )  &   Hagstæðasta netverðið hjá Úr- vali-Útsýn á Feneysku rívíeruna með gistingu fyrir hjón með tvö börn í viku nemur rúmum 60 þús- und krónum með sköttum á mann- inn og jafnlöng ferð fyrir tvo kostar tæplega 90 þúsund krónur. Samhliða beinu flugi til Feneyja, „OKKAR nýjungar á komandi sumri felast fyrst og fremst í beinu viku- legu leiguflugi til Feneyja á Ítalíu. Flogið verður alla miðvikudaga í sumar, frá maílokum til ágústloka, beint til Feneyja þar sem lent verð- ur á Marco Polo-flugvellinum. Svæðið þar í kring sem við köllum einu nafni Feneysku rívíeruna finnst okkur spennandi kostur, sem opnar fjölbreytta möguleika fyrir íslenska ferðalanga,“ segir Helgi Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Flogið verður með 757-200 vélum Flugleiða sem taka 189 manns í sæti. Auk Feneyja kynnir Úrval-Útsýn tvo nágrannabæi Feneyja fyrir Ís- lendingum, strandbæinn Lido di Jesolo og borgina Mestre. Lido di Jesolo sem státar m.a. af 14 kíló- metra langri sandströnd og aragrúa veitingastaða og verslana er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Fen- eyjum og þangað má t.d. komast á milli með almenningssamgöngum. Borgin Mestre er uppi á fastaland- inu en tengist Feneyjum með brú. Að sögn Helga er Mestre ekki strandbær, heldur nútímaleg ítölsk borg, sem hefur upp á allt það að bjóða sem fólk í fríi er að leita eftir. „Við erum aðeins með eitt hótel á eyjunum sjálfum, en fjögur hótel í strandbænum Lido di Jesolo og fjögur hótel í Mestre, sem er aðeins í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Feneyjum. Í Mestre er sömuleiðis vöruhús með ítalskan tískuvarning þar sem verðlag er hagstæðara en í Feneyjum.“ Ítalía hefur ekki verið inni á kort- inu hjá Úrvali-Útsýn í nokkur ár, en þar á bæ er nú, að sögn Helga, litið á Feneysku rívíeruna sem framtíðar- áfangastað þar sem Ítalía virðist eiga miklum vinsældum að fagna meðal Íslendinga almennt. hyggst Úrval-Útsýn endurvekja ferðir til Portoroz í Slóveníu eftir langt hlé, en þangað er tæplega tveggja tíma akstur frá Marco Polo- flugvellinum í Feneyjum. „Við erum að fá gríðarlega góð viðbrögð þessa dagana við þessum nýjungum okkar og má segja að síminn hafi ekki stoppað,“ segir Helgi. Vorferðir, sem Úrval-Útsýn efnir til með hækkandi sól, hafa sömu- leiðis hlotið góðan hljómgrunn, en þá er ferðinni heitið m.a. til Kúbu, Antalya og Belek í Tyrklandi, Marrakech í Marokkó, Aþenu í Grikklandi, Lissabon í Portúgal og Madrídar á Spáni. „Þetta er aðeins það framboð, sem við erum nú þegar búin að setja á markað, en í byrjun febrúar má vænta þess að við kynnum okkar endanlega sumarframboð. Þá má vænta frekari nýjunga,“ segir Helgi. Beint flug til Feneyja í sumar Reuters Auk þess sem boðið verður upp á ferðir til Feneyja og Feneysku rívíer- unnar mun einnig verða boðið upp á ferðir til Portoroz í Slóveníu.  FERÐALÖG | Úrval-Útsýn      *% %  +)  ) ,#%  +  '   - .. /)  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.