Morgunblaðið - 07.01.2005, Page 40

Morgunblaðið - 07.01.2005, Page 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞETTA ER EINN AF ÞESSUM DÖGUM SEM MAÐUR KEMUR ENGU Í VERK ÉG VEIT ALVEG HVAÐ ÞÚ ÁTT VIÐ... 1994 VAR ÞANNIG HJÁ MÉR HÆ KALLI! ÞETTA ER PATTA... HVAÐ SEGIR ÞÚ? ÉG ÞARF Á HJÁLP ÞINNI AÐ HALDA KALLI. LIÐIÐ OKKAR Á AÐ SPILA Á EFTIR OG EINN LEIKMAÐURINN OKKAR ER VEIKUR ÞANNIG AÐ... VILTU AÐ ÉG SPILI FYRIR LIÐIÐ ÞITT Í DAG? NEI, OKKUR VANTAR BARA AÐ FÁ HANSKANN ÞINN LÁNAÐANN... MAMMA, FÆ ÉG PENING TIL ÞESS AÐ KAUPA PLÖTU MEÐ DJÖFLADÝRKANDI ROKKHLJÓMSVEIT Í SJÁLFSVÍGS- HULEIÐINGUM KALVIN, SÚ STAÐREYND AÐ ÞEIR ERU EKKI BÚNIR AÐ FREMJA SJÁLFVÍG Í TRÚARATHÖFN TIL HEIÐURS MYRKRAHÖFÐINGJANUM SÝNIR AÐ ÞEIR ERU BARA Í ÞESSUM BRANSA TIL ÞESS AÐ FÁ PENING EINS OG ALLIR AÐRIR. ÞANNIG AÐ ÞETTA HNEYSLAR ENGANN LENGUR ER ÞÁ EKKI EINU SINNI HÆGT AÐ TREYSTA SJÁLFS- HATRI?! ÞVÍ MIÐUR KALLINN MINN ÞAÐ ER SVO ERFITT FYRIR KRAKKA AÐ BERJAST GEGN KERFINU Svínið mitt © DARGAUD HVAÐ GENGUR Á HÉR? ÞETTA ER RÓLAND. HANN ER AÐ SÝNA NÝJUSTU GRÆJUNA FLOTTUR MAÐUR! ÞETTA ER SNILLD VÁ! ÞETTA ER EKKERT SMÁ SVALT! ÞAÐ SNÝR ALLTAF Í NORÐUR JAFNVEL ÞEGAR MAÐUR VEIT EKKI HVAR MAÐUR ER. MAÐUR TÝNIST ALDREI! HRINGIR ÞAÐ? HRINGIR ÞAÐ? HRINGIR ÞAÐ? ÉG GET STILLT Á 85 MISMUNANDI LÖG Í THX VALS, TEKNÓ, HIPPHOPP ROKK POPP ÞAÐ MÆLIR HITANN ÞAÐ GETUR MÆLT PÚLSINN HRINGIR ÞAÐ? ÞAÐ MÆLIR LÍKA STYRKLEIKA VÖÐVANA MEÐ SEGLI EF MAÐUR VILL SJÁÐU BARA STÓRA VÍSINN ÞEGAR ÉG SPENNI EN HRINGIR ÞAÐ? EF MAÐUR TOGAR Í ÞENNAN HNAPP ÞÁ KEMUR UPP LOFTNET HRINGIR ÞAÐ? ÞAÐ VELUR STÖÐ SJÁLFKRAFA NÆRÐU AFRÍKU- RÁSINNI EÐA 107,4 GROIN!! GROIN! HVAÐ VILTU? HVAÐ ER VINUR ÞINN AÐ REYNA AÐ SEGJA MÉR? HANN VILL BARA VITA HVAÐ KLUKKAN ER GROIN! ÖÖ!! ÖÖÖ!! GROIN! AULI! HUMM! FÍFL! GROIN! Dagbók Í dag er föstudagur 7. janúar, 7. dagur ársins 2005 Víkverji sagði frá þvífyrir viku þegar hann sat í kirkju um- kringdur fermingar- börnum, sem voru svo upptekin við að senda og lesa SMS-skeyti að guðsorðið hlaut að fara fyrir ofan garð og neð- an. Þetta varð til þess að einn af viðmæl- endum Víkverja sagði honum sögu, sem sýnir fram á að ekki eru það bara fermingarbörn, sem verða fyrir því að upplýsingatæknin ræni þau athyglinni. x x x Heimildarmaðurinn settist nýlega áskólabekk í háskóla, kominn hátt á fertugsaldur. Þegar hann var síðast í háskóla notaði fólk stílabækur til að taka glósur, en nú þykir enginn mað- ur með mönnum nema nota fartölvu til að glósa. Aldurhnigni stúdentinn notfærði sér tæknina auðvitað líka, ræsti ritvinnsluforritið í fartölvunni sinni og fannst hann bara nokkuð ný- móðins. Fljótlega komst hann að raun um að yngri samnemendur hans voru aldeilis ekki bara að nota rit- vinnslu til að taka glósur, heldur lágu þeir á Netinu, lásu mbl.is, fóru yfir tölvupóstinn sinn, skrifuðu inn á blogg- síður, skiptust á skila- boðum við kunn- ingjana á MSN-inu o.s.frv. x x x Allt átti þetta sérstað á meðan heita átti að fólk sæti í fyrir- lestri. Víkverji veltir því fyrir sér, hvort það sé virkilega hægt að ná einhverju af því, sem kennarinn er að segja, samhliða þessari mjög svo virku netnotkun. Hann veltir því líka fyrir sér hvort þetta sé nokkuð öðru vísi en að vera t.d. með nefið ofan í bók í miðjum fyr- irlestri og sér ekki fyrir sér að hans gömlu kennarar í háskóla hefðu liðið að stúdentar væru á kafi í bókum í fyrirlestrum – jafnvel þótt það væru fræðibækur. x x x En kannski er þetta bara gamal-dags tuð í Víkverja. Kannski eru hann og heimildarmaður hans bara á eldra þróunarstigi en rúmlega tvítug- ir stúdentar, sem hafa hæfileika til að fylgjast með mörgu í einu og halda fullri athygli. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Þjóðarbókhlaða | Þrjátíu ára afmæli Kvennasögusafns Íslands var fagnað við hátíðlega athöfn í gær, en safnið var stofnað þ. 1. janúar 1975. Í tilefni afmæl- isins sagði forstöðumaður safnsins, Auður Styrkárdóttir, frá sögu safnsins auk þess sem Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur reifaði helstu atburði kvennaársins og fyrirhugaðar aðgerðir kvennasamtaka á árinu 2005, en með- al þeirra atburða verður Þingvallafundur kvenna 19. júní og Útifundur kvenna 24. október. Þær Kristín og Auður rýndu við þetta tilefni saman í gamlar blaðaúrklippur sem hafa að geyma ýmsan fróðleik um viðhorf og við- burði hvers tíma. Morgunblaðið/Þorkell Blaðað í kvennasögunni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Og nú fel ég yður Guði og orði náðar hans, sem máttugt er að uppbyggja yður og gefa yður arfleifð með öllum þeim, sem helgaðir eru. (Post. 20, 32.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.