Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 10. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Í mörg horn að líta Umbrotatímabil fram undan á Fljótsdalshéraði | Minn staður Bílar og íþróttir í dag Bílar | Nýr Discovery 3  Reynsluakstur: BMW x3 2,0D  Dakar-rallið Íþróttir | Lehman segist ekki á förum frá Arsenal  Var Garcia skipað að taka frí? LANDSSÖFNUNIN Neyðarhjálp úr norðri hófst í gær en að henni standa m.a. mannúðar- samtök, níu útvarpsstöðvar, þrjár sjónvarps- stöðvar, þrjú dagblöð, þrjár verslunarmið- stöðvar, listamenn og fyrirtæki. Safna á fé til að aðstoða þá sem lifðu af hamfar- irnar í Asíu og til að byggja upp á hamfarasvæð- unum. Landssöfnunin var kynnt á blaðamanna- fundi í gær. Söfnunin nær hámarki á laugardag með sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarps- ins, Stöðvar 2 og Skjás eins, og er það í fyrsta sinn sem þessir aðilar taka höndum saman um slíka útsendingu að sögn Elínar Þorsteinsdóttur, verkefnisstjóra landssöfnunarinnar. Hún segir að aldrei fyrr hafi svo margir aðilar á Íslandi tek- ið höndum saman um neyðarhjálp til útlanda. Þegar hafa safnast um 250 milljónir kr. hér á landi. Munar þar mest um ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að veita 150 milljónir til hjálparstarfsins „Það ber að þakka og taka fram að það hafa aldr- ei verið eins góð viðbrögð við neinu málefni fram að þessu, en öll viðbót er vel þegin,“ segir Elín um viðbrögð landsmanna við söfnuninni. Fénu verður varið í neyðarhjálp og uppbygg- ingarstarf á næstu árum af fimm mann- úðarsamtökum; Barnaheillum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Rauða krossi Íslands, SOS- barnaþorpum og Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Alla vikuna verður hægt að hringja í söfn- unarsímanúmer til að veita fé til söfnunarinnar. Þá munu sjálfboðaliðar safna fé í verslunar- miðstöðvum. /6 Íslenska þjóðin tekur höndum saman í Neyðarhjálp úr norðri Morgunblaðið/Þorkell Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær: Jakob Frímann Magnússon, f.h. listafólks, Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Jónas Þ. Þórisson, Hjálparstarfi kirkjunnar, Vigdís Finnbogadóttir, vernd- ari söfnunarinnar, Elín Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri og Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands.Á nú fyrir sígarettum MAÐUR nokkur í hverfinu Friðriksbergi í Kaupmannahöfn var um daginn að leita að sígarettum í drasli hjá sér og fann þá þriggja mánaða gamlan lottómiða, að sögn Jyllandsposten. Vinningurinn reynd- ist vera nær 19 milljónir danskra króna, um 210 milljónir ísl. kr. Maðurinn fékk vinninginn greiddan út á mánudag. „Ég varð sígarettulaus eitt kvöldið og fór þá að leita í drasli heima hjá mér,“ sagði maðurinn sem ekki vill láta nafns síns getið. „Þá fann ég jóker-seðilinn.“ Vinningshafinn sagðist hafa orðið mjög hissa þegar í ljós kom að hann hafði unnið. „Síðan hef ég varla getað sofið,“ bætti hann við. „En ég hef látið mig dreyma um margt og nú ætla ég að láta suma draumana rætast.“ FÁRVIÐRIÐ, sem geisaði í Norð- ur-Evrópu um síðustu helgi, olli gíf- urlegum skógarsköðum í Svíþjóð og Eystrasaltslöndum, þeim mestu í að minnsta kosti 100 ár. Í Svíþjóð svara trén, sem féllu, til fjögurra ára skógarhöggs. Samtök skógareigenda í Svíþjóð áætla, að veðrið hafi fellt 60 millj- ónir rúmmetra af viði og sumir litlir skógarbændur sáu næstum allan sinn skóg leggjast út af. Er skaðinn metinn á allt að 276 milljarða ísl. kr. og hætta er á, að hundruð smárra og ótryggðra skógarbænda verði gjaldþrota. Um 60% allra skógar- bænda eru tryggð fyrir náttúru- hamförum en 40% aðeins fyrir skógareldum. Miklir skaðar urðu einnig í Eist- landi og enn meiri í Lettlandi og ljóst er, að mikið af timbrinu mun fara til pappírsgerðar en þá fæst helmingi minna fyrir það en sög- unarmyllurnar greiða. Hvort sem er, þá er talið, að tímabundið of- framboð á timbri muni valda verð- lækkun á næstunni. Óvenjulegt veðurfar Eftir veðrið um helgina voru enn í gær tugþúsundir manna án raf- magns í Svíþjóð og Lettlandi en þar hefur verið óvenju heitt í veðri. Það, sem af er janúar, hefur hitinn verið 11–12 gráðum hærri en til jafnaðar á þessum árstíma. Ofsaveður var í gær á Írlandi og Skotlandi. Í Londonderry lést mað- ur er bíll hans fauk út af brú. Fallin tré í Svíþjóð svara til fjögurra ára skógarhöggs SCANPIX/Lars Ottosson Einna mestu skógarskaðarnir í ofsaveðrinu um síðustu helgi urðu á Norður-Skáni en þar liggja nú heilu skógarteigarnir flatir. Sömu sjón er að sjá víða í Eystrasaltslöndunum, til dæmis í Eistlandi og Lettlandi. Gífurlega miklir skógarskaðar af völdum fárviðrisins um síðustu helgi Stokkhólmi, Riga, Dyflinni. AFP. Hjörtu kvenna eru sterkari HJÖRTU kvenna eru sterkari en karla og það kann að vera helsta skýringin á því að þær lifa lengur, að því er breska ríkis- útvarpið, BBC, hafði eftir vísindamönnum í Bretlandi í gær. Rannsókn vísindamanna við John Moor- es-háskóla í Liverpool leiddi í ljós að hjörtu karla missa allt að fjórðungi af dæl- ingarkrafti sínum frá aldrinum 18 ára til sjötugs. Litlar breytingar urðu hins vegar á hjörtum kvenna frá tvítugu til sjötugs. Talið er að þessi munur kunni að skýra hvers vegna konur lifa að meðaltali allt að fimm árum lengur en karlar. David Goldspink, sem stjórnaði rann- sókninni, sagði þó að tengd rannsókn leiddi í ljós að karlmenn gætu styrkt hjartað með hreyfingu. Hjörtu gamalla íþróttamanna væru jafnsterk og tvítugra manna sem ekki stunduðu íþróttir. ♦♦♦ Metfé til hjálpar- starfs SÞ SAMEINUÐU þjóðirnar hafa nú þegar tryggt sér 717 milljónir doll- ara, 44,7 milljarða ísl. kr., vegna ham- faranna í Suður-Asíu en það eru 73% af því fé, sem samtökin töldu sig þurfa nú strax. Jan Egeland, sem stýrir mannúð- araðstoð á vegum SÞ, sagði, að sam- tökin hefðu aldrei safnað jafnmiklu fé á jafnskömmum tíma en fyrirheitin, sem gefin hafa verið, eru nokkuð á sjötta hundrað milljarða kr. Við þau hefur þó verið misjafnlega staðið í gegnum tíðina. Tryggir réttu aðstoðina Egeland og Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, hafa lagt mikla áherslu á að fá aðstoðina í reiðufé því að þannig sé hægt að tryggja, að fólk fái þá aðstoð, sem best á við á hverj- um stað. Það fé, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú þegar tryggt sér, verður not- að í bráðaaðstoð við fórnarlömb ham- faranna en uppbygging á svæðunum mun hins vegar krefjast miklu meiri fjármuna og taka langan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.