Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UM LEIÐ og ég óska borgar-
búum gleðilegs nýs árs, vil ég benda
á nokkrar staðreyndir um fjárhag
Reykjavíkurborgar og
væntanlega þróun
hans á nýhöfnu ári.
Borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins, með
formann Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga í
fararbroddi, hafa á
liðnum vikum gagn-
rýnt útsvarshækkun í
Reykjavík og efnt til
auglýsinga í fjöl-
miðlum í því skyni að
útmála fjárhag höf-
uðborgarinnar heldur
dökkum litum. Stað-
reyndirnar ættu þó að
vera formanni sambandsins nær-
hendis, því upplýsingar um fjármál
sveitarfélaga eru öllum aðgengileg-
ar á vef Sambands íslenskra sveitar-
félaga, www.samband.is.
Verkefni sveitarfélaga og
fjármögnun þeirra
Sveitarfélögin í landinu hafa á liðn-
um árum tekið við fjölmörgum verk-
efnum samfélagsþjónustunnar af
ríkisvaldinu. Um stærstu verkefnin
hefur verið þverpólitísk samstaða
sem byggir á því að þjónustu á borð
við grunnskólakennslu eigi að vera
stjórnað sem næst notendunum.
Önnur verkefni hefur ríkið falið
sveitarfélögunum óumbeðið. Ríki og
sveitarfélög hafa samið um tiltekna
tekjuskiptingu vegna sumra þessara
verkefna og er sú tekjuskipting til
sífelldrar endurskoðunar. Fram hef-
ur þó komið að ráðherrar og sumir
sveitarstjórnarmenn telja að um-
ræða um eflda tekjustofna sveitarfé-
laga sé fráleit á meðan sveitar-
félögin nýta ekki þá tekjustofna sem
þau hafa fyrir. Hvað sem því líður
þá er ljóst að aukin þjónusta kostar
peninga og sú er ástæðan fyrir
hækkun útsvars í Reykjavík.
Tvískinnungur formanns
Sambands sveitarfélaga
Talsmaður Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn er einnig formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og hlýtur sem slíkur að bera nokkra
ábyrgð á þeim samningum sem
gerðir hafa verið við ríkisvaldið um
tekjuskiptingu vegna aukinna verk-
efna. Þess vegna hljóta sveitar-
stjórnarmenn að veita því sérstaka
athygli þegar hann tjáir sig um út-
svarsprósentu einstakra sveitarfé-
laga. Hvers vegna var formaðurinn
að semja um útsvarsprósentu upp á
13,03% ef sveitarfélög mega ekki
nýta sér hana við þær aðstæður sem
nú eru uppi? Í því sambandi er rétt
að benda á að kostnaðarauki
Reykjavíkurborgar vegna samninga
við kennara losar milljarð króna á
ári en útsvarshækkunin skilar 740
milljónum króna.
Samanburður
sveitarfélaga
Sjálfstæðisflokkurinn
virðist vera að minnsta
kosti tveir flokkar þeg-
ar kemur að umræðu
um fjármál sveitarfé-
laga, annars vegar
meirihlutaflokkur og
hins vegar minni-
hlutaflokkur. Stefnan
fer eftir úrslitum
næstu kosninga á und-
an. Þar sem þeir eru í
minnihluta á að gera
allt í senn, lækka skatta, greiða
skuldir og auka þjónustu. Þar sem
þeir eru í meirihluta virðist meiri
tenging við veruleikann. Það er
nauðsynlegt í umræðu um fjármál
sveitarfélaga að bera saman nokkr-
ar lykiltölur nokkurra sveitarfélaga
og alveg ástæðulaust fyrir Sjálf-
stæðismenn að kveinka sér undan
því eins og sjá má í meðfylgjandi
töflum. Þær eru unnar upp úr Ár-
bók sveitarfélaga 2004 og end-
urspegla stöðuna samkvæmt nýj-
ustu ársreikningum, þ.e. fyrir árið
2003.
Skatttekjur á íbúa:
Reykjavík 256 þkr.
Kópavogur 249 þkr.
Akureyri 248 þkr.
Garðabær 269 þkr.
Seltjarnarnes 281 þkr.
Skuldir á íbúa:
Reykjavík 177 þkr.
Kópavogur 389 þkr.
Akureyri 256 þkr.
Garðabær 306 þkr.
Seltjarnarnes 114 þkr.
Skuldir Reykjavíkurborgar eru
því vel viðráðanlegar og er borgin
betur í stakk búin til að greiða sínar
skuldir en margir nágrannanna.
Orkuveita Reykjavíkur
Það vekur furðu margra að heyra
sjálfstæðismenn tala um Orkuveitu
Reykjavíkur sem fjárhagslegt
vandamál fyrir Reykjavíkurborg og
á köflum virðist manni sem þeir vilji
helst losna við Orkuveituna úr eigu
borgarinnar. Eða hvernig á öðruvísi
að túlka málflutning sjálfstæðis-
manna undanfarin misseri? Það er
fróðlegt að bera saman efnahag
Orkuveitunnar og annars fyrirtækis
á orkusviði, Landsvirkjunar, til að
fólk átti sig á fjárhagslegum styrk
fyrirtækjanna, en tölurnar eru úr
ársreikningum 2003 og eru í millj-
örðum króna:
Orkuveita Reykjavíkur:
Tekjur 12
Hagnaður 1,3
Eigið fé 40
Skuldir 30
Landsvirkjun:
Tekjur 13
Hagnaður 1,6
Eigið fé 41
Skuldir 93
Lína Sjálfstæðismanna virðist
vera sú að fjargviðrast nóg um Línu
Net og risarækjur og þá muni borg-
arbúar smám saman fara að tor-
tryggja Orkuveituna og stöðu henn-
ar. Á sama tíma er það þó gagnrýnt
að Orkuveitan greiði arð af starf-
seminni til borgarsjóðs. Svona mál-
flutningur er vitaskuld ekki boðleg-
ur. Þá má bæta því við að afkoma
Orkuveitunnar var afar góð á ný-
liðnu ári, svo góð að fyrirtækið býð-
ur nú lægst raforkugjöld sem þekkj-
ast á landinu þrátt fyrir að það
standi í afar mikilli fjárfestingu.
Að lokum
Hreinar skuldir borgarsjóðs
Reykjavíkur munu lækka talsvert á
þessu nýhafna ári. Væntanlega
munu þær verða um 6,6 milljarðar í
árslok. Á móti þessum skuldum
standa vitaskuld verulegar eignir.
Þær eru metnar á 87,7 milljarða
króna. Ársvelta borgarsjóðs er 41
milljarður þannig að gerðu menn
ekki annað frá áramótum en að
greiða niður skuldir þá væru þær
uppgreiddar í lok febrúar.
Fjármálum Reykjavíkurborgar
ber að stýra af festu og ábyrgð og
það munum við í Reykjavíkurlist-
anum gera hér eftir sem hingað til
en láta Sjálfstæðisflokknum eftir
auglýsingar í dagblöðum.
Um fjárhag Reykjavíkurborgar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
fjallar um fjármál Reykjavík-
urborgar ’Sjálfstæðisflokkurinnvirðist vera að minnsta
kosti tveir flokkar þegar
kemur að umræðu um
fjármál sveitarfélaga,
annars vegar meiri-
hlutaflokkur og hins
vegar minnihluta-
flokkur.‘
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Höfundur er borgarstjóri.
LENGI tekur sjórinn við. Orð sem
hafa hljómað um langt skeið. Úrgang-
ur og frárennsli hafa
verið losuð í sjóinn án
umhugsunar og hverjar
eru afleiðingarnar?
Streymi mengunarefna
til sjávar hefur stórlega
dregið úr gæðum hafs-
ins víða um heim.
Ofauðgun næringarefna
leiðir til óhóflegs þör-
ungablóma, skaðleg efni
í botnmálningu skipa or-
saka ófrjósemi marg-
víslegra skeldýra, þrá-
virk lífræn efni hlaðast
upp í lífverum með ófyr-
irséðum afleiðingum. Upptalningin er
löng og lengist enn.
Mengun hafsins er ekki mál einnar
þjóðar. Umferð skipa er óháð landa-
mærum og mengunarefni frá landi
berast oft langar vegalengdir. Þrávirk
lífræn efni dreifast með loft- og haf-
straumum frá stóru meginlöndunum
og setjast að á köldum svæðum þar
sem þau ganga inn í lífkerfið. Ein-
göngu alþjóðlegt samstarf og samn-
ingar geta því stuðlað að verndun
heimshafanna svo gagn sé að.
Yfirgnæfandi hluti þeirrar meng-
unar sem á endanum lendir í hafinu á
uppruna sinn í landi, eða um 80%.
Mengunarefni berast með fráveitu-
kerfum, árvatni og vindi. Alþjóða-
samfélagið hefur gripið til margskonar
aðgerða í því skyni að stöðva dreifingu
mengunar við upptök því allar aðgerð-
ir eru erfiðari og dýrari eftir að meng-
unin hefur náð til sjávar. Árið 1995
samþykktu yfir 100 þjóðir, þ.m.t. Ís-
lendingar, alþjóðlega framkvæmda-
áætlun um að draga úr mengun frá
landi og er unnið að framgangi áætl-
unarinnar víða um heim. Árið 2001 gaf
umhverfisráðuneytið út sérstaka áætl-
un fyrir Ísland og varð þar með annað
ríkið í heiminum sem
gekk frá sérstakri lands-
áætlun.
Hér hefur markvisst
verið unnið að því að
draga úr mengun frá bú-
setu og iðnaði, m.a. í
samræmi við ákvæði ís-
lensku framkvæmda-
áætlunarinnar. Í starfs-
leyfum fyrirtækja eru
ákvæði um loftmengun,
frárennsli, efnis-
meðhöndlun og förgun
úrgangs. Breytingar á
urðun úrgangs hafa
dregið umtalsvert úr streymi sigvatns
og foki mengunarefna til sjávar og
margvíslegar aðgerðir opinberra og
einkaaðila hafa miðað að því að við-
halda hreinu hafsvæði umhverfis Ís-
land. Án efa teljast þó þær úrbætur
sem sveitarfélög hafa gert í fráveitu-
málum til mestu umhverfisbætandi að-
gerða sem gripið hefur verið til. Reyk-
víkingar þurfa ekki að líta langt aftur
til þess að minnast þess þegar böðun
var bönnuð í Nauthólsvík, skólpúði
gekk yfir sum íbúðahverfi í hvassri
hafátt og fjörur voru fullar af allra
handa úrgangi. Mörg sveitarfélög hafa
unnið ötullega í sínum fráveitumálum
en þó eiga mörg enn margt ógert.
Mengun frá skipum
Þegar minnst er á mengun sjávar frá
skipum dettur örugglega mörgum í
hug Exxon Valdez, Prestige og jafnvel
fleiri þekkt stór og mikil mengunar-
óhöpp þar sem þúsundir tonna af þrá-
virkri hráolíu renna í sjóinn nálægt
Mengun hafs
og stranda
Kristján Geirsson skrifar
um mengun
Kristján Geirsson
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að
löggjafarstarfi.“
Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir: „Ég vil hér með votta okkur mína
dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóð-
félagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttar-
dómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófessorsmálinu“.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku
umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverf-
isvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“
kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð
vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að
lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar