Morgunblaðið - 12.01.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Sími 588 4477
• Einbýlishús óskast fyrir fjársterka kaupendur á
Seltjarnarnesi. Má kosta allt að 80 millj.
Upplýsingar veitir Bárður.
• Einbýlishús eða raðhús í Kópavogi, má kosta allt að 45
millj. Upplýsingar veitir Bárður.
• Einbýlishús - parhús í Garðabæ, má kosta allt að 45-50
millj. Upplýsingar veitir Bárður.
• Einbýlishús á Álftanesi eða Hafnarfirði, má kosta allt að
35-40 millj. Upplýsingar veitir Bárður.
Hafið samband.
Hér er reynslan og þekkingin fyrir hendi.
Ábyrg þjónusta í áratug.
Við kunnum að meta eignina þína.
Fjársterkir kaupendur
LANDSSÖFNUNIN Neyðarhjálp úr norðri
hófst formlega í gær, en markmiðið með henni
er að safna fé til að aðstoða þá sem lifðu af ham-
farirnar í Asíu og til að byggja upp á hamfara-
svæðunum. Söfnunin, sem var kynnt á blaða-
mannafundi í gær, mun ná hámarki með
sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarpsins,
Stöðvar 2 og Skjás eins laugardagskvöldið 15.
janúar kl. 19.40. Þá verða stöðvarnar með sam-
eiginlega tveggja klukkustunda dagskrá og hef-
ur slíkt aldrei gerst áður að sögn Elínar Þor-
steinsdóttur, verkefnisstjóra landssöfnunar-
innar.
Auk þess munu þrjár verslunarmiðstöðvar,
níu útvarpsstöðvar, þrjú dagblöð, listamenn, fyr-
irtæki og almenningur taka þátt í söfnuninni.
Elín segir aldrei fyrr svo marga aðila á Íslandi
hafa tekið höndum saman um neyðarhjálp til út-
landa. Hún segir söfnunarfénu verða varið til
neyðaraðstoðar nú og uppbyggingar á næstu ár-
um á vegum fimm mannúðarsamtaka; Barna-
heilla – Save the Children, Hjálparstarfs kirkj-
unnar, Rauða kross Íslands, SOS barnaþorpa og
UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Aðspurð segir Elín þegar hafa safnast um 250
milljónir kr. til hjálparstarfs. „Það ber að þakka
og taka fram að það hafa aldrei verið eins góð
viðbrögð við neinu málefni fram að þessu, en öll
viðbót er vel þegin,“ segir Elín og bætir því við
að um langtímaverkefni sé að ræða enda ljóst að
gríðarleg eyðilegging hafi orðið á svæðunum.
Vantar fé til uppbyggingar
Í símaviðtali á blaðamannafundinum við Ómar
Valdimarsson, sendifulltrúa Rauða kross Íslands
í Indónesíu, greindi hann frá því að það skipti
mestu að það fengist fé til uppbyggingar eftir
hamfarirnar í Suðaustur-Asíu. Eins og staðan sé
í dag sé nóg til af hjálpargögnum, s.s. lyfjum,
fatnaði og mat. Hann segir samgöngur á svæð-
inu vera mjög slæmar og því verði að byggja
upp vegi og brýr en til þess þurfi fjármagn. Auk
þess sé ekki síður mikilvægt að veita fólki, bæði
íbúum og þeim sem stunda hjálparstörf, sálræn-
an og félagslegan stuðning.
Vigdís Finnbogadóttir, verndari söfnunar-
innar, segir hverja krónu sem safnist skipta máli
því margt smátt geri eitt stórt. Hún segist finna
fyrir miklum samhug meðal Íslendinga enda
þekki þeir afleiðingar náttúruhamafara, hvort
sem um háska sjávarins sé að ræða, snjóflóð eða
annað. „Mér finnst það alveg stórkostlegt að Ís-
lendingar skyldu taka við sér strax og gefa fé,“
segir Vigdís. Hún bendir á að það sé mikilvægt
að hlúa vel að börnunum sem mörg hver hafa
misst foreldra sína.
Tekið við stóru og smáu
Hægt verður að gefa með því að hringja í þrjú
söfnunarnúmar: 901-1000, 901-3000 og 901-5000.
Síðustu fjórar tölurnar í númerinu tákna hversu
mikið hver og einn gefur, þ.e. 1.000 kr. í síma
901-1000 o.s.frv.
Nánari kynningu er hægt að sjá með því að
smella á tengilinn Neyðarhjálp úr norðri sem er
vinstra megin á forsíðu www.mbl.is.
Landssöfnun hafin
Morgunblaðið/Þorkell
Meðal þeirra sem kynntu landssöfnina á fundinum í gær voru Jakob Frímann Magnússon tónlist-
armaður, Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Jónas
Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, Vigdís Finnbogadóttir, verndari söfn-
unarinnar, Elín Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs
Landsbankans og bakhjarl söfnunarinnar, og Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahúss.
Reuters
Maður í Banda Aceh á Súmötru þakkar áströlskum hermanni fyrir sig með handabandi eftir að hafa fengið hreint drykkjarvatn.
BERTIL Jobeus, sendiherra Svíþjóðar á
Íslandi, segir sænsku þjóðina vera ákaf-
lega þakkláta fyrir þá hjálp sem Íslend-
ingar veittu frændum sínum þegar þeir
aðstoðuðu við að flytja Svía frá hamfara-
svæðunum á Taílandi. Íslensk stjórnvöld
urðu við beiðni sænskra stjórnvalda fyrr í
mánuðinum um að senda flugvél með heil-
brigðisstarfsfólki til að koma slösuðum
Svíum til síns heima.
Jobeus segist hafa hitt Halldór Ásgríms-
son forsætisráðherra og Jón Kristjánsson
heilbrigðis- og tryggingaráðherra á fundi
í gær þar sem hann lét í ljós hlýjar þakkir
sænskra stjórnvalda í garð Íslendinga.
Hann segir bæði Finna og Þjóðverja
einnig hafa boðið sænskum stjórnvöldum
hjálp við að flytja Svía frá Taílandi, en sú
hjálp hafi verið í mun minni mæli en sú
sem var þegin frá Íslendingum. Jobeus
segir viðbrögð Íslendinga hafa auk þess
verið með ólíkindum skjót. „Þetta var ein-
stök hjálp frá íslenskum stjórnvöldum og
íslensku þjóðinni. Ég fór ásamt Svavari
Gestssyni, sendiherra Íslands í Svíþjóð, á
Arlanda-flugvöll nóttina sem íslenska
flugvélin lenti. Við hittum áhöfnina,
læknana og alla sérfræðingana og það var
mjög hjartnæmt af því að sumir læknanna
og hjúkrunarfræðinganna tjáðu mér að
þau hefðu bæði menntað sig og unnið í Sví-
þjóð og fannst þeim aðstoð þeirra vera leið
til þess að þakka fyrir veru sína í Svíþjóð,“
segir Jobeus sem kveðst hafa orðið hrærð-
ur yfir því.
Jobeus segir Svía ekki hafa verið í stakk
búna að takast á við hamfarir af þeirri
stærðargráðu sem varð annan dag jóla, en
á bilinu 25–30 þúsund Svíar voru á ham-
farasvæðunum. Hann segir hjálp Íslend-
inga hafa komið sér afar vel og verið vel
þegna. Hann segir marga Íslendinga hafa
komið í sendiráðið, sent bréf og hringt til
þess að votta Svíum samúð vegna missis
þeirra í hamförunum. „Það hlýjar okkur
um hjartaræturnar,“ segir Jobeus að lok-
um.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bertil Jobeus, sendiherra Svíþjóðar.
Sænska þjóð-
in þakklát
Íslendingum
FASTEIGNAMAT hækkaði að með-
altali um 16,9% á landinu öllu á síðasta
ári, þ.e. frá árslokum 2003 til ársloka
2004. Þar af hækkuðu hús um 16,6%
en lóðir hækkuðu en meira samkvæmt
matinu eða um 18,5%. Hækkun
brunabótamatsins var nær helmingi
minni hlutfallslega en hækkun fast-
eignamatsins og hækkaði það að með-
altali um 8,9% á sama tímabili sam-
kvæmt upplýsingum Fasteignamats
ríkisins.
Verðmæti allra fasteigna í landinu
samkvæmt fasteignamatinu nam
rúmum 2.300 milljörðum króna um
síðustu áramót og óx um rúma 330
milljarða króna milli ára. Þar af nam
lóðamat 381 milljarði og húsmatið
1.921 milljarði kr. Verðmætið sam-
kvæmt brunabótamatinu var 600
milljörðum króna hærra eða rétt rúm-
ir 2.900 milljarðar króna.
Hækkun fasteignamatsins var mis-
munandi um áramótin eftir tegundum
eigna og staðsetningu þeirra á land-
inu, eins og fram hefur komið, en það
sem mestu ræður í þeim efnum er
mikil hækkun markaðsverðs fasteigna
víða á landinu. Þannig hækkaði sér-
býli til að mynda mest á Seltjarnar-
nesi um 30% samkvæmt nýju fast-
eignamati, en íbúðir í fjölbýli á
höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um
13% og á Siglufirði og Höfn í Horna-
firði breyttist fasteignamat á íbúðar-
húsnæði ekki. Sumarhús og sumar-
húsalóðir hækkuðu um 13% og
atvinnuhúsnæði um 8% svo dæmi séu
tekin. Þegar þetta allt hefur verið tek-
ið saman og tillit tekið til þess sem
bæst hefur við af byggingum á árinu,
en venjulega nemur það um 1,5–2,5%
á ári, er meðaltalshækkunin á lands-
vísu 16,9%, eins og áður sagði. Að öðru
óbreyttu þýðir þetta að tekjur sveitar-
félaga af fasteignaskötum aukast að
meðaltali sem þessu nemur, en fast-
eignaskattar taka mið af fasteigna-
mati eins og það er á hverjum tíma.
39% hækkun á þremur árum
Fasteignamat hefur hækkað stöð-
ugt síðustu árin. Það hækkað um
10,6% að meðaltali milli 2002 og 2003
og um önnur 7,5% milli áranna 2001
og 2002. Á þremur árum frá árslokum
2001 til ársloka 2004 hefur fasteigna-
mat þannig hækkað um 39%. Á sama
tíma hefur verðmæti eigna samkvæmt
brunabótamati hækkað um 31%.
Fasteignamat hækkar um tæp 17% að meðaltali milli ára
Verðmæti fasteigna óx um
330 milljarða kr. í fyrra
Brunabótamat
hækkaði um tæp
9% milli ára