Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 43

Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 43 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist spiluð í Gullsmára 13 kl. 20.30. Brids í Gjábakka kl. 13.15. Félag eldri borgara Reykjavík | Fræðslunefnd FEB verður með kynn- ingu í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 14–16. Það er leikur að læra. Kynning á nám- skeiðum o.fl. sem margt er sniðið að þörfum eldri borgara á vorönn. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gleði- gjafarnir koma saman kl. 14 og syngja undir stjórn Guðmundar Magnússonar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá kl. 12.30 til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Opið frá 9– 16.30, m.a. spilasalur eftir hádegi. Þriðjudaginn 11. janúar byrjar gler- skurður og postulínsnámskeið. Allar upplýsingar á staðnum s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Furugerði 1 | Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, kl. 14, sagan, kl. 15 kaffiveitingar. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Fundir fyrir spilafíkla eru alla föstudaga í Laugarneskirkju, safnaðarheimilinu kl. 20. Allir velkomnir. Tekið vel á móti ný- liðum. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, útskurður, hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíllinn, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Bridge kl. 13. Skráning hafin á þorrablótið sem verður 22. janúar. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum. Tréskurður, myndlist, leirlist, glerlist, framsögn, bókmenntahópur, leshópur, söngur, gönguhópur, gönu- hlaup, leikfimi o.fl. Bridge í dag kl. 13.30. Hárgreiðslustofa 568-3139. Fótaað- gerðarstofa 897-9801. Ganga laug- ardaga kl. 10. Uppl. í s. 568–3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 hefst nýtt nám- skeið í myndlist, kl. 10 boccia, kl. 14 leik- fimi. Innritun í síma 568-6960. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal, kl. 13.30 verður sungið við undirleik Sigurbjargar Petru. Vitatorg félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerð kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 14. Skráning haf- in í námskeiðin upplýsingar í síma 561 0300. Allir aldurshópar velkomnir. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna- stund alla laugardaga kl. 20. Einnig er bænastund alla virka morgna frá 06– 07. Almenn samkoma sun. 9. jan. kl. 16.30. Ræðum. Mike Fitzgerald. Gosp- elkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldurs- skipt barnakirkja á meðan á samkomu stendur. Morgunblaðið/Ómar Stóra-Borg í Grímsnesi. DAGBÓK ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja sýningar á leikriti Braga Ólafssonar, Belgíska Kongó, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu sl. vor. Til stóð að hafa örfáar sýningar á verkinu í haust, en vegna mikilla vinsælda hefur nú ver- ið bætt við sýningum og eru þær fyr- irhugaðar til febrúarloka. Eggert Þor- leifsson hafði ætlað sér í hálfs árs frí frá og með áramótum, en frestaði því vegna vinsælda verksins. Nýr leikari, Davíð Guðbrandsson, tekur þó við hlut- verki Hilmars, langömmubarns Rósa- lindar, en hann leysir Gunnar Hansson af í hlutverkinu. Davíð útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ vorið 2003 og er þetta hans fyrsta hlutverk í Borgarleik- húsinu. Belgíska Kongó framlengt fram í febrúar Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson POPS, ein þekktasta sveit ’68- kynslóðarinnar, ætlar að heiðra minningu Péturs heitins Kristjáns- sonar, stofnanda Pops, með sínum hætti á Kringlukránni um helgina, en þeim til aðstoðar kemur sjálfur konungur rokksins á Íslandi, Rúnar Júlíusson. Pops hefur í meira en áratug skemmt gestum á Kringlukránni í kringum þrettándann við góðan orðstír. „Þetta er árlegur við- burður og hefur verið í yfir ára- tug,“ segir Óttar Felix Hauksson, gítarleikari Pops, en sveitin var endurvakin á 25 ára afmæli hennar 1992 að frumkvæði Óla Laufdal, verts á Broadway, sem átti einmitt frumkvæði að minningartónleik- unum um Pétur Kristjánsson, sem fram fóru í gærkvöldi. „Síðan réð ’68-kynslóðin okkur til að leika á nýársfagnaði sínum á Hótel Sögu 1. janúar 1993 og við lékum þar sleitulaust til ársins 2003, eða sam- fellt í ellefu ár. Síðan þá höfum við ávallt haldið dansleiki eina til tvær helgar um áramótin, því þá erum við búnir að æfa upp og komnir í gang og höfum þá viljað aðeins leyfa fleirum að komast að til að hlusta á Pops.“ Óttar segir vissulega missi að Pétri Kristjánssyni, sem gæddi tón- listina miklu lífi. „Við fengum hinn landskunna rokkkóng Rúnar Júl- íusson til liðs við okkur, en Pétur og Rúnar eru um margt andlegir bræður. Rúnar er vel til þess fallinn að syngja lögin hans Péturs,“ segir Óttar. „Við erum vissir um að Pét- ur hefði ekki viljað að við legðum árar í bát og okkur finnst við heiðra best minningu Péturs með því að halda henni hátt á loft og rokka feitt á Kringlukránni um helgina. – Sýningin verður að halda áfram. En við söknum vissulega Péturs, það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan hann dó og Pétur kemur upp í huga manns í hverri viku. Það er skarð fyrir skildi, því Pétur var stór í sniðum og litríkur persónuleiki sem setti svip á mann- lífið og auðgaði mannlífsflóruna.“ Frábær skilyrði fyrir dægurlagatónlist Óttar segir sannkallaða „sixties- sveiflu“ munu verða uppi um alla veggi þegar Pops og Rúnar flytja alla smellina með Bítlunum, Stones, Kinks, Small Faces o.fl. Drengirnir munu í minningu Péturs sann- arlega halda kyndli hinna gömlu meistara dægurtónlistarinnar hátt á loft. „Ég held hreinlega að það sem gerði þessa músík svo frábæra hafi verið skilyrðin,“ segir Óttar, spurður um ástæður ágætis þess- ara afkvæma fyrstu ára rokksins. „Á þessum tíma voru svo frábær skilyrði fyrir dægurlagatónlist. Það er að vaxa upp kynslóð eftir stríðið sem hefur rýmri efnahag, meiri tíma og betri aðgang að tón- listararfinum. Það er vöxtur víðast hvar í hinum vestræna heimi og vöntun á afþreyingu. Í þessu ný- fengna frelsi, þar sem menn fara milli landa og yfir landamæri, verð- ur til mikill suðupottur sem upp úr gýs geysilega mikið af góðri tónlist sem leggur grunn að því sem seinna kom. Þróun dægurtónlist- arinnar í dag er mikið byggð á þessum grunni sem að miklu leyti var lagður á sjöunda og áttunda áratugnum,“ segir Óttar, sem lofar skemmtilegri og lifandi stemmn- ingu í kvöld og annað kvöld. Tónlist | Pops gleður landann á Kringlukránni um helgina „Sixties-sveifla“ upp um alla veggi Morgunblaðið/Golli Hljómsveitin Pops æfir upp slagara sjöunda og áttunda áratugarins ásamt rokkkónginum Rúnari Júlíussyni. Dansleikur Pops hefst kl. 23 og stendur til 3 og kostar 1.500 krónur inn. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.