Morgunblaðið - 07.01.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 31
MINNINGAR
✝ Páll Lúðvíkssonfæddist í Reykja-
vík 11. mars 1926.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 31. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sveinn
Lúðvík Sigmunds-
son, vélstjóri og yfir-
verkstjóri í Reykja-
vík, f. í Reykjavík 29.
júlí 1903, d. 1. janúar
1947, og Alexía Sess-
elía Pálsdóttir hús-
móðir og verslunar-
kona, f. í Reykjavík
29. maí 1900, d. 20. júní 1976. Þau
bjuggu alla tíð í Reykjavík. Systk-
ini Páls eru Kristín, f. 1928, Har-
aldur, f. 1930, d. 2003, Sigmundur,
f. 1931, d. 1976, Guðlaug Ágústa, f.
1933, og Erla Sigrún, f. 1936.
Páll kvæntist 19. maí 1956 Ásu
Fanneyju Þorgeirsdóttur fé-
lagsráðgjafa, f. á Ísafirði 16. sept-
ember 1930. Foreldrar hennar
voru Þorgeir Ólafsson, f. á Snæ-
fjallaströnd 12. febrúar 1898, d.
30. desember 1967, og Jóna Jóns-
f. 4. apríl 2004. Úlfar, f. 21. júlí
1989. Fannar, f. 16. júní 1995.
Páll var stúdent frá MR 1947,
lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði
frá HÍ 1950 og lauk námi í véla-
verkfræði frá DTH í Kaupmanna-
höfn 1953. Eftir nám starfaði Páll
á verkfræðistofu P. Schönning í
Kaupmannahöfn 1953 en hélt þá
heim til Íslands og hóf störf hjá
tæknideild og síðar teiknistofu
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga. Hann starfaði þar til 1986
og stofnaði þá ráðgjafarfyrirtækið
Nýju teiknistofuna ásamt sam-
starfsmönnum frá teiknistofu SÍS
og starfaði þar til ársins 1995. Páll
sat í nefnd sem undirbjó B.Sc.-nám
í verkfræði við HÍ 1970–1973 og
var stundakennari í verkfræði-
deild HÍ 1974–1981. Páll hefur
gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir
verkfræðinga, m.a. sat hann í
stjórn Stéttarfélags verkfræðinga
1958, 1963–1964 og 1968–1970, í
stjórn Verkfræðingafélags Íslands
1964–1965. Þá var hann í ritnefnd
TVFÍ 1974–1986 og ritstjóri
Fréttabréfs VFÍ 1976–1984. Páll
sat í Kröflunefnd 1974–1978. Páll
var einn af stofnfélögum Kæli-
tæknifélags Íslands og formaður
félagsins 1990–1994.
Útför Páls fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
dóttir, f. í Skutuls-
firði 5. nóvember
1897, d. 4. desember
1991. Börn Páls og
Ásu eru: a) Þorgeir, f.
22. október 1956,
maki Sesselja Bene-
diktsdóttir, f. 3. apríl
1956. Börn Ægir Ing-
ólfsson, f. 4. júní
1977, maki Elísabet
Snædís Jónsdóttir, f.
3. janúar 1979, og
Hlynur Ingólfsson, f.
2. apríl 1980. b) Hild-
ur Alexía, f. 4. júlí
1960, maki Unnar
Eyjólfsson. Börn Arnar Páll, f. 8.
janúar 1979, maki Guðríður Harð-
ardóttir, f. 1. mars 1979, sonur
þeirra Yngvar Máni, f. 3. ágúst
2001. Atli Freyr, f. 19. mars 1984,
maki Valgerður Helga Hauksdótt-
ir, f. 19. október 1984. Ása Alexía,
f. 16. desember 1996. c) Páll Reyn-
ir, f. 11. ágúst 1962, maki Margrét
Þorsteinsdóttir, f. 12. október
1962. Börn Ingi Þór, f. 4. júní 1983,
maki Erna Geirsdóttir, f. 30. mars
1982, dóttir þeirra Karitas Björk,
Elsku pabbi, þú varst stólpinn sem
við gátum alltaf hallað okkur að, en
við vitum að þér líður vel núna, laus
við allar þjáningar. Minningin lifir í
hjarta okkar.
Faðir, þó mér fjarlægð hylji
friðargeisla augna þinna,
ertu samt um allar stundir
engill kærleiksdrauma minna.
(Hulda.)
Ástarkveðja
Þorgeir, Hildur og Reynir.
Elsku afi.
Okkur langar að kveðja þig og
þakka þér fyrir allar góðu stundirnar
sem þú gafst okkur. Allar sumarbú-
staðarferðirnar sem við fórum með
þér og ömmu í Borgarfjörðinn, þar
sem spilaður var fótbolti, smíðaður
kofi og kassabíll, farið í göngutúr nið-
ur að læk, þar sem okkur var kennt að
fleyta kerlingar. Við fórum oft í sund í
Hreppalaug eða að Varmalandi, þá
var oftast stoppað og keyptur ís á leið-
inni til baka.
Einnig fengum við að vera mikið
hjá ykkur ömmu í Álfheimunum, þar
sem mikið var spilað og lesið, og jóla-
húsið skreytt fyrir jólin.
Elsku afi, við vitum að þér líður vel
núna og við eigum eftir að hittast aft-
ur, við skulum líta eftir ömmu fyrir
þig og hjálpa henni í bústaðnum.
Arnar Páll, Atli Freyr og
Ása Alexía.
Nú er komið að kveðjustund. Páll
bróðir minn lést á gamlársdag eftir
löng og erfið veikindi. Maður lítur yfir
farinn veg og margs er að minnast.
Palli átti góða æsku og var oft glatt á
mannmörgu heimili foreldranna.
Börnin voru sex og Palli var elstur af
systkinum sínum og leit maður upp til
stóra bróður sem alltaf var svo traust-
ur, rólegur og góður. Gott var að leita
til hans alla tíð. Hann lærði verkfræði
og vann hjá Sambandinu fyrst eftir að
hann kom frá námi í Danmörku og
síðan við fyrirtæki sem hann stofnaði
ásamt fleirum.
Fljótt eftir nám var Palli svo hepp-
inn að hitta eftirlifandi eiginkonu sína
hana Ásu Fanney og var það hans
gæfa. Voru þau alla tíð ákaflega sam-
stiga með alla hluti. Þau byggðu sum-
arbústað við Langá og voru með þeim
fyrstu sem byggðu þar. Tók það tals-
verðan tíma, en það var ekki málið að
rubba því upp í flýti, það var byggt af
vandvirkni og alúð, eins og þeirra var
vani. Þar áttu þau margar góðar
stundir og var alltaf gaman að hittast
þar, í góðra vina hópi naut hann sín.
Er börnin þeirra þrjú uxu úr grasi
höfðu þau tækifæri til að ferðast tals-
vert og nutu þess bæði. Í sumar sem
leið var farið nokkuð oft í sumarbú-
staðinn og þar var hann á heimavelli
og er aðdáunarvert hve Ása hugsaði
vel um hann, svo og börnin þeirra. Við
Hemmi sendum okkar samúðarkveðj-
ur til Ásu, barnanna og fjölskyldna
þeirra. Guð veri með ykkur.
Guðlaug og Hermann.
Mágur okkar, Páll Lúðvíksson
verkfræðingur, hefur kvatt sína jarð-
vist. Við tímamót sem þessi koma
fram í huga okkar ljúfar minningar
liðins tíma. Páll kom inn í fjölskyldu
okkar þegar hann og Ása Fanney
systir okkar giftu sig. Hann var ein-
staklega vel gerður maður, prúður og
kurteis í samskiptum við aðra og
ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd í smáu sem stóru. Vandvirkni og
mikil afköst voru í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur. Heimili og sumarbú-
staður fjölskyldu hans ber honum
vitni um næma tilfinningu fyrir feg-
urð og fágaðan smekk.
Nokkru eftir 70 ára aldur fór heilsu
Páls að hraka. Sjón hans dapraðist og
heilabilun gerði vart við sig stuttu
seinna. Hann mætti óblíðum örlögum
sínum með öllum sínum góðu per-
sónueinkennum, svo hann gat verið
heima umvafinn kærleika eiginkonu,
þar til nú rétt fyrir jól að innlögn á
sjúkrahús varð ekki lengur umflúin.
Hinsti dagur hans var jafnframt síð-
asti dagur ársins.
Við bræður erum þakklátir fyrir
þann vinskap og hlýju sem hann auð-
sýndi okkur alla tíð og biðjum honum
Guðs blessunar.
Systur okkur, börnum hennar,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabörnum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Ólafur Þorgeirsson,
Jóhann Þorgeirsson.
Það fækkar stöðugt í hópi stúdenta
frá MR 1947. Meðal okkar var Páll
Lúðvíksson.
Að eiga samferðamann eins og
hann á mennta- og háskólaárunum
samfellt í áratug var mér mikils virði.
Við leystum oft sameiginlega verk-
efnin og sóttum styrk hvor til annars,
vafalaust báðum til gagns. Margt má
segja um námsárin, sem raunar lifa í
minningunni sem ánægjulegur tími í
góðra vina hópi, núna þegar þrauta-
ganga prófa og aðrar áhyggjur þess
tíma eru löngu fyrndar. Má þar til
dæmis nefna ferðina heim með Gull-
fossi eftir fyrsta námsveturinn í
Kaupmannahöfn. Auraráð voru lítil
enda naumt skammtaður gjaldeyrir-
inn á þessum árum, en við Páll aur-
uðum saman aleigunni fyrir glaðningi
fyrsta kvöldið um borð. Fjöldi stúd-
enta var á heimleið á 3ja farrými, sem
var í lestinni, en á 1. farrými var með-
al farþega kunnur heildsali, sem síðan
veitti vel alla leiðina. Ég er viss um að
margir stúdentanna muna vel eftir
þessari veisluheimferð, eftir knappan
kost í Köben.
Við Páll höfðum valið hvor sína
grein verkfræðinnar og atvikin hög-
uðu því svo til að á starfsævinni unn-
um við fá verkefni saman. En sam-
bandi var haldið í góðum félagsskap.
Ánægjulegt var að sækja þau hjón
heim á þeirra fallega heimili, sem þau
byggðu hörðum höndum við Álfheim-
ana, eins og tíðkaðist á þeim árum.
Svo vildi til að eiginkonur okkar
urðu báðar gagnfræðingar frá Ísafirði
á sama ári og við Páll lukum stúdents-
prófi. Það kom því fyrir oftar en ekki,
að við urðum að hafa hraðan á til að
komast úr okkar árgangsafmæli í af-
mæli eiginkvennanna á öðru lands-
horni. Af hvorugum fagnaðinum vild-
um við missa, enda mjög ánægjulegt
að kynnast hvor annars skólafélög-
um. Síðustu árin átti þó Páll við erfið
veikindi að stríða og gat því miður
ekki lengur tekið þátt í þeim ferðum.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra
stúdenta frá MR ’47, þegar við Steina
þökkum Páli samfylgdina og vottum
Ásu og allri fjölskyldunni okkar
dýpstu samúð.
Minning um góðan dreng mun lifa.
Pétur Guðmundsson.
PÁLL
LÚÐVÍKSSON
Hjartans þakkir sendum við þeim er sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KATRÍNAR INGIBERGSDÓTTUR
frá Vík í Mýrdal,
Droplaugarstöðum,
Snorrabraut 58,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða.
Ásdís Óskarsdóttir, Benedikt Gunnarsson,
Baldur Óskarsson, Anna Kristrún Jónsdóttir,
Valgerður Benediktsdóttir, Grímur Björnsson,
Katrín Baldursdóttir,
Ljósbrá Baldursdóttir, Matthías Gísli Þorvaldsson,
Guðbjörg Eva Baldursdóttir
og langömmubörn.
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir
og afi,
MAGNÚS KRISTJÁNSSON,
(Gutti),
Skipagötu 10,
Ísafirði,
sem lést þriðjudaginn 28. desember, verður
jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
8. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda hins látna,
Hildur Jósefsdóttir,
Jóna Örnólfsdóttir,
Grétar Þór Magnússon, Jónína Þorkelsdóttir,
Edda Björk Magnúsdóttir, Steinþór Auðunn Ólafsson,
Hilmar Magnússon,
Árni Magnússon, Erna Fannbergsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar,
EDWARD PÁLL EINARSSON
3630 Centerview Avenue,
Wantagh,
New York,
lést sunnudaginn 26. desember.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna Kristín Einarsson,
Eirik Einarsson.
Elskulegur bróðir okkar,
FRIÐRIK FR. HANSEN,
lést á heimili sínu á Hvammstanga fimmtu-
daginn 30. desember sl.
Hann verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 15. janúar kl. 14.00.
Systkini hins látna.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, tengdadóttir, systir og amma,
RAGNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Skipastíg 11,
Grindavík,
sem andaðist á heimili sínu laugardaginn
1. janúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.
Sævar Þórarinsson,
Gunnlaugur Sævarsson, Auður Arna Guðfinnsdóttir,
Albert Sævarsson, Eydna Fossadal,
Steinþóra Sævarsdóttir, Árni Þór Sævarsson,
Þórarinn Ólafsson, Guðveig S. Siguðardóttir,
Málfríður Guðjónsdóttir,
Vilborg Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Frændi okkar,
GUNNAR PÁLL BJÖRNSSON
frá Grjótnesi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga að morgni miðvikudagsins
5. janúar.
Aðstandendur.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug, vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
UNNAR H. LÁRUSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
L-5 á Landakoti fyrir einstaka umönnun og
hjartahlýju.
Jón Magnús Magnússon, Elínborg Magnúsdóttir,
Ástþór Magnússon, Natalía Wium,
Jónína Magnúsdóttir, Jón Tryggvi Kristjánsson,
Elsa Magnúsdóttir, Pjetur N. Pjetursson,
barnabörn og barnabarnabörn.