Morgunblaðið - 07.01.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.01.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 33 MINNINGAR ✝ Gísli Júlíussonfæddist í Hafnar- firði 4. september 1927. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 29. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Júlíus Sigurðsson skip- stjóri, f. á Akranesi 9.11. 1900, d. 19.1. 1967, og Margrét Gísladóttir, f. í Hafn- arfirði 13.12. 1899, d. 19.5. 1988. Júlíus var sonur hjónanna Sig- urðar Jónssonar frá Melshúsum á Akranesi og Kristín- ar Árnadóttur Velding frá Hafnar- firði. Margrét var dóttir hjónanna Gísla Jónssonar hafnsögumanns frá Hafnarfirði og Hallgerðar Torfadóttur frá Hafnarfirði. Systk- ini Gísla eru Sigurður löggiltur skjalaþýðandi, f. 4.10. 1928, d. 7.1. 1999, Kristín kennari, f. 19.3. 1931, d. 4.3. 2001 og Hallgeir verkfræð- ingur, f. 1.7. 1937. Gísli kvæntist 13.12. 1949 Jónínu Jónsdóttur, f. 30.9. 1929. Hún er dóttir hjónanna Jóns Bergssonar stórkaupmanns í Reykjavík og Guðbjargar, f. Arndal. Gísli og Jón- ína skildu. Börn þeirra eru: 1) Jón mælingamaður, f. 22.10. 1949. Maki 1 Íris Helgadóttir, f. 10.7. 1960, þau skildu, fóstursonur Hall- dór Páll, f. 27. 12. 1976. Maki 2 Gabríela Sigurðardóttir, f. 25.2. 1962, þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Nína Lea, f. 17.4. 1995. 2) Margrét innanhússarkitekt og ljós- myndari, f. 25.1. 1956. Maki Hálf- dan Jónsson, f. 21.2. 1953, þau skildu. Synir þeirra eru Jón Hilm- ar, f. 13.5. 1973 og Júlíus Atli, f. 17.5. 1975, maki Stefanía Guðrún Ástþórsdóttir, f. 6.6. 1977, dætur þeirra eru Kara Rún, f. 15.4. 1998 og Tera Rún, f. 26.10. 2001. 3) Júl- íana viðskiptafræðingur, f. 9.11. 1957. Maki Benedikt R. Jóhannsson blikksmiður, f. 27.3. 1943. Gísli kvæntist 31.5. 1967 Ólínu Helgu Kristófersdóttur, f. 31.5. 1927, d. 12.11. 2004. Hún var dóttir Kristófers Oliverssonar skipstjóra í Sandgerði og Þuríðar Gísladóttur frá Sandgerði. Börn þeirra eru: 1) Þuríður örverufræðingur, f. 11.10. 1960 og 2) Ólafur rafmagnsverk- 2.1. 1973 og Dóra Dögg Kristófers- dóttir, f. 4.1. 1983. Gísli lauk stúdentsprófi frá MA 1947, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1950 og lokaprófi í raforku- verkfræði frá DTH í Kaupmanna- höfn 1953. Gísli var verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1953 til 1954, hjá rafvirkjadeild Sameinaðra verktaka á Keflavík- urflugvelli 1954 til 1956, rak eigin verkfræðistofu, Landstólpa hf. í Reykjavík, ásamt öðrum 1956 til 1957, starfaði hjá Íslenskum aðal- verktökum 1957 til 1958, hjá flug- her og (síðar sjóher) Bandaríkj- anna á Keflavíkurflugvelli 1958 til 1965, vann hjá Vélsmiðju Njarðvík- ur 1965 til 1968, var fyrsti stöðv- arstjóri Búrfellsstöðvar 1968 til 1972, deildarverkfræðingur (síðar yfirverkfræðingur) hjá Landsvirkj- un til 1997. Gísli var fulltrúi Lands- virkunar í Landvernd til 1984 og í stjórn Landverndar frá 1984 til 1999, þar af varaformaður frá 1989. Hann hefur tekið þátt í störf- um Orkuspárnefndar frá upphafi 1976 til 1994, hefur setið í áætlun- arnefnd og í umhverfis- og rekstr- arnefnd NORDEL, var formaður rafmagnsverkfræðideildar VFÍ 1974 til 1975 og í aðalstjórn VFÍ, í orðanefnd rafmagnsverkfræði- deildar VFÍ frá 1974, var prófdóm- ari við verkfræðideild HÍ 1973- 1977, í rafveitunefnd Njarðvíkur 1961 til 1968 og formaður 1965 til 1968, formaður í félagi sjálfstæð- ismanna í Selja- og Skógahverfi í Reykjavík 1986-1995, sat í hrepps- nefnd Gnúpverjahrepps 1969 til 1973, félagsforingi í skátafélaginu Víkverjum í Njarðvík 1965 til 1968, í stjórn Félags áhugamanna um Fjölbrautaskólann í Breiðholti frá 1978 og formaður frá 1981 til 1990, félagi í Lionshreyfingunni frá 1962, formaður Lk Selfoss 1971 til 1972 og fjölumdæmisritari 1975 til 1976, félagi í Lk Nirði frá 1981. Hann var einn af stofnfélögum Kælitæknifélagsins árið 1988, sat í Samstarfsnefnd um rannsóknir á eldingum og var formaður tækni- nefndar á vegum Rafstaðlaráðs er vann að gerð handbókar um gerð gagna til notkunar á raftæknisviði. Þá var hann ritstjóri Fréttabréfs Landsvirkjunar frá upphafi 1983 til 1993 og hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit, íslensk og erlend, um ýmis verkfræðileg efni, m.a. varmadælur og rafmagnsbíla. Útför Gísla verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. fræðingur, f. 2.11. 1961, kvæntur Salvöru Gunnarsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 10. 1. 1961, börn þeirra eru Dóra Bergrún, f. 17.1. 1987, Helga Margrét, f. 29.5. 1990, Páll Axel, f. 21.8. 1992 og Hanna Sólbjört, f. 25.11. 1996. Börn Helgu af fyrra hjónabandi og fóstur- börn Gísla eru: 1) John Francis Zalewski, f. 9.8. 1948. Dóttir hans og Júlíu Sveinsdóttur er Sveindís Helga, f. 27.9. 1965, dóttir hennar er Julia Maria, f. 6.7. 2001. John kvæntist Unni Þorsteinsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Huldís, f. 5.5. 1968, maki Þórhallur Halldórsson, börn þeirra eru Annel Helgi, f. 1.8. 1986, Aðalheiður, f. 24.11. 1992 og Bjartur, f. 2.10. 1990, b) Annel Jón, f. 9.7. 1976 og c) Jenný Heiða, f. 7.1. 1978. Sambýliskona Johns er Krist- ín Einarsdóttir, f. 6.10. 1949. Börn: Ólöf Birna, f. 3.8. 1982 og Friðgeir Einar, f. 22.11. 1983. 2) Kristín Helga Zalewski, f. 10.7. 1949, gift- ist Sigurði Guðjónsyni, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Soffía Dóra, f. 10.10. 1970, gift Agnari Má Jóns- syni, f. 3.1. 1964. Börn þeirra eru Eiríka Steinunn, f. 17.7 1993, Sig- urður Andri, f. 30.9. 1998 og Anna Kristín, f. 8.10. 2000. b) Gísli Júlíus, f. 3.7. 1974, kvæntur Rannveigu H. Guðbrandsdóttur, dóttir þeirra er Inghildur Síta, f. 25.5. 2004. c) Jón Bjarmi, f. 1.10. 1977, maki Elfa Björk Ragnarsdóttir. Börn þeirra eru Daníel Dagur, f. 26.6. 1999 og óskírð dóttir, f. 2.12. 2004. Seinni maður Kristínar er Haukur Engil- bertsson, f. 10.4 1938, dóttir þeirra er Eybjörg Helga, f. 30.4. 1982, sambýlismaður Jón Ellert Þor- steinsson. 3) Kristófer Oliversson Zalewski, f. 1.7. 1951. Maki 1 Ás- gerður Guðbjörnsdóttir, börn þeirra eru: a) Diðrik Jón, f. 3.7.1974, sambýliskona Sonya Dias, dóttir þeirra er Thorvína Dias, f. 20.7. 2004 og b) Helga, f. 13.1. 1976. Maki 2 Guðný Ottesen, dóttir þeirra er Lilja Rut, f. 23.1. 1982. Maki 3 Aldís J. Höskuldsdóttir. Maki 4 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dætur, Rebekka Sif Bjarnadóttir, f. Gísli Júlíusson kom inn í líf mitt þegar ég var tíu ára gamall. Móðir mín og hann hófu þá sambúð, sem entist þeim lengi og vel. Gísli reyndist henni á sérstakan hátt. Tók við okkur börnunum þremur og gerðist góður faðir okkar. Og á síðustu árum þegar móðir okkar hafði misst heilsu, var Gísli sá stuðningur sem brást aldrei. Þegar hún lést nú fyrir tæpum tveim mánuðum, þá var umhyggja hans slík að betra varð ekki á kosið. Fyrir allt þetta, góðu stundirnar mörgu, er ég afskaplega þakklátur góðum manni. Það eru margar góðar minningar, sem við systkinin eigum um sam- skiptin við Gísla fóstra okkar. Hann tók okkur þannig strax að sér, að við fundum þar traustan stuðning og áhuga fyrir öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann hvatti okk- ur áfram í lífinu, var hlýr og um- hyggjusamur. Og þegar við eignuð- umst svo eigin fjölskyldur og börn, þá voru það allt börnin hans, áhugamál- ið stóra, sem hann var tilbúinn til að leggja allt á sig fyrir. Þar fylgdist hann mjög náið með hverjum ein- staklingi. Gísli var skörulegur maður, sem kynnti sig vel hvar sem hann fór. Honum voru falin störf, sem kröfðust ábyrgðar, og ávallt lagt mikið honum á herðar. Fljótt varð ég þess var, að hvar sem ég kom þá var litið upp til Gísla. Hann hafði þannig persónu- leika, traustur og ábyrgðarfullur. Vildi íhuga mál og hugsa þau vel, áð- ur en hann myndaði sér skoðun. Það byggðist á velvilja til fólks og já- kvæðni. Hann tók víða þátt í fé- lagsmálum. Mér er efst í huga starf hans að málefnum skátahreyfingar- innar. Gísli átti sér margar hugsjónir og var tilbúinn til þess að berjast fyr- ir þeim. Við vorum ekki alltaf sam- mála, en við vorum alltaf vinir. Öll samskipti við hann er ég afskaplega þakklátur fyrir. Gísli Júlíusson var góður maður, sem forréttindi eru að hafa fengið að vera svo náinn. Þegar Gísli er kvaddur, þá gerir fjölskylda mín það með sama þakk- læti. Það er í okkar huga táknrænt, að svo stutt var milli þeirra hjóna, móður minnar og Gísla. Þau höfðu átt samleið í 46 ár, voru nánir vinir, áttu allt sameiginlegt. Við trúum því að vegna miskunnar Guðs séu þau aftur saman. Guð blessi minningu Gísla Júlíussonar. John Fr. Zalewski. Elsku afi minn. Þegar ég hugsa til baka streyma margar góðar minningar um þig og ömmu fram í huga minn. Um sumarið 2003 fór ég og Páll með þér, ömmu og Þurý í Búrfell. Þar var æðislega gaman, við fórum í Landmannalaugar og það var í fyrsta sinn sem ég fór þangað. Við fórum líka að veiða og ég veiddi einn fisk og ég, Páll og þú hlógum að því að þetta væri eini fiskurinn í ánni af því að enginn annar fiskur veiddist í þessari ferð. Þegar ég var lítil komuð þið oft til okkar og pössuðuð okkur systk- inin, ég var svo ánægð að eiga svona góðan afa og ömmu sem hugsuðu svona vel um barnabörnin sín. Þið buðuð okkur líka oft með ykkur í sumarbústað og að gista hjá ykkur. Þegar ég gisti hjá ykkur fór ég oftast með þér í sund í Breiðholtinu og stundum kom Þurý með og síðan komum við heim og fengum góðan hádegisverð sem amma var búin að útbúa. Þú og amma komuð oftast á tón- leika hjá mér og ég var svo stolt að sjá ykkur og mér fannst ég vera svo sérstök þegar svona margir komu að horfa á mig. Mér finnst svo vænt um þig og ömmu og það er svo erfitt að kveðja og hugsa til þess að geta ekki séð ykkur aftur, faðmað ykkur aftur eða kysst ykkur aftur. Takk fyrir öll góðu árin og minn- ingarnar með þér og ömmu og þótt þú og amma séuð farin úr ykkar lík- ömum veit ég að þið eruð ekki langt undan og vakið alltaf yfir okkur og gefið okkur styrk þegar við þurfum á honum að halda. Kveðja Helga Margrét. Afi minn ég á nokkrar minningar sem ég man. Þegar ég kom heim til þín varstu svo góður við mig og mér leið eins og englar svifu í kringum mig og ljós skini á mig. Þegar Helga og Páll systkin mín voru í sveit með þér og ömmu og Þurý þá komum við seinna, ég, mamma og pabbi. Ég skar mig og þú varst svo góður að hjálpa mér að mér leið eins og þú og ég vær- um litlir fallegir englar. Og þegar ég spila á píanóið heima veit ég að þú ert fallegur engill hjá mér. Hanna Sólbjört. Elsku afi minn. Ég sit hér eftir í mikilli sorg, afi minn er farinn líka. Tæpir tveir mán- uðir síðan amma dó. Þú fórst svo snöggt. Ég trúði því innilega að þú myndir ná þér af veik- indunum, og fara aftur í sund eins og þú hefur ávallt gert í gegn um tíðina. Alveg frá því að ég var lítil stelpa. En nú hefur þú kvatt þennan heim og ert kominn til ömmu. Ég veit að ykkur líður vel saman þar. Nú er fallega heimilið ykkar ömmu, sem hefur alltaf verið öllum opið, tómt. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért farinn. Endalausar minningar streyma um í huga mér. Og vil ég þakka þér af öllu hjarta all- ar þær stundir sem ég átti með þér. Hvíl í friði. Þín Helga. Elsku afi. Nú ertu kominn á betri stað. Alveg erum við viss um að amma hefur tekið á móti þér opnum örmum. Ekki hefði hvarflað að okkur þegar við hittumst um jólin að það yrði í síðasta sinn sem við spjölluðum saman. Þú leist betur út og virtist vera að braggast, en svona er lífið hverfult, það fer ekki allt eins og maður hefði helst viljað. Við söknum þín sárt og hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur. Það er okkur þó ákveðin huggun að vita að þú ert hjá ömmu og að ykkur líður vel. Allar minningarnar um ykkur ömmu eru vandlega geymdar í hjörtum okkar, þær munum við alltaf eiga. Takk fyrir allt, Soffía, Eybjörg og Bjarmi. Ég á margar góðar minningar með þér, afi minn, eins og það að þú hefur alltaf verið hjá mér og fjölskyldunni um jólin frá því að ég man eftir mér. Og í sumar þegar ég gisti hjá þér, Þurý og ömmu í Húsafelli í eina nótt og í fyrrasumar þegar ég og Helga gistum í nokkra daga í Búrfelli með ykkur þremur og við fórum að veiða í Fossá, Svo á ég fullt af öðrum góðum minningum með þér og ömmu. Þegar ég hugsa um þig finn ég fyrir mörg- um góðum minningum og sorg, mig langar svo til að knúsa þig og ömmu og kyssa ykkur á kinnina. Mér þykir vænt um ykkur. Kveðja, Páll Axel. Góður félagi er fallinn frá. Þegar gluggað er í sögugögn Landverndar kemur eitt nafn oftar fyrir en önnur, Gísli Júlíusson verkfræðingur. Gísli gekk til liðs við stjórn Landverndar árið 1984, þegar samtökin voru 15 ára, og tók virkan þátt í störfum sam- takanna allt fram á sinn síðasta dag. Hann var að vanda mættur á litlujól Landverndar nú rétt fyrir þessi jól. Í 15 ára sat hann í stjórn Landverndar, þar af í 10 ár sem varaformaður. Þeg- ar stjórnarsetu lauk var honum falið að vera skoðunarmaður reikninga Landverndar, því starfi gegndi hann þegar hann féll frá. Enginn hefur sinnt ábyrgðarstörfum fyrir Land- vernd jafnlengi og Gísli Júlíusson. Gísli tókst á hendur ótalmörg verk fyrir Landvernd, eins og líka glöggt sést í fundargerðum af aðalfundum og stjórnarfundum. Hann tókst á við fjármál jafnt sem stefnumörkun í landgræðslumálum og loftslagsmál- um. Gísli var bæði ráðagóður og þrautseigur baráttumaður fyrir um- hverfis- og náttúruvernd, eins og líka kom fram í málflutningi hans. Gísli var framsýnn maður og fylgdist vel með nýjungum í tækni og því sem horfði til framfara á ýmsum sviðum. Hann var hæglátur en einbeittur og fjallaði um deilumál af nærgætni í þeim tilgangi að sætta ólík sjónarmið. Nú þegar komið er að skilnaðar- stundu vill stjórn Landverndar þakka þessum góða félaga og starf- sama baráttumanni. Gísli Júlíusson hefur með því hversu úthaldsgóður hann var í starfi sínu skráð sig í sögu Landverndar sem mikilsmetinn fé- lagi. Stjórn Landverndar, landgræðslu- og umhverfis- verndarsamtaka Íslands. Kynni okkar Gísla Júlíussonar hóf- ust á vettvangi Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum áratugum. Gísli var þá áhugasamur forystumaður í hverfa- samtökum flokksins hér í borginni. Áhugi hans á málefnum samfélagsins var eindreginn enda var Gísli ósér- hlífinn og baráttufús. Ásamt nokkr- um valinkunnum forystumönnum fé- lagsstarfs í Sjálfstæðisflokknum stofnuðum við óformlegan félagsskap í þeim tilgangi að taka veðrið í stjórn- málum líðandi stundar. Hópurinn gekk undir nafninu Veðurstofan og innan hans fóru fram hreinskiptar umræður um það hvernig styrkja mætti stöðu flokksins. Umræðurnar í Veðurstofunni urðu mér notadrjúg- ar, þegar ég gegndi ráðherraembætti á síðasta áratug enda voru félagarnir ósparir á að láta álit sitt í ljós jafnt á embættisverkum einstakra ráðherra sem og stjórnarstefnunni. Þar átti Gísli Júlíusson drjúgan þátt í mál- efnalegri umfjöllun. Gísli Júlíusson var Landsvirkjun- armaður í 26 ár. Hann varð fyrsti stöðvarstjóri Búrfellsvirkjunar 1968 en hún var gangsett ári síðar og þar starfaði hann til ársins 1972. Eftir það vann Gísli að ýmsum mikilvæg- um verkefnum fyrir Landsvirkjun til ársloka 1994, þegar hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Gísli var náttúruverndarmaður í besta skilningi. Um árabil sat hann í stjórn Landverndar. Einnig starfaði hann í skátahreyfingunni. Hann rit- aði greinar í blöð og tímarit m.a. um varmadælur og rafmagnsbíla og sat um langt skeið í orðanefnd rafmagns- verkfræðideildar Verkfræðinga- félagsins. Við leiðarlok kveð ég Gísla Júl- íusson með þökk fyrir ánægjulegt samstarf og góða vináttu. Hans verð- ur ávallt minnst fyrir óeigingjörn störf og brennandi áhuga á framfara- málum þjóðarinnar. Friðrik Sophusson. Þegar sólin hefur hafið sína öruggu og hægu ferð í átt að vorinu kveður Gísli Júlíusson þennan heim. Vorið og jarðagróður voru Gísla ákaflega hugleikin og kom það skýrt í ljós þau árin sem hann átti sæti í stjórn Landverndar og sem varafor- maður samtakanna um 10 ára skeið. Það er líklega óhætt að segja að margir voru hugsi þegar verkfræð- ingur frá Landsvirkjun tók sæti í stjórninni – það kynni ekki góðri lukku að stýra. Það kom hins vegar fljótt í ljós að mannkostir Gísla, ein- lægur samningavilji, góðar hug- myndir og góð ráð voru honum efst í huga í öllu hans starfi innan Land- verndar. Eftir á að hyggja þá hlýtur hann oft að hafa þurft að vega og meta í hvorn fótinn ætti að stíga í ýmsum málum sem voru til umfjöll- unar, en á þessum tíma urðu miklar breytingar í rekstri samtakanna þeg- ar samningar tókust við kaupmenn um Pokasjóð Landverndar. Á sinn hógværa en ákveðna hátt kom Gísli að málum og leitaði sátta ef á þurfti að halda. Landgræðsla og orku- sparnaður voru hans hjartans mál og á árum áður vann hann ötullega að landgræðslustörfum í Þjórsárdal sem stöðvarstjóri og verkfræðingur Landsvirkjunar við Búrfell, ennfrem- ur eru það ófáar greinar sem hann ritaði í dagblöð og tímarit um raf- magn og orkusparnað – allt var þetta af umhyggju fyrir náttúrunni og um- hverfinu. Starf Gísla innan Landverndar var ekki eingöngu stjórnarseta og alvar- leg afgreiðsla mála því alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda og eru margar góðar minningar frá málningar- og tiltekt- arvinnu og ræktunarstörfum í um- hverfisfræðslusetri Landverndar að Alviðru en í því máli sem öðrum lét Gísli ekki sitt eftir liggja og bar hag staðarins fyir brjósti. Það hefur lengi staðið til að hittast og rifja upp góð kynni og gott sam- starf – af því verður ekki úr þessu en í stað koma fátækleg orð og hugsanir sem renna nú fram í hugann. Hafðu þökk fyrir samstarfið að náttúru- og umhverfisvernd og fram- lag þitt til góðra verka á því sviði. Auður Sveinsdóttir. GÍSLI JÚLÍUSSON  Fleiri minningargreinar um Gísla Júlíusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Bergur Jóns- son, Jakob Björnsson og Jóhann Már Maríusson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.