Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 41 DAGBÓK Gítarskóli Ólafs Gauks, sem verðurþrjátíu ára á þessu ári, hefur kennsluá vorönn 24. janúar nk. og stendurinnritun nemenda nú yfir. Í skólanum eru yfir tuttugu námskeið í boði, sem öll eru sérsamin. Fá nemendur í hverjum tíma bækur og geisladiska með æfingum. „Ég er afar hreykinn af því námsefni sem ég hef verið að semja undanfarin tuttugu ár eða meira,“ segir Ólafur Gaukur tónlistarmaður, sem hefur stundað tónlistina í rúma hálfa öld. „Þetta er reynsla sem hefur verið að byggjast upp, bæði af kennslu, tónlistarflutningi og af því að semja og framleiða plötur.“ Ólafur hefur verið afar ið- inn við útgáfu platna en eftir hann liggja á ann- að hundrað plötur sem hann hefur komið að sem tónlistarmaður, lagahöfundur, útsetjari og fleira. Hvað er það sem heillar við tónlistina? „Ég get ekki svarað því, en það er rétt, hún heillar. Það hafa margir reynt að útskýra tón- listina, en ég hef aldrei getað séð neitt sem ég hef getað samþykkt sem endanlegt mat á henni. Fyrir mig gefur hún lífinu gildi. Án hennar væri það mjög fátæklegt. Hún hjálpar manni með tjáningu og útrás, sorg og gleði og allt þar á milli. Þetta er töluvert svið.“ Er nokkurn tíma of seint að hefja tónlist- arnám? „Í fyrsta lagi held ég að það sé aldrei of seint að hefja neitt nám. Mér finnst að maðurinn ætti aldrei að hætta að læra og alltaf að vera að bæta við sig. Ég held að það verði þannig í framtíðinni að menn verði að taka minni stökk í einu en oftar. Sérstaklega með tónlist er það aldrei of seint. Strax og þú tekur þér hljóðfæri í hönd, sérstaklega svona lítið og tiltölulega einfalt hljóðfæri eins og gítarinn, þá færðu ákveðna ánægju og lífsnautn út úr því að gutla með þessa tóna, að fá þessa tóna inn í þinn heim, þína veröld. Það er lífselexír að fá tónlistina til sín. Svo getur maður jafnvel gaulað einhverja lagstúfa eftir sjálfan sig og sett hljóma við. Það er kannski stóri kosturinn við gítarinn að hann er einfaldur í byrjun ef maður tekur þetta ekki of alvarlega heldur leikur sér dálítið með hljóðfærið. Síðan er alltaf hægt að bæta við sig í allar mögulegar áttir, það þrýtur aldr- ei. Ég byrjaði sjálfur seint að vinda mér út í það að opna dyr sem voru að lokast, að mér fannst, og það hafði góð áhrif. Að læra eitthvað nýtt á miðjum aldri breytir alveg lífinu, maður verður miklu yngri. Maður yngist um tíu til tuttugu ár við svoleiðis lagað, svo mikið er víst. Maður er að ögra heilanum og brjóta sig upp úr viðjum vanans.“ Tónlist | Gítarskóli Ólafs Gauks verður þrjátíu ára í ár Lífselexír að læra eitthvað nýtt  Ólafur Gaukur Sím- onarson er fæddur árið 1930 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MA árið 1949 og lærði á gítar hjá Sigurði Briem. Þá lærði hann poppgít- arleik í bréfaskóla Helge Jacobsen, í Dan- mörku. Árið 1988 út- skrifaðist hann úr námi í tónsmíðum fyrir kvik- myndir frá Grove School of Music og lærði einnig í Guitar Institute of Hollywood árið 1992. Ólafur hefur starfað sem tónlistarmaður síðan 1947 og einnig við kennslu og tónsmíðar frá tvítugs- aldri. Ólafur er kvæntur Svanhildi Jakobs- dóttur og eiga þau tvö uppkomin börn. Aksturshraði á milli Hveragerðis og Reykjavíkur ÞAÐ er ótrúlegt, hversu margir ökumenn aka langt undir hámarks- hraða á milli ofangreindra staða, þrátt fyrir þokkaleg og stundum ágætis skilyrði. Ég ek nær daglega á milli Hveragerðis og Reykjavíkur og verð margoft vör við bílalestir, sem skapast þegar einn óöruggur bíl- stjóri safnar á eftir sér vanari eða öruggari bílstjórum, sem oft reyna þá að skjótast fram úr við misjöfn skilyrði. Að aka þessa leið (ég er ekki að tala um heiðina eingöngu) á 50–70 km hraða við góð skilyrði nema fyrir lélega eða illa útbúna bíla, skapar gífurlega hættu vegna framúraksturs. Væri ekki hægt að setja upp nokkur skilti, þar sem ökumenn væru beðnir um að aka ekki langt undir hámarkshraða nema sérstök veður- eða færðarskil- yrði séu fyrir hendi? Hvergerðingur. Salt hangikjöt ÉG vil taka undir orð konunnar sem skrifar í Velvakanda sl. þriðjudag um að hangikjöt sé of salt. Þetta er alveg rétt, kjötið er saltað allt of mikið nú orðið. Núna um jólin varð ég að skipta um soð á hangikjötinu því ég hef rekið mig á það undan- farin ár að kjötið verður sífellt salt- ara. Margrét. Grá húfa týndist GRÁ húfa úr þæfðri ull tapaðist á gamlárskvöld, að öllum líkindum fyrir framan Kleppsveg 4. Húfan var jólagjöf og þætti mér mjög vænt um að endurheimta hana. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband við Ólöfu í 699 1165 eða 552 9586. GSM-sími týndist GSM-SÍMI með Harry Potter-fram- hlið týndist 21. desember á milli Borgartúns og Laugavegs. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 2818 eða 863 2424. Pelstrefill í óskilum DÖKKBRÚNN pelstrefill, lítill með dúskum á endum, fannst á bílastæði Landspítalans við Hringbraut sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 560 4253. Skór teknir í misgripum SKÓR sonar míns voru teknir í mis- gripum í Skautahöllinni í Laugardal fimmtudaginn 16.desember sl. Þetta eru brúnir gönguskór með svörtum hælkappa og eru nr. 37. Í stað þeirra voru skildir eftir gráir Lowa-skór nr. 40 sem eru hjá mér. Ef einhver er með skóna er hann beðinn að hafa samband við Auði í síma 862 0258. Pokar týndust við Seilugranda POKAR með sundfötum, snyrtidóti, flugeldum, ferðageislaspilara, myndvél o.fl. týndist við stoppustöð við Seilugranda 30. desember sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 691 0069. Svört lítil læða í óskilum SVÖRT læða, 6-7 mánaða, er í óskil- um í Auðarstræti 19. Hún er ómerkt. Upplýsingar í síma 551 6337. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þraut fyrir bölsýnismenn. Norður ♠D32 ♥DG104 ♦Á52 ♣763 Suður ♠ÁKG874 ♥ÁK ♦4 ♣ÁG54 Suður verður sagnhafi í sex spöðum og fær út tíguldrottningu. Hvernig er öruggast að spila? Í hreinskilni sagt myndu flestir spila þannig: Drepa á tígulás, taka ÁK í spaða og síðan ÁK í hjarta, hvort sem trompið er komið eða ekki. Spila blind- um inn á spaðadrottningu og henda tveimur laufum niður í litlu hjónin í hjarta. Ef trompið reynist vera 4-0 þegar spaðaásinn er tekinn, má skipta um áætlun, spila laufás og laufi og reyna við eina laufstungu í borði og treysta á hjartað 4-3. Allt í allt, nokkuð gott, en samt ekki nógu gott ef hjartað er 6-1 og trompið 3-1. Norður ♠D32 ♥DG104 ♦Á52 ♣763 Vestur Austur ♠965 ♠10 ♥7 ♥986532 ♦DG1076 ♦K983 ♣K1082 ♣D9 Suður ♠ÁKG874 ♥ÁK ♦4 ♣ÁG54 Sannir bölsýnismenn spila þannig: Drepa á tígulás, spila tígli í öðrum slag og henda hjartaásnum heima! Nú er nóg að taka einu sinni hjarta áður en vestur er aftrompaður með spaða- drottningu blinds, en síðan fara þrjú lauf niður í DG10 í hjarta. „Það er vont en það versnar.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. f3 Be6 9. Dd2 O-O 10. O-O-O Rbd7 11. g4 Dc7 12. Kb1 b5 13. g5 Rh5 14. f4 exf4 15. Bxf4 Rxf4 16. Dxf4 Re5 17. Rd4 Dc5 18. h4 b4 19. Rd5 Bxd5 20. exd5 a5 21. Bg2 Hfc8 22. Rc6 Bf8 23. h5 g6 24. hxg6 hxg6 25. Hh3 Bg7 26. Hdh1 Hc7 Staðan kom upp í netkeppni fjögra landsliða sem lauk fyrir skömmu á ICC skákþjóninum. Peter Svidler (2735) hafði hvítt gegn Xiangshi Bu (2615). 27. Df6! og svartur gafst upp enda hót- ar hvítur að máta með Hh3-h8 og ef hann þiggur drottninguna með 27... Bxf6 verður hann óverjandi mát eftir 28. gxf6. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Gígja Björg Guðjónsdóttir og Erla Mekkín, söfnuðu kr. 4.150 til styrktar Rauða krossi Íslands. Með þeim á myndinni er Þórður Guðjónsson. Morgunblaðið/Ómar STYRKTARSJÓÐUR Halldórs Hansen verður formlega stofnaður í dag kl. 16 í Salnum, Kópavogi, og verður boðið til há- tíðarsamkomu af því tilefni. Bergþór Páls- son söngvari mun minnast Halldórs og starfa hans í þágu tónlistar, tilkynnt verð- ur um verðlaunahafa sjóðsins á árinu 2004 og koma þeir fram á samkomunni. Einnig verður tilkynnt um afhendingu fyrsta framlags sjóðsins til uppbyggingar tónlistarbókasafns LHÍ. Halldór Hansen barnalæknir ánafnaði Listaháskóla Íslands veglegu tónlistar- safni sínu fyrir þremur árum, auk þess sem hann arfleiddi skólann að öllum eig- um sínum, með þeim formerkjum að þeim yrði ráðstafað í sérstakan styrktarsjóð í hans nafni. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn Listaháskóla Íslands. Auk þess veitir sjóðurinn árlega tónlistarnemum, sem náð hafa framúrskarandi árangri að mati sjóðsstjórnar, styrki til frekara náms. Morgunblaðið/Arnaldur Hátíðarsamkoma Styrktarsjóðs Halldórs Hansen í Salnum Ljósmyndasýningu Ara Sigvaldasonar fréttamanns, sem staðið hefur í Gerðu- bergi síðan 19. nóv- ember, lýkur nú á sunnudaginn. Myndir Ara eru mannlífsmyndir af götunni, teknar víðs vegar um heiminn á árunum 1988 til 2004. Þetta eru skyndimyndir að því leyti að þær eru teknar án alls und- irbúnings en einnig eins konar laumu- myndir því fólkið á myndunum vissi fæst af því að það væri myndað fyrr en eftir á. Að sögn Ara er það gert til að fanga stemningu, ná sérstökum svip- brigðum og augnablikum. Þótt flestar myndanna sýni spaugilegar hliðar á mannfólkinu eru aðrar ljúfsárar. Segja má að þær sýni vel fjölbreytileika mannlífsins. Að sögn starfsfólks Gerðubergs hefur sýningin hlotið mikla athygli og aðsókn verið mjög góð. Mannlífsmyndir Ara á hverfanda hveli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.